Morgunblaðið - 22.06.1980, Side 4

Morgunblaðið - 22.06.1980, Side 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 Hausttískan dagsins HAUSTTISKAN er að koma fram hjá stóru tískuhúsunum í París. Mbl. hefur fengið nokkrar myndir af tískusýn- ingu Nínu Ricci, sem gefa hugmynd um hausttískuna. Hálfsíðar kápur eru komn- ar aftur. Þessi, sem hér sést, er úr rauðu tweedefni með pífum á pilsi og kápu, sem eru í sömu litum. Blússan undir úr köflóttu silki í samræmi við dragtina, og við er borinn bleikur fílthattur og rauðir sokkar. — Rússkinnskóna gerði Walter Steiger í litum og stíl við dragtina. Slár eru líka í tísku. Þetta er úr bláröndóttu tweedefni. Bæði slá og pils er spíserað og í sama lit. En bómullarblússa í svipaðri litasamsetningu notuð með. Með þessu er borinn dökkblár hattur úr ullarefni, og ullarsokkar og rúskinnsskór. Fyrir síðdegisboðin er hér tveim kokteilkjólar. Annar úr svörtu, röndóttu plíseruðu þunnu silki. Hinn úr gráu taftefni. Og loks er hér frá Ninu Ricci síður kvöldkjóll úr rauðu tafti og blúndu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.