Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
LISTAR
BRETLAND Litlar plötur
1 ( 2) WHAT’S ANOTHER YEAR...Johnny
Logan
2 ( 1) GENO Dexy’s...Midnight Runners
3 ( 3) COMING UP.....Paul McCartney
4 (—) MIRROR IN THE BATHROOM....The
Beat
5 (—) SHE’S OUT OF MY LIFE...Michael
vJ ackson
6 ( 9) NO DOUBT ABOUT IT..Hot Chocolate
7 (—) HOLD ON TO MY LOVE.Jimmy Ruffin
8 (—) I SHOLDA LOVEDYA. Narada Michael
Walden
9 (10) MY PERFECT COUSIN..Undertones
10 ( 5) SILVER DREAM MACHINE
...l......................David Essex
BRETLAND Stórar plötur
1 ( 2) THE MAGIC OF BONEY M........
2 ( 1) SKY 2.......................
3 (—) JUST ONE NIGHT.....Eric Clapton
4 ( 3) GREATEST HITS......Rose Royce
5 ( 5) DUKE.................Genesis
6 ( 4) SUZI QUATRO’S GREATEST HITS.
7 ( 6) 12 GOLD BARS.......Status Quo
8 (—) SPORTS CAR.........Judie Tzuke
9 (10) HEAVEN AND HELL ....Black Sabbath
10 ( 8) HYPNOTISED........Undertones
BANDARÍKIN Litlar plötur
1 ( 1) CALL ME..............Blondie
2 ( 2) RIDE LIKE THE WIND.Christopher
Cross
3 ( 3) LOST IN LOVE........Air Supply
4 (—) FUNKY TOWN............Lipps Inc.
5 ( 4) WITH YOU l’M BORN AGAIN..Billy
Preston/Syreeta
6 ( 8) SEXY EYES.............Dr Hook
7 ( 9) YOU MAY BE RIGHT.....Billy Joel
8 ( 9) DON’T FALL IN LOVE WITH A
DREAMER........Kenny Rogers/Kim Carnes
9 ( 5) ANOTHER BRICK IN THE WALL.. Pink
Floyd
10 (—) BIGGEST PART OF ME....Ambrosia
BANDARÍKIN Stórar plötur
1( 1) AGAINST THE WIND Bob Seger & The
Silver Bullet Band
2 ( 2) THE WALL............Pink Floyd
3 ( 3) GLASS HOUSES.........Billy Joel
4 ( 4) MAD LOVE........Linda Ronstadt
5 (—) JUST ONE NIGHT.....Eric Clapton
6 ( 8) WOMEN AND CHILDREN FIRST. Van
Halen
7 ( 9) CHRISTOPHER CROSS...........
8 (_) GO ALL THE WAY....Isley Brothers
9 ( 6) OFF THE WALL...Michael Jackson
10 ( 5) LIGHT UP THE NIGHT...Brothers
Johnson
Tveir tugir
laga á nýrri
plötu Melchiors
Af Bubba
Morthens
og Utangarösmönnum
Blúsinn
gefur svo
mikla
möguleika
Frá vinstri: Michael, Daniel, Bubbi, Rúnar og Magnús.
í þeirri miklu ládeyðu lifandi
tónlistar, sem nú ríkir, þykir
tilkoma nýrra hljómsveita ætíð
viðburður, einkum og sér í lagi
ef um er að ræða hljómsveit,
sem leikur „óvenjulega" tónlist.
Ein slík skaut upp kollinum
fyrir stuttu, Bubbi Morthens og
Utangarðsmenn, en sú hefur
sérhæft sig í „gúanó-rokki".
Bubbi Morthens og Utan-
garðsmenn er tveggja mánaða
gömul hljómsveit, en hún varð
til fyrir tilviljun. í janúarmán-
uði ákvað Bubbi að sig langaði
til að gera plötu, og án þess að
hafa frekari formála á því,
labbaði hann inn í stúdíó Svav-
ars Gests og hófst handa við
upptökuna. Síðasta lagið sem
hann tók upp hét „Jói pönkari"
og með honum léku í því Magnús
Stefánsson, trommuleikari,
Rúnar Erlingsson, bassaleikari,
og bræðurnir Michael og Daniel
Pollock, sem spila á gítara. Þeir
stofnuðu síðar hljómsveit og
Utangarðsmenn varð nafn
hennar. Þess má geta að þá
höfðu Bubbi, Rúnar og Magnús
aðeins þekkzt í tvo daga.
„Síðan má segja að við höfum
verið sainan 24 tíma á sólar-
hring,“ segir Bubbi. Iðunn dreif-
ir plötunni, en ég kostaði sjálfur
alla upptökuvinnu. Platan er
tvískipt, á annarri hliðinni eru
„gúanó-rokklög“, en hinum meg-
in eru flest lögin „acoustic", þ.e.
éjg syng og spila undir á gítar.
Astæðan fyrir því að ég tók
plötuna upp hjá Svavari var sú
að ég vildi hafa hana hráa, í
Hljóðrita hefði „sándið" orðið
allt of dempað. A plötunni leika
margir hljóðfæraleikarar, sumir
með öllu óþekktir. Lögin eru
flest tekin upp „live“ og það var
ofsa stemmning í stúdíóinu,
þegar platan var tekin upp.
Þetta var eins konar „happen-
ing“.
Séríslenzk
tónlist
„Ég hef verið að semja lög í
fimm-sex ár, „ísbjarnarblúsinn"
var fyrsta lagið sem ég samdi.
Núna sem ég aðallega reggae-
lög og „gúanó-rokki", en ég á
einnig dobíu af melódískum lög-
um. „Gúanó-rokk“ er alveg
séríslenzk tónlist að mínu mati.
Við í hljómsveitinni höfum allir
verið farandverkamenn, ég hef
unnið í frystihúsum og verið á
sjó og Danni og Mikki hafa
unnið í verksmiðjum og textarn-
ir eru sprottnir upp úr því
umhverfi. Allir landsmenn
þekkja farandverkamennsku, af
afspurn, eigin reynslu eða þá að
einhver ættingi, afi eða pabbi,
hefur verið farandverkamaður.
Ég sem texta um þessa reynslu
mína af starfinu, ég er að túlka
eigin tilfinningar og segja frá
farandverkamennsku, eins og
hún kom mér fyrir sjónir. Þetta
er ekki pólitískt í þeirri
merkingu að ég sé að boða
einhverja ákveðna línu, en mig
langar að tala við kollega mína í
farandverkamennskunni gegn-
um textana. Þetta eru engir
þungir, menningarlegir textar,
ég hef alltaf verið heldur lélegur
íslenzkumaður og textarnir eru
á einföldu máli. „Gúanó-rokk“
er blús-rokk með þessum text-
um.“
Forfallinn blúsisti
„Ég hef alltaf verið forfallinn
blúsisti og þegar ég var smápolli
heyrði ég íslenzka poppara vera
að segja að ekki væri hægt að
syngja rokk á íslenzku. Þá ákvað
ég að sýna þeim, að það væri
hægt. Blúsinn gefur svo mikla
möguleika, hann er svo sterkur
og einfaldur og það er svo mikil
tilfinning í honum. Ég nota
alveg hinn hefðbundna þriggja
hljóma blús, nema hvað ég nota
ekki viðlög. Leadbelly heitir
Bandaríkjamaður, sem hvað
mest áhrif hefur haft á mig.
Hann dó 1948, en varð frægur
fyrir að syngja sig út úr fangelsi.
Leadbelly hafði verið dæmdur í
ævilangt fangelsi fyrir morð, en
söng lag fyrir fylkisstjórann
sinn og var náðaður fyrir. Lead-
belly hafði mikil áhrif á hljóm-
sveitir á borð við Rolling Ston-
es.“
Eitt stórt
útbrunnið element
„Rokkbransinn hérna í dag er
alveg hrikalega þreyttur. Hann
er í raun aðeins eitt stórt
útbrunnið element. Það eru
ofsalega fáir sannir tónlistar-
menn eftir og við byrjuðum að
spila til að reyna að lífga
svolítið upp á bransann. Við
erum anzi „aggresívir" upp á
sviði, ef við höfum nóg svigrúm,
þá keyrum við á þúsund og við
höfum heyrt margt fólk
hneykslast á þessu. Málið er það
að íslendingar eru svo koplexer-
aðir, þeir þurfa alltaf að vera að
passa sig á almenningsálitinu.
Það er alveg ótrúlegt að sjá
muninn á hljómleikum hérna og
úti í löndum. Þar er alveg
brjálæðisleg stemmning, en
hérna sitja menn hver við sitt
borð. Það er alveg ljóst mál að
tónlistarmenn mega ekki missa
tengslin við fólkið, annars endar
þetta sem peningabisness og
iðnaður."
Til Færeyja
og út á land
„I sumar er ætlunin að fara í
landreisu með hópi af farand-
verkamönnum og nokkrum leik-
urum úr Alþýðuleikhúsinu. Þá
ætlum við að skreppa til Fær-
eyja, en hvenær vitum við ekki.
Við höfum gert talsvert af því
að spila á böllum, bæði hér í
bænum og úti á landi og yfirleitt
höfum við fengið góðar viðtökur.
Annars er munurinn á afstöðu
borgarbúa og landsbyggðarinn-
ar mikill. Um daginn fórum við
norður í land og spiluðum þar,
og gamla fólkið, sem textarnir
eru um, tók okkur illa. Sakaði
okkur um klám og pólitík og
annað í þeim dúr. En því yngra
fannst tónlistin okkar þrælgóð.
Annars langar mig til að spila á
Austfjörðum, ég var einu sinni
að vinna þar, og fólkið þar er
ákaflega gott.“
Fyrir tveimur árum kom út
platan „sifurgrænt ilmvatn" með
hljómsveitinni Melchior. Síðan hef-
ur verið heldur hljótt um hljóm-
sveitina en nú geta aðdáendur
hennar tekið gleði sína aftur, því
nýkomin er út ný breiðskífa með
henni. Hún heitir „Balapopp" og
hefur að geyma hvorki fleiri né
færri en 22 lög.
Melchior er nú þriggja manna
hljómsveit, en hana skipa Hróðmar
Sigurbjörnsson, Hilmar Oddsson
og Karl Roth Karlsson. Auk þeirra
kemur fram fjöldi hljóðfæraleikara
á plötunni og má nefna Ólaf
„Kannski ekki þjóðfé-
lagsádeila, en mannlifs-
ádeila í léttum dúr.“ melchior
leita uppruna síns á „Bala-
popp“. Frá vinstri: Hróð-
mar, Karl og Hilmar.______________
Flosason, Gunnar Hrafnsson, Eggr
ert Þorleifsson, Kristínu Jóhanns-
dóttir og Helgu Þórarinsdóttur.
Platan var tekin upp að Bala í
Mosfellssveit og sáu þeir í Melchior
sjálfir um upptöku og klippingar,
en við fyrrnefnda atriðið aðstoðaði
Garðar Hansen. Lögin eru öll
frumsamin og hafa þremenn-
ingarnir samið þau í sameiningu,
en textar eru eftir Hallgrím Helga-
son og Melchior. Eins og áður sagði
er lögin 22 og heita þau nöfnum á
borð við „Ábendingavísur", „Eg
gæti gengið um stund fyrir þig,
elskan mín“, „Flugulagið", „Jón-
arnir", „Leikhúsreglan" og „Think