Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiöslunni.er 83033 Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 2WetflunbU»í>ií> FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 Umhverfi ’80 var með skemmtun í portinu við Breiðfirðingabúð í gær og m.a. komu leikarar úr Alþýðuleikhúsinu þar fram og skemmtu áheyrendum sem voru margir í góða veðrinu. Ljównynd mw.ói.k.m. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ um tilboðið til BSRB: í vísitölutillögunni er mjög alvarlegt eiturefni VSÍ hefur þegar skýrt við- semjendum sínum frá, að slíkar tillögur komi ekki til greina Viðræður við Kuwait um olíukaup Stjórnmálasamband við Saudi- Arabíu á næsta leiti? VIÐRÆÐUR fóru fram í síð- ustu viku við ríkisolíufélag Kuwait um hugsanleg hrá- olíukaup íslendinga þaðan. Það voru Þórhallur Ás- geirsson ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og Sig- urður Bjarnason sendiherra í London sem ræddu s.l. föstu- dag við einn af forstjórum Kuwait Oil Company og fóru viðræðurnar fram í London, þar sem olíufélagið hefur söluskrifstofu. Tómas Árnason viðskipta- ráðherra tjáði Mbl. í gær- kvöldi að þetta hefðu verið könnunarviðræður, sem fram hefðu farið vegna ábendinga frá Dönum. Uann sagði að ekkert væri ákveðið um frek- ari viðræður, enda ólíklegt að um viðskipti yrði að ræða milli ríkjanna, sem yrðu íslending- um nógu hagstæð. Viðskiptaráðherra sagði að- spurður að unnið væri að því í gegnum sendiráðið í Stokk- hólmi að koma á stjórnmála- sambandi íslands og Saudi- Arabíu. Væri svars að vænta frá Saudi-Arabíu á næstu dög- um og kvaðst ráðherrann vona að hægt yrði að skiptast á sendiherrum fljótlega. Yrði þá hægt að hefja viðræður við Saudi-Arabíu um hugsanleg hráolíukaup. Tekinn með hass í Malmö ÍSLENDINGUR var fyrir skömmu handtekinn í Malmö í Svíþjóð með 100 grömm af hassi. Hefur sænska lögreglan mál hans til athugunar. HUGSANLEGT er að ekki verði keyptar nema 80 þúsund lestir af gasolíu af brezka ríkisoiíufélaginu BNOC á þessu ári í stað 100 þúsund lesta, sem samið hafði verið um, að þvi er Tómas Árnason viðskiptaráðherra tjáði Mbl. í gærkvöldi, en ráðherrann situr nú ráðherrafund EFTA í Stokkhólmi. Á þriðjudaginn lauk í London fundi íslenzkrar viðræðunefnd- ar undir forystu viðskiptaráð- „í visitölutillögu ríkisstjórnar- innar er mjög alvarlegt eitur- efni.“ sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, er Morg- unblaðið spurði hann í gær álits á tilboði Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra til BSRB. ..Ilún gerir ráð fyrir að launahlutfoll raskist með verðbólgunni og það er alveg ljóst. að það er ekki hægt að semja um samræmdan launa- stiga með visitölukerfi af þessu tagi. Þessi tillaga rikisstjórnar- innar gæti þvi haft mjög alvarleg herra og fulltrúa BNOC. Á þessum fundi átti að ákveða verð á gasolíunni frá BNOC en ákveðið var að fresta því þar til í júlí og verður þá þingað um verðið hér í Reykjavík. Tómas Árnason sagði að upphaflega hafi verið ráð fyrir því gert að fyrsti farmurinn frá Bretlandi kæmi í júlí en nú væri ljóst að fyrsti farmurinn kæmi líklega ekki fyrr en í septemberbyrjun. Þessi seinkun ylli því að bið yrði á verðákvörðuninni, en um það áhrif á þá samningsgerð, sem við stöndum nú í.“ „Það hefur verið lagður grund- völlur að viðræðum með tillögum okkar um kjarnasamning," sagði Þorsteinn, „og það er forsenda þess, að unnt sé að gera slíka kerfisbreytingu, að verðbætur var samið í rammasamningi að ákveða verðið á þriggja mánaða fresti. Tómas Árnason sagði að lok- um, að gasolíunotkun hér inn- anlands hefði orðið minni fyrri hluta ársins en reiknað var með og væri það ástæðan fyrir því að líklega verður minna keypt af olíu af Bretum en ráð var fyrir gert. Helstu ástæður fyrir minni notkun gasolíu eru milt veður og aukinn olíusparnaður á ýmsum sviðum. greiðist hlutfallslega á öll laun. Það er því alveg óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli leggja fram tillögu af þessu tagi, því að hún getur haft mjög alvarleg áhrif á samninga okkar." Morgunblaðið benti á að þessi tillaga ríkisstjórnarinnar væri í meginatriðum samhljóða kröfu ASI og VMSÍ. Þorsteinn sagði: „Við höfum gert viðsemjendum okkar grein fyrir því að tillögur af þessu tagi komi ekki til greina og það er fullur skilningur á því á meðal margra viðsemjenda okkar. Það hefur þegar komið fram. Að öðru leyti er ekki mikið um þetta samningstilboð ríkisstjórn- arinnar að segja, annað en það, að það gefur fyllilega til kynna, að ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að standa þannig að kjarasamn- ingunum, að þeir megi hafa raun- veruleg áhrif til lækkunar verð- bólgu. Væri krónutöluhækkunin, sem boðin er gegnumfærð á það sem algengt er á hinum almenna vinnumarkaði, myndi það breyta hlutfallstölunum. Það er því ekki hægt að líta á þetta tilboð öðru vísi en fráhvarf ríkisstjórnarinnar frá fyrri stefnu sinni um að ekki sé svigrúm til almennra grunn- kaupshækkana," sagði Þorsteinn Pálsson. Á miðsíðu blaðsins í dag er rætt við nokkra forystumenn félaga innan BSRB og lýst þeim almennt mjög illa á tilboð fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds. — Sjá mið- siðu. BSRB mun svara tilboð- inu í dag SAMNINGANEFND Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mun væntanlega á sáttafundi hjá sátta- semjara ríkisins, sem hefst klukk- an 13,30 í dag, svara tilboði Ragn- ars Arnalds, fjármálaráðherra efn- islega. að því er Kristján Thorlaci- us, formaður BSRB skýrði Morgun- blaðinu frá í gær. Nýtt tilboð BSRB var til umræðu í undirnefndum í gær og mun samninganefndin væntanlega samþykkja það form- lega í upphafi sáttafundar í dag og það verða lagt fyrir samninganefnd ríkisins. Kristján Thorlacius kvað samn- inganefnd BSRB staðráðna í að draga ekki að svara. Sáttafundurinn í gær fór í að fulltrúar BSRB óskuðu skýringa á hinum ýmsu atriðum tilboðs fjármálaráðherra og fengu svör um hæl. Á miðsíðu Morgun- blaðsins í dag er rætt við nokkra forystumenn félaga innan BSRB og kemur þar fram, að menn vænta þess, að á næstu dögum muni samningamál opinberra starfs- manna skýrast og fram koma, hvort raunverulegur vilji sé til samninga- gerðar af ríkisins hálfu. Olíukaupin frá BNOC: Verða 80 þúsund lestir keyptar í stað 100?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.