Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1980 47 r i r, Landsliðshópurinn valinn Teitur fékk ekki leyfi hjá Öster Við munum hefja undirbúninginn fyrir landsleikinn við Wales núna um helgina sagði Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari er Mbl. ræddi við hann í gær i tilefni þess að landsliðsnefnd KSÍ var að tilkynna þá 22 leikmenn sem valdir voru vegna leiksins. — Ég reikna með því að við munum hefja leikinn á leikaðferðinni 4—4—2 sagði Guðni. Við verðum að spila leikinn eins og styrkleiki okkar leyfir. Verðum að reyna að leika sterkan sóknarleik þegar við höfum knöttinn, og jafnframt að reyna að vera fleiri í vörninni en sóknarleikmenn Wales þegar þeir sækja. Guðni var spurður að því af hverju Teitur Þórðarson væri ekki í hópnum. — Teitur fékk ekki leyfi frá félagi sínu Öster. Teitur hafði mikinn áhuga á því að koma í leikinn, en þar sem hann á að leika með öster tveimur dögum eftir landsleikinn sagði þjálfari hans þvert nei. Teitur á vonandi eftir að koma inn í landsliðshópinn seinna í sumar, sagði Guðni. Þá mun vera óvíst hvort Ásgeir Sigurvinsson geti leikið á móti Wales. Takist liði hans Standard að komast í úrslitaleik belgísku bikarkeppninnar verður Ásgeir ekki með. Hinsvegar munu Arnór Guðjohnsen, Pétur Pétursson, Janus Guðlaugsson og Karl Þórð- arson mæta í landsleikinn. Eru þeir allir væntanlegir til landsins 29. maí og munu æfa með hópnum fram að landsleiknum. Janus hef- ur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en er nú orðinn góður. Til gamans skulum við stilla upp hugsanlegu byrjunarliði á móti Wales. Markvörður verður Þor- steinn ólafsson, í öftustu vörn verða Janus Guðlaugsson, Mar- teinn Geirsson, Sigurður Hall- dórsson, og Sævar Jónsson eða Trausti Haraldsson. Á miðjunni ieika Ásgeir Sigurvinsson, Atli Eðvaldsson, Guðmundur Þor- björnsson og Karl Þórðarson og í framlínunni verða þeir Pétur Pét- ursson og Arnór Guðjohnsen. Verði Ásgeir ekki með er hugsan- legt að Olafur Júlíusson eða Al- bert Guðmundsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað. Eftirtaldir 22 leikmenn hafa verið valdir vegna leiksins gegn WALES 2. júni n.k. 1. Þorsteinn ólafsson Gautaborg 2. Bjarni Sigurðsson ÍA 3. Guðmundur Baldursson Fram 4. Trausti Haraldsson Fram 5. Sævar Jónsson Valur 6. Marteinn Geirsson Fram 7. Dýri Guðmundsson Valur 8. Sigurður Halldórsson ÍA 9. Janus Guðlaugsson Fortuna Köln 10. Atli Eðvaldsson Valur 11. Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege 12. Arnór Guðjohnsen Lokeren 13. Karl Þórðarson La Louviere 14. Ólafur Júlíusson ÍBK 15. Árni Sveinsson ÍA 16. Pétur Pétursson Feyenoord 17. Guðmundur Þorbjörnsson Valur 18. Sigurlás Þorleifsson ÍBV 19. Albert Guðmundsson Valur 20. Kristján B. Olgeirsson ÍA 21. Pétur Ormslev Fram 22. óskar Færseth ÍBK þr. Hefur sigrað í 40 hlaupa- keppnum í röð W Englendingurinn Sebastian Coe heimsmethafi i 800 m, 1500 m og miluhlaupi keppti i fyrsta sinn á sumrinu í fyrrakvöld og keppti þá i 800 metra hlaupi. Sigraði Coe auðveldlega á timan- um 1.48,1 min. Coe hafði ætlað sér að keppa í miluhlaupi en hætti við á siðustu stundu til þess að þurfa ekki að keppa á móti helsta andstæðigi sinum Steve Ovett. Ég er að undirbúa mig undir ólympiuleikana og er ekki tilbúinn til þess að fara út í hörkukeppni á þessu stigi sagði Coe. Ovett sigraði auðveldlega i miluhlaupinu á 4.00,6 mín. Ovett hafði i fyrra sumar sigrað í miluhlaupi á sama velli á timan um 3.49,6 og var nálægt þvi a< taka heimsmetið af Coe. Ei heimsmet Coe i 800 metrunum e: 1:42,4 í 1500 m 3.32,03 og milunni 3.49,0 min. Hlaup Steve Ovett var þ merkilegt þrátt fyrir slakan tím á hans mælikvarða. Þetta var 4C hlaup Ovett í röð án þess að ham tapaði. Og er það heimsmet út a fyrir sig í þessum greinuir Gamla metið 39 hlaup i röð átl Ástraliumaðurinn Herb Elliot sem var besti millivegalengdai hlaupari áranna i kring um 196< til '65. íslandsmótið í knattspyrnu: Stórleikir á hverju strái ÞAÐ verður nóg að gera i knattspyrnunni um helgina, þó svo að sjálfur Hvitasunnudagur- inn verði rólegur. í dag, laugar- dag, fara fram tveir leikir i 1. deild, auk þriggja i 2. deild. Þá má einnig geta þess, að 3. deildin fer heldur betur af stað með 7 leiki í dag. ÍBV og í A leiða saman hesta- ’ sína í Eyjum klukkan 14.00, þ.e. a.s., ef flugfært verður til Eyja. Þetta ætti að verða tvísýnn leikur íslandsmeistara síðasta árs og liðsins sem varð í öðru sæti. Á Laugardalsvelli mætast Þróttur og Fram, hefst leikurinn einnig klukkan 14.00. í 2. deild eigast við í dag Haukar og Fylkir á Kaplakrikaveili klukk- Laugardagur: an 14.00, Völsungur og Austri á Húsavík klukkan 15.00 og Þróttur og ísafjörður á Norðfirði klukkan 14.00. Á mánudaginn leika í 1. deild ÍBK og KR á Keflavíkurvelli og hefst leikurinn klukkan 16.00. KR-ingar hafa enn ekki hlotið stig í mótinu og það sem meira er, liðið hefur enn ekki skorað mark. Má því búast við hörkuviðureign, því með sigri, eiga heimamenn alla möguleika á því að vera með í baráttunni um efsta sætið. Valur og Breiðablik leika síðan á Laugardalsvelli á þriðjudags- kvöldið klukkan 20.00 og ætti það að geta orðið hin skemmtilegasta viðureign, tvö léttleikandi lið. Að lokum skulum við renna yfir þá leiki sem á dagskrá eru í 3. deild. A-riðill Fellavöllur Leiknir—Léttir kl. 16.00 A-riðiIl Vikurvöllur Katla—óðinn kl. 16.00 A-riðilI Kópavogsvöllur ÍK — Hekla kl. 16.00 B-riðill Gróttuvöllur Grótta-UMFA kl. 16.00 B-riðiIl Hveragerði Hveragerði—Stjarnan kl. 16.00 C-riðill ólafsvík Vikingur 01—Reynir H kl. 16.00 Þórdís felldi 1,85 naumlega „ÞÓRDÍS var óheppin að hækkað var úr 1,80 metrum í 1,85, því hefði ráin verið á 1,83 eða 1,84 hefði hún farið yfir, svo naum- lega felldi hún 1,85,“ sagði Gunn- ar Páll Jóakimsson ÍR í spjalli við Mbl. í vikunni, en á móti í Kaliforníu í vikunni jafnaði Þórdís Gisladóttir ÍR íslandsmet sitt i hástökki, 1,80 metra, og var mjög nálægt því að bæta það um fimm sentimetra og stökkva 1,85 metra, sem er hinn frambæri- legasti árangur á alþjóðlegum mælikvarða. Gunnar sagði að Þórdís hefði átt’ góðar tilraunir við 1,85, og kæmi það sér ekki á óvart þótt hún stykki þá hæð í hástökkinu í sumar. Þórdís hefur frá því i október dvalist við æfingar og keppni fyrir vestan haf, fyrst í grennd við Toronto í Kanada, eh í byrjun marz hélt hún til San Jose í Kaliforníu. Þórdís er væntanleg til landsins um miðjan næsta mánuð. — ágás. • Þórdis Gisladóttir i keppni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.