Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
Bjartmar Kristjánsson:
Handbókarmálið
Nokkrar athugasemdir
Vestmanna-
eyingar „lána“
prestsembætti
til Þorláks-
hafnar
Á aðalsafnaðarfundi Landa-
kirkju i Vo.stmannaeyjum s.l.
sunnudag var eftirfarandi sam-
þykkt einróma:
„Með hliðsjón af fenginni
reynslu og umræðum í söfnuði
Landakirkju á undanförnum ár-
um mælir aðalsafnaðarfundur,
haldinn í Landakirkju sunnudag-
inn 18. maí 1980, að annað
prestsembættið í Vestmannaeyj-
um væri lánað til þjónustu í
Þorlákshöfn, þar til öðru vísi
verður ákveðið. Enda tryggt, að
þá verði söfnuði Landakirkju
þjónað í lögbundnum leyfum og
hugsanlegum forföllum sókn-
arprestsins. Lýsir aðalsafnaðar-
fundur fyllsta stuðningi við er-
indi biskups til safnaðarins í
bréfi dagsettu 8. maí 1980.“
Jóhann Friðfinnsson
formaðursóknarnefndarinnar,
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi að ekki hefði tekizt
að fá prest í annað prestsemb-
ættið í Eyjum sl. þrjú ár þrátt
fyrir ítrekaðar auglýsingar.
Hefði því orðið að ráði að lána
embættið til Þorlákshafnar, sem
væri ört vaxandi bæjarfélag og
með nýja kirkju í byggingu.
Daglegar ferðir væru milli Þor-
lákshafnar og Vestmannaeyja og
gæti presturinn í Þorlákshöfn
því með góðu móti leyst af prest
Vestmannaeyinga í lögboðnum
fríum hans og forföllum. Væri á
þann hátt tryggt að presturinn
gæti tekið sín lögboðnu frí, sem
hefði reynzt erfiðleikum bundið
til þessa. Hvað Jóhann þetta
góða skipan mála, þar til annað
yrði ákveðið. Bjóst hann við því
að prestsembættið í Þorlákshöfn
yrði auglýst í sumar.
Nýverið hefir handbókarnefnd
sent frá sér greinargerð fyrir
tillögum að nýrri helgisiðabók
fyrir íslenzku kirkjuna, eftir dr.
Einar Sigurbjörnsson, formann
nefndarinnar.
Greinargerðin er skrifuð af
miklum lærdómi, en er varla að
sama skapi skemmtilegt lestrar-
efni. Þarf talsverðan viljastyrk til
þess að pæla í gegnum lesninguna.
Andi sautjándu aldar svífur þarna
yfir vötnunum, svo sem vænta
mátti. Á bls. 10 gefur að líta
eftirfarandi: „Guð allsherjar, sem
syndin er brot gegn, hlýtur að eiga
fullan rétt á að refsa þeim
mönnum, sem í breytni og hugsun
rísa upp gegn honum ... Hinn
ógnþrungni dauðdagi Guðs sonar-
ins á krossinum sýnir, að Guð
þyrmir lífi uppreisnarmannsins
og lætur refsinguna bitna á hinum
saklausa, á syninum." Dáfalleg
hugmynd atarna, um réttvísi
Guðs!
Hverjum tilgangi svona spjall
þjónar í sambandi við gerð nýrrar
helgisiðabókar, skil ég ekki. Þykist
þó sjá þarna viss teikn á lofti. En
það vil ég segja, að vilji sú ágæta
handbókarnefnd koma saman
viðunanlegri helgisiðabók fyrir
kirkjuna, verður hún að forðast
eins og heitan eldinn að setja á
hana mark sérstakrar guðfræði-
stefnu. (Allar lbr. B.K.).
Hnýtt í núgild-
andi helgisiðabók
Handbókinni frá 1934 er margt
til foráttu fundið, meðal annars
það, að hún sé ein elzta helgisiða-
bók veraldar! Segir dr. Einar, að
vinsældir hennar séu þó ekki í
réttu hlutfalli við aldurinn. En svo
kemur það upp úr dúrnum, þegar
nefndin fór að kanna hugi presta
til handbókar-draga biskups og til
endurskoðunar helgisiða yfirleitt,
að þá hafi „afrakstur könnunar-
innar orðið fremur rýr“. Sagt er,
að „nokkur vilj i“ sé þó innan
stéttarinnar fyrir því að hreyfa
handbókarmálinu. Ekki kemur
þetta alls kostar heim og saman,
nema prestar óttist það að sízt
verði breytt um til batnaðar, eins
og nú standa sakir.
Skírnarformálinn
Höfundi greinargerðar finnst
það afskaplega slæmt í handbók
1934, að svo megi skilja, að
„barnið sem borið er til skirnar,
Bjartmar Kristjánsson
nýtur þess fyrirfram að vera
barn Guðs og hlýtur þar af
leiðandi enga nýja stöðu við
skirnina umfram þá, sem það
hafði áður“.
Þá segir hann, að barnið sé
merkt krossinum (og „merkingin
kynnt) á fremur ópersónulega
embættisvísu (sem hugsanlega
lýsir allóevangelískum embætt-
isskilningi)". Hver skilur þetta?
Orðin, sem hin undarlega lýsing á
við eru þessi: Ég helga þig Kristi
með tákni hins heilaga kross, bæði
á enni og brjóst, til merkis um að
hugur þinn og hjarta á að helgast
fyrir trúna á hann.
Fyrst er þess að geta, að biskup
gerir litla breytingu á þessu orða:
lagi í handbókar-tillögum sínum. í
öðru lagi vil ég spyrja, hvort betur
verði að orði komizt en það, að
barnið sé helgað Kristi? Er það
ekki einmitt höfuðatriði skírnar-
innar? Að sjálfsögðu er barnið,
þegar við fæðingu, eða öllu held-
ur strax i móðurlifi, barn Guðs.
En i skirninni er það helgað
Kristi og tekið inn í söfnuð hans.
En það telur dr. Einar „enga
nýja stöðu við skirnina“.
Þá rekur höfundur greinargerð-
ar hornin í það, að í nefndri
handbók sé litið á skírnina sem
blessun. Ég man ekki betur en
séra Friðrik Friðriksson teldi það
eina mestu blessun í lífi sínu, að
hann hlaut heilaga skírn strax
nýfæddur. En ekki er allt búið
enn. Dr. Einar vill ekki líta á
Faðir vor sem fyrirbæn fyrir
barninu vegna þess, að með það er
farið í lok skírnarathafnar, heldur
nefnir hann það: „Blessandi for-
múlu“, og þykir sýnilega lítið til
koma.
Það er ekki einleikið, hvað
þessum ágæta manni virðist vera
lítið gefið um blessunina.
„Undarleg beiðni“
Nefndarformaður talar um, að
bænin fyrir barninu og uppalend-
um þess endi á „afskaplega undar-
legri beiðni um að Drottinn blessi
kirkju sína, svo að frá henni stafi
helgandi kraftur til ungra og
gamalla". Það virðist einkum vera
þetta með „hinn helgandi kraft"
innan kirkjunnar, sem honum
finnst „afskaplega undarlegt“
uppátæki að biðja Drottin um. Já,
það eru nú meiri undarlegheitin,
að beðið sé fyrir kirkjunni um leið
og hún fagnar nýjum einstaklingi
í sinn hóp!
Trúarjátningin
Nokkuð er farið að bera á því, að
prestar fari með trúarjátninguna í
venjulegri helgidagamessu. Mun
það vera undanfari „þess, sem
koma skal“. Er svo líka ráð fyrir
gert hjá handbókarnefnd.
Þetta tel ég sízt til fagnaðar,
bæði vegna þess að engin ástæða
er til að vera sífellt að þylja
trúarjátninguna. Það verður leiði-
gjarn lestur og er hæpin styrking
trúarlífsins. Hin rétta trúarjátn-
ing kristins manns á að koma
fram í dagfari hans og breytni,
ekki þulu, mæltri af munni fram.
Og í annan stað er trúarjátningin
ekki það listaverk, að henni sé
haldandi á loft meir en nauðsyn
krefur.
Mér koma í hug orð dr. theol.
Magnúsar Jónssonar, sem ég vil
gera að mínum. Hann segir, að
postullega trúarjátningin hafi
staðizt bezt af hinum fornu játn-
ingum kirkjunnar, af því að hún er
stytzt og einföldust. „En hvernig
er nú högum hennar komið? Sumt
í henni er sígilt, og geta allir haft
það yfir með sömu einlægni enn í
dag og var fyrir mörgum öldum.
Annað er þess eðlis, að menn
sætta sig við orðalag þess með því
að leggja inn í það aðra merkingu
en upphaflega var í því. Enn
Blæösp
Það þóttu nokkur tíðindi árið
1910 þegar blæösp fannst í fyrsta
sinn hér á landi utan í jökulöldum
neðan við bæinn Garð í Fnjóska-
dal. Þessi trjátegund hafði aldrei
fundist áður hér á landi og menn
væntu þess ekki að hún væri hér.
Að vísu voru þetta ekki tré, aðeins
niðurbitnir, skriðulir runnar utan
í og á gömlum rofabörðum og
skrælþurrum melhólum. Var ýms-
um getum að því leitt, hvernig
öspin hefði komist á þennan stað.
Sett var upp girðing umhverfis
fundarstaðinn og á næstu árum
breiddist hún nokkuð út en óx ekki
á hæðina sakir snjóþyngsla, að því
er talið var, en grunur lék á að
geitur, sem þá voru víða um þær
mundir, hafi klippt ofan af þeim.
Svo gleymdist þessi asparfund-
ur að mestu um margra ára skeið,
en nokkrir menn létu sækja þang-
að rótarskot til að reyna öspina.
En fyrir og eftir 1950 finna menn
blæösp á smáblettum á fjórum
stöðum á Austurlandi, við Gests-
staði í Fáskrúðsfirði, Egilsstaði á
Völlum, í Jórvík í Breiðdal og í
Stöðvarfirði. Hvarvetna var hún
lágvaxin, skriðul og bitin af sauðfé
nema á Egilsstöðum. Þar var hún
innan um þétt birkikjarr á tveim
klapparásum, og einn asparstofn
var kominn á fimmta metra á
hæð, en nokkrir aðrir litlu lægri.
Af mörgum ástæðum er það
nær ómögulegt að öspin hafi vaxið
hér á landi allt frá ísaldarlokum
eins og t.d. birkið. Ef svo» hefði
verið hlyti hún að vera miklu
víðar ásamt því að fundarstaðir
hennar hefðu verið margfalt
víðlendari. Öspin hefur mjög
víðskriðular rætur og upp af þeim
vaxa ný tré, oft langa vegu frá
móðurinni. Fræin eru örsmá og
með svifhárum, líkust litlum dún-
hnoðra, og þau geta borist óravegu
með vindi og loftstraumum. Sakir
rótarskota er nær óhugsandi að
uppræta ösp með beit þegar hún
hefur komið sér vel fyrir' á ein-
hverjum stað eins og t.d. hefur átt
sér stað við Garð í Fnjóskadal, þar
sem bæði geitur og sauðfé hafa
legið yfir henni og í henni um tugi
ára áður en hún fannst.
Með því að fundárstaðir asp-
anna eru allir litlir ummáls er
jafnvel hugsanlegt að aspirnar
hafi vaxið út frá einni og sömu
plöntunni á hverjum stað í upp-
hafi. Svo virðist og við skoðun á
öspinni á fundarstöðunum sem
hún gæti verið nokkuð jafnaldra á
þeim öllum, en þetta mætti at-
huga nánar.
Allar líkur virðast benda til
þess, að blæöspin muni hafa borist
hingað með háloftsstraumum frá
Norðurlöndum einhverntíma á
síðari öldum, ef til vill fyrir eða
eftir aldamótin 1800.
Blæöspin vex um alla norðan-
verða Evrópu og langt austur um
Sibiríu, víða við svipuð veðurskil-
yrði og björkin okkar. Hún var
meðal þeirra fyrstu trjátegunda,
birkis, elris, og skógarfuru, sem
breiddu feld sinn yfir löndin þegar
jöklar ísaldarinnar hopuðu norður
á bóginn.
Ef hún hefði lifað ísaldirnar af
hér á landi, væri hún vafalaust
enn á jökulaurum landsins, alveg
á sama hátt og hún fylgir ám og
vatnsdrögum um norðurhluta
Noregs. Slík lönd eru kjörlendi
blæaspar ásamt raklendum
hlíðum. En hún vex miklu víðar,
jafnvel á þurrum holtum, en á
þeim verður hún aldrei annað en
runnur, svipað og við Garð í
Fnjóskadal.
Á það var minnst, að fáeinir
menn hefðu tekið rætur af Garð-
öspinni heim til sín nokkru eftir
að hún fannst fyrst. Meðal annars
var tveim rótarskotum plantað
sunnan við bæinn á Hallbjarnar-
stöðum í Reykjadal. Þau hafa
vaxið upp fyrir gafl hússins og
þekja alla suðurhlið þess. Að vísu
eru trén nokkuð kræklótt en
stofnarnir gildir vel. Þá var og
flutt ösp frá Garði að Hofi í
Vatnsdal. Hún átti erfitt upp-
dráttar framan af því að heim-
alingar héldu henni niðri. Samt
breiddust ræturnar út og þegar
landið fékk algeran frið uxu rót-
arteinungar úr grasi svo að nú er
þar mjög fallegur asparlundur um
4—6 metra á hæð. Ennfremur
voru rótarangar fluttir að Múla-
koti árið 1937 og settir þar upp í
brekkur. Þeir voru lengi að búa
um sig en teygðu sig til allra átta.
Eftir svo sem 20 ára skriðtíma fór
fjöldi stofna að vaxa upp á við svo
að nú er þar komin 2—3 m há
aspargræða á fáum árum.
Fyrir nær 20 árum voru aspar-
teinungar frá þrem stöðum, Garði,
Egilsstöðum og Gestsstöðum,
gróðursettir í þrjár rásir á Hall-
ormsstað. Þeir voru nokkuð lengi
að komast í vöxt, en nú eru þar
nokkur tré frá hverjum stað
Hákon Bjarnason
Prýdum landió-plontum tijám'
komin á legg og vaxa vel. Nokkur
sjónarmunur er á laufgun og
lauffalli þessara þriggja kvæma,
og ennig er ofurlítill munur á
blaðlögun þeirra.
Þá skal þess og getið, að blæösp
var flutt að Grund í Éyjafirði á
fyrstu árum aldarinnar og var
hún gróðursett efst í trjárækt-
arstöðina, sem þeir Flensborg og
Ryder komu á fót árið 1900. Þessi
ösp kom frá Jótlandi. Um fjölda
ára fór lítið fyrir henni en svo uxu