Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
22% samdráttur
á gasolíusölu
FYRSTU fjóra mánuði ársins 1980
varð samdráttur á sölu gasolíu hér
innanlands sem nam um 22% miðað
við sömu mánuði í fyrra.
Margar ástæður eru fyrir minnk-
andi notkun gasolíu, að sögn Indriða
Pálssonar forstjóra Skeljungs hf.
Nefndi hann að hitaveitufram-
kvæmdir hefðu verið miklar milli
þessara tímabila. Mörgum togurum
og kaupskipum hefði verið breytt svo
að þau brenndu svartolíu í stað
gasolíu, rafhitun hefði aukist, ekki
síst með tilkomu Austurlínu, vetur-
inn hefði verið mildur og síðast en
ekki síst hefði áróður fyrir orku-
sparnaði vafalaust haft sitt að segja.
Hækkar EBE
tolla á fiski?
StrasbourK. 23. maí. AI*.
EVRÓPUÞINGIÐ í Strasbourg gerði í dag ályktun, þar sem krafizt er
hækkaðs verðs á fiski, scm fluttur er inn til cfnahagsbandalagsríkjanna.
Framkvæmdanefnd EBE tilkynnti í dag að hún hefði gert tillögu um að
15% tollur yrði lagður á innfluttan bolf isk frá og með 1. júlí nk.
James Provan, þingmaður frá Norðaustur-Skotlandi sagði að tollahækk-
unin mundi ná til bolfisks, sem keyptur væri frá íslandi, Kanada og Noregi.
Hann sagði að innflutningur fisks til Bretlands hefði aukizt um 59% á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs.
Framkvæmdanefnd EBE getur við vissar aðstæður gripið til verndarað-
gerða í þágu tiltekinna atvinnugreina án þess að leita samþykktar
aðildarríkjanna. Provan sagðist hins vegar búast við því að haft yrði samráð
viö ríkisstjórnir aðildarríkjanna áður en framkvæmdanefndin gæfi þinginu
skýrslu um málið í júní.
Kemur á óvart og tek
fréttiiuii með fyrirvara
— segir Þórhallur Ásgeirsson
í FRAMHALDI af þessari
frétt AP-fréttastofunnar sneri
Mbl. sér til Þórhalls Ásgeirs-
sonar ráðuneytisstjóra í við-
skiptaráðuneytinu. Sagði
Þórhallur að þessi frétt kæmi
sér mjög á óvart og hann tæki
henni með fyrirvara. Hann
sagðist ekkert hafa heyrt um
efni þessarar fréttar áður og
sagðist því vilja bíða með
umsögn sína þar til hann hefði
heyrt nánar um þetta.
Þórhallur sagðist telja óeðli-
legt, að þingið í Strasbourg
skyldi koma með slíkar tillögur
og það væri ekki ákvörðunarað-
ili. Fréttin um hvernig fisk
væri átt við væri óljós og ekki
kæmi fram hyort átt væri við
frystan fisk eða ísaðan. Ef um
ákveðið lágmarksverð væri að
ræða eða viðmiðunarverð væri
ekki um alvarlegt mál að ræða
því íslenzkar afurðir hefðu ver-
ið seldar talsvert fyrir ofan
lágmarksverð. Um 15% toll
sagði Þórhallur, að hann sæi
ekki hvernig annar aðilinn gæti
tekið einhliða ákvörðun um
slíkt, það væri brot á samning-
um.
Hluti stúdentanna sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti:
47 nýstúdentar útskrifaðir
Frá uppsogn Fjölbrautaskólans i Breiðholti í Bústaðakirkju í gær.
125 NEMENDUR tóku próf
frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti í ár en skólanum
var sagt upp í gær. 47
stúdentar útskrifuðust frá
skólanum en auk þess 43
stúdentar sem stundað hafa
nám í Ármúlaskólanum. 19
stúdentar útskrifuðust af
almennri bóknámsbraut, 6
af heilbrigðissviði, 2 af hús-
stjórnarbraut, 3 af lista-
sviði, 2 af tæknisviði, 1 af
uppeldissviði og 13 af við-
skiptabraut. Hæstu einkunn
á stúdentsprófi hlutu
Svandís Sverrisdóttir sem
útskrifaðist af tæknibraut
og hlaut 185 einingar og
447 stig og Ólafur Gíslason
sem útskrifaðist af al-
mennri bóknámsbraut og
hlaut 143 einingar og 410
stig.
Þá útskrifuðust frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti
29 nemendur af 3ja ára
braut, 13 tóku sérhæft versl-
unarpróf, 10 luku sveins-
prófi, 7 í rafvirkjun og 3 í
húsasmíði en 6 luku námi á
matvælabraut hússtjórnar-
sviðs og eru það þeir fyrstu
sem ljúka því prófi og kallast
matartæknar. Þó eiga fjórir
nemendanna eftir hluta af
verklega náminu.
34 nemendur útskrifuðust
af 2ja ára námsbraut, 25
tóku almennt verslunarpróf
á viðskiptasviði, 3 luku
grunnnámi á myndlista- og
handíðabraut listasviðs og 6
nemendur luku grunnnámi á
uppeldissviði á fóstru- og
þroskaþjálfabraut. 8 nem-
endur luku prófi af eins árs
brautum, 7 af matvælabraut,
1 á hússtjórnarsviði og 1
lauk grunnnámsbraut raf-
iðna. Þá lauk einn nemandi 4
ára námi á listasviði án þess
að taka stúdentspróf.
Stúdentarnir 69 sem útskrifuðust frá Menntaskólanum í Kópavogi í gær. LjóHm. Kristinn.
69 nýstúdentar f rá Menntaskólanum í
MENNTASKÓLANUM í
Kópavogi var slitið í gær í
Kópavogskirkju og útskrif-
uðust 69 nýstúdentar.
Hæstu einkunn hlaut Þór-
unn Guðmundsdóttir en hún
tók próf úr máladeild. Illaut
hún einkunnina 9,2.
Við skólaslitin var frum-
flutt kórverk eftir Guðstein
Ólafsson nemanda í öðrum
bekk M.K. og stjórnaði hann
sjálfur flutningnum.
Kór Menntaskólans flutti
verkið ásamt 14 manna
strengjasveit úr Tónlistar-
skóla Reykjavíkur en ein-
söngvari var einn kennara
skólans.
181 stúdent
útskrifað-
ist frá M.S.
MENNTASKÓLANUM við
Sund var sagt upp sl. föstu-
dag og 181 stúdent útskrif-
aður. Hæstu einkunn á stúd-
entsprófi hlaut Sigríður
Árnadóttir af náttúrufræði-
sviði, einkunnina 9,0.
Af málakjörsviði útskrifuð-
ust 29 stúdentar, Hulda
Hjartardóttir og Þórey Frið-
björnsdóttir hlutu báðar 8,6
sem var hæsta einkunnin á
því sviði. Af félagssviði mála-
deildar útskrifuðust 48 stúd-
entar, hæstu einkunn hlaut
Ásrún Rudolfsdóttir, af fé-
lagssviði stærðfræðideildar
útskrifuðust 24, Kristín Jóns-
dóttir hlaut hæstu einkunn,
8,3, af náttúrufræðisviði út-
skrifuðust 52 stúdentar og
hlaut Sigríður Árnadóttir þar
hæstu einkunn eins og áður
hefur komið fram, og af eðlis-
fræðisviði útskrifuðust 28
stúdentar en þar hlaut Sig-
mundur Guðmundsson hæstu
einkunnina, 8,9.