Morgunblaðið - 12.06.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980
33
Ágætur árangur
Jóns L. í New York
JÓN L. Árnason tók í
síðasta mánuði þátt í
tveimur alþjóðlegum
skákmótum í New York
borg. Frammistaða Jóns
var með miklum ágætum
á báðum mótunum, í því
fyrra, sem var mjög
sterkt náði hann öðru
sæti og í hinu síðara
sigraði hann.
Sigurvegari í fyrra
mótinu sem Jón tók þátt í
varð Lev Alburt, sovézk-
ur stórmeistari, sem flýði
land fyrir ári og er sezt-
ur að í New York og
teflir fyrir Bandaríkin. Á
meðan Alburt bjó austan-
tjalds náði hann aldrei að
skara fram úr, enda fékk
hann sárafá tækifæri til
þess að taka þátt í alþjóð-
legum mótum. Honum
hefur hins vegar vegnað
mjög vel að undanförnu.
hann varð t.d. í 3.-6.
sæti á hinu geysisterka
Lone Pine skákmóti og
nú sigraði hann með
miklum yfirburðum.
Röð keppenda varð annars
þessi: 1. Alburt. Bandaríkjunum
8V6 vinningur af 10 mögulegum.
2. Jón L. Árnason 6'Æ v. 3.
Dzindzindhashvili, ísrael 6 v.
4.-5. Kastner og Lein, báðir
Bandaríkjamenn 5'Æ v. 6. Zap-
ata, Kólumbíu 5 v. 7.-8. Banda-
ríkjamennirnir Valvo og Peters
4v. 9,—10. Coudari, Kanada og
Bcnjamin. Bandaríkjunum 3lÆ
v. 11. Federowicz, Bandar. 3 v.
Svo sem sjá má af þessari
upptalningu tókst Jóni að skjóta
tveimur stórmeisturum aftur
fyrir sig, þeim Dzindzindha-
shvili, sem varð efstur í Lone
Pine um daginn, og Lein. Við
meiru var búist af þeim Peters
og Federowicz, sem eru taldir
helstu stórmeistaraefnin í
Bandaríkjunum, en hinn síðar-
nefndi gekk ekki heill til skógar
að þessu sinni og Peters gekk
heldur ekki mjög vel í Lone Pine.
Undrabarnið Joel Benjamin olli
vonbrigðum og stigatala hans,
sem er á bandarískan mæli-
kvarða 2500, kemur til með að
lækka. Sigurvegarinn á mótinu,
Alburt, er nú orðinn stigahæstur
Bandaríkjamanna, og kemur
áreiðanlega til mað að ryðja
einhverjum rótgrónum stór-
meistara út úr bandarísku sveit-
inni á Ólympíumótinu í haust.
Kastner kom mjög á óvart á
mótinu og náði árangri alþjóð-
legs meistara, en var heppinn í
skák sinni við Jón.
En Jón lét ekki staðar numið
við þennan ágæta árangur og hóf
þegar þátttöku í öðru alþjóðlegu
móti í New York. Þar tóku að
vísu engir stórmeistarar þátt, en
af 15 keppendum voru þrír
alþjóðlegir meistarar, auk þess
sem tveir keppenda náðu seinni
hluta titils síns á mótinu. Flestir
Jón L. Árnason
bandarísku keppendanna voru
þó atvinnumenn, enda ótrúlega
margir sem hafa lífsviðurværi
sitt af þátttöku í skákmótum þar
í landi.
Jón gerði sér síðan lítið fyrir
og sigraði á múótinu. Hann hefur
teflt geysimikið það sem af er
árinu, þetta var fimmta mót
hans og hefur hann tekið stöðug-
um framförum. Röð keppend-
anna varð þessi: 1. Jón L.
Árnason 10 'k v. af 13 möguleg-
um. 2. Zlotnikov 10 v. 3.-4.
Zuckerman og Kudrin 9v. 5.
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Pritchett, Skotlandi 7‘k v. 6.
Taylor 7v. 7.-8. Blumenfeld og
Duarte, Brasilíu 6‘/i v. 9. Weera-
mantry, Sri Lanka 6 v. 10.—11.
Blocker og Bonin 5. v. 12. Reena
4 v. 13. Pavlovich, Júgóslavíu 3
v. 14. Braun 2v. 15. Shipman 1 ‘k
v., en hann hætti eftir þrjár
umferðir og hafði áður tapað
fyrir Jóni. Shipman strikaðist
því út og þar með missti Jón
vinning.
Mikil gróska er nú í skáklífinif
á austurströnd Bandaríkjanna.
Alþjóðlegum mótum fer þar
stöðugt fjölgandi og fjöldi titil-
hafa eykst að sama skapi, þ.e.
alþjóðlegra meistara. Á hverju
sumri er haldið í Philadelphia
World Open skákmótið svo-
nefnda, þar sem 500 skákmenn
tefla um há verðlaun. Af íslensk-
um þátttakendum í ár, er mótið
fer fram í júlí, verða líklega
fjórir alþjóðlegir meistarar, þeir
Haukur Angantýsson, Helgi
Ólafsson, Jón L. Árnason og
Margeir Pétursson. Auk þess
munu þeir Jóhann Hjartarson,
íslandsmeistari, Ásgeir Þ. Árna-
son, Sævar Bjarnason og Jör-
undur Þórðarson væntanlega
verða meðal þátttakenda.
Ekki skorti skemmtileg
augnablik í skákum Jóns L.
Árnasonar á mótunum í New
York. í skákinni við Valvo á
fyrra mótinu í síðustu umferð
hafði hann lengst af ágæta
stöðu, en síðan seig á ógæfuhlið-
ina, og er hér var komið sögu lék
Valvo leik sem hefði átt að gera
út um skákina:
Svart: Valvo (Bandarikjunum)
Hvítt: Jón L. Árnason
Síðasti leikur Jóns var 38. Hd5
— d2?, sem eins og við sjáum af
framhaldinu kostar mann: 38. —
Dcl+, 39. Bfl - Hel, 40. Kg2 -
Hxfl, 41. De2 - Hel, 42. Dd3
- Re3+, 43. Kh3 - Rc4?
(Hvítur ætlar sér að fara að
engu óðslega, en nú fær hvítur
gagnfæri. 43. — h5! eða 43. —
Rxg4!? Hefðu báðir tryggt svarti
auðunnið tafl. Jón sagðist hefði
verið löngu búinn að gefast upp,
ef ekki kæmi til ósigur hans
gegn Byrne á Reykjavíkurskák-
mótinu þar sem hann gafst upp í
jafnteflisstöðu.)
44. Dd4+ - Kh6?, 45. Kh4!
(Skyndilega hótar hvítur máti.)
- He5?
(Síðasti afleikurinn. 45. — Re5
hefði nægt til jafnteflis. T.d. 46.
g5+ — Kg7, 47. fxe5 — He4+, 48.
Dxe4 — Dxd2, eða 46. fxe5 —
He4.)
46. g5+ - Kg7, 47. He2!
(Skemmtilegur millileikur sem
gerir út um taflið.)
— h6, 48. gxh6+ — Kxh6, 49.
fxe5 - Dg5+, 50. Kh3 - Df5,
51. Kg3 - De6, 52. He4 - Rb6,
53. Dd6 - Rd7, 54. Dxe6 -
fxe6, 55. Ha4 og hvítur vann.
Zapata hélt sig vera að vinna
lið af Jóni í miðtafli, en sást yfir
banvæna milliskák:
Svart: Zapata
Hvítt: Jón L. Árnason
19. - e5,
(Kólumbíumaðurinn hafði að-
eins séð framhaldið, 20. Dg3 —
Bh4 og hvíta drottningin er
fönguð. En honum brá í brún
eftir svar hvíts:)
20. Bc4+ - Kh8,
(Eða 20. - Kg7, 21. Dg3 - Bh4,
22. Hf7+)
21. Dg3 - Bg7,
(Nú strandaði 21. — Bh4 á 22.
Hxf8+)
22. Bg5 - Dd7, 23. h3
(23. Hf7 strax vann reyndar
einnig, en svartur getur ekki
bætt stöðu sína.)
— Bb7, 24. Hf7 og svartur gafst
upp.
Einstökum íþróttamönnum sem
vilja til Moskvu gert erfitt fyrir
Lausanne,
10. júní. AP.
ÍÞRÓTTAMÖNNUM frá
þjóðum, sem hafa hætt við
þátttöku í ólympíuleikunum
í Moskvu, var í dag gert
nánast ómögulegt að taka
þátt í leikunum. Alþjóða
ólympíunefndin samþykkti
að íþróttamenn frá þessum
þjóðum verði að fá sérstakt
leyfi formanna ólympíu-
nefnda viðkomandi landa.
Þannig verða t.a.m. banda-
rískir íþróttamenn, sem
hafa lýst vilja til að fara til
Moskvu, að fá Robert Kane,
formann bandarisku ólymp-
iunefndarinnar, til að skrifa
undir þátttökuskjal sitt.
„Við verðum að standa
með ólympiunefndum þjóð-
landa.“ sagði Killanin lá-
varður, formaður Alþjóða
ólympiunefndarinnar þegar
hann tilkynnti ákvörðun
nefndarinnar.
Kassettur
beztu kaup landsins
1 spóta 5 spótur
60 mínútur kr. 900 kr. 4000
90 mínútur kr. 1100, kr. 5000
Heildsölu
birgðir
Guölaugur og Kristín veröa á fundi í
Bæjarbíói
Hafnarfirði
í kvöld fimmtudag kl. 20.30.
Fundarstjóri:
Hrafnkell Ásgeirsson
Ávörp:
Guöjón Tómasson
Guöríöur Elíasdóttir
Gunnar Hólmsteinsson :n: !
Hallgrímur Pétursson
Lilja Guöjónsdóttir
Siguröur Blöndal
Þórdís Mósesdóttir
Þóröur Sverrisson
Systkynin
Sigurbjört Þóröardóttir og Helgi Þórö-
arsson syngja viö undirleik Láru Rafns-
dóttur.
Allir velkomnir.
Studningsmenn.