Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 24

Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 Kennarasambandið gerist aðili að alþjóðasamtökum: Innganga Islands fagnaðarefni fyrir samtökin — segir John H. Thompson framkvæmdastjóri Á STOFNÞINGI Kennarasam- Soroptimistaklúbbur Keflavikur gaf nýlega 70 birkiplöntur til Sjúkrahússins í bænum. Meðfyigjandi mynd var tekin er félagar i klúbbnum unnu að þvi að planta trjánum við sjúkrahúsið. Ljósm. Mbl. Heimir Stigsson. Leyfi veitt fyrir 15 refabúum Einu minkabúi og einu búi fyrir chinchillur Chinchilla er skyld kaninu. en hún er upprunnin i Perú og er grasæta. Hérlendis þarf hún einangruð hús og er talið að gömul, einangruð fjós eða önnur hús henti vel fyrir chinchillur. bands íslands, sem haldið var i byrjun þessa mánaðar var ákveð- ið að sambandið gerðist aðili að „World Confederation of Organ- izations of the Teaching Profess- ion“ en það eru alþjóðasamtök kennarasambanda. I þvi tilefni er staddur hérlendis fram- kvæmdastjóri alþjóðasamtak- anna, John H. Thompson. Stjórn Kennarasambandsins boðaði til fréttamannafundar með Thomp- son 8.1. miðvikudag og sagði Valgeir Gestsson formaður stjórnar, að Samband ísl. barna- kennara hefði áður verið meðlim- ur í WCTOP, en við samruna islenzku kennarasambandanna hefði þessi ákvörðun verið tekin. Einnig hefðu kennarasamtökin verið aðilar að NLS, sem eru samtök kennara á Norðurlönd- um, og þau þrýst á að ísland gerðist aðili. John H. Thompson sagði að aðildarlönd WCOTP væru nú 80 talsins og meðlimir alls 5 milljón- ir. „í löndum heims er menntun annað hvort svarið við öllum vandamálum eða ástæða þeirra og kennarar eru, ef svo má segja, lykillinn að menntunarleiðum," sagði hann. Tilgang samtakanna sagði Thompson í fyrsta lagi vera að gera kennurum kleift að fylgj- ast með kennslustarfi í öðrum löndum, í öðru lagi efling mennt- unar kennara og áhrif þeirra á stjórnun menntamála, þá alþjóð- leg samhjálp gegn hvers kyns kúgun og einnig og ekki sízt væri tilgangurinn að efla alþjóðlega samvinnu í kennslumálum, því öll byggjum við á sama hnettinum, þó aðstæður, menningararfleifð o.fl. væru ólík. Thompson gerði nokkra grein NÝI hjukrunarskólinn hefur ákveðið að gefa hjúkrunar- fræðingum kost á námskeiði í lífeðlisfræði á hausti kom- anda. Kenndar verða 6 kennslustundir í viku frá 16. sept. til 10. des., alls 78 tímar. Kennarar verða 6 frá Rann- sóknarstofu Háskóla íslands i lífeðlisfræði. Próf verður í desember fyrir þá sem vilja fá námskeiðið metið. Það er almennt viðurkennt að þekking í lífeðlisfræði veit- fyrir stöðu og vandamálum í kennslu og menntamálum í hinum ýmsu heimshlutum. Kom fram að helsta vandamál Evrópulanda er í dag slæm staða efnahagsmála og gífurlegur niðurskurður fjárveit- inga fylgdi í kjölfarið, sem þýddi m.a. fækkun kennara á sama tíma og nemendum fjölgaði og virtist þetta sameiginlega vandamál margra Evrópulanda fremur fara vaxandi. Thompson sagði WCOTP hafa unnið mikið starf við eflingu mannréttinda og kennarar hefðu ekki farið varhluta af mannrétt- indabrotum í þeim löndum sem þau væru tíðkuð. Eitt af megin- verkefnum samtakanna nú sagði hann vera að þjálfa kennara víðs vegar um heim til að taka að sér ýmis forystustörf. Hann sajgði í lok fundarins að innganga Islands væri fagnaðar- efni fyrir samtökin og íslenzkir kennarar ættu að geta látið gott af sér leiða, því ísland væri utan við stóru valdablokkirnar. Valgeir sagði að íslenzkir kennarar reikn- uðu nú ekki með að verða neinir stórir kallar í WCOTP, eins og hann orðaði það, en aftur á móti væri inngangan styrkur fyrir Norðurlöndin og væntu þeir góðs af samstarfinu. Það kom fram á fundinum, að kostnaður Kennarasambands ís- lands af aðildinni er um 600 þús. kr. á ársgrundvelli, ársvelta Kenn- arasambandsins er aftur á móti 150 millj. kr. John H. Thompson mun dvelja hér nokkra daga til kynningar á samtökunum og ætlar einnig að afla sér vitneskju um stöðu mála hér. ísland er 93. landið sem hann heimsækir á 21 árs starfsferli sínum hjá alþjóðasamtökunum. ir þann skilning á manninum, sem nauðsynlegur er fyrir hjúkrun og umönnun sjúkl- inga. Þeir sem í framtíðinni hyggja á nám í einhverri grein sérhjúkrunar fá þarna tæki- færi til að létta sér væntanlegt nám, þar sem prófið verður tekið gilt sem þáttur í sér- námi. Umsóknir berist skólastjóra fyrir júnílok. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur gefið leyfi fyrir 17 nýjum loðdýrabúum og eru 15 þeirra refabú, eitt minkabú og eitt bú fyrir chinchillur. Þá eru til at- hugunar umsóknir um innflutn- ing á angorakanínum eða ullar- kaninum, eins og þær eru stund- um nefndar en ákvarðanir um innflutning á þeim hafa ekki verið teknar enn. Hins vegar þótti ekki ráðlegt að veita leyfi fyrir ildum, vatnarottum og þvottabjörnum að sinni, þar sem þessi dýr eru ekki til í íslenskri náttúru, en geta ef til vill lifað villt við hérlendar aðstæður. Að sögn Pálma Jónssonar, land- búnaðarráðherra, er nú unnið að athugun á útvegun sérstaks láns- fjár til að mæta hluta af kostnaði þeirra leyfishafa, sem eru bændur. Gerð hefur verið áætlun um kostnað við framkvæmdir og líf- dýrakaup þeirra, sem leyfi fengu til loðdýraræktar nú og hljóðar hún samtals upp á 640 milljónir króna. „Ætlunin er að útvega bændum, sem þessi leyfi fá sér- staka lánafyrirgreiðslu og ástæð- an fyrir því að þessi sérstaka fyrirgreiðsla er bundin við bænd- ur er að það fjármagn, sem hér er um að ræða er komið frá bændum sjálfum. Jafnframt telja menn rétt að halda þessari búgrein hjá oændum til að auðvelda lausn á vandamálum þeirra. Vitanlega er ekki með þessu verið að loka fyrir að aðrir, sem leyfi fá, geti fengið fyrirgreiðslu hjá almennum lána- sjóðum eða stofnunum," sagði Pálmi. Pálmi sagði að allmargar um- sóknir hefðu ekki verið teknar til greina að þessu sinni. Þau leyfi, sem þegar hafa verið veitt eru, að sögn Pálma, háð samþykki við- komandi sveitarstjórnar og sýslu- nefndar. Einnig hefur yfirdýra- lækni verið falið að gera uppkast að reglum varðandi innflutning, eldi, sölu og flutninga á dýrunum innanlands. Auk landbúnaðarráð- herra fjölluðu um þessar leyfis- veitingar þeir Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsambands bænda, Haukur Jörundarson, skrifstofustjóri í landbúnaðar- ráðuneytinu, Páll Agnar Pálsson, yfirdýralæknir og Sigurjón Blá- feld, loðdýraræktarráðunautur Búnaðarfélagsins. Ekki var talið ráðlegt að leyfa stofnun refabúa fyrir minna en 20—30 refalæður en stærstu búin, sem leyfi var veitt fyrir eru fyrir 100 og 300 læður. Hjalta Gunn- þórssyni á Grenivik var veitt leyfi fyrir minkabú með 150 læðum. Myndin er af silfurref en það er næstmestræktaða refategundin i heiminum nú. Eitt leyfi var veitt fyrir chincill- um og var það veitt Guðbirni Einarssyni á Kárastöðum í Þing- vallasveit, en þetta leyfi er veitt í tilraunaskyni og er sennilegast að þar verði um að ræða 50 dýr. Leyfi til að setja upp refabú fengu eftirtaldir aðilar: Óskar Magnússon, Brekku í Skagafirði fyrir 25 læður, Leifur Þórarinsson, Keldulandi í Skagafirði fyrir 30 læður, Jón Eiríksson, Fagranesi í Skagafirði fyrir 25 læður, Úlfar Sveinsson, Syðri-Ingveldar- stöðum, Skagafirði fyrir 30 læður, Trausti Kristjánsson, Syðri-Hof- dölum i Skagafirði fyrir 20 læður, Steinþór Tryggvason, Kýrholti í Skagafirði fyrir 20 læður, Vé- steinn Vésteinsson, Hofstaðaseli í Skagafirði fyrir 20 læður, Pálmi Runólfsson og Sigurjón Pálmason, Hjarðarhaga í Skagafirði fyrir 20 læður, Ragnar Guðmundsson og ívar Ragnarsson á Brjánslæk á Barðaströnd fyrir 50 læður, Bjarni Hákonarson, Haga á Barðaströnd fyrir 50 læður, 10 bændur í Ketildala- og Suðurfjarðarhreppi fyrir 100 læður, Þorgils Gunn- laugsosn, Ölduhrygg í Svarfaðar- dal fyrir 30 læður, Skarphéðinn Pétursson á Dalvík fyrir 50 læður, Lúðvík Bjarnason á Hofsósi fyrir 50 læður og Tómas Stefánsson og Jón H. Magnússon í Garðabæ fyrir 300 læður en þeir Tómas qg Jón munu hafa í huga að reisa refabú í Krísuvík. Þessi mynd var tekin á fréttamannafundinum, John H. Thompson framkvæmdastjóri WCOTP t.h., Valgeir Gestsson formaður stjórnar Kennarasambands íslands t.v. Ljósm. Mbl. Kristinn Ólafsson. Lífeðlisfræðinámskeið í Nýja Hjúkrunarskólanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.