Morgunblaðið - 24.05.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980
27
75 ÁRA verður á hvítasunnudag,
25. maí, Böðvar Eyjólfsson bað-
vörður í Kópavogsskóla, Hlíðar-
vegi 7 í Kópavogi. Hann verður að
heiman.
Pétur á Akranesi
og Grundartanga
PÉTUR J. Thorsteinsson var á
Akranesi á þriðjudag og miðviku-
dag, og þar kom hann viða við.
Hann heimsótti þar fjölmarga
vinnustaði og sat fund Lionsklúbbs
Akraness.
Pétri var mjög vel tekið og alls
staðar var mikill áhugi starfsfólks-
ins fyrir heimsókninni, og vildu
menn gjarnan hlýða á mál fram-
bjóðandans.
Pétur var einnig spurður marg-
þættra spurninga um forsetaemb-
ættið, og sjálfan sig og sinn feril
o.fl. Hann rakti í stórum dráttum í
ræðum sínum starfsvettvang og
starfssvið forseta, og sagði frá
sínum eigin starfsferli. Oft var
spurt um valdsvið forseta og svaraði
Pétur öllum slíkum spurningum um
hæl. Spurt var um hlutverk forseta í
sambandi við stjórnarmyndanir og
ýmsar aðrar stjórnarathafnir, og
gerði Pétur grein fyrir þeim þáttum
starfsins, og jafnframt sínum eigin
skoðunum í þessu sambandi.
Á Grundartanga heimsótti Pétur
J. Thorsteinsson starfsmenn Járn-
blendifélagsins. Þar hélt hann
tvívegis ræðu og skýrði sín sjónar-
mið gagnvart embætti forseta
Islands.
Pétur mun á næstu dögum halda
áfram að fara á vinnustaði víða um
land, en hann hefur lagt á það
megináherslu að kynna sig sem
mest sjálfur, og ræða við kjósendur.
Innan fárra daga tekur til starfa
sérstök framkvæmdanefnd á Akra-
nesi, og þar verður einnig opnuð
skrifstofa stuðningsmanna Péturs J.
Thorsteinssonar.
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
frá Öndverðarnesi í Grímsnesi,
Hólsvegi 11, Rvík., verður níræð á
morgun, 25. maí, hvítasunnudag.
Hún tekur á móti ættingjum og
vinum í félagsheimili Fóstbræðra
kl. 15—17 á afmælisdaginn.
DAGBJÖRT SÆMUNDSD ÓTT-
IR, Hrafnistuheimilinu í Hafnar-
firði, verður áttræð á morgun, 25.
maí. Afmælisbarnið verður þá
statt á Sauðárkróki, á heimili
sonarbarna sinna að Birkihlíð 37
þar í bæ.
MARTIN C. FREDERIKSEN vél-
stjóri, Hagamel 34 hér í bænum,
verður sjötugur á morgun, hvíta-
sunnudag, 25. maí. Hann var
vélstjóri á Sambandsskipum í
rúmlega 20 ár. Er nú kominn í
land. Kona Martins er Guðrún
West og eiga þau fimm börn.
Skrifstof a Guðlaugs
opnuð í Garðabæ
STUÐNINGSMENN Guð-
laugs Þorvaldssonar í
Garðabæ og Bessastaða-
hreppi hafa stofnað 30
manna trúnaðarmannaráð
og verður skrifstofa opnuð
Ferðamála-
ráðstefna
á Akureyri
FERÐAMÁLARÁÐSTEFNAN
1980 var haldin á Akureyri dagana
16. og 17. mai s.l.
Forseti bæjarstjórnar Freyr
Ófeigsson ávarpaði ráðstefnuna og
bauð gesti velkomna. Brynjólfur
Ingólfsson ráðuneytisstjóri flutti
kveðjur samgönguráðherra og síðan
lagði formaður Ferðamálaráðs,
Heimir Hannesson, fram ársskýrslu
ráðsins fyrir árin 1978 og 1979.
Snæbjörn Jónasson, vegamálastjóri
flutti erindi um vegamál og Ludvig
Hjálmtýsson, ferðamálastjóri flutti
erindi um ferðamál og þróun þeirra.
Síðari daginn störfuðu nefndir. Um
90 manns víðsvegar að af landinu,
sóttu ráðstefnuna og var samþykkt-
ur fjöldi ályktana um margvísleg
mál er snerta ferðalög og umgengni
um landið, tjald- og útivistarsvæði,
veiðimál og fleira.
(FréttatilkynninK Fcrðamálaráðs).
Per H. Wallin leikur
í Reykjavík 26. maí
SÆNSKI píanóleikarinn Pcr Hen-
rik Wallin heldur tónleika á Hótel
Borg mánudaginn 26. maí ki. 15, i
Djúpinu miðvikudaginn 28. maí kl.
21 og i Norræna húsinu laugardag-
inn 31. maí kl. 16.
á næstunni. Á meðal
þeirra sem ráöið skipa eru
eftirtaldir:
Guðfinna Snæbjörns-
dóttir félagsmálafulltrúi,
Halldór Valdimarsson
blaðafulltrúi, Gunnar
Steingrímsson fulltrúi,
Steingrímur Hermannsson
ráðherra, Erlendur
Sveinsson lögregluvarðstj.,
Hannes Pétursson skáld og
Jóhannes R. Snorrason
flugStjÓrí. (Fréttatilkynning)
Pétur J. Thorsteinsson, forsetaframbjóðandi ræðir við kjósanda á
förnum vegi á Akranesi.
Þjóðin kýs“ komið út
n
ÚT ER komið fyrsta tölublað
stuðningsmannablaðs Vigdísar
Finnbogadóttur við forsetakjör.
Blaðið sem nefnist þjóðin kýs. er
gefið út í sjötiu og fimm þúsund
eintökum og verður dreift um
land allt.
Á forsíðu er birt ávarp til
landsmanna, undirritað af áttatíu
og fimm körlum og konum víðs
vegar um land. Þá er í blaðinu
viðtal við Vigdísi, þar sem Hjörtur
Pálsson ræðir við hana. Ennfrem-
ur eru í blaðinu ýmsar frásagnir
af kosningaundirbúningi, upplýs-
ingar og ábendingar ti) kjósenda.
Þá er þar greinin „Af hverju
kjósum við Vigdísi Finnbogadótt-
ur forseta íslands" eftir Guðrúnu
L. Ásgeirsdóttur í Mælifelli.
Úr fréttatUkynnlngu.
Aðalfundur
Málarafélags
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Málarafélags
Reykjavíkur var haldinn laugar-
daginn 26. apríl s.l.
Formaður var kosinn Hjálmar
Jónsson en aðrir í stjórn: Kristján
Guðbjartsson, varaformaður,
Guðmundur Stefánsson, ritari,
Ragnar Eggertsson, ritari stjórn-
ar og Leifur 0. Dawson, gjaldkeri.
Varamenn voru kosnir þeir Jón
Hrafn Jónsson og Kjartan Kjart-
ansson.
Úr stjórninni gengu þeir Sæ-
mundur Bæringsson og Sigurður
Pétursson og voru þeim þökkuð
störf í þágu félagsins.
(Fréttatilkynning)
Per H. Wallin er fæddur árið 1946
og er um þessar mundir eitt stærsta
nafnið í sænskum nútímadjassi.
Wallin kemur hingað á vegum Gall-
erí Suðurgata 7.
Hvers vegna er bensínið
svona dýrt?
430 kr.
ilnnkaupsverö (sif);...139.02 kr.
.Opinber gjöld:........247.42 kr.
Álagning/dreifing:.....25.50 kr.
Verðjöfnunargjald:......3.87 kr.
Sölulaun:..............14.28 kr.
Á öld sífelldra verðhækkana er
nauðsynlegt að velja bíl sem sam-
einar sparneytni og lítinn viðhalds-
kostnað.
Frammistaða Volvo í sparakstri
hefur sitt að segja, en það er ekki
síður nauðsynlegt að bílinn þinn
geti sameinað sparneytni, gæði og
öryggi. Þar hefur Volvo yfirburði,
sem varla er hægt að líta framhjá!
Líttu á bensínverðið - og talaðu svo
við sölumennina í Volvosalnum.
VOLVO
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200
ÁRfMAÐ
HEILLA