Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
Margur hefur haft orð á því við mig á
þessum síðustu dögum að þeim þyki
limrur og glerhús skemmtilegur
vísnaleikur. Og víst er þar margt nýstár-
legt og slegið á létta strengi. En gamla
stakan stendur jafnan fyrir sínu. Gísli
Ólafsson frá Eiríksstöðum er meðal
okkar allra snjöllustu hagyrðinga, — eða
eigum við að segja skálda vísunnar:
Lengi hafið bátinn ber
bili ekki neglan.
Góðu dæmin gefur mér
Goodtemplarareglan.
Lýðurinn eltir lögin blind,
leynir eðli sjúku.
Frelsarinn var fyrirmynd,
fór þó ekki í stúku.
í síðasta Vísnaleik og þeim næst
síðasta var lagður grunnur að hálfu
glerhúsi Þorsteins Gylfasonar:
Páll og Þóra Melsteð
voru meira en vel séð.
KK botnar:
Alltént það vel
að þeim varð ekki um sel.
Guðbjörg Tómasdóttir botnar:
Valinkunn þau vísu hjón
og viröuleg í sjón.
Og:
Einn og sama áttu beö
svo árum skipti var mér téö.
Þorsteinn Jónsson:
Vönduð bönd þau bundu
bæöi aö hinztu stundu
Hallur undan Fæti:
Þegar á henni var sá gáll
var Þóra séðari en Páll.
Þorsteinn Gylfason hefur aftur á móti
glerhúsið þannig:
Páll og Þóra Melsteð
voru meira en vel séð.
í „Mannkynssögu" þegir Páll um
hinn og þenna fólann
og Þóra stofnaöi Kvennaskólann.
Þorsteinn Gylfason hefur látið mikið 4.
að sér kveða að undanförnu. Eitt síðasta
framtak hans og gagnmerkt raunar er
„Fjórtánlínungur eftir fjórtán skáld“, er
birtist ’í Lesbókinni hinn 17. maí. Þor-
steinn notar fornfrægt form, cento, þar
sem því bragði er beitt að raða saman
ljóðlínum kunnra skálda. Til þess að
þakka honum lítillega þetta ágæta ljóð,
sem endar svo:
Sú heimsvon öll, sem barmur manns-
ins ber,
þaö boröar hana dalakindin svaung,
tileinkar vísnaleikur honum þessa limru
(eða gefur honum að kvæðislaunum):
Okkar samfylgd meö sauðum er löng.
Og síðar í menningarþröng
ekki hungruð að kalla
vora heimsvon alla
sem hey borðar dalakind svaung.
Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði
er einn af mörgum vinum vísnaleiksins.
Af hans hendi hefur mér borizt í hendur
„landshagskýrsla 1. ársfjórðungs 1980
gerð eftir bestu heimildum, sem völ er á,
hverjar eru Þjóðviljinn og síðdegisblöð-
in, einkum Helgarpósturinn, enn fremur
Kastljós sjónvarpsins og Nýjasta tækni
og vísindi":
1. Lækkar óöum landsins hagur
lýönum þykir hart í ári
yfir dynur aldaslagur
allt er sjúkt af vinstra fári.
Ólafslögin einskis virði
ytra þyngist greiðslubyröi.
2. Kjörin rýrna, kostir haröir,
krónan dýpra niöur sígur.
Orkuþurrð um allar jaröir
olían í veröi stígur.
Kvikuhlaupin Kröflu spilla
komin örg í dæmið villa.
3. Útvegsbænda aukast skuldir
óöum gengið niöur hrynur.
Hroðin mið og harmar þuldir.
Hafrannsóknaflokkur stynur.
Illar horfur eru mála
yfirgefa þorskar ála.
Bændur erja kaldan klaka
kjötfjallanna undir fargi.
Offramleiðsla. Alla þjaka
úrræöi í málaþvargi.
Feitmetinu flestir hafna
fáir vilja spiki safna
5. löjuhöldar undir taka
aldarsöng og berja lóminn.
Brotnum vögnum beygðir aka
brýna gogg og hækka róminn.
Fyrirtækin fara úr skorðum
falls er von af þeirra borðum.
6. Kúltúrliöið kvelur mæða
kveinar sárt af neyðarkjörum.
Löng er ferö til listahæða
lífshlaup þrýtur í þeim förum.
Möppudýrin mola tína
mönnum tvenna heima sýna.
7. Tæknifróðir tölvur þreyta,
tíma góöa sjá meö ráðum.
Hagræða og hönnun breyta,
hjálpræði mörg eygja bráöum.
Tæta ull úr sjávarsandi
segja þegar arðberandi.
8. Bjarmar fyrir betri dögum,
brautir greiðar sjást í anda.
Auögast þjóð og ypptir högum.
Alkóhólið leysir vanda,
vínsmá orka vanga knýja
veröstuöla mun reisa nýja.
Eiríkur Eiríksson.
Eitt lítið orð var skakkt hjá mér
í síðustu limru og er KK beðinn
velvirðingar, — því að engu má
skeika:
„Ég legg,“ mælti Gróa á Leiti,
„mitt lostfagra höfuð í bleyti.
Þótt ég anni ekki kvööum
frá útvarpi og blööum,
þér ann ég með fyrirheiti."
Og svo fer vel á því, að Ijúka þessum
leik með tveim stökum eftir Eirík frá
Dagverðargerði. Sú fyrri ber yfirskrift-
ina. „Stjórnarsáttmáli 8. febrúar 1980.
Loforð":
... vora heimsvon alla sem
hey boröar dalakind svöng.
Gildum skal hér sjóðum safna,
sinna velferö allra þegna,
kosti bæta, kjörin jafna,
kæta þá, sem lítils megna.
Ef marka má ummæli forsætisráð-
herra í sjónvarpi fyrir skömmu varð
lítillæti hans ekki skilið á annan veg en
að þetta væri löngu komið í kring. En nú
gef ég Eiríki aftur orðið: „Efndir, sbr.
ræðu Vilmundar Gylfasonar á Alþingi
31. marz:
Gengið lækkar, gliðna þekjur,
glapstígur að völdum farinn.
Skuldir hækka, skertar tekjur,
skrumi og mælgi svikin varin.
Ekki verður meira kveðið að sinni.
Halldór Blöndal.
Limran
Af ástæöum ótilgreindum,
ef til vill flóknum leyndum,
hann gat ekki pissaö,
þaö gjöröi oss svo hissa aö
vér gátum ei heldur, sem
reyndum.
K.K.
Hjördis borsteinsdóttir, forseti íris (t.v.) og Jean Hudson varaforseti
Alþjóóasam bands málfreyja.
Málfreyjudeildin íris meðlimur
í Alþjóðasamtökum málfreyja
STOFNSKRÁRFUNDUR Mál-
freyjudéíldarinnar íris í Hafnar-
firði var haldinn laugardaginn 12.
apríl s.l. að Hótel Heklu og hófst
kl. 20.00. Stef fundarins var:
„Ræðan er silfur en þögnin er
gull“.
Heiðursgestir fundarins voru
Jean Hudson varaforseti V.svæðis
Alþjóðasamtaka Málfreyja, Stef-
án Jónsson forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar og frú og Erla
Guðmundsdóttir, stofnandi Mál-
freyjudeildarinnar Vörðunnar í
Keflavík.
Hjördís Þorsteinsdóttir forseti
Málfreyj udeildarinnar íris setti
fundinn og bauð gesti velkomna.
Elísabet Maack Thorsteinsson
kynnti gesti og félaga en Krist-
jana Milla Thorsteinsson flutti
hvatningu. Þá hófst borðhald, en
dagskrá var í umsjá Margrétar
Sigbjörnsdóttur og Sólveigar
Ágústsdóttur. Ávörp voru flutt frá
öðrum málfreyjudeildum og einn-
ig flutti Jean Hudson ræðu. Stefán
Jónsson, forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar óskaði Málfreyju-
deildinni íris heilla og færði
deildinni blómakörfu frá bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar.
Frú Jean Hudson afhenti síðan
Hjördísi Þorsteinsdóttur stofn-
skrána sem er vottur þess að
deildin sé nú fullgildur aðili að
Alþjóðasamtökum málfreyja (Int-
ernational Toastmistress Clubs).
Hjördís Þorsteinsdóttir flutti
þakkarorð en lokaorð flutti Guð-
laug Elísa Kristinsdóttir.
(Fréttatilk. frá Upplýs-
ingancfnd Fyrsta Ráðs
Málfreyja)