Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI 1980
39
Föstudag nokkurn ... stilltu þeir upp 1000
karlmönnum og skutu þá, en eiginkonur þeirra og
börn horfðu á úr nálægri mosku
(SJÁ: Afganistan)
REYNSLUSAGA
Réttlætið — á
nímenska vísu
Smávaxni, einkennisklæddi ör-
yggislögregluforinginn mundaði
talstöðvartækið sitt eins og barefli
og virtist ætla að færa það í
hausinn á mér — en sá sig um
hönd á síðustu stundu.
Þetta var á öðrum degi varð-
haldsins á Búkarest-flugvelli þar
sem ég var geymdur meðan beðið
var eftir fyrstu flugferð til
Belgrad. Þegar ég kom til Rúm-
eníu daginn áður var mér sagt, að
ég væri „persona non grata",
óæskilegur, með öðrum orðum og
yrði að yfirgefa landið tafarlaust.
Ég neitaði að kaupa annan far-
miða til einhvers lands sem ég
ætti ekkert erindi til og krafðist
þess að fá að nota farmiðann aftur
til Belgrad.
Það virtist fara ákaflega í taug-
arnar á foringjanum þegar ég
mótmælti varðhaldinu og krafðist
þess, að sendiráði lands míns yrði
sagt frá þvi. Hann sló til mín í
bræði og hrópaði að mér ókvæðis-
orðum fyrir að hafa sparkað í
klefadyrnar til að vekja athygli
varðmannanna á því, að ég þyrfti
að fara á klósettið. Hann gaf mér
til kynna að hann ætlaði að
handjárna mig og ruddist síðan út
úr klefanum með vopnaðan vörð á
hælum sér. Klefanum var nú aftur
lokað, en handjárnin sá ég aldrei.
Þegar ég mótmælti fangelsun-
inni daginn áður, hafði sami
lögregluforinginn gert sig líklegan
til að slá mig nokkrum sinnum —
án þess að láta af því verða — en
nú var ég farinn að óttast, að ég
slyppi e.t.v. ekki frá Rúmeníu heill
á húfi. Strax og klefadyrunum
hafði verið lokað, tók ég til við að
eyðileggja allt sem gæti komið
mér illa ef á mér væri leitað.
Klefinn var teppalagður, en
mjög skítugur. Uppi undir lofti
var gluggi með rimlum fyrir og á
næturnar svaf ég í tvíbreiðu rúmi
og hafði yfir mér ábreiðu, sem var
grómtekin af skít. Mat mátti
panta hjá varðmanninum, sem
kallaði þá á þjón frá veitingahús-
inu á flugvellinum, þ.e.a.s. svo
lengi sem ég.gat greitt fyrir hann.
Þá þrjá daga, sem ég var hafður í
gæslu á flugvellinum, var mér
aldrei gefin nein ástæða fyrir því,
að ég fékk ekki að koma inn í
landið, en ég þurfti hins vegar
ekki að fara í neinar grafgötur
með það hver hún væri. A síðasta
ári skrifaði ég fyrir The Observer
greinaflokk um ofsóknir rúm-
ensku öryggislögreglunnar á
hendur félögum í frjálsa verka-
lýðsfélaginu og í mannréttinda-
hreyfingunni og um svo mikla
óánægju meðal menntamanna að
jaðraði við hreina uppreisn.
Þó að það tæki vissulega á
taugarnar að vera lokaður inni í
klefanum þessa þrjá daga, urðu
ýmis atvik mér til ánægju og
ókvæðisorðum og hurða-
skellum fylgdu hótanir um
járn.
uppöfvunar. Einu sinni hvíslaði
vopnaður lögreglumaður að mér
og baðst afsökunar á því sem gerst
hafði, og í annan tíma sagði
Rúmeni nokkur við mig þegar
hann gekk framhjá mér: „Ég stend
með þér, en ég get bara ekkert
fyrir þig gert.“ Slík ummæli eru
e.t.v. nokkur vísbending um vax-
andi óánægju landsmanna.
Ceausescu forseti virðist alls-
endis ófær um að ræða hreinskiln-
islega við þegna sína um mann-
réttindamál og draga úr ófrelsinu,
sem einkennir rúmenskt þjóðlíf,
og í því ljósi er brottvísun mín úr
landi dálítið kaldhæðnisleg.
Eftir að ég hafði rökrætt við
Ceausescu forseta um mannrétt-
indamál og feril hans í þeim
efnum fyrir þremur árum, þá bauð
hann aftur til Rúmeníu til að
leiðrétta það sem hann kallaði
vestrænan undirróður gegn Rúm-
enum. Hann hæddist að þeirri
staðhæfingu, að einhver lög bönn-
uðu Rúmenum að ræða við mig og
fullvissaði mig um að mér væri
heimilt að tala við hvern sem
væri.
- PETER RISTIC
SPJÖLL
Tekst Kínverjum
að koma Múmum
fyrir kattarnef?
Nú er svo komið fyrir Kínverska
múrnum, að bændur, sem búa
nærri honum, hafa rifið hann
niður á stórum köflum og notað
steinana sem byggingarefni þrátt
fyrir bann stjórnvalda í Peking.
Margir Kínverjar, sem eru mjög
í mars á síðasta ári, i upprcisn í
Herat, nálægt írönsku landamærun-
um, drápu borgarbúar mörg hundr-
uð stuðningsmenn stjórnarinnar i
Kabúl. Rússar voru kvaldir til
dauða, limlestir og hengdir upp i
verzlunum slátrara. sumir voru
flegnir lifandi. augun stungin úr
þeim, og nokkrir voru grafnir
lifandi.
Rússar svöruðu i sömu mynt í
næsta mánuði. Föstudag nokkurn. á
hvildardegi múhameðstrúarmanna,
stilltu þeir upp 1000 karlmönnum í
bænum Kerala og skutu þá, en
eiginkonur þeirra og börn horfðu á
úr nálægri mosku.
Sagt er að það sé ekki óalgengt að
rússncskir hermenn fremji sjálfs-
morð fremur en láta skæruliða ná
sér. Eiginkonur og börn Rússa i
Kabúl og öðrum stórum borgum.
ásamt öllu starfsliði, sem er hægt að
komast af án. hafa verið flutt á
brott. Sendiráð annarra rikja og
erlendar stofnanir hafa einnig
fækkað starfsfólki sínu, en oft er
villst á evrópskum starfsmönnum
þeirra og Rússum.
Brezkur kennari, sem uppreisn-
armenn tóku höndum i siðasta
mánuði. staðfesti fréttir þess efnis,
að skæruliðar tækju umsvifalaust af
hreyknir af þessum menningar-
arfi sínum, ímynda sér, að múrinn
megi sjá alla leið frá tunglinu og á
skyndifundi, sem skotið var á í
borgarstjórn Peking-borgar, var
beðið um, að „stöðvuð yrðu þau
viðurstyggilegu skemmdarverk,
lífi þá, sem grunaðir væru um
stuðning við stjórnina i Kabúl.
Jeremy Norman, sem er þrítugur að
aldri. sagði að nokkrum sinnum
hefði átt að drepa hann. þegar menn
töldu hann Rússa.
Alþjóðasamtök Rauða krossins
hafa reynt að fá báða aðila til að
hlita Genfarsáttmálanum. þau hafa
einnig rætt við Pakistani um að
leyft verði að flytja striðsfanga yfir
landamærin, en Pakistanir. sem
þegar hafa í landinu 800.000 af-
ganska flóttamenn, vilja ekki flækj-
ast meira i málið.
Skæruliðar telja hugmyndir um
að hafa striðsfanga i haldi. til að
síðar verði ef til vill hægt að
skiptast á föngum. út í hött. „Við
höfum alls ekki ráð á að hýsa og
fæða rússneska fanga til einskis,“
sagði einn þeirra.
Raunar eru margar vel staðfestar
sögur um að pólitiskir fangar séu
hafðir i haldi. og pyntaðir, i fangcls-
um Kabúl-stjórnarinnar. Þá eru á
kreiki fregnir um. að fangar séu
fluttir flugleiðis i þrælkunarhúðir i
Sovétrikjunum. En siðalögmál upp-
reisnarmanna gerir það að verkum.
að óliklegt er, að margir skæruliðar
séu fangar Rússa.
- DELLA DENMAN
Á einum stað. á rúmlega 180
mílna vegalengd. heíur hinn
forni múr verið lagður „gjör-
samlega í rústir“.
sem unnin hafa verið á múrnum".
„Fjórmenningaklíkan", sem
Kínverjar nefna svo, leit á gömul
menningarverðmæti eins og
hverjar aðrar „skítahrúgur" og
það hefur verið viðurkennt, að
víða eru „gamlar, merkilegar
byggingar notaðar sem íbúðarhús
eða skrifstofuhúsnæði ... og
steintöflur og st.vttur gegndar-
laust eyðilagðar". Á dögum menn-
ingarbyltingarinnar voru gestir
oft teymdir um hof, kirkjur og
aðrar merkilegar byggingar, sem
notaðar voru undir léttan iðnað
eða sem svefnskálar.
„Það er glæpsamlegt að eyði-
leggja múrinn rnikla," segir í
yfirlýsingu þjóðarráðsins. „Hverj-
um einasta steini verður að skila
aftur." Það verður ekki lítið verk.
Á einum stað, á meira en 180
mílna vegalengd, hefur hann verið
„lagður gjörsamlega í rústir".
Byrjað var á gerð Kínverska
múrsins, sem nær austan frá
Kyrrahafi allt til vestustu hluta
ríkisins, fyrir meira en 2000 árum
og verið að allt fram á átjándu öld.
Auk þess sem þjóðarráðið kín-
verska hefur beitt sér fyrir vernd-
un múrsins hefur það vakið at-
hygli á öðrum skyldum vandamál-
um, sem er þjófnaður úr gömlum
grafhvelfingum og svartamark-
aðsbrask með fornminjar. Fyrir
byltinguna á árinu 1949 streymdu
kínverskar fornminjar stríðum
straumum til safna og safnara á
Vesturlöndum en fyrir það tók
þegar kommúnistar komust til
valda. Það gerðist svo á síðasta
ári, að bændafólk bauð ferða-
mönnum, sem voru að skoða
Kínverska múrinn, slíka gripi til
kaups. Þá var það talið bera vitni
um einstaklingsframtak, sem aft-
ur naut velvildar yfirvalda eftir
fall fjórmenningaklíkunnar.
Þjóðarráðið gerir sér vafalaust
fulla grein fyrir hvað varð um
menningararf Persa, Egypta og
Grikkja og ætlar að koma í veg
fyrir að sú saga endurtaki sig í
Kína. „Allar sögulegar minjar sem
grafnar eru í jörðu,“ segir í
yfirlýsingu þess, „eru eign ríkisins
og við þeim mega ekki aðrir hrófla
en fornleifafræðingar á vegum
hins opinbera.
- JONATHAN MIRSKY
Þetta gerðist
22. júní
1973 — Geimfararnir í Skylab I
koma til jarðar eftir lengstu ferð
manna í geimnum, 28 daga.
1970 — Edward Heath verður
forsætisráðherra Breta.
1969 — Byltingin í Jemen.
1962 — 112 fórust með franskri
farþegaflugvél á Guadeloupe.
1961 — Moise Tshombe, forseti
Kongó, látinn laus.
1941 — Innrás Þjóðverja í Sov-
étríkin hefst.
1940 — Vopnahlé Frakka og
Þjóðverja undirritað.
1933 — Flokkur sósíaldemókrata
í Þýzkalandi bældur niður.
1911 — Georg V krýndur konung-
ur af Englandi.
1898 — Dahomey verður frönsk
nýlenda.
1815 — Napoleon Bonaparte legg-
ur niður völd öðru sinni.
1807 — Brezka herskipið „Leo-
pard“ stöðvar bandarísku freigát-
una „Cheasapeake", krefst fram-
sals brezkra liðhlaupa og nánast
veldur stríði.
1679 — Orrustan um Bothwell
Bridge milli Englendinga og
Skota.
1636 — Herlið Frakka og Savoy-
manna sigrar Spánverja við
Thornavento, Ítalíu, en Savoy-
menn neita að sækja til Mílanó og
sigrinum glutrað niður.
1543 — Hinrik VIII af Englandi
setur Frökkum úrslitakosti sem
jafngilda stríðsyfirlýsingu.
1533 — Ferdinand af Austurríki
og Súleiman Tyrkjasoldán undir-
rita friðarsamning.
Afmæli. Giuseppe Mazzini, ítalsk-
ur frelsisleiðtogi (1805—1872) —
H. Rider Haggard, brezkur rithöf-
undur (1856—1925) — Julian
Huxley, brezkur rithöfundur
(1887----) — John Hunt, brezkur
fjallgöngumaður (1910— —) —
Billy Wilder, austurrískættaður
kvikmyndaleikstjóri (1906----).
Andlát. 1101 Roger I Sikileyjar-
konungur — 1527 Nicolo Machia-
velli, stjórnmálaheimspekingur.
Innlent 1939 Mesti hiti mældur á
íslandi, 30,56 stig á Teigarhorni
— 1783 Hólmaselskirkja brennur
í Skaftáreldum — 1825 Hátíðar-
messa í Dómkirkjunni leysist upp
út af brestum í bitum kirkjulofts-
ins — 1840 Hýðingardómi Sigurð-
ar Breiðfjörð breytt — 1907 Til-
lagan „með Gamla sáttmála"
samþykkt á þingmálafundi í
Reykjavík — 1909 Björn Jónsson
ráðherra segir Tryggva Gunn-
arssyni upp bankastjórastöðunni
— 1928 f. Steingrímur Her-
mannsson.
Orð dagsins. Leyfið mér að fá
vilja mínum framgengt í öllu og
þið komizt að raun um, að við-
felldnari maður er ekki til —
Thomas Carlyle, skozkur sagn-
fræðingur (1795—1881).
Einokun
aflétt á
flugferðum
London. júní — AP.
BRESKÁ stjórnin hefur rofið 30
ára gamla einokun. sem British
Airways hefur haft á flugleiðinni
Bretland-IIong-Kong. að því er
viðskiptaráðherrann. John Nott.
sagði í dag.
Tilgangurinn er sá, að gefa lítt
efnuðu fólki möguleika á að ferð-
ast ódýrt til austurlanda. Hann
sagði, að fargjöldin myndu nú að
öllum líkindum lækka um 100
pund.
Þrjú félög munu nú sjá um
flutninga á þessari flugleið og eitt
þeirra verður Laker-flugfélagið,
sem gekk öðrum framar með
stórlækkuðum fargjöldum á Atl-
antshafsleiðinni.
Al lilA SIN(, \S1MI\N Kli: .
22480
~ JH#rj3itnbIntiiþ
©