Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 23

Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 23 Eyþór Fannberg, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar: Tilboðið ætti að skapa grund- völl til viðræðna „ÉG tel tilboð fjármálaráðherra allmjðg vanbúið,- sagði Eyþór Fannberg, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar, er hann var í gær spurður um tilboð Ragnars Arnalds til BSRB, „en það skapar grundvöll til viðræðna og væntanlega kem- ur þá brátt í ljós, hvort tilefni er til þeirra fremur en orðið er.“ „Við erum nú að undirbúa efnislegt svar okkar. Ég verð að segja að mér finnst tilboðið vera nokkuð í samræmi við það, sem stjórnvöld hafa haldið fram opin- berlega að undanförnu, sem sé að launabætur liggi ekki á lausu." Þórhallur Halldórsson, formaður Bæjar- starfsmanna- ráðs BSRB: Nokkur atriði algjörlega óaðgengileg „ÞAÐ eru nokkur atriði í þessu tilboði, sem gera það algjörlega óaðgengilegt,“ sagði Þórhallur Halldórsson, formaður bæjar- starfsmannaráðs BSRB, er Morg- unblaðið ræddi við hann i gær um tilboð f jármálaráðherra, „en hins vegar eru með tilkomu tilboðsins hafnir samningar, sem ég vona að verði haldið áfram.“ „Við ættum því á næstu dög- um,“ sagði Þórhallur, „að fá úr því skorið, hverjir möguleikar eru á því að ná viðhlítandi samningum við ríkisvaldið, en þar sem málin eru á samningastigi, tel ég ekki rétt að tjá mig um gagntilboð fjármálaráðherra frekar í bili.“ ianna: i er frá 38% enn frekar verðbætur hluta fé- lagsmanna BSRB. Þá finnast mér félagsmálaatrið- in ákaflega rýr. Rætt er um að fella niður lögbindingu 2ja ára samnings, en í sama vetfangi setur ríkið fram kröfu um 1 ‘h árs samning, sem í raun þýðir 2'/2 árs samning, því að samningar hafa nú verið lausir í rétt tæpt ár.“ Wolf Biermann: Ljósn. Mbl. ól. K. M. Austur-Þýzkalandi hlutu gagn- rýni mín og kröfugerð að beinast að því valdi, sem þar ríkir, en nú, þegar ég er fluttur til Vestur- Þýzkalands, hlýt ég að gagnrýna þjóðfélagið þar sem mest ég má, í þeirri von að almenningur vakni til vitundar um það sem miður fer og að sú vakning leiði smám saman til þess að þjóðfélagið verði betra.“ „Hvað er það sem þú hefur mestan hug á að lagfæra í Vest- ur-Þýzkalandi?“ „Það er af nógu að taka, — allt fullt af meinsemdum, eins og í öllum löndum. Það, að hvergi er hægt að benda á fyrirmyndarrík- ið, þýðir auðvitað ekki að við eigum ekki að leitast við að koma því á. Það, sem þarf að útrýma í Vestur-Þýzkalandi er t.d. „berufs- verbot", sem felur í sér að mönnum er refsað að hafa annað en ríkjandi skoðanir á hinum ýmsu málum, — refsað með því að setja þeim skorður í sambandi við atvinnu og jafnvel að útiloka þá frá atvinnu. Þá má nefna kjarn- orkuverin, sem ég er eindregið á móti, og atvinnuleysi. Þessi fáu dæmi um þjóðfélagsmein, án þess að nánar sé farið út í þá sálma, sýna að það er ekkert fyrirmynd- arlýðræði, sem við búum við. Ég vil sósíalískt lýðræði — hvorki meira né minna." „Hvað áttu við með því.“ „Ég á við það, að hið borgara- lega lýðræði í Vestur-Þýzkalandi er svo takmarkað. Það er að vísu skárra en ekkert lýðræði. Þótt það sé opinberlega viðurkennd skoðun í Austur-Þýzkalandi og öðrum svokölluðum sósíalistarikjum, að þar búi almenningur við sósíalískt lýðræði, þá er auðvitað ekkert að marka slíkar staðhæfingar. Þar ríkir alræði og mér dettur ekki í hug að halda því fram að borgara- legt lýðræði sé ekki skárra en það. Munurinn á borgaralega lýðræð- inu í Vestur-Þýzkalandi og stal- ínista-alræðinu er t.d. í því fólginn að í svokölluðum sósíalistaríkjum er mönnum stungið í fangelsi fyrir að mótmæla staðhæfingum vald- hafanna, en í Vestur-Þýzkalandi er þeim refsað með öðrum hætti ef þeir vinna gegn þjóðskipulaginu, — t.d. með „þerufsverbot". Mál- frelsið í Austur-Þýzkalandi er sem sagt ekki fyrir hendi, en í Véstur- Þýzkalandi er það takmarkað. Það sem ég vil er réttlátt Hlutverk mitt að gagn- rýna og gera kröfur, hvar sem ég er búsettur „Ég þyki langtum minna spennandi á Vesturlöndum eftir að mér var úthýst frá Austur-Þýzkalandj. Á meðan ég bjó þar var ég í tízku sem menningarlegur austur-þýzkur andófsmaður og mér var tekið opnum örmum í Vestur- Þyzkalandi. En þegar ég gerðist vestur-þýzkur andófsmaður fór nú glansinn af. Mér er legið á hálsi fyrir að skammast út í það umhverfi, sem ég á nú heima í. Ég hef svo sannarlega fengið að heyra að ég eigi að vera þakklátur fyrir að fá að vera í sælunni fyrir vestan, og sé nánast skyldugur til að sýna þakklætið í verki með því að gagnrýna ekki vestrænt lýðræði, heldur beina minni orku að því að sverta hin svokölluðu sósíalistaríki fyrir austan tjald,“ sagði Wolf Biermann, ljóðskáld og lagasmiður, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli við komuna til Reykjavíkur í gær, en í kvöld heldur hann tónleika á vegum Listahátíðar í Háskólabíói. „Það er mitt hlutverk — hvar sem ég er búsettur — að gagnrýna og gera kröfur til betra þjóðfélags. Ég veit mætavel, að það eru mörg lönd í heiminum þar sem fólki líður langtum verr en í Vestur- Þýzkalandi, og raunar Austur- Þýzkalandi líka, — lönd sem fullkomin ástæða er til að gagn- rýna mjög harðlega. En fjarlæg ríki, þar sem ég hef takmarkaða þekkingu á aðstæðum og enga persónulega reynslu af því sem fram fer, koma mér langtum minna við. Mitt eigið umhverfi er minn vettvangur. Þegar ég bjó í þjóðfélag, frjálst þjóðfélag sem gætir hagsmuna og frelsis ein- staklingsins og heildarinnar í þágu einstaklingsins og heildar- innar. Vestur-Þjóðverjar eru alltaf að berjast við drekann í Austur- Evrópu í stað þess að berjast við drekann sem gín yfir þeim sjálf- um. Það sem ég vil er réttlátt þjóðfélag, frjálst þjóðfélag sem gætir hagsmuna og frelsis ein- staklingsins og heildarinnar í þágu einstaklingsins og heildar- innar. Ég vil virkt lýðræði, róttækt lýðræði. Það er þetta, sem ég yrki um og syng um.“ „Um hvað eru ljóðin þín?“ „Þau eru um ást og pólitík. Þau eru mjög persónubundin, — tengj- ast einkamálum mínum náið. Eg yrki um það sem hefur bein áhrif á mig. Eins og t.d. þegar ég er uppi í rúmi með ástinni minni, og við erum umkringd gaddavírnum all- an tímann ..." — A.R.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.