Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24.JVIAÍ 1980 200 ára afmæli Landakirkju i Eyjum: Landakirkja í Vestmannaeyj- um á tvö hundruð ára afmæli á þessu ári og verður þess minnst með hátíðarguðsþjónustu á hvítasunnumorgun kl. 10.30 í Landakirkiu. I>ar mun biskup- inn yfir Islandi herra Sigur- björn Einarsson prédika og séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson Eyjaklerkur mun þjóna fyrir altari. Gjafir hafa borizt til Landa- kirkju í tilefni afmælisins, en síðar á árinu verða fleiri atburðir tengdir afmælisárinu. Öflug kirkjusókn er í Eyjum, grósku- Landakirkja er talin þriðja elzta kirkja landsins. Á gatna- mótum austan hennar stendur höggmynd Einars Jónssonar, Alda aldanna. Hátíðarmessa og tónleikar á hvítasunnudag mikið kórstarf innan kirkjunnar og nýlokið er viðgerð á þessari þriðju elztu kirkju landsins. Formaður sóknarnefndar er Jó- hann Friðfinnsson. Til hátíða- haldanna nú hefur verið boðið af fastalandinu þeim séra Emil Björnssyni en Fríkirkjusöfnuður- inn lánaði Eyjamönnum afnot af kirkju sinni á gosárinu, Þórði Gíslasyni fyrrverandi meðhjálp- ara, Friðfinni Finnssyni fyrrver- andi sóknarnefndarformanni og Ragnari G. Jónssyni fyrrverandi organista. Kirkjukór Vestmannaeyja mun halda tvenna tónleika í kirkjunni á hvítasunnudag, kl. 2 og kl. 5, en þar mun kórinn syngja Hátíðar- messu eftir Haydn undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar organista. 40 söngvarar eru í kirkjukórnum, en einsöngvarar í Hátíðarmessunni eru Hrönn Hilmarsdóttir, Þórhildur Óskars- dóttir, Reynir Guðsteinsson og Geir Jón Þórisson. Þá mun kammersveit undir stjórn Guð- nýjar Guðmundsdóttur aðstoða við flutning Hátíðarmessunnar. Kirkjukór Vestmannaeyja á æfingu fyrir flutning Hátíðarmessu Ilaydn. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Vinnuveitendasamband Islands: Kjarnasamningur, sem ryður frum- skóg kauptaxtanna Enn ein tilraun til að tefja raunhæfar samningaviðræður VINNUVEITENDASAMBAND íslands iagði fram á sáttafundi á föstudagsmorgunn tillögur um sam- ræmingu kjarasamninga verka- manna, iðnverkafólks, verzlunar- manna, byggingamanna, málmiðn- aðarmanna og rafiðnaðarmanna í einn kjarasamning, sem VSl nefnir kjarnasamning og nær til þorra félagsmanna innan ASÍ. Vegna þessa, hefur viðræðunefnd Alþýðu- sambands íslands ákveðið að boða 43ja manna samninganefnd sam- bandsins til fundar fimmtudaginn 29. maí klukkan 14 til að ræða stöðu samningamálanna. Þá hefur við- ræðunefndin óskað eftir því við félagsmálaráðherra, að skipuð verði sáttanefnd til þess að vinna að lausn deilunnar. í athugasemdum, sem Morgunblað- inu bárust í gær frá VSÍ við tillögum að kjarnasamningnum segir m.a., að með þessum tillögum sé stigið fyrsta skrefið í þá átt að samræma launa- taxta og helztu önnur kjaraatriði í kjarasamningum landssamtaka og stéttarfélaga innan ASÍ. Tilgangur með slíkum samningi er að einfalda kjarasamninga og útreikning launa, þannig að í stað um það bil sex hundruð kauptaxta, sem í gildi eru í dag hjá hinum sex aðilum kjara- samnings, komi 30 launaflokkar auk þriggja aldurshækkunarþrepa. Með þessu sé rutt úr vegi þeim frumskógi launataxta og annarra kjaraatriða, sem mjög hefur torveldað samnings- gerð og valdið endalausri togstreitu milli starfsstétta. Með þessu er lögð áherzla á að kjarasamningurinn gefi sem réttasta mynd af raunverulegum launum. Kjarnasamningur þessi er lagður fram til þess að mæta sameig- inlegum kröfum ASÍ og öllum sér- kröfum viðkomandi sambanda og félaga, sem falla með einum eða öðrum hætti undir efnisatriði þessa samnings. Hér er um að ræða megin- hluta félagsmanna ASÍ, en af hálfu VSI er að því stefnt að allar aðrar starfsstéttir í landi geti, eftir því sem við á, síðar komið inn í kjarasamning þennan. Helztu nýmæli, sem þessi tillaga felur í sér eru eftirfarandi: álagakerfi iðnaðarmanna er gerbreytt. Álög í núverandi mynd eru Iögð niður, en tekin upp þrjú álagatilefni, sem gæfu rétt til hækkunar um tiltekin launa- þrep. Þar er um að ræða álag vegna óþægilegra eða afbrigðilegra starfa, aukinnar menntunar eða aukinnar ábyrgðar. Fæðis- og flutningsgjald er fellt niður sem sérstök greiðsla, en reiknað inn í grunnkaup, enda skulu starfsmenn mæta til vinnu og fara frá vinnu í eigin tíma. Til samræmis er lagt til að fyrsti mánudagur í ágúst verði frídagur hjá öllum starfsstétt- um sem kjarnasamningurinn nær til gegn niðurfellingu sumardagsins fyrsta sem sérstaks frídags. Þá eru lagðar til breytingar er varða veik- inda- og slysatilfelli og lagt er til að sjúkrasjóður falli niður, en greiðsla í hann komi til hækkunar á kaupi. Eitt helzta atriði tillagna VSÍ er upptaka samræmds launastiga, sem hefur í för með sér, að sjálfstæðir launataxtar einstakra starfsstétta hverfa sem slíkir. í staðinn koma þrep í launastiga. Við röðun í launa- þrep var stuðst í meginatriðum við kröfur Verkamannasambands ís- lands, sem lagðar voru fram nýlega, þó með þeirri undantekningu, að í stað fjölgunar 9 taxta í kröfu VMSÍ eru 8 í kjarnasamningnum. Kaup- töxtum iðnverkafólks er fjölgað úr 3 í 5. Lagt er til að útreikningsreglur afkastahvetjandi launakerfa verði samræmdar og að landið verði allt eitt starfssvæði, þannig að allir starfsmenn hafi rétt til vinnu, hvar sem er á landinu, unnt verði að semja um sveigjanlegan dagvinnutíma og neyzlutímareglur eru samræmdar. I tillögunum er gert ráð fyrir tillögum kjaramálaráðstefnu VSÍ um verðbætur. Kjarnasamningurinn er lagður fram án launatalna og vill VSÍ fá úr því skorið, hvort ASÍ fær umboð til þess að standa að heildarsamning- um af þessu tagi áður en farið verður að ræða kauptölur. Morgunblaðinu barst í gær frétta- tilkynning frá Alþýðusambandi Islands um þetta mál. Þar segir að 5 mánuðir séu nú frá því er samningar runnu út og á þeim tíma hafi atvinnurekendur í engu komið til móts við hógværar kröfur ASÍ um launahækkanir, traustara og réttlát- ara vísitölukerfi og úrbætur í ýmsum félagslegum atriðum. Síðan segir, að milli aðila hafi á undanförnum árum verið rætt um, og nokkuð unnið að samræmingu samningsákvæða og einföldun launataxta. Samkomulag hafi verið um að slíkar breytingar væru æskilegar, en hins vegar hafi öllum verið ljóst, að umbylting í þessum efnum kosti mikla vinnu og tíma. Það hljóti því að vekja furðu, að Vinnuveitendasambandið skuli nú fyrst, „eftir að hafa tafið raunveru- lega samninga í marga mánuði hafa það eitt til málanna að leggja að setja fram tillögur að heildarsamningi, án þess að koma í nokkru efnislega til móts við kröfur verkalýðssamtak- anna. Þá hlýtur það að vekja undrun og reiði, að VSÍ skuli enn ítreka kröfur sínar um stórfellda kjaraskerðingu með eyðileggingu verðbótakerfisins og mikilli skerðingu félagslegra rétt- inda, þar með talið afnám sjúkra- sjóða verkalýðsfélaganna, en hér er um að ræða réttindi sem áunnizt hafa á mörgum árum með mikilli baráttu. Tillögur af þessu tagi sýna bezt hver hugur VSÍ er til raunverulegra samn- inga. Það er því ljóst, að þær tillögur, sem Vinnuveitendasambandið ber nú fram, eru enn ein tilraun til þess að tefja raunhæfar samningaviðræður." Fréttir útvarpsins um kjarnorkuvopn: Liður í stærri áróðursherferð Á FUNDi útvarpsráðs í gær var m.a. Ijallað um fréttaílutning Ríkisútvarpsins um hugsanleg kjarnorkuvopn á íslandi. Markús Örn Antonsson lét bóka á fundin- um, að hann færi fram á að fá ýmis „Stofnunin orðin of flækt í þetta mál“ „ÉG tel, að stofnunin sé orðin of flækt í þetta mál, allar okkar röksemdir eru byggðar á vanga- veltum.“ sagði David Johnson rannsóknastjóri Center of Defence Information í Washing- ton i gær, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann. Við starfsmann stofnunarinnar var rætt af fréttastofu hljóðvarps- ins nýverið, þegar fjallað var um ályktanir um kjarnorkuvopn í tengslum við Island. Blaðið ræddi einnig við Gene la Rocque fyrrum undirflotaforingja, forstjóra stofnunarinnar, og bar undir hann þær yfirlýsingar, sem íslenskir ráðherrar hafa gefið þess efnis, að hér væru ekki kjarnorkuvopn, en þær byggjast á samkomulagi ríkisstjórna íslands og Bandaríkj- anna um að samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar þurfi til að — segir rannsókna- stjóri Center of Defence Information í Washington vopnin séu hér. Sagði la Rocque, að ekki væri ávallt unnt að taka munnlegar yfirlýsingar banda- ríska utanríkisráðuneytisins trúanlegar og vísaði meðal annars til reynslu frá Japan. í slíkum tilvikum tæki stofnunin aðeins trúanlegar skriflegar yfirlýsingar frá utanríkisráðuneytinu, af því að þá væru minni líkur á því að sagt væri ósatt. Morgunblaðið bar þessi ummæli undir Richard Eric- son sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og sagði hann, að þessi mál hefðu margsinnis verið rædd við íslensk stjórnvöld af Bandaríkja- stjórn og gætu menn dregið álykt- anir um efni þeirra af yfirlýsing- um íslenskra ráðamanna eftir slíkar viðræður. Yfirlýsingar utanríkisráðherra íslands eru all- ar á þann veg, að kjarnorkuvopn séu engin á Islandi, enda hafa íslensk stjórnvöld ekki veitt til þess heimild sína. Gene la Rocque var skýrt frá yfirlýsingu Kosygins forsætisráð- herra Sovétríkjanna 1977 um að engin kjarnorkuvopn séu á íslandi og sagði hann einkennilegt, að leitað væri heimilda í orðum hans, en þótti yfirlýsingin mjög athygl- isverð. Þá taldi hann, að Banda- ríkjamenn hefðu ekki ávallt haldið fast í þá stefnu sína að játa hvorki né neita tilvist kjarnorkuvopna. Ekki taldi hann neitt hald í því, þótt bæði ísland og Bandaríkin ■ væru aðilar að samningnum um bann við dreifingu kjarnorku- vopna. David Johnson rannsóknastjóri stofnunarinnar sagði, að þeir full- yrtu ekkert um að kjarnorkuvopn væru á íslandi, líkurnar væru miklar, þeir hefðu enga vissu fyrir því. Hann sagði, að handbókin, sem dreift er til allra mikilvægra stöðva á vegum bandaríska flotans um allan heim, væri einu nýju upplýsingarnar, sem þeir hefðu um að kjarnorkuvopn geti verið á íslandi til lengri eða skemmri tíma. En eins og segir í fréttatil- kynningu íslenska utanríkisráðu- neytisins er þessari handbók dreift til stöðva án tillits til þess, hvort þar eru kjarnorkuvopn eða ekki. Að öðru leyti sögðu þeir Gene la Rocque og David Johnson, að vangaveltur stofnunarinnar byggðust á því, að á Keflavíkur- flugvelli væru flugvélar, sem gætu flutt kjarnorkuvopn og stöðin væri hernaðarlega mjög mikilvæg. En yfirlýsing Guðmundar í. Guð- mundssonar þáv. utanríkisráð- herra um samkomulagið milli íslenskra og bandarískra stjórn- valda í sambandi við kjarnorku- vopnin var einmitt gefin 1962 af því tilefni að þá komu á Kefla- víkurflugvöll orrustuþotur af gerðinni F-102A, sem gátu borið kjarnorkuvopn. gögn í þessu máli, t.d. fréttahand- rit og upptökur aí öðru töluðu máli, sem ekki hefði verið notað. Markús Örn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ástæöa þessa væri sú, að ákveðnar grun- semdir heíðu vaknað hjá mönnum um að þarna væri um að ræða samsæri herstöðvaandstæðinga og tiltekinna fréttamanna útvarpsins og þessu máli í umfjöllun útvarps- ins væri aðeins stillt upp sem einum lið í miklu stærri áróðurs- herferð. Þess vegna hefði hann óskað eftir að fá fyrrnefnd gögn í hendur og sömuleiðis fréttaflutning útvarpsins á mótmælum herstöðvaandstæðinga fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist vilja fá að vita hvernig slíkar fréttir yrðu til, hver ástæða væri fyrir því að slík frétt væri unnin, án þess að svo virtist sem nokkrar nýjar upp- lýsingar hefðu komið fram í málinu síðan 1975 er fjallað var um málið í fréttum, og loks sagðist hann vilja vita hvaða vinnubrögð væru notuð við vinnslu slíkrar fréttar. Markús sagði ennfremur, að eftir fund utanríkismálanefndar á dög- unum, þar sem viðtal við Banda- ríkjamanninn Arkin hefði verið leikið af segulbandi, hefðu menn haft á orði, að í fréttum útvarps hefði mun meira verið staðhæft heldur en Bandaríkjamaðurinn hefði nokkurn tímann sagt sjálfur. — Það er síður en svo, að ég sé fylgjandi ritskoðun, sagði Markús Örn. — En hins vegar tel ég eðlilegt að útvarpsráð setji sig inn í mál, sem þessi og fái vitneskju um hvernig þau eru unnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.