Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
29
UmHORP
UMSJÓN: JÓN ORMUR HALLDÓRSSON
Þann 27. júní 1930 komu
nokkrir ungir sjálfstæðismenn
saman á Þingvöllum og stofn-
uðu með sér samtök ungra
manna í Sjálfstæðisflokknum.
Samtök þessi hlutu nafnið
Samband ungra sjálfstæðis-
manna og hafa þau í hálfa öld
verið með öflugustu samtökum
ungs fólks á íslandi.
í tilefni af þessum tímamót-
um sneri Umhorfssíðan sér til
Sverris V. Bernhöft, annars
varaformanns SUS og innti
hann eftir því, hvernig ungir
sjálfstæðismenn hygðust
minnast þessara tímamóta.
Afmælishátíð
á Þingvöllum
„Við munum minnast þessa
merkisafmælis SUS með ýms-
um hætti. Fyrst má nefna, að
næst komandi laugardag, 14.
júní, munum við halda afmæl-
ishátíð á Þingvöllum en þar
var sambandið stofnað fyrir 50
árum. Hátíðin fer fram í Hótel
Valhöll og hefur mjög verið
vandað til undirbúnings, enda
væntum við þess að mikill
fjöldi fyrrverandi forustu-
manna sambandsins komi þar
og eigi kvöldstund með þeim
sem nú eru starfandi fyrir
unga sjálfstæðismenn. Tilhög-
unin verður í stuttu máli sú, að
tekið verður á móti gestum kl.
17.00 í Valhöll. Síðan verður
gengið að minnisvarðanum um
Bjarna Benediktsson og konu
hans, sem stendur þar rétt hjá.
Að lokinni stuttri athöfn þar,
Sverrir V. Bernhöft
Viðfangsefni
næstu mán-
aða mörkuð
Á sérstökum stjórnarfundi,
sem haldinri verður á laugar-
daginn, verður tekin endanleg
ákvörðun um viðfangsefni SUS
á næstu mánuðum. Ungir sjálf-
stæðismenn hafa sem aðrir
landsmenn miklar áhyggjur af
stöðugum og miklum land-
flótta íslendinga. Við álítum
þetta eitt alvarlegasta sjúk-
dómseinkenni íslensks þjóðfé-
lags og viljum gera úttekt á
þessu máli og reyna að gera
okkur grein fyrir því, hvað til
úrbóta er. Þetta mál tengist
flestum þáttum þjóð- og menn-
Samband ungra
Sjálfstæðismanna
verður móttaka á vegum
stjórnar SUS í Valhöll. Um kl.
19.00 verður svo kvöldverður
snæddur og ávörp flutt. Jón
Magnússon, formaður SUS og
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sem er
einn fyrrverandi formanna
sambandsins, munu þar flytja
ávörp. Þá má nefna, að allir
fyrrverandi formenn SUS, sem
eru 11 að tölu og allir þjóð-
þekktir menn, verða sæmdir
gullmerki SUS, en hönnun þess
og nýs merkis sambandsins er
nýlokið.
Ég vil taka það fram, að allir
sjálfstæðismenn eru velkomnir
til þessarar hátíðar. Rútuferð
verður skipulögð frá Valhöll,
húsi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík að Valhöll á Þing-
völlum. Farið verður úr
Reykjavík kl. 16.00 og stefnt að
50ára
— Afmælishátíð
á Þingvöllum
— Útgáfa
tveggja rita
því að fara frá Þingvöllum um
kl. 23.00. Það auðveldar okkur
mjög undirbúning, ef þátttöku-
tilkynningar berast í tíma, og
vil ég hvetja fólk til þess að
hafa samband við skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins sem allra
fyrst.
ingarmála og er mjög flókið og
viðamikið verkefni. Ef vel
tekst til verður þetta sjálfsagt
eitt viðamesta verkefni, sem
ungir sjálfstæðismenn hafa
glímt við á skipulegan hátt.
Höfuðáherslan verður senni-
lega lögð á atvinnumál en við
teljum einhæfni atvinnulífsins
hér og skort á tækifærum í
nútímalegum atvinnugreinum
eina helstu ástæðu þess, að
ungt fólk með góða menntun og
starfsvilja flykkist af landi
brott. Þá teljum við upplausn-
ina í íslenskum efnahagsmál-
um vega þungt og sömuleiðis
lítt spennandi menningar- og
frístundalíf. Þá má ekki
gleyma því, að stór hópur fólks
hér á suðvesturhorninu telur
hér tæpast vera eðlilegt lýð-
ræðisfyrirkomulag lengur
vegna grófrar mismununar á
atkvæðisrétti borgaranna. Ég
nefni þessi atriði hér til þess að
undirstrika, að þetta verkefni
okkar tengist flestum sviðum
þjóðlífsins. Við viljum reyna að
vinna skipulega að tillögugerð í
þessum málum með því að
nálgast vandamál þjóðarinnar
frá þessu sjónarhorni. Við
reynum þannig að líta á þetta
frá sjónarhorni þeirra, sem eru
búnir að fá nóg og hreinlega
yfirgefa landið.
Útgáfa
tveggja rita
I tilefni afmælisins höfum
við ákveðið að gefa út tvö rit.
Fyrst vil ég nefna útgáfu á
ritgerðum og ræðum Birgis
Kjaran. Við vonumst til þess
að fá fyrstu eintökin úr
prentsmiðju næstu daga en
auk almennrar prentunar gef-
um við út 100 tölusett eintök í
vönduðu bandi. Einhver eintök
munu óseld og vil ég hvetja þá
sem áhuga hafa til þess að
snúa sér strax til skrifstofu
SUS. Birgir hefur áratugum
saman verið talinn einn helsti
hugmyndafræðingur flokksins
og vöktu ritgerðir hans jafnan
mikla athygli. Við teljum að
þær séu enn í fullu gildi og hafi
mikilvægan boðskap okkur
sjálfstæðismönnum að flytja,
ekki síður nú en þegar þær
voru skrifaðar. Hannes Hólm-
steinn Gissurarson hefur haft
umsjón með þessari útgáfu og
vandað mjög til verksins. I
öðru lagi gefur SUS út afmæl-
isrit í tilefni 50 ára afmælisins.
í ritinu eru greinar eftir 12
menn, sem allir eru mjög ungir
að árum og hafa fæstir þeirra
skrifað mikið áður. Auk þess-
ara greina verða sögu SUS
gerð nokkur skil í ritinu. Um-
sjón með þessari útgáfu hafa
Björn Hermannsson og Jón
Ormur Halldórsson. Vonast er
til að þetta rit verði tilbúið til
dreifingar í kringum sjálft
afmælið, 27. júní.
Stofnþing Kennarasambands íslands:
Telur eðlilegt að ríkis-
stjómin sýni frumkvæði
STOFNÞING Kennarasam-
bands íslands, haldið i
Reykjavík 3.-5. júní s.l,
sendi frá sér ályktun um
kjaramál þar sem átalinn er
harðlega sá seinagangur sem
verið hefur á samningamál-
um opinberra starfsmanna,
eins og þar segir. Einnig
skorar þingið á ríkisvaldið að
ganga tafarlaust til samn-
inga.
Þá telur þingið eðlilegt að
ríkisstjórnin sýni frumkvæði
við að leysa þann hnút sem nú
er í kjara- og samningamálum
í landinu. Þá segir: „Þingið
leggur mikla áherslu á afnám
tveggja ára samningstímabils
opinberra starfsmanna og
kröfur B.S.R.B. um félagsleg
réttindi t.d. varðandi stytt
aldursmark til lífeyris, eftir-
laun verði miðuð við full laun,
atvinnuleysisbætur, endur-
menntun og endurhæfingu,
dagvistunarheimili, rétt for-
eldra vegna veikinda barna,
foreldraorlof, aukin trygg-
ingarétt o.fl.“ Þá lýsir þingið
yfir fullum stuðningi við
stjórn og samninganefnd
B.S.R.B. og telur tímabært að
unnið verði hiklaust og ákveð-
ið að undirbúningi verkfalls
opinberra starfsmanna ef ekki
verða gagnger straumhvörf í
gangi samningamála.
Þá segir í lok ályktunarinn-
ar að þingið álíti stofnun
verkfallsnefndar B.S.R.B. vera
rétta og eðlilega ákvörðun og
hvetur alla opinbera starfs-
menn til órofa samstöðu um
aðgerðir þær sem samtökin
kunna að telja óhjákvæmilegt
að grípa til.
MYNDAMOT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRETI • - SlMAR: 17152- 17355
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
húsnæöi
óskast
Herbergi óskast
Ungt og reglusamt par vantar
tllflnnanlega rúmgott herbergl
tll lelgu á stór-Reykjavíkursvæö-
Inu. Uppl. í s. 19154, eftlr kl.
16.30 og fyrir kl. 15.00 á morg-
un.
Til sölu Fíat 132
GLS 1600
Árg. 1978. Keyptur nýr í mars
1979. Ekinn aöeins 23.700 km.
(innanbæjarkeyrsla). Utur:
dökkblár. Sanyo hátalarar og
loftnet fylgir. Uppl. ( s. 85855 í
Fíat sýningarsal.
Ullarkápur til sölu
frekar ( frúarlínum, sumt mjög
ódýrt. Sklpti um fóöur í kápum.
Kápusaumastofan Díana,
Miötúni 78.
sími 18481.
Eignamiólun
Suöursesja
Keftavík — einbýlishús
Tll sölu glæsilegt einbýlishús á
besta staö (bænum. Uppl. ekki í
slma.
Hjá okkur er úrvaliö.
Eignamiölun Suöurnesja,
Hafnargötu 57,
Kaflavfk.
Gróöurmold til sölu
Helmkeyrö í lóöir. Uppl. í síma
44582 og 40199.
Electro Motion U.K.
(Export) limlted, 161 Barkby
Road, Leichester LE4 7 LX,
England, sími 766341 (5 Knur).
Telex: 341809 Elmotn G. Skeyti
Elmotion Leichester.
Þekktasta kjörverzlun veraldar á
vélasviöinu leyfir sér aö tllkynna
útgáfu nýrra birgöaskráa yflr
ágæt notuö verkfæri, vlnnsluvél-
ar, trésmíöavélar, virkjanavélar,
prentvélar fyrir plast, rafmagns-
vélar o.s.frv.
Rennibekklr frá Colchester,
Mitchell Edgwick, Harrlson, De-
an, Smith & Grace, lóöréttar,
láréttar og venjulegar mölunar
vélar, almennar slípivélar. Allar
stæröir af mótunarvélum. Heflar,
borvélar, prentvélar frá Heidel-
berg, Solna o.s.frv. Afhöggsvél-
ar, pressur, plastmötunarvelar,
dieselskiptibúnaöur, allskonar
trévinnsluvélar. Góöfúslega
skrifiö eftir Ijósmyndum og öllum
birgöaskrám okkar. Áhugaefni
okkar er aö veita þjónustu.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
____ ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
14.—17. júní, sögustaöir í Húna-
þingl. Gist í húsi.
Helgarferöir: 13,—15. júní.
1. Mýrdalur — Hafursey. Gist í
húsi.
2. Þórsmörk.
Allar nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
Feröafélag íslands.
Fíladelfía
Almenn vitnlsburöarsamkoma
kl. 20.30. Alllr velkomnlr.
Sálarrannsóknarfólg
íslands
Félagsfundur veröur í dag 12.
júnf kl. 20.30 aö Hallveigar-
stööum. Fundarefni: Klrllan
Ijósmyndun af orkutengslum Ifk-
amans. Hinn þekkti dularsál-
fræöingur Douglas Dean heldur
fyrlrlestur og sýnir lltskyggnur.
Hjálpræöisherinn
f kvöld kl. 20.30. Almenn sam-
koma. Ræöumaöur sr. Lárus
Halldórsson. Undirforingjar
stjórna. Alllr velkomnir.
Freeport klúbburinn
Fundur f Bústaöakirkju í kvöld
kl. 20.30.
Stjórnln.
Grensáskirkja
í kvöld veröur almenn samkoma
f safnaöarheimilinu kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Halldór S. Gröndal.
Almenn samkoma aö Hverfis-
götu 44 f kvöld kl. 20.30. Kvart-
ettsöngur, vitnisburöir, ræöu-
maöur Óli Ágústsson. Allir vel-
komnir.
Samhjálp.