Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 33

Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980 33 „Þessi fór í óveðrinu mikla í vetur,“ sagöi Baldur Halldórsson 2. stýrimaóur á Óóni, og sýnir blaðamanni Mbl. eftirstöðvar eins fánans. Sófus Alexandersson bátsmaður hellir steinolíu yfir fánana. reglum þar fylgt út í yztu æsar. Ónýtist þar margur fáninn í vondum veörum viö íslandsstrendur. í för varpskipsins Óöins fyrr í vikunni meö eftirlits- menn Slysavarnarfélagsins á Hornstrandir notuðu varöskipsmenn tækifærið í einni skýlaferöinni til aö brenna um tuttugu ónýta fána, og voru þá meðfylgj- andi myndir teknar. Hvalir: Langreyður í stærsta hvalahópnum við landið ENGAR öruggar tölur liggja fyrir um fjölda hvala við ísland, en talið er að um nokkra tugi þúsunda geti verið að ræða. Mest mun vera af langreyði en þar er talið að um 3—10 þúsund dýr geti verið að ræða. Langreyður, sandreyður, búrhvalur og hrefna eru þær hvalategundir við landið sem veiddar eru, um fjögur hundruð hvalir á hverju ári. Aðrar hvalategundir við landið, svo sem steypireyður, hnúfubak- ur og sléttbakur, eru friðaðar, en t.d. mun mjög lítið vera eftir aí sléttbak. Hvalastofninn við ísland er angi af Atlántshafsstofninum og sumar tegundirnar koma hingað við ákveðnar kringumstæður. T.d. er talið að búrhvalirnir séu tarfar sem hafi verið hraktir frá fjöl- skyldulífi hvala sunnar í hafinu. Hvalveiði við Island byggist á 6 ára kvóta og er aflamagni hnikað til milli ára þannig að ef mikið veiðist eitt árið er minna veitt það næsta. Samkvæmt áliti vísindamanna er ekki talið að stofninn hér við Island sé í hættu, en engar óyggjandi sannanir liggja fyrir þar að lútandi. Á þessari sérkennilegu mynd sem Kristján Magnússon ljósmyndari tók fyrir Vesturlandi eru þrír hvalir uppi. eru Eyjamenn stórtækir miðað við aðra staði á landinu enda eru margir bjargveiðimenn þar, eða um tvö hundruð talsins. Þegar maí er genginn í garð kemur eggjahljóð í mannskapinn og fiðringurinn sem fór um bjarg- veiðimennina þegar lundinn kom, magnast nú allur og björgin eru sótt heim, klifin og sigin. Með- fylgjandi myndir tók Sigurgeir í Eyjum af nokkrum bjargveiði- mönnum sem sækja í Súlnasker og Geldung fýlsegg og svartfugls- egg (langvíuegg). Fýllinn byrjaði að verpa 13. maí, en svartfuglinn þann 17. í fyrsta varpi, en hann verpir aftur séu eggin hirt. Við sáum nokkrar tegundir af eggjum í glugga hjá Kjötverzlun Tómas- ar við Laugaveginn og þar á meðal voru fýlsegg og svartfugls- egg frá Vestmannaeyjum. Stykk- ið kostar 400 kr. og þau skal sjóða á eftirfarandi hátt. Þegar suða er komin upp á vatni í- potti eru eggin sett í og skulu þau soðin í 7 mínútur og 13 sekúndur. Fengnum landað á Bæjarbryggj- unni og vinir og vandamenn fá smakkið — undirstrikunina á sumarkomuna og gang mannlífs- ins yfirleitt. Þjálfun:! Flugfreyjur í björgunaræfingum í Laugardalslauginni NÆR tvö hundruð flug- freyjur og um hundrað flug- menn hjá Flugleiðum fara árlega í þjálfun vegna brunavarna og björgunar- aðgerða um borð í flugvél- um fyrirtækisins. Áður fyrr fór slík þjálfun fram með allt að nokkurra ára milli- bili, en nú eru námskeið haldin árlega samkvæmt íslenzkum lögum og reynd- ar alþjóðalögum um flug- Ein af flugfreyjum Flug- leiða í fullum herklæðum, þ.e. á björgunaræfingu í Laugardalslauginni. starfsemi. íslenzku fluglið- arnir taka bókleg próf einu sinni á ári í því sem varðar starf þeirra og öryggi og verklega hliðin eru bruna- æfingar og björgunaræf- ingar bæði um borð í flug- vélunum og einnig í sund- laug þar sem gúmmíbjörg- unarbátur er blásinn upp með öllu tilheyrandi. Með- fylgjandi myndir tók ljós- myndari Mbl. af nokkrum flugliðum á námskeiði í Laugardalslauginni í síðustu viku. í hverri Flugleiðavél eru margir gúmmíbjörgunarbátar sem geta rúmað tugi manna hver, en þarna eru flugliöar á æfingu í Laugardalslauginni aö undirbúa það að setja tjald á bátinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.