Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 31 j raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi öskast Verkfræðingur í góöri stööu óskar aö taka á leigu rúmgóöa íbúö eöa hús, helst í Kópavogi eöa nágrenni. Fyrirframgreiösla ef óskaö er. Reglusemi og góð umgengni. Uppl. í síma 40906 eftir kl. 20. Góð íbúð óskast til leigu, fyrir barnlaus hjón í góöum stööum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Góö íbúö — 6040“. Hestamenn athugið íþróttamót Hestamannafélagins Sörla Hafn- arfiröi, veröur haldiö sunnudaginn 1. júní 1980 og hefst kl. 10 fh. Keppt veröur í eftirtöldum keppnisgreinum: fjórgangur, fimmgangur, tölt, gæðingaskeiö. Unglingakeppni: fjórgangur og tölt. Mótiö veröur opiö gestum til punktasöfnunar fyrir íslandsmót. Þátttökugjald á hverja keppnisgrein er kr. 1000 og síðasti skráningardagur er miöviku- dagur 28. maí kl. 21.00. Þátttaka tilkynnist í símum 53721 og 53418. Vinstri stjórn i 2 ar 29. maí eru liöln 2 ár síöan vinstri meirihlut- inn tók viö borginni. Stór voru lotoröin — Hverjar voru efndirnar? Miövikudaginn 28. maí heldur Landsmálafé- lagiö Vöröur fund urrt borgarmálefni aö Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundurinn hefst kl. 20.30. Frummælendur: Birgir ísleifur Gunnarsson, Davíö Oddsson. 28. maí — kl. 20.30. — Valhöll. Ríkisstofnun — Húsnæði Ríkisstofnun óskar eftir húsnæöi á leigu fyrir skrifstofuhald og rannsóknir. Umrætt hús- næöi þarf aö vera ca. 1000 ferm. aö flatarmáli. Æskileg staösetning í eöa viö miöbæjarsvæði Reykjavíkur. Upplýsingar sendist fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, Arnarhvoli merkt: „Húsnæöismál". Teiknisamkeppni Grunnskólanemenda um orkusparnað Frestur til aö skila teikningum sem var 1. júní, er framlengdur til 1. nóvember 1980. Orkustofnun og Húsnæðismálastofnun ríkisins. Borgarnes — Ðorgarnes Sjálfstæðisfélag Mýrarsýslu heldur fund um fjárhagsáætlun Borgar- ness í húsnæöi félagsins aö Þorsteinsgötu 7, miövikudaginn 28. maí kl. 21. Stjórnin. Mýrarsýsla — Mýrarsýsla Aöalfundur fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Mýrarsýslu veröur haldinn í húsnæöi félaganna, aö Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi, fimmtudaginn 29. maí kl. 21. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. . 2. Önnur mál. S,'orn,n Sextugur annan hvítasunnudag: Einar A. Jóns- son aðalféhirðir 26. maí, annan hvítasunnudag, verður góður vinur minn og félagi, Einar A. Jónsson, aðalfé- hirðir Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, sextugur. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn 26. maí 1920, sonur Guðrúnar Ágústu Jó- hannesdóttur og Jóns Axels Pét- ursson fv. bankastjóra. Þótt svo að drengurinn hafi fæðst í Kaup- mannahöfn, þá hefir Reykjavík þó alla tíð verið hans bær og borg því hér hefir hann alist upp og starfað. Það er nú að nálgast 50 ár síðan leiðir okkar Einars lágu fyrst saman, en það var þegar við settumst í 8. bekk þess góða, gamla og virðulega barnaskóla sem Miðbæjarskólinn var og það- an lukum við barnaskólaprófi vor- ið 1934. Síðan tók Verzlunarskóli íslands við hjá Einari þá um haustið, en ég varð aldurs míns vegna að bíða í tvö ár, þar til ég gat farið í þann skóla. Frá Verzl- unarskólanum lauk Einar prófi vorið 1938. Vinnumarkaðurinn var ekki glæsilegur í þá daga en hamingjan varð Einari snemma hliðholl og honum tókst að loknu prófi að fá vinnu sem bókhaldari á lögfræði- skrifstofu Gústafs Ólafssonar. Starfið var þó ekki meira en það, að Einar komst auðveldlega yfir það sem hálfs dags vinnu og það fullnægði á engan hátt hans at- hafnaþrá. í samráði við Jón Axel, föður sinn, söðlaði Einar því algjörlega um, og hóf nám í niðursuðu hjá þeim merka athafnamanni Þorvaldi Guð- mundssyni, sem kenndur er við Síid og Fisk, en þá stjórnaði hann niðursuðurverksmiðju við Lind- argötu sem rekin var af fiskfram- leiðendum. Hugðist Einar nú leggja niðursuðuiðnað fyrir sig og vann við þennan iðnað undir frábærri stjórn Þorvaldar og norsks sérfræðings frá hinu þekkta fyrirtæki Bjelland í Nor- egi. Eftir tveggja ára starf á Lindargötuni var Einar sendur upp á Akranes til að stjórna þar rekstri niðursuðuverksmiðju á vegum Bjarna Ólafssonar & Co., sem stóð mjög framarlega í sjáv- arútvegi þess tíma. Þá voru mikl- ar blikurá lofti og sneru útgerð- armenn sér í stór-auknum mæli að hraðfrystiiðnaðinum og þótti vera meira upp úr því að hafa heldur en að fást við niðursuðu. Þessi iðn- aður var því að mestu lagður niður og aftur söðlaði Einar um. Gerðis þá bókari við Sparisjóð Reykjá víkur og nágrennis og þar hefir lífsstarf hans verið nú í nær 38 ár, fyrst sem bókari, síðar gjaldkeri pg síðustu árin sem aðalgjaldkeri. í þessum störfum sínum hjá Sparisjóðnum hefir Einar notið óskorað trausts yfirmanna sinna og ekki síður vinsælda og virð- ingar hinna mörgu þúsunda við- skiptamanna sparisjóðsins allt frá fyrstu tíð. Röskur, fimur, ákveð- inn og vingjarnlegur í starfi við púltið og í gjaldkerapontunni í sparisjóðnum hefir hann alla tíð verið og hefir það án efa átt sinn drjúga þátt í að skapa Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis þeirrar virðingar og trausts sem hann nýtur meðal borgarbúa. En Einar hefur víðar komið við heldur en á lögfræðiskrifstofu, í niðursuðuverksmiðju og í Spari- sjóðnum. Athafnasemi hans var ekki alveg fullnægt með þessum störfum hans. Hver man ekki eftir Tívolí í Vatnsmýrinni, þeim eina útivistarskemmtigarði af því tagi, sem starfræktur hefur verið hér á landi? Að lokinni vinnu í sparisjóðnum á kvöldin tók vinnan við í Tívolí, fyrst við bókhald og uppgjör, en síðar tók hann ásamt öðrum við rekstri skemmtigarðsins. Þá hóf- ust kynni Einars af fjölþjóða skemmtiiðnaði. Fegurðarsam- keppnirnar fóru jafnan fram í Tívolí undir stjórn Einars og var þetta þá algjör nýlunda í annars fábrotnu skemmtanahaldi Reyk- víkinga. Þó að hamingjan hafi jafnan verið Einari hliðholl í lífinu, þá voru veðurguðirnir það ekki alltaf að sama skapi, því hreinlega komu þeir í veg fyrir að Tívolígarðurinn héldi áfram starfseminni. í tengslum við Tívolí og nokkru eftir að starfseminni þar lauk var Einar driffjöðrin í rekstri danshúss og veitingastaðar sem gekk undir nafninu Vetrar- garðurinn, og var þar jafnan mikil biðröð til að komast inn. Af störfum sínum við Tívolí kynntist Einar fjölda mörgu heimsfrægu listafólki, og þegar rekstri Tívolís lauk, efndi hann til fjölbreyttra kabarettsýninga. Slík var aðsóknin að þessum sýning- um, sem voru nýlunda hér á landi, að húsfyllir var í Austurbæjarbíói dag eftir dag og margar sýningar á hverjum degi. Vegna þess skemmtanahalds sem Einar stóð fyrir, bæði Tívolí og kabarettsýningum, þurfti hann að fara ótal ferðir erlendis og í einni slíkri ferð kynntist hann þeim manni sem rak alheimsfeg- urðarsamkeppnina. Bauð hann Einari þá að verða umboðsmaður þessarar keppni á íslandi og er hann það ennþá, þótt hann sjái ekki lengurum kjör íslenskra feg- urðardrottninga. Um fjölda ára hefir hann átt sæti í alþjóðadóm- nefnd alheimskeppninnar og er nú einn af sjö alþjóðadómurum þeirr- ar keppni. Auk þess að hafa lagt drjúgan skerf og góðan til að skapa líflegra og fjölbreyttara skemmtanalíf í höfuðborginni, þá hefir hann látið sig miklu skipta hverskonar mannúðar- og líknarmál. Ungur að árum hreifst hann af göfugum hugsjónum Oddfellowreglunnar og hefir hann verið meðlimur hennarí 33 ár og lagt þar öllum góðum málum lið. Sá atburður, sem þó ber einna hæst á þessum vettvangi í lífi Einars er stofnun Kiwanishreyf- ingarinnar hér á landi. Á árunum 1961—2 var alþjóða Kiwanishreyf- ingin, sem þá var að vísu aðeins til í Bandaríkjunum og Kanada, að ryðja sér braut í Evrópu, og leituðust forsvarsmenn hreyf- ingarinnar við að fá aðeins vel metna borgara í hinum ýmsu löndum Evrópu til þess að standa fyrir stofnun Kiwanisklúbba þar. Að fengnum ábendingum þar um, var þess óskað af aðalstöðvum hreyfingarinnar í Chicago, að Ein- ar tæki að sér að stofna fyrsta Kiwanisklúbbinn hér á landi. Vegna frábærrar atorku og sér- staks áhuga Einars tókst honum þetta starf giftusamlega, svo sem annað sem hann hefir tekið sér fyrir hendur. Hann hleypti Ki- wanisklúbbnum Heklu af stað í nóvember 1963 og var það níundi klúbburinn sem stofnaður var í Evrópu. Þetta brautryðjendastarf Einars hér á landi hafði í för með sér fjöldamargar ferðir til hinna ýmsu Evrópulanda, þar sem verið var að stofna klúbba, til að samræma starfsemi þeirra og undirbúa heildarskipulag hreyf- ingarinnar í Evrópu. Einar hefir nú mikið til dregið sig í hlé frá hinum ýmsu störfum sem hann hefir tekið sér fyrir hendur um dagana, því miður. Þótt Einar hafi verið einn af fræknustu fimleikamönnum landsins á yngri árum og getað gengið á höndunum niður allan Laugaveg, þá hefir þrálátur liða- gigtarsjúkdómur í höndum þjáð hann undanfarin ár. Því var það að hann gerðist einn af frum- kvöðlum að stofnun Gigtarfélags íslands og stuðlaði þannig að einu góðu málefninu til viðbótar hin- um. Fyrir um það bil 13 árum síðan var stofnaður klúbbur sem nefnist K-21. Tölustafirnir gefa meðlim- afjöldann til kynna. Tilgangurinn var að koma saman og gleðjast og knýtast vináttuböndum. Frá stofnun hefir Einar verið sjálf- kjörinn leiðtogi þessa hóps og við hinir 20 þökkum honum af alhug og minnumst með gleði allra ánægjustundanna í góðum og skemmtilegum félagsskap undir hans forsæti. Að sjálfsögðu hefir Einari verið sýndur margvíslegur heiður og sómi fyrir öll hans miklu störf. Hann er heiðursforseti Kiwan- isklúbbsins Heklu, heiðursborgari í borginni Tenerife í Puerto de la Cruz og hann hefir verið sæmdur heiðursmerki franska ríkisins fyrir þátt sinn í því að auka skilning þjóða í milli. Viðurkenn- ingarskjölin og þakkarbréfin fyrir vel unnin störf á alþjóðavettvangi hafa honum borist í tugatali frá fjölda samtaka og merkum mönnum víða um heim. Allt þetta og margt fleira sem honum hefir fallið í skaut kann hann vel að meta, en mestu sæmdina hefir honum án efa hlotnast þann 14. júní 1941, þegar hann kvæntist sinni elskulegu eiginkonu Herdísi Hinriksdóttur, en hún er dóttir Hinriks Wagle, þess norska niður- suðufræðings sem starfaði með honum áður fyrr. Hún hefir staðið sem klettur við hlið hans í nær- fellt 40 ára farsælu hjónabandi. Sem að líkum lætur metur hann allra mest hina miklu mannkosti hennar og það gera einnig vinir þeirra og kunningjar. Þau hafa eignast tvær dætur og einn son. Yngri dóttirin, Þórunn Ágústa er í heimahúsum en sú eldri, Anna Sigríður er búsett með Pétri Péturssyni, kjötiðnaðarmanni og ekki má gleyma henni Ásdísi litlu, dótturdótturinni, sem að sjálf- sögðu er augasteinn afa og ömmu. Sonurinn, Asgeir Hinrik, var elst- ur barna þeirra, flugmaður að mennt. Þau hjónin urðu fyrir miklu áfalli og þungri sorg þegar hann fórst í flugslysi við Vest- mannaeyjar árið 1967, aðeins 23 ára gamall. Til minningar um son þeirra stofnuðu þau hjónin minn- ingarsjóð sem starfræktur er á vegum Kiwanishreyfingarinnar. Meðbræðrum sínum hefir Einar alltaf viljað og vill gott gera og manngildið skipar öndvegi í öllum hans orðum og athöfnum. Okkur félögum hans og vinum hefir alla tíð verið þetta ljóst og fyrir það þökkum við honum. Við vonum að við megum enn um mörg ókomin ár njóta samvistar hans. Göfugar hugsjónir hans hlýja okkur jafnan um hjartarætur og hið hressa og glaðværa viðmót hans er alltaf kærkomið á samverustundum að lokinni dagsins önn. Við hjónin sendum Einari og fjölskyldu hans okkar hjartan- legustu hamingjuóskir á þessum tímamótum, og veit ég að undir það taka allir félagar hans og hundruð vina og kunningja hér á landi og víða um heim. Einar er að heiman. Þ.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.