Morgunblaðið - 24.05.1980, Side 45
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
45
Selfoss:
Málverkasýning
í Saínahúsinu
ELFAR bórðarson frá Stokkseyri
opnar málverkasýningu í Safna-
húsinu á Selfossi i dag, laugardag-
inn 24, maí kl. 14. Þetta er 6.
einkasýning Elfars en auk þess
hefur hann tekið þátt i nokkrum
samsýningum.
Á sýningunni á Selfossi verða 52
olíu-, vatnslita- og pastelmyndir og
eru þær allar málaðar á síðustu 2
árum. Sýningin verður opin til 1.
júní kl. 20—22 virka daga en kl.
14—22 um helgar.
Elfar Þórðarson við nokkrar mynda sinna.
X
§
s5
;T. f? : ;t
§ ’ g f t *
* A si«A m ■ 1
4
• * r-; *§ í i; w
• f r r r ' ,
■ fe
^ 1 , n «
Skagfirzka Söngsveitin.
Tónleikar:
Skagíirska söngsveitin
syngur í Austurbæjarbíói
Eyjar:
Steinunn
sýnir
leirmuni
STEINUNN Marteinsdóttir leir-
kerasmiður opnar sýningu á list-
munum úr leir í Akogeshúsinu í
Vestmannaeyjum laugardaginn
24. maí kl. 4. Mun sýningin standa
yfir til n.k. mánudagskvölds.
ÁRLEGIR vortónleikar
Skagfirzku söngsveitar-
innar verða að þessu sinni
haldnir í Austurbæjarbíói
miðvikudaginn 28. maí kl.
19.
Á efnisskrá eru m.a. lög eftir
tónskáldin Pál ísólfsson, Skúla
Halldórsson, Sigfús Halldórsson,
Franz Schubert, Jóhann Strauss
auk þjóðlaga frá ýmsum löndum.
Frumflutt er lag eftir Skúla
Halldórsson við ljóð Þuríðar
Kristjánsdóttur, sem þau tileinka
söngsveitinni sérstaklega.
Skagfirzka söngsveitin fer norð-
ur í Skagafjörð um mánaðamótin
og heldur þar þrenna tónleika: í
Höfðaborg, — Hofsósi föstudag-
inn 30. maí kl. 21, Bifröst, Sauð-
árkróki laugardaginn 31. maí kl.
15 og Miðgarði sama dag kl. 21.
Eftir samsönginn þar verður svo
dansleikur.
Söngsveitin er nú að vinna að
útgáfu nýrrar hljómplötu, sem
væntanleg er á markaðinn bráð-
lega. Frú Snæbjörg Snæbjarnar-
dóttir er stjórnandi kórsins og
Ólafur Vignir Albertsson leikur
með á píanó.
I Skagfirzku söngsveitinni eru
60 félagar. Formaður kórsins er
Rögnvaldur H. Haraldsson.
Snæbjörg Snæbjarnardóttir, söng-
stjóri.
Orgelverk
eftir Bach
DR. Orthulf Prunner endurtekur
orgeltónleika sína á annan í
hvítasunnu, mánudaginn 26. maí
kl. 20.30 í Háteigskirkju. Á efn-
isskrá eru eingöngu orgelverk
eftir J.S. Bach, Toccata, Adagio og
Fúga í C-dúr, Choralfantasia: I
dauðans böndum drottinn lá, Tríó-
sónata í C-dúr, Sálmaforleikur:
Guð miskunni nú öllum oss, Pass-
acgila og Fúga í C-moll. Allur
ágóði af tónleikunum rennur til
styrktar kaupum á altaristöflu í
Háteigskirkju.
Myndlist:
Sýning í Djúpinu
BRESKI listamaðurinn Miles
Parnell opnar sýningu á verkum
sinum i Gallerí Djúpinu laugar-
daginn 24. mai, en sýningin verð-
ur opin daglega til 4. júni, frá 10
til 23.30.
Miles Parnell er frá Windsor í
Englandi og stundaði nám við
listaskólana St. Martins og Leicest-
er. Hann kenndi við listaskóla í
Nottingham að námi loknu og vann
einnig sem sjálfstæður teiknari í
London. Hér hefur hann dvalist í
fjögur ár og unnið á auglýsinga-
stofum.
Þessi sýning er sú þriðja sem
Miles Parnell heldur hér á landi og
að þessu sinni sýnir hann eingöngu
myndir úr dýraríkinu. í myndum
sínum notar hann blandaða tækni,
litað blek, vatnsliti, gowache og
litblýanta.
Miles Parnell við eitt verka sinna.
Ljósm. Mbl. Kristján.
Tónleikar:
Kórarnir þrír á æfingu sl. föstudag.
Ljósm. Kristinn.
Samsöngur barna-
og unglingakóra
ÞRÍR barna- og ungl-
ingakórar halda samsöng í
Háskólabíói laugardaginn
24. maí kl. 14.
Kórarnir eru Kór Hvassaleit-
isskóla, stjórnandi Herdís
Oddsdóttir, Kór Mýrarhúsaskóla,
stjórnandi Hlín Torfadóttir og
Skólakór Garðabæjar, stjórnandi
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir. Um
það bil 150 börn og unglingar á
aldrinum 7-rl6 ára koma fram á
tónleikunum. Píanóleikari verður
Jónína Gísladóttir.
Með samsöng þessum er verið
að koma á kynnum milli hluta
þeirra ungmenna sem leggja á sig
mikla vinnu við að þjálfa söng-
raddir sínar við iðkun tónlistar.
Til þess að tengjast betur syngja
kórarnir stóran hluta efnisskrár-
innar saman. Kórarnir dvöldu í
æfingabúðum austur að Flúðum í
Gnúpverjahreppi helgina 2.-4.
maí sl.