Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 15

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 15
syngur hann með kór Lang- holtskirkju. Tildrög þess, að hann syngur hér með nem- endum sínum segir hann vera þau, að á árshátíðinni í vetur hreifst hann mjög af lagi Gunnsteins og sagði honum, að hann skyldi hafa sig í huga næst þegar hann semdi. „Um páskana sá ég svo frumdrög verksins. Þetta er skemmtileg reynsla að æfa upp verk með höfundi og finna hvernig það verður til,“ segir kennarinn. Næst var Þórunn Guð- mundsdóttir tekin tali. Þór- ■ unn er félagi í kórnum og hefur sungið með honum í þrjú ár, jafnframt því hefur hún lagt stund á hljóðfæra- leik við Tónlistarskólann í Kópavogi. Þórunn er að út- skrifast sem stúdent nú í vor og ætlar í söngnám næsta vetur til viðbótar við hljóð- færaleikinn. „Það er mjög gaman að syngja þetta verk og sérkennileg tilfinning því samfara að höfundurinn er skólabróðir manns." Að lokum hittum við Sig- urlaugu Eðvaldsdóttur, sem er konsertmeistari að þessu sinni. Strengjasveitin er átta fiðlur, tvær lágfiðlur og þrjú selló. Sigurlaug stundar nám í fiðluleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík. „Maður leggur sig óneitan- lega meira fram vegna þess, að um er að ræða verk eftir skólafélaga og öllu skiptir að gera þetta sem stórkostleg- ast. Þetta er mjög merkur viðburður í tónlistarlífinu." 100-karlinn seldist á 494 þúsund HANN hefur heldur betur hækkað í verði 100 króna seðillinn frá 1928, sem boðinn var upp hjá Klausturhólum sl. laugardag. Seðill þessi, sem var fyrsta útgáfa Landsbank- ans, var sleginn á 494 þúsund krónur með söluskatti svo að seðillinn hefur nær fimmþús- und faldast í verði á þessum rúmu 50 árum. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 15 Grigorenko: Sovétríkin gera innrás í V -Evrópu innan árs „SOVETRIKIN munu ryðjast inn í Vestur- Evrópu fyrir árið 1981,“ staðhæfir Pjotr Grigor- enko, fyrrverandi hers- höfðingi og stríðshetja í Sovétríkjunum, sem nú er búsettur í Bandaríkjunum og hefur verið á ferðalagi um Evrópulönd, eins og frá hefur verið sagt. Grigorenko byggir spádóm sinn um sovézka árás á Evrópu fyrir 1981 á þeim umfangsmiklu hergagna- og mannflutningum, sem hafi verið í Tékkóslóvakíu í allt vor undir stjórn sovézka hershöfðingjans Michailovitch Mairov. Grigorenko telur að sov- ézku herfylkin geti farið yfir Vestur-Þýzkaland á þremur klukkustundum og bar hann í raun saman innrás Sovétmanna í Afganistan við innrás Hitlers í Tékkóslóvakíu 1938. Hann segir að Rússar láti til skarar skríða þar sem sé óeining og þeir telji að veikar varnir séu fyrir. Þeir fylgi mjög afgerandi stefnu í hermálum og hafi þegar tryggt sér það mikil ítök í ýmsum Afríkulöndum að þeir gætu náð á sitt vald öllum sjóleiðum kringum álfuna. Grigorenko Fékk Svalbarðaselur hundaæði? Ósló 23. maí Frá Jan Erik Laurie NORSKA dýralæknisstoínunin i Ósló hefur nú til rannsóknar sel frá Svalbarða sem kann að hafa smitast af hundaæði. Ef selurinn reynist vera með sjúk- dóminn er það í fyrsta skipti sem selur hefur fengið hunda- æði. Á Svalbarða fengu menn grunsemdir um hundaæði í seln- um vegna sérkennilegrar hegð- unar viðkomandi sels. Var hann því sendur til áðurnefndrar rannsóknar. wm !%'®SS!V SEÐLABANKI ISLANDS TRYGGING CS N-UVj Verðtrygging í framkvæmd Grunnvísitala verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 1. fl. 1980 er lánskjaravísitala maímánaðar, ,sem er 153 stig. Ný lánskjaravísitala hefur nú verið reiknuð út fyrir júnímánuð og er hún 160 stig, sem samsvarar 4,58% hækkun. Spariskírteinin í 1. fl. 1980 verða þar af leiðandi aðeins seld á nafnverði til n. k. mánaðamóta, en í júnímánuði verða þau seld með ofangreindu álagi á höfuðstól og áfallna vexti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.