Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 HLAÐVARPINN Umsjón/ÁRNI JOHNSEN Matarlyst: Fertugur maður hefur borð- að umfang strætisvagns LjÓHin. Mbl. Ó1 K M Hópferðabiil með sama rúmmál og allur maturinn sem fertugur maður hefur borðað. Það er mikill stærðarmunur á rútunni og manninum og ótrúiegt að einn maður hafi borðað slikt hlass. MATUR er mannsins megin segir máltækið og það eru víst orð að sönnu, því þegar að er gáð þá er það ekkert smáræði sem mannskepnan hesthúsar af mat, það er þeir sem búa við aðstæður velferðarþjóðfélags- ins. Það má reikna með að maður borði um eitt tonn eða liðlega einn rúmmetra af fæðu á ári og hjá fertugum manni er því um að ræða 40—50 rúmmetra. Til þess að gera sér grein fyrir því hvað mikið þetta er er ágætt að taka einn strætisvagn eins og sést á myndinni. Strætisvagn frá hólfi í gólf, út og suður er jafn stór og það sem sá fertugi hefur innbyrt af fæðu og það er því líklega ekki svo vitlaust máltækið sem segir: Allt er fertugum fært. íslenzki fáninn Skal ónýttur með því að brenna hann Vel logaði í fánanum og viku varöskipsmenn ekki frá staönum fyrr en ekkert var eftir nema svört askan, sem nnsta aöfall afmáir. Ljósm. Mbl. Fríóa Proppé. í leiöbeiningum um meö- ferð íslenzka fánans segir: „Óheimilt er að draga fána á stöng, sem er upplitaður, óhreinn, trosnaður eöa skemmdur að öðru leyti, og ber jafnan að lagfæra hann strax, að öðrum kosti skal hann ónýttur meö því að brenna hann.“ Varöskipin okkar sigla ætíð með þjóðfánann að húni og er ofangreindum Visur: „Þú mátt leita, lagsi minn“ Vélaborg hf. í Reykjavík sem m.a. selur URSUS-dráttarvélarn- ar efndi fyrir skömmu til vísna- samkeppni um URSUS-traktor- ana (Ursus þýðir björn) og voru jarðtætari, áburðardreifari og ensk girðingartaeki í verðlaun, alls upp á kr. 790 þús. Nær 500 vísur bárust, flestar úr sveitum landsins en einnig frá fjölmörgum úr þéttbýli. Þeir Sigurður Jónsson frá Haukagili, Magnús Guð- brandsson og Baldur Þorsteinsson voru skipaðir í dómnefnd og voru eftirfarandi vísur valdar til þess að að hljóta 1., 2. og 3. verðlaun. Sú sem hlaut fyrstu verðlaun er eftir Ólafíu Ólafsdóttur frá Víði- völlum við Elliðavatn: 6. l>ú mátt lcita, laitsi minn. í landsins vélasafni. engan svíkur Úrsusinn undir bjarnarnafni. Önnur verðlaun hlaut vísa eftir Áslaugu Jónsdóttur, Melaleiti í Melasveit: Markaósvaran misjöfn er margt er reynt aö bjóða. Tegund ein þó af þeim ber Ursus-vélin góða. Þriðju verðlaun hlaut vísa Gunnars Oddssonar frá Flata- tungu í Skagafirði: Birti skjótt um bóndans rann bjarcast gnótt af heyi af elju ojí þrótti Ursus vann eins á nótt sem dejti. Og Oddur sendi einnig aðra vísu: Lipur eins oj; léttur klár iaus við alla klæki. Ursus-vélar á éjt þrjár orujtk húmannstæki. Garðar Pálmi Dýrasta skák landsins FJARVERA stjórnarliða úr þingsölum aðfaranótt fimmtu- dags varð til þess að tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur og Árna Gunnarssonar um 225 milljóna króna aukningu framkvæmda- sjóðs fyrir þroskahefta var sam- þykkt. Sagan segir, að á meðan atkvæðagreiðslan fór fram hafi þeir Pálmi Jónsson ráðherra og Garðar Sigurðsson alþingis- maður setið að tafli og segja menn þetta dýrustu skák Islandssögunnar, þar sem hún hafi kostað 225 milljónir verð- tryggðar. íslenzkir vísindamenn í BBC ÍSLENZKIR vísindamenn hafa komið þó nokkuð við sögu tveggja vísindaþátta Derek Blissard í BBC World Service nýlega. Fyrri þáttu.rinn fjallaði um spurninguna hvort veðurfar færi kólnandi í heiminum og í því sambandi var haft viðtal við Þór Jakobsson veðurfræðing um „litlu ísöldina" svokölluðu fyrr á öldum er íslendingar fengu að kenna á. Vitnað var til afdrifa landnem- anna á Grænlandi eins og jafnan þegar fjallað er um þetta efni og Þór las meðal annars upp úr íslenzkum annál frá því rétt fyrir 1700. Síðari þátturinn fjallaði um jarðskorpuna og kallaðist „Journ- ey to the Centre of the Earth" eftir hinni frægu sögu Jules Verne sem kom út á íslensku í þýðingu Bjarna Guðmundssonar undir heitinu „Leyndardómar Snæfells- jökuls". Þar var meðal annars haft viðtal við Stefán Árnason um nýtingu jarðhita í Hveragerði og dr. Jón Guðmundsson lýsti m.a. möguleikum þróunarlanda í Af- ríku og Mið-Ámeríku til að nýta sér þessa tækni. Meðal annars var sagt frá tilraunaborunum í Northhampton á Englandi, vitnað til tilraunaborana í Frakklandi og Ungverjalandi á tíma aukinnar prkukreppu og bent á forgöngu íslendinga á þessu sviði. Raunvextir aðeins yf ir áramót ÞINGMENN Framsóknarflokks- ins hafa af því þungar áhyggjur, hversu núverandi ríkisstjórn sýnir Ólafslögunum títtnefndu mikla léttúð, einkum kaflanum um vaxtamál. Nú hefur ríkisstjórnin hins veg- ar bruggað áætlun sem á að létta áhyggjum framsóknarmanna. Megintakmark vaxtakafla Ólafs- laga er að raunvextir verði komnir á og gildi um áramótin. Meiningin er að 30. desember, þegar bankar hafa lokað, verði vextir hækkaðir upp í verðbólgustigið, en síðan verði þeir snarlega lækkaðir aftur áður en bankar opna á nýju ári. Þetta tryggir það að Olafslög verða í heiðri höfð með raunvöxt- um um áramót. Bjargfuglaegg: Sjóða skal í 7 mín. og 13 sek. Oft þarf að sæta lagi við að komast upp í bergið. NÚ ER varptíminn á fullu í björgum landsins og þeir sem nytja landið á þann forna hátt að fara í egg til fjalla eru nú í óða önn að tína soðninguna. Víða á landinu er farið í egg, kríuegg, máfsegg, en þó fyrst og fremst í svartfuglsegg og fýlsegg og þar Þorkell í Sandprýði, Siggi Karls, Gaui á Látrum og Valur Andersen gera klárt fyrir eggjaferð í Skerið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.