Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 24

Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakiö. Líklega þekkist hverf;i á byfíKÖu bóli, að menn þurfi ár eftir ár að standa í stórdeilum um það, hvort kjarn- orkuvopn séu í landi þeirra. Það er til marks um málefnafátækt o>í þráhygfyu herstöðvaand- stæðinga hér á landi, að enn éinu sinni skuli þetta gamla mál vera blásið út yfir öll skynsam- leg mörk. Umræðan ber þess og merki, að upphafsmenn hennar eru ekki að leita að því, sem sannara reynist, heldur er til- gangurinn sá einn að koma illu af stað. Slegið er fram fullyrð- ingum og reynt að telja mönn- um trú um, að byggt sé á staðreyndum. Ættu samtök herstöðvaandstæðinga að setja kjarnorkusprengjuna í merki sitt í stað Islands og fánalit- anna svo mjög seaa þeir hafa helgað sig helsprengjunni. 15. október 1962 lýsti Guð- mundur I. Guðmundsson utan- ríkisráðherra því yfir á Alþingi, að „samkvæmt samkomulagi ríkisstjórna Islands og Banda- bætti við: „Og það er engin ástæða til þess að draga í efa, að það samkomulag eða skilyrði af Islands hálfu sé ekki haldið.“ Allar þessar yfirlýsingar hafa verið gefnar vegna til- rauna herstöðvaandstæðinga í ýmsum myndum á þessu langa árabili til að stimpla ísland sem kjarnorkuland. Nú sprettur þetta mál upp í tilefni mótmæla herstöðvaandstæðinga vegna þess að 10. maí sl. voru 40 ár liðin frá því að Bretar hernámu ísland í síðari heimsstyrjöld- inni. Þær mótmælaaðgerðir hafa greinilega verið skipulagð- ar með þeim hætti, að stig af stigi skyldi magna áróðurinn og hápunktinum var svo náð, þegar fréttamaður hljóðvarpsins tók sér fyrir hendur að leita „stað- festingar" á því í útlöndum, að hér væru kjarnorkuvopn. En svo óheppilega vildi til, að „fréttin" var frá því 1975 og margtuggin af Þjóðviljanum, sem munaði auðvitað ekkert um að kyngja henni að nýju og slá ríkismálum og ekki hefur stefnufestan aukist við það, að tækifærissinninn Olafur Ragn- ar varð talsmaður þess í þessum viðkvæma málaflokki. Alþingis- maðurinn virðist hafa áttað sig á því, að hann er að komast í öngstræti í utanríkis- og örygg- ismálunum og ráðið til að kom- ast út úr því er greinilega að hans mati það, að biðla til herstöðvaandstæðinga, sem Al- þýðubandalagið hefur skilið eft- ir pólitískt munaðarlausa í valdastreitunni. Ólafur Ragnar reynir sem sé að slá sig til riddara á þeim fölsku forsend- um, að á íslandi séu kjarnorku- vopn. Hafa menn sjaldan orðið vitni að öðru eins gönuhlaupi alþingismanns. Og síst af öllu ferst honum að fjargviðrast yfir moldviðri og „herferðum". Allt er þetta mál þannig vaxið frá pólitísku sjónarmiði, að nauðsynlegt er fyrir lýðræð- isflokkana, Alþýðuflokkinn, Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn að taka höndum saman og kveða þennan ósóma niður í stjórnmálaumræðum hér á landi. Það á ekki að líðast að kommúnistar geti misnotað bæði Ríkisútvarpið og Alþingi í þessu óþjóðholla skyni þegar þeim hentar. Og það er ekki aðeins vegna pólitískrar nauðsynjar inn á við, sem binda þarf endi á þessar deilur. I fyrsta lagi er nóg komið af göslagangi og frekju þeirra manna, sem leggja frekar við hlustir, þegar erlend- ir aðilar stunda líkindareikning en þegar íslensk stjórnvöld taka af öll tvímæli. Er furðulegt, að slíkum mönnum skuli vera orðið „landráð" tamast á tungu um andstæðinga sína. í öðru lagi er það ekki tilgangur þessara Helsprengjan — og pólitíska reykbomban ríkjanna og samkvæmt reglum Atlantshafsbandalagsins verða hér ekki sett á land né flutt með flugvélum, sem hér lenda, kjarnorkuvopn, nema því aðeins að ríkisstjórn íslands óski eftir því eða samþykki það.“ Á Al- þingi 27. janúar 1976 sagði Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra: „... er utanríkisráðu- neytinu kunnugt um að hér hafa aldrei verið geymd kjarn- orkuvopn, hvorki fyrr né síð- ar... Við höfum aldrei léð máls á því, að kjarnorkuvopn væru geymd hér, og við teljum okkur hafa vitneskju fyrir því, að þau séu ekki hér.“ Á Alþingi 6. mars 1979 sagði Benedikt Gröndal, utanríkisráðherra: „Við höfum í raun og veru vilyrði beggja þessara risavelda (Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna) um að þau muni aldrei beita kjarn- orkuvopnum gegn landi eins og okkar, þar sem engin kjarn- orkuvopn eru og þar sem ríkið hefur skuldbundið sig á þann hátt sem við höfum gert með aðild að umræddum samningi." Og með orðinu „samningi“ vísar Benedikt til samningsins um bann við dreifingu kjarnorku- vopiiS sem Island og Bandarík- in eru sameiginlegir aðilar að. Á Alþingi 22. maí 1980 lýsti Óiaí Jóhannesson utanríkis- ráðherra því yfir, að það væri sín skoðun, að á Islandi væru engín kjarnorkuvopn. Og á Al- þingi 17. maí 1980 lýsti Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- staiðisflokksins því yfir, að það væri fullt samkomulag milli Islands og Bandaríkjanna og áskilnaður af hálfu íslenskra stjórnvalda, að hér skuli ekki geymd kjarnorkuvopn. Og hann henni nú í þriðja sinn upp á forsíðu sinni, í þetta skipti með stríðsletri, af því að nú var fréttastofa hljóðvarpsins orðin „heimildin". Útvarpsráði ber skylda til að kanna þátt starfs- manna útvarpsins í þessu máli og hvaða ástæða hafi þótt til að verja svo löngum tíma til um- fjöllunar um þetta gamla mál eins og um nýja „frétt“ hafi verið að ræða. Er raunar löngu orðið tímabært, að útvarpsráð taki harkalega í taumana og setji einhverjar skorður, svo að hlustendum sé ekki hvað eftir annað misboðið vegna þjónkun- ar einstakra útvarpsmanna við málstað þess litla hóps manna, sem skipar sér enn undir merki herstöðvaandstæðinga. í þessari orrahríð, sem nú stendur, er þáttur Ólafs Ragn- ars Grímssonar, alþingismanns, verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga. Þessi þingmaður, sem þvælst hefur milli flokka með eina stefnu í dag og aðra á morgun, allt eftir því hvað hentar honum best í valdabröltinu, situr nú í utan- ríkismálanefnd Alþingis og ör- yggismálanefnd fyrir hönd Al- þýðubandalagsins. Ætla mætti, að á þeim vettvangi reyndi hann að halda þannig á málum, að stefna flokksins næði fram. Því er þó ekki að heilsa, klaufska hans við kynningu á málstað flokksins fyrir banda- rískum þingmönnum varð að aðhlátursefni um páskana, í Jan Mayen-viðræðunum hljópst hann undan ábyrgð á síðustu stundu. Með þátttöku sinni í tveimur síðustu ríkisstjórnum hefur Alþýðubandalagið orðið að stefnulausu rekaldi í utan- manna að komast að því sem sannara reynist heldur miðar iðja þeirra að því að rægja þá stefnu, sem íslenska þjóðin hef- ur mótað til að tryggja öryggi sitt. í þriðja lagi þjónar þessi stefna einvörðungu sovéskum hagsmunum. Hún miðar að því að grafa undan samstarfi innan Atlantshafsbandalagsins og er í samræmi við þá dagskipun, sem Kremlverjar gáfu fylgjendum sínum um alla Evrópu á fundi í París í síðasta mánuði. Og í fjórða lagi felst í málflutningi herstöðvaandstæðinga sú bón til Sovétríkjanna, að þau um- gangist ísland sem kjarnorku- land og þau fái þannig átyllu til að ráðast með kjarnorkumætti sínum á landið. Jafnvel leggjast herstöðvaandstæðingar svo lágt að svipta vin sinn Alexei Kosy- gin, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, þeirri ánægju, sem hann lét í ljós 1977 yfir því, að á Islandi væru engin kjarnorku- vopn. Utanríkismálanefnd Alþingis mun nú enn einu sinni taka þetta gamla mál til meðferðar. Morgunblaðið efast ekki hver niðurstaðan verður. Þegar hún liggur fyrir, mun herstöðva- andstæðinga daga uppi eins og nátttröll með helsprengjuna í fangi sér og leik þeirra að öryggi og sjálfstæði þjóðarinn- ar ljúka. Eina bomban sem þá stendur eftir verður pólitíska reykbomban, Ólafur Ragnar Grímsson, sem sprakk fyrst framan í Framsóknarflokkinn, síðan Samtökin og er nú að fylla herbúðir Alþýðubandalagsins óþolandi reykskýi. En auðvitað á Alþýðubandalagið þá bombu skilið! Fjölmenni við Jóhanns Hafc Vinir Jóhanns og samherjar i Sjálfstæðisflokknum bera kistuna úr kirkju ÚTFÖR Jóhanns Hafstein fyrr- um forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins var gerð i gær frá Dómkirkjunni i Reykjavik að viðstöddu miklu fjölmenni. Útförin fór fram á vegum ríkisins, og var útvarpað frá athöfninni. Séra Þórir Stephensen Dóm- kirkjuprestur jarðsöng, og biskup- inn, herra Sigurbjörn Einarsson flutti bæn og blessunarorð. Karla- kór Reykjavíkur söng, og ein- söngvari var Kristinn Hallsson. Rut Ingólfsdóttir lék á fiðlu, en organisti var Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti. Að lokinni athöfninni í Dóm- kirkjunni, sem var látlaus og virðuleg, báru samherjar hans og félagar í Sjálfstæðisflokknum kistuna úr kirkjunni. Þeir sem báru kistuna voru Geir Hallgríms- son, Ingólfur Jónsson, Matthías Á. Mathiesen, Jónas G. Rafnar, Al- bert Guðmundsson, Óttarr Möller, Bjarni Björnsson og Ludvig Hjálmtýsson. Sem fyrr segir var fjölmenni við útförina, og voru þar meðal ann- arra forsetahjónin, Halldóra og Kristján Eldjárn, ráðherrar og alþingismenn, fulltrúar erlendra ríkja, samstarfsmenn Jóhanns í Sjálfstæðisflokknum og margir fleiri, auk aðstandenda. Fyrir utan Dómkirkjuna stóðu lögreglu- menn heiðursvörð, og ungir sjálf- stæðismenn mynduðu fánaborg. Frá athöfninnl i Dómkirkjunni i gær. Magnússon. Lögregluþjónar og ungir sjálfstæðismenn stóðu heiðursvörð fyrir utan Dóm leið er líkfylgdin ók.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.