Morgunblaðið - 24.05.1980, Síða 46
46
Norðmenn
unnu Búlgari
NORÐMENN unnu athyglis-
verðan og góðan sigur á
Búlgörum í landsleik í
knattspyrnu sem íram fór í
Ósló i fyrrakvöld. Paul Jak-
obsen skoraði sigurmark
Norðmanna á 35. mínútu,
spyrnti þéttingsfast í netið
af 12 metra færi. Búlgarir
þóttu lélegir í leiknum.
Vilmundur Vilhjálmsson.
Vilmundur
ekki með
í sumar
„ÉG verð ekki með í keppn-
um i sumar. Þú mátt hafa
það eftir mér,“ sagði frjáls-
íþróttamaðurinn Vilmundur
Vilhjálmsson KR í samtali
við Morgunblaðið í vikunni,
en hann hefur dvalið við
æfingar og keppni í San Jose
í Kaliforníu frá því i janúar.
Vilmundur, sem verið hef-
ur fremsti spretthlaupari
íslendinga um áraraðir,
varð fyrir slæmum meiðsl-
um i Kaliforníu í vetur.
llefur hann verið í meðferð
hjá miklum sérfræðingum
vestra og er á batavegi.
Hann hefur þó ákveðið að
keppa ekki i sumar á
hlaupabrautinni, heldur fá
sig góðan af meiðslunum, og
reyna þá að taka til við
æfingar næsta haust. Sjón-
arsviptir er að þessum
skemmtilega keppnismanni.
— ágás.
Óskar og Friörik
atkvæöamiklir
ÓSKAR Jakobsson ÍR var
atkvæðamikill fyrir skóla
sinn í Austin i Texas á
svæðismeistaramóti banda-
riskra háskóla í frjáls-
íþróttum um fyrri helgi.
óskar varð númer tvö i
kúluvarpi með 19,57 metra,
sem er hans næstbezti ár-
angur, og sló hann næst
bezta kúluvarpara Banda-
rikjanna, Mike Carter, við. í
kringlukasti varð Óskar
einnig i öðru sæti með 59,80
metra, og þá kastaði hann
spjótinu einu sinni og lenti
einnig þar í öðru sæti,
kastaði 69,00 metra.
Skólabróðir óskars, Frið-
rik I>ór óskarsson ÍR, varð
framarlega í langstökki og
þristökki, stökk 7,05 metra í
langstdkki og 15,07 metra í
þristökki. Ilin ágæta
frammistaða óskars og
Friðriks dugði þó ekki til,
þar sem skóli þeirra varð í
öðru sæti i stigakeppninni.
Skólinn vann keppnina í
fyrra.
— ágás.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ1980
Dan Halldórsson er að verða einn
af bestu kylfingum í Ameríku
Tíu ár eru liðin frá því Dan Halldorson sigraði í
Meistarakeppni unglinga i Manitoba í Kanada, þá
aðeins 17 ára. Nokkru síðar tók hann þátt í opna
unglingamótinu í Kanada, en þá gekk honum illa. Hann
meiddist smávegis og það háði honum í keppninni, og
hann lék illa.
Þetta gramdist honum mjög, og hann var svo miður
sín við heimkomuna að hann hét því að spila aldrei golf
framar. Og hann lét ekki standa við orðin tóm heldur
tók allar golfkylfurnar sínar og tróð á sköftunum á
þeim, þar til þær voru ónýtar.
Þremur vikum seinna fór hann með þær allar og lét
setja á þær ný sköft.
• Tekst Dan Halldórssyni að verða einn af þeim bestu?
Dan Halldorson er, eins og
nafnið bendir til, af íslenskum
ættum. Hann fæddist í smábæ,
Sandy Hook, sem er um það bil 70
kílómetra norður af Winnipeg, og
skammt suður af Gimli, og stend-
ur við Winnipegvatn suðvestan-
vert. Faðir hans var umsjónar-
maður á golfvellinum í plássinu.
Þótt ekki væru þarna nema fá hús,
þá var þar auðvitað golfvöllur, það
má heita aumt þorp í Kanada, sem
ekki getur státað af að minnsta
kosti einum níu holu golfvelli.
Dan var ekki nema sex ára
gamall, þegar hann fór að slá
golfbolta á blettinum fyrir framan
hús fjölskyldunnar, og níu ára
gamall var hann farinn að keppa
við stráka, sem komu alla leið frá
Winnipeg.
Um þetta leyti fluttist fjölskyld-
an til Brandon, sem er 35 þúsund
manna bær um það bil 200 km
fyrir vestan Winnipeg. Rauðhærði
freknótti strákurinn frá Sandy
Hook hafði ekki náð fermingar-
aldri, þegar hann hafði fengið orð
fyrir að slá golfkúlu lengra en
allir aðrir strákar í bænum.
Stefna boltans var kannski ekki
alltaf alveg eins og hún hafði verið
hugsuð, og lappirnar á stráknum
snerust ekki alveg eins og þegar
alvörukylfingar voru að verki, en
það voru smámunir hjá því að
geta slegið golfkúluna allt að
fjögur hundruð metra vegalengd í
einu höggi.
Dan gerist
atvinnumaður
Árið 1975 ákvað Dan Halldor-
son að reyna fyrir sér í Bandaríkj-
unum, og freista þess að komast í
keppni með atvinnumönnum. Það
er ekki hlaupið að því, og margir
eru þeir kylfingarnir sem gjarnan
vilja vera með í keppninni um
dollarana og frægðina. Á hverjum
degi stilla þeir sér upp á golfvöll-
um um gjörvöll Bandaríkin í von
um að ná góðum árangri, og á
hverjum mánudegi er á vegum
Frjálsíþrótta-
fölk til Englands
STÓR hópur ungs frjálsíþrótta-
fólks úr Reykjavíkurfélögunum
ÍR og Ármanni heldur í lok
maímánaðar til Englands til æf-
inga og keppni. Dvelur íþrótta-
fólkið ytra fram í miðjan júní,
eða í rúmlega tvær vikur. Rúm-
lega 30 manns taka þátt í þessum
ferðum
ÍR-ingar halda 27. maí til borg-
arinnar Durham í norðaustur-
hluta Englands, en 15 kílómetra
þar frá er Gateshead, ein helzta
miðstöð brezkra frjálsíþrótta í
dag. Fyrir ÍR-hópnum verða þeir
Guðmundur Þórarinsson þjálfari
ÍR-inga, og Ágúst Ásgeirsson, en
alls verða í ferðinni 18 einstakl-
ingar.
Ármenningarnir halda utan 31.
maí, að sögn Stefáns Jóhannsson-
ar þjálfara hjá Ármanni. Verður
dvalið í Birmingham í miðhluta
Englands. Stefán verður fýrir
Ármannshópnum, en alls verða í
ferðinni um 15 einstaklingar.
Golfsambands atvinnumanna
(PGA) háð 18 holu keppni, sem um
hundrað kylfingar taka að jafnaði
þátt í hverju sinni, og fimm til sex
bestu þeirra fá rétt til þess að vera
með í næstu keppni atvinnumann-
anna. Raunar er þetta flóknara en
lítur út hér að framan, en gefur ef
til vill nokkra hugmynd um hina
gífurlegu samkeppni, sem ríkir
meðal fremstu kylfinga Ameríku.
Flestir reyna þessir menn að fá
fyrirtæki, eða einstaklinga til þess
að borga með sér, en stundum
verða þeir að gera það sjálfir. Og
þetta er dýrt spaug. Margir þeirra
verða að ferðast langar dagleiðir á
milli golfvalla til þess að geta
tekið þátt í þeim mótum, sem
mestur akkur er í. Þá búa þeir
gjarnan í bílunum sínum og lifa á
ódýrasta fæði, sem hægt er að fá,
skítafæði (junk-food). Engu að
síður er kostnaður þeirra allhár,
með þátttökugjöldum o.fl. getur
hann hæglega orðið um þúsund
dollarar á viku, eða fast að
hálfri milljón króna. Og það eru
ekki margir, sem halda það út
lengi, ef ekkert kemur tekjumegin
í lífinu.
Dan Halldorson
Dan komst í keppni atvinnu-
mannanna árið 1975, en strax árið
eftir missti hann réttindin.
Ástæðan var einföld, — hann var
ekki nógu góður. Hann þurfti
meiri reynslu.
Til þess að spjara sig í keppni
atvinnumanna í golfi, og til þess
að vinna peningaverðlaun, þá þarf
að spila snilldarlega, og til þess að
bera sigur úr býtum í slíkri keppni
þarf að leika óaðfinnanlega.
Dan hefur nú öðlast meiri
reynslu, en það sem talið er mest
um vert fyrir hann er það, að hann
hefur nú öðlast trú á sjálfan sig,
— hann hefur á því bjargfasta trú,
að sér eigi eftir að takast að bera
sigur úr býtum í einu af mestu
mótum þeirra atvinnukylfing-
anna. Og það var einmitt þetta,
sem var talið standa honum fyrir
þrifum, hann hafði ekki nógu
mikla trú á sjálfum sér.
Dan Halldorson er rólegur
maður að eðlisfari, og hann lætur
sjaldan tilfinningar sínar í ljós.
Strákurinn, sem einu sinni traðk-
aði á golfkylfunum sínum, sýnir
varla svipbrigði í keppni, hvort
heldur honum gengur vel eða illa.
Einn af hans sterku eiginleikum í
keppni er þolinmæði, sem hann
segist hafa lært á golfferð í
Austurlöndum.
Golfklúbbarnir
Sumir golfklúbbarnir í Ameríku
eru svo fínir og snobbaðir, að það
er ekki nema á ríkra manna færi
að nálgast þá. Á vegum þessara
klúbba er svo efnt til keppni
atvinnumannanna, og eru þá pen-
ingaverðlaunin oftast ofurháar
upphæðir. Aðkomumenn, sem
vilja fylgjast með keppninni á
staðnum, þurfa venjulega að aka
um sérstök hlið, t.d. á Harbor
Town golfvellinum, þar sem ör-
yggisverðir gera skyldu sína, síðan
þarf sérstakt leyfi til þess að fara
af bílastæðunum á golfsvæðið, og
ef einhvern skyldi langa inní
klúbbhúsið, þá þarf hinn sami að
eiga slatta af seðlum.
Annars eru atvinnumennirnir
ekkert sérstaklega hrifnir af því
að keppa á svona stöðum. Allt um
kring eru uppstrílaðir spjátrungar
af báðum kynjum, íklædd nýjustu
golftískunni, peysum með litla
krókódílsmerkinu vinstra megin í
barminum. Allir eru með bourbon.
Og það vappar um í klúbbhúsinu
og þar fyrir utan. Síðan fara
flestir í humátt á eftir keppendun-
um, og þegar líða tekur á daginn
og keppnina, er venjulega margt
áhorfenda við þrjár síðustu hol-
urnar. Flestir orðnir vel hífaðir og
byrjaðir að drekka bjór. Og þá er
það venjulega sem aðalvandræðin
„NÚ GETUR maður sagt að
keppnisformið sé að koma. Ég
vonast til að ógna íslandsmetinu
eftir nokkrar vikur,„ sagði Gunn-
ar Páll Jóakimsson frjálsíþrótta-
maður úr ÍR í spjalli við Mbl. í
gær, en í vikunni náði hann
sinum bezta árangri í 800 metra
hlaupi í rösk tvö ár, hljóp á 1:51,1
m°>Au. Bezti árangur Gunnars
er 1:50,2 minútur.
Gunnar Páll náði þessum ár-
angri í keppni í borginni Modesto í
Kaliforníu á miklu frjálsíþrótta-
móti, þar sem viðstaddir voru
tugir þúsunda áhorfenda. Kúlu-
varparinn Brian Oldfield varpaði
21,61 metra á móti þessu og Mac
Wilkins, fyrrum heimsmethafi í
kringlukasti, kastaði 69,74 metra í
kringlukasti. Þá var gerð hörð
byrja hjá keppendunum. Áhorf-
endur eiga það nefnilega til, og
það ekki sjaldan, að veðja á
drævið (upphafshöggin) hjá þeim.
Og háreystin fer ekki framhjá
keppendunum, og truflar þá auð-
vitað, sem reyndar er ekki það
alversta, því oft hefur það komið
fyrir, að þeir, sem tapa veðmálun-
um láta það bitna á keppendunum,
meðal annars með því að grýta þá
með bjórdósum. Það kemur sem
betur fer ekki oft fyrir að slys
verða vegna þessa, og enda þótt
svona komi ekki fyrir í hverri
keppni, þá er hér um að ræða
vandamál í Ameríku.
Tekst Dan Halldorson að verða
meðal þeirra bestu?
Eða er hann e.t.v. þegar orðinn
það? Hann tók þátt í opnu móti
fyrir skömmu, Joe Garagiola Tuc-
son Open. Þar lék hann af mikilli
snilld og var sigurstranglegur allt
til loka, en varð að láta sér nægja
annað sætið á eftir kappanum Jim
Colbert. Önnur verðlaun Dan’s
námu 32 þúsund dollurum.
Markmið hans nú er að vinna
sér inn að minnsta kosti 70 þúsund
dollara á þessu ári, og takist
honum það, þá þarf hann ekki á
næsta ári að keppa um réttindi til
að vera með í aðalkeppni atvinnu-
mannanna.
Strákurinn frá Sandy Hook,
Halldórssonurinn frá íslandi, hef-
ur þegar skráð nafn sitt á lista
með fremstu golfsnillingum Am-
eríku, og þótt víðar væri leitað.
Spurningin er aðeins, hvort þetta
nafn verður skráð með gullnu letri
í nánustu framtíð.
já.
atlaga að heimsmetinu í stang-
arstökki á móti þessu, en það
stóðst átökin.
Tveir beztu 800 metra hlauparar
Bandaríkjanna undanfarin ár
Mark Enyart og James Robinson
urðu í öðru og þriðja sæti í 800 m
hlaupinu, hlupu á 1:48,2 og 1:48,4
mínútum, en hlaupið vannst á
1:48,1 mínútu. Robinson hefur
m.a. unnið sér það til frægðar að
verða fyrstur til að sigra Kúbu-
manninn Juantorena í 800 metra
hlaupi eftir Ólympíuleikana í
Montreal, en það afrek vann hann
í fyrra.
Gunnar Páll hefur dvalist við
æfingar og keppni í San Jose í
Kaliforníu frá því 10. janúar
síðastliðinn. Hann kemur til
Islands um miðjan júnímánuð.
— ágás.
Gott 800 m hlaup
hjá Gunnari Páli