Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 22.06.1980, Síða 1
Sunnudagur 22. júní Bls. 33—64 í SKÁLHOLTI hefur Þjóðkirkjan staðið fyrir miklu uppbyKKÍnKarstarfi síðustu árin og er þar nú auk kirkjunnar Skálholtsskóli, lýðháskólinn, sumarbúðir hafa verið reknar í allmörK ár ok auk þessa stundaður myndarbúskapur. Allt fram undir lok átjándu aldar var Skálholt helzta menninjíar- og fra'ðasetur íslands og kirkjumiðstöð, en þar kom. að öll kirkjuleg starfsemi þar leið undir lok. Ekki var hafið þar uppbys>íin>far- starf að nýju fyrr en á sjötta áratug þessarar aldar. Til að fræðast nokkuð um starfsemi og uppbyggingu kirkj- unnar í Skálholti síðustu árin ræddi Mbl. við hr. Sigurbjörn Einarsson biskup og Sveinbjörn Finnsson, sem verið hefur ráðs- maður staðarins og höfðu þeir m.a. þetta að segja: — Skálholtsfélagið var stofnað veturinn 1948 til 1949 og var fyrsta Skálholtshátíðin haldin ár- ið 1949, en tilgangur félagsins var að vinna að endurreisn Skálholts og koma þar af stað kirkjulegu starfi og skólastarfi. Árið 1954 var að frumkvæði félagsins gerð ítar- leg fornleifarannsókn. Henni stýrði þáverandi þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn. Lagði ríkis- valdið fram talsverða fjármuni til þessa verks og tók síðar að veita allríflegt fjármagn til byggingar kirkju og íbúðarhúss. En forn- leifarannsóknirnar, sem voru mjög umfangsmiklar, sviptu hul- unni af fortíð staðarins, og kom t.d. í ljós hve dómkirkjan hafði verið mikið hús og var greinilegt af útlínum grunns kirkjunnar, að reisn og vegsemd Skálholts hafði verið mikil fyrr á öldum. Hvenær lauk síðan kirkjubygg- ingunni? Skálholt eign kirkjunnar — Henni var lokið sumarið 1963 og kirkjan vígð hinn 21. júlí það ár. Með lögum frá 1963 er Þjóðkirkjunni afhentur staðurinn með tilheyrandi mannvirkjum og árlegu framlagi, sem þá nam einni milljón króna. Þá taldist kirkjan fullbyggð, íbúðarhús var hálf- byggt og íbúðar- og útihús bónd- ans fullgert. Kirkjuráð fer með yfirráð staðarins fyrir hönd Þjóð- kirkjunnar og var fyrsta verk þess að láta ljúka smíði íbúðarhússins, snyrta umhverfið og síðan voru reistar sumarbúðir. I framhaldi af því var svo hafist handa um að reisa lýðháskóla. Hófst bygging hans árið 1971 og það ár var einnig lögð hitaveita um staðinn, en Seðlabankinn gaf á því ári eina milljón króna til þeirra fram- kvæmda. Var Þorlákshver, sem er í Skálholtstungu, virkjaður og hitaveitan lögð í öll hús á staðnum og lauk því verki á rúmu hálfu ári, í desember 1971. Komst við það skriður á smíði skólahússins. Átti kirkjan 10 milljón króna söfnun- arfé frá vinum Skálholtsstaðar á Norðurlöndunum, en þeir fylgdust með framgangi mála og söfnuðu fé. Fyrir þessar 10 milljónir var ráðgert að tækist að gera skóla- húsið fokhelt, sem talið var 50% byggingarkostnaðar. Þessi tala átti þó eftir að hækka mikið og þegar skólinn var tekinn í notkun höfðu verið lagðar í bygginguna kringum 50 milljónir króna. Þá var og byggður nýr prestsbústaður og fyrra íbúðarhús tekið undir íbúð rektors og kennara Skál- holtsskóla, en fram til 1963 hafði sóknarpresturinn í Skálholti setið á Torfastöðum. Þá voru þeir spurðir hvernig gengið hefði áframhaldandi upp- bygging staðarins: Skálholtskirkja þéttsetin og sitja kirkju>?estir á gólfinu krin)?um altarið. Biskup er í ræðustól, en myndin er tekin er þátttakendur í norrænu kristilesu stúdenta- móti heimsóttu Skálholt sumarið 1975. Milljónin ekki verðbætt — Þessi árlega milljón, sem Skálholti var skömmtuð í upphafi, hefur ekki verið verðbætt sem neinu nemur og fjárframlög til staðarins eru allsendis ófullnægj- andi með tilliti til eðlilegs við- halds mannvirkja og áframhaldi uppbyggingar. Milljónin stóð í stað fyrstu árin og erum við nú í fullkomnum vandræðum og rekum staðinn með halla frá ári til árs, og það gefur auga leið hvar þetta endar. Svo þaulrædd sem verð- bólgan er, fáum við ekki séð, að fjárveitingavaldið vilji viðurkenna hana. Árin 1964 til 1969 var framlagið frá ríkinu ein milljón á ári, næstu 5 ár var framlagið 1,2 m.kr., árin 1975 og 1976 2 milljónir, 1977 3 milljónir, 1978 3,8 milljónir og árin 1979 og 1980 sama upphæð, 5,4 milljónir hvort ár. Sífelldur halli — Af þessum tölum sést hvern- ig búið hefur verið að staðnum varðandi fjárveitingar, en það sem skiptir máli er, að miðað við árið 1963 ætti framlagið á þessu ári að vera kringum 52 milljónir, sé það í nokkru samræmi við verðgildi peninganna. I lögunum frá 1963 segir í annarri grein, að ríkissjóð- ur leggi fram eina milljón tii áframhaldandi reksturs og upp- byggingar mannvirkja, en þetta ákvæði hefur í raun verið afmáð af embættismönnum. Utgjöldin eru 12 milljónir og má nefna að rekstrarútgjöld eru 4 milljónir, rekstur kirkjunnar kostar 4 millj- ónir og eru þar innifalin laun organista, kirkjuvarðar og þannig mætti áfram telja. Fyrst í stað var vandræðalaust að láta enda ná saman miðað við eðlilegan rekstur og uppb.vggingu og hefur skólinn nú þokast inn á fjárlög, með lögum er samþykkt voru árið 1977. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.