Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 26

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 Töluverður straum- ur fólks úr borginni Engin skipuleg útihátið um helgina „HJÁ OKKUR eru allar vélar í innanlandsfluginu frá Reykjavík fullar fyrir helgina og á fimmtudag og föstudag hefur fólk verið á biðlistum,“ sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafuiltrúi Flugleiða, og bætti við að fólk virtist ætla að dreifast um landið en nokkuð væri þó um að fólk færi norður og austur til að njóta góða veðursins þar. Engin skipuleg útihátíð verður um þessa hvitasunnuhelgi og á Bifreiðastöð íslands fékk blaðið þær upplýsingar að töluvert væri um að fólk færi með áætlunarbifreiðum út á land fyrir helgina. Væri útlit fyrir að talsvert af fólki yrði í Þórsmörk um helgina. Skólunum er nú að ljúka og að sögn starfsmanns Bifreiðastöðvar íslands verður nokkuð um skóla- ferðalög um helgina og einnig eru börn og unglingar um þessar mundir að fara í sveitina. Hjá Vegaeftirlitinu fékk blaðið þær upplýsingar að allir fjallvegir væru lokaðir fyrir umferð og nær það bann til Sprengisands, Skaga- fjarðarleiðar úr Vesturdal um Laugafell, Kjalvegs, Kaldadals og Uxahryggja. Ástæðan fyrir bann- inu er aurbleyta og er ekki talið þorandi að leyfa umferð á þessum fjallvegum. Allar heiðar eru opnar en Þorskafjarðarheiði, Vaðlaheiði og Fljótsheiði eru þó aðeins færar jeppum. Víðast eru enn í gildi þungatak- markanir á vegum og nefndi Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, í því sambandi að mikið væri um vöruflutninga með flugi um þessar mundir. Af þessum sökum hefðu Flugleiðir tekið á leigu DC-6 vél Iscargo og hefði vélin flogið eina ferð með vörur til Akureyrar fyrir helgina. Veiðar útlendinga í landhelginni: Norðmenn eru langt komnir með skammtinn NOKKUR fjöldi færeyskra, norskra og belgískra fiskiskipa hefur undanfarið stundað veiðar V erðbótavísitalan: Hækkar laun um 11,7% KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að verðbótavísitölu fyrir 1. júni og reyndist hún hækka um 11,70%, var hinn 1. marz 144 stig, en verður nú 160.85 stig. Hækka laun þvi almennt um þessa prósentu- tölu frá og með 1. júní, en greiðslutímabilið er til 1. septem- ber. Verðbótavísitalan miðast við töluna 100 frá febrúarmánuði 1979. Þá hefur Kauplagsnefnd einnig reiknað framfærsluvísitöluna í maíbyrjun 1980, en verðbótavísital- an er fall af henni. F-vísitalan reyndist vera 2.361 stig eða 276 stigum hærri en í •febrúarbyrjun. Hlutfallshækkun framfærsluvísi- tölunnar frá febrúar til maí er 13,23%. í fréttatilkynningu frá Hagstofu Islands, sem Morgunblað- inu barst í gær er sú skýringgefin á þessari hækkun: „Var um að ræða hækkun á fjölmörgum vöru- og þjónustuliðum, innlendum og er- lendum, m.a. í kjölfar 6,67% launa- hækkunar 1. marz 1980.“ í íslenzkri landhclgi og aflað ágætlega. Færeyingar eru búnir að veiða 5448 tonn af 17 þúsund tonna bolfiskkvóta, en þorskafli þeirra er orðinn 1334 tonn, en Færey- ingar mega veiða 5 þúsund tonn af þorski. Norðmenn eru langt komn- ir með að veiða það magn sem þeim er heimilt, eða 1761 tonn af 2 þúsund tonnum. Af þorski eru þeir búnir að veiða um 265 tonn og eiga aðeins tonn eftir, því hámarks- þorskafli þeirra er 300 tonn. Belg- ar eru búnir að veiða 2077 tonn við ísland í ár, en mega veiða 5000. Þorskur má vera 15% af heildar- afla Belga, en er nú 17% af aflanum, en Belgar eiga langt í land með að ná leyfilegu hámarki. Handavinnusýning nemenda Kennara- háskólans HANDAVINNUSÝNING nem- enda úr Kennaraháskóla íslands verður í Kennaraháskólanum við Laufásveg dagana 24. til 26. maí. Sýningin verður á öllum þremur hæðum hússins og verður hún opin kl. 4 til 10 á laugardag, en 2 til 8 á sunnudag og mánudag. Garðakirkja Garðakirkja 100 ára undir þak sumarið 1959. 1960 er Garðahreppur gerður að sér- stakri sókn og var kirkjan vígð 20. marz 1966. Hátíðarhöldin á annan dag hvítasunnu hefjast í Garða- kirkjugarði kl. 13.15. Þar mun Garðakórinn syngja og frú Úlf- hildur Kristjánsdóttir leggja blómsveig að leiði prófastshjón- anna fyrir hönd safnaðarins. Að því loknu, eða kl. 13.30 fer fram hátíðarguðsþjónusta í Garða- kirkju. Biskup íslands, dr. Sigur- björn Einarsson prédikar og Garðakórinn syngur undir stjórn Þorvaldar Björnssonar organista. Skátar standa heiðursvörð bæði í kirkjugarðinum og í kirkjunni. Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 15.30 í hinu nýja safnaðarheimili Garðasafnaðar á Hofstaðahæð. Verður fyrsti hluti hússins tekinn í notkun þennan sama dag. Dag- skráin hefst með því að formaður sóknarnefndar, Helgi K. Hjálms- son flytur ávarp, Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri flytur minni séra Þórarins og Garðakórinn ásamt hljóðfæra- leikurum flytja hátíðartónlist. Safnaðarheimilið er öllum opið frá kl. 15—17 og er boðið þar upp á veitingar. I tilefni afmælisins verður einnig gefinn út veggplatti með mynd af Garðakirkju. Aðeins eru framleiddir 200 tölusettir plattar. Hátíðarhöld í tilefni þess annan í hvítasunnu Á ÞESSU vori eru hundrað ár liðin síðan séra Þórarinn Böðv- arsson prófastur byggði nýja kirkju í Görðum á Álftanesi og var hún reist á nýjum grunni, því áður hafði kirkja staðið nálægt miðjum kirkjugarðinum. Garðar eru forn og frægur staður og þar mun hafa verið kirkja frá öndverðu. Efnt verður til hátíðarhalda á annan dag hvitasunnu í tilefni þessara merku timamóta. . Grjótið í veggi kirkjunnar var tekið í holtinu fyrir ofan Garða- stað og vandað var til nýju kirkjubyggingarinnar. Þá fól séra Þórarinn syni sínum, Jóni, síðar fræðslumálastjóra, sem þá var við nám í Kaupmannahöfn, að velja kirkjunni búnað. Garðakirkja var lögð niður, er kirkja var byggð í Hafnarfirði árið 1914, en var þó notuð við útfararathafnir allt til ársins 1937. Haustið 1938 var kirkjan rifin og stóð þá eftir tóftin ein öllu rúin og illa útleikin. Mörgum sveið ástand kirkjunn- Legsteinn séra Þórarins Böðv- arssonar í Garðakirkjugarði. ar og við stofnun kvenfélags í Garðahreppi vakti frú Úlfhildur Kristjánsdóttir á Dysjum máls á því að ömurleg væru örlög Garða- kirkju og bar fram þá tillögu, að konurnar beittu sér fyrir því að bæta hér úr. Konurnar létu hend- ur standa fram úr ermum við að reisa kirkjuna og komu henni Stefán Veturliðason og Guðmundur Hraunberg Egilsson í hlutverkum sfnum. Állt í flækju á Bolungarvík Bolungarvik. 23. mai. Hlutavelta KSS annan í hvítasunnu ANNAN dag hvítasunnu gangast Kristileg skóla- samtök fyrir hlutaveltu í húsi KFUM og K við Lyng- heiði í Kópavogi. Hefst hún1 kl. 13 og er miðaverði þann- ig háttað að fyrsti miði kostar kr. 500, annar kr. 400, þriðji og fjórði kr. 300 og allir miðar fram yfir það kr. 250. Ágóði hlutaveltunn- ar rennur til starfs KSS, en félagið hefur nú starfað í 34 ár meðal unglinga 14—20 ára. I sumar eiga Kristileg skólasamtök þátt í að halda norrænt kristilegt skólamót á Akranesi dagana 25.—31. júlí. LEIKFÉLAG Bolungarvíkur frumsýnir gamanleikinn „Flæktur í flækjuna", laugardaginn 23. maí, klukkan 21 í Félagsheimili Bol- ungarvíkur. Gamanleikur þessi er eftir Jack Poppwell og leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Átta leik- arar koma fram í leikritinu. Með aðalhlutverk fara þau Stefán Vet- urliðason og Þorbjörg Magnús- dóttir. Næstu sýningar á leikritinu verða í Bolungarvík annan í hvítasunnu klukkan 15 og 21. Síðan er gert ráð fyrir að sýna leikritið 29. maí á Flateyri, 6. júní á Bíldudal, 7. júní á Þingeyri og 8. júní á Suðureyri. Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.