Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Mann if
Umsjón
Ásdís Rafnar
Skaðabóta-
ábyrgð barna
Samkvæmt íslenzkum rétti bera menn ábyrgð á því tjóni, sem þeir
valda öðrum með ólögmætu og saknæmu atferli og ber að bæta það
tjón, sem telja má sennilega afleiðingu þess atferlis. Aðalreglan er sú
að börn eru skaðabótaskyld á sama hátt og fullorðnir. Ungur aldur
leysir ekki undan ábyrgð. Börn geta orðið skaðabótaskyld samkvæmt
sakarreglunni. Ekki er þó notaður sami mælikvarði við ákvörðun á
því, hvort barn eða fullorðinn hefur brotið af sér. Skaðabótaskylda
barna takmarkast við það, að taka ber tillit til aldurs barnsins og
miða við það, hvort barn á sama aldri hefði skilið, að ákveðin hegðun
væri hættuleg eða líkleg til að valda tjóni. Krafan um aðgæzlu er því
vægari því yngra sem barn er, og á fyrstu æviárum sínum geta börn
ekki orðið skaðabótaskyld samkvæmt sakarreglunni, þar sem þau
gera sér ekki grein fyrir afleiðingum gerða sinna.
Ábyrgð foreldra og annarra forsjármanna barna. Ef um er að
ræða eftirlitsskort af hálfu foreldra eða annarra forsjármanna
barna, þá er sú regla talin gilda hér að þeir geti orðið ábyrgir fyrir
því tjóni, sem börn þeirra valda og rekja má til þessa eftirlitsskorts.
Hér á landi er mjög algengt, að foreldrar kaupi heimilistryggingu, en
í henni er innifalin ábyrgðartrygging gegn tjóni, sem börn valda.
(Úr erindi Guðrnnar Erlend.sdottur. hrl. sem hún flutti á
rádstrfnu KvenréttindafélaKs íslands í vor. um jafna foreldra-
ábyrKd en það erindi var reifað i Mbl.. með öðrun erindum sem
flutt voru á ráðstefnunni á sínum tíma.)
Óvígó sambúð
Óvígð sambúð er e.t.v. ekki
frábrugðin sambúð hjóna að því
er varðar tilfinningatengsl, gagn-
kvæman trúnað og efnahagslega
samstöðu inn og út á við. En
heildarlög eins og lögin um rétt-
indi og skyldur hjóna og fjár-
skipti við skilnað, eru engin til
hvað varðar fólk í sambúð. Um
réttaráhrif sambúðar eru ein-
göngu örfá dreifð ákvæði í lög-
gjöfinni. Þau veigamestu eru án
efa ákvæði almannatrygginga-
laga, — fullnægi sambúðarfólk
skilyrðum laganna, á það sama
rétt og hjón til allra bóta al-
mannatrygginga. Skilyrðin eru
þau, að karlinn og konan hafi átt
barn saman, eða konan sé þunguð
af völdum sambýlismanns síns,
eða sambúðin hafi varað sam-
fleytt í a.m.k. tvö ár. Þá má nefna
ákvæði skattalaga, en að ákveðn-
um skilyrðum fullnægðum, er
sambúðarfólki heimilt að telja
fram til skatts á sameiginlegu
eyðublaði.
í óvígðri sambúð skapast engin
erfðatengsl milli sambúðarfólks
og því nýtur langlífari sambúðar-
aðilinn ekki erfðaréttar eftir hinn
skammlífari. Sambúðarfólki
stendur að sjálfsögðu sú leið opin
að gera gagnkvæma erfðaskrá,
en óheimilt er arfleiðanda að
ráðstafa meir en 'k eigna sinna
með erfðaskrá, þegar skylduerf-
ingjum er til að dreifa (börnum,
skilgetnum eða óskilgetnum). En
hafi gagnkvæm erfðaskrá verið
gerö og hinn látni ekki átt neina
skylduerfingja, ætti langlífari
sambúðaraðilinn að vera eins vel
Allt of útbreiddur misskilningur...
Oftar en einu sinni hefur eftirfarandi
spurningum verið beint til lögfræðinga: Er
það satt að borgaraleg hjónavígsla (vígslur
framkvæmdar af sýslumönnum og bæjarfóg-
etum, í Rvk. af yfirborgardómara og borgar-
dómurum) falli úr gildi eftir 3 eða 5 ár? Eða
þar sem konan mín (maðurinn minn) hefur
framið hjúskaparbrot þá hlýt ég að fá megin
hluta eignanna í minn hlut, — af sömu sökum
á hann (hún) e.t.v. að greiða meðlag með mér
í ákveðinn tíma eftir skilnaðinn?
Ofangreind tilvik eru alltof útbreiddur
misskilningur og raunar upplýsingaskortur
um eins mikilvæga stofnun og hjúskapur er.
Staðreyndin er sú að eftir íslenzkum lögum
skiptir sök engu máli í þessum tilvikum. Hvað
varðar eignaskiptingu við skilnað (hjóna-
skilnað) er eignum og skuldum skipt til
helminga, ef ekki er um kaupmála (séreign-
ir) að ræða. Meðlagsgreiðslur þ.e.a.s. greiðsl-
ur á lífeyri með maka, oftast konu, meðan á
skilnaði af borði og sæng stendur, fer eftir
efnahag fólks og öðrum aðstæðum hverju
sinni. Hvað varðar forræði yfir börnum, þá er
það hagur barnsins, sem fyrst og fremst
ræður ferðinni og velferð þess er látin sitja í
fyrirrúmi, en ekki það hvort annaðhvort
foreldra þess hefur gerst sekt um eitt eða
annað.
Eru það skólarnir sem bregðast, — sambúð
í hjónabandi, réttindi og skyldur hjóna,
fjárskipti við skilnað ef til slíks kemur,
foreldrafræðsla, — eru málefni fjölskyldna
ekki það mikilvæg að eðlilegt væri að tengja
þau námsefni skólanna?
settur og hefði hann verið í
hjúskap.
Börn foreldra í óvígðri sambúð
eru talin óskilgetin (tillögu um
breytingu þar á er að finna í
barnalagafrumvarpinu sem ligg-
ur fyrir Alþingi, ef ákveðnum
skilyrðum er fullnægt). En for-
eldravald óskilgetinna barna er
almennt í höndum móður einnar.
Um gagnkvæma framfærslu-
skyldu sambúðarfólks er ekki að
ræða.
Sambúðarslit
— fjárskipti
Oft stendur óvígð sambúð ár-
um saman, jafnvel áratugum og
þær eignir sem orðið hafa til á
sambúðartímanum fyrir sameig-
inlegt átak beggja aðila geta m.a.
verið fasteign sem reyndar oftast
er skráð eign annars aðilans. Við
athugun á dómum sem gengið
hafa um réttarágreining sambúð-
arfólks, snúast deilumálin nær
undantekningarlaust um fjár-
skipti þess við sambúðarslit. Við
skipti búa sambúðarfólks hefur
ekki verið talið unnt að beita
reglum um búskipti hjóna við
skilnað. Rétt eins og í hjúskap
fólks er það næsta almenn regla,
a.m.k. þegar börnin eru ung, að
karlinn í óvígðri sambúð aflar
teknanna til heimilisins og flest-
allar eignir eru skráðar á hans
nafn og við skiptin heldur hann
eignunum, en konan fær enga
hlutdeild í þeim. Það er ekki
ósjaldan, að kona í óvígðri sam-
búð, sem gætt hefur bús og barna
og ekki verið í tekjuöflunarað-
stöðu, en óbeint stuðlað að eigna-
mynduninni, hefur átt þann kost
einan við slit sambúðar að hverfa
slypp og snauð af heimilinu. Um
eignaskipti sambúðarfólks getur
farið eins og um bláókunnugt fólk
sé að ræða, og sá hlýtur eigninga
scm fært getur sðnnur á eigna-
rétt sinn.
Til að draga úr mesta misrétt-
inu, sem oft skapast við ofan-
greindar aðstæður hefur réttar-
framkvæmdin verið sú að dæma
konunni hæfilega þóknun fyrir
störf hennar í þágu heimilisins,
þ.e. laun sem nefnast ráðskonu-
laun. Tildæmd þóknun hefur yfir-
leitt verið hverfandi lítil miðað
við helmingaskipti eigna búsins.
Vinnusamningur er jú sjaldan
fyrir hendi. Verður eigi annað séð
en að byggt sé á þeirri forsendu
að litið sé á konuna sem hjú hjá
karlinum, húsbónda sínum, en
samkvæmt hjúalögum er hús-
bónda skylt að greiða hjúi sínu
laun, jafnvel þótt enginn vinnu-
samningur Iiggi fyrir á milli
þeirra. Ráðskonulaun í þjóðfélagi
óðaverðbólgu og enginn taxti er
til fyrir ráðskonur á heimilum.
Það skiptir því máli hver getur
fært sönnur fyrir eignarheimild
sinni að eign, — hver er skráður
eigandi fasteignar, bifreiðar og
svo mætti lengi telja.
Ráð til úrbóta?
Karl og kona, sem kjósa að
semja sig undan hjúskaparlög-
gjöfinni og taka óvígða sambúð,
ættu að vera betur á verði um
rétt sinn og stöðu. Skriflegt
samkomulag við upphaf sambúð-
ar t.d. um tiltekin fjárskipti,
komi til sambúðarslita, ætti ekki
fremur en t.d. kaupmálar milli
hjóna að skoðast sem vantrausts-
yfirlýsing, heldur öllu fremur
draga úr öryggisleysi og styrkja
hina óvígðu sambúð. Svala Thor-
lacius héraðsdómslögmaður
skrifaði í aprílmánuði grein í
dagblaðið Vísi um þetta efni og
bar fram fyrirspurn til alþing-
ismanna um hvort ekki væri
eðlilegt að huga að löggjöf hvað
fjárskipti sambúðarfólks varðar
við slit sambúðar. E.t.v. væri
eðlilegt að setja svokölluð frá-
víkjanleg lög um þetta efni, sem
munu gilda um fjárskiptin ef
enginn samningur eða samkomu-
lag liggur fyrir um það hvernig
haga eigi skiptum. Þannig mætti
vernda þann aðila sem annars
færi með skarðan hlut frá borði.
En auðvitað má deila um það
hversu langt löggjafinn á að
ganga í þessu efni, — hjóna-
bandið er lögvernduð stofnun í
okkar þjóðfélagi.
í óvígðri sambúð eru nú sam-
kvæmt opinberum skrám samtals
7.310 einstaklingar hér á landi.
Heimili þeirra eru 3655 og um
4000 börn eru á þessum heimil-
um. Sambúðaraðilar fjárfesta
saman í fasteignum — hversu
margir ætli séu báðir skrifaðir
eigendur fyrir eigninni? Mögu-
leiki er á því fyrir konur að þær
geti með margra ára málrekstri
fengið sér dæmdan hluta í eign-
um sem skráðar hafa verið á nafn
sambýlismanns hennar, — það er
ástæða til þess fyrir aðila í
óvígðri sambúð að ganga tryggi-
lega frá sínum málum. Þótt
sambúðin gangi vel í dag, veit
enginn hvað morgundagurinn
getur borið í skauti sér.
(Aft hluta hyxKt á ritgerð eftlr Sl*ný
Sen löxfræðinK «em fjallar um réttar-
Htððu karlH ok konu nem búa xaman I
óvlKðrl aambúð).