Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI1980 49 þetta yrðu ekki meginrök mín, því að ég tel leitina að þekkingu og skiiningi vera markmið í sjálfri sér. En þá vaknar sá vandi hvort allur þorri manna eigi að standa straum af þeirri ástríðu til þekk- ingar og skilnings sem aðeins fáir menn hafa til að bera — þeir okkar til dæmis sem áhuga hafa á heimspeki. Á að ausa fé í svo fámennan hóp? Ef sértæk vísindi væru aðeins dægradvöl — eins og skák eða frímerkjasöfnun — þá svaraði ég neitandi. Á hinn bóginn virðast mér mjög sértæk fræðileg vanda- mál vera ákaflega mikilvæg í sjálfum sér, þó svo ég viti ekki hvernig á að gera mikilvægi þeirra hverjum manni ljóst. Ekki svo að skilja að ég sé á móti því að slík vandamál verði almenningseign. Mér væri það mesta fagnaðarefni ef einhverjum lánaðist að skrifa alþýðlegt heimspekirit sem væri bæði skýrt og skemmtilegt. Mér þætti gott að mega spyrja tveggja spurninga sem snerta kenningar yðar. og almenningur kynni að láta sig einhverju skipta. Fyrri spurningin er: el fyrir okkur yrðu verur af Oðrum hnetti, hvaða líkur teljið þér á því að við gætum talað við þær? Ég held að það þyrftum við alls ekki að geta. Eina leiðin sem ég hef komið auga á til að skilja öldungis framandi tungumál velt- ur á því að við deilum með þeim sem málið tala einhverjum við- miðum um líkt og ólíkt; og slík viðmið geta verið mjög breytileg. Og ef mikill munur væri á slíkum viðmiðum, þá yrðu allar tilraunir okkar til aðleiðslu — til að leiða alhæfar tilgátur af dæmum — vita árangurslausar. Við þyrftum ekki einu sinni að geta stuðzt við ertingu skynfæra vera af öðrum hnetti, því að skynfæri þeirra kynnu að vera svo gerólík okkar að þau bregðist aðeins við ertingu sem hefur engin áhrif á okkur. Síðari spurningin er sú hvort til sé „ólýsanleg hugsun“ — hugsun sem ekki verður látin í Ijósi í orðum — eða alla vega hugsun sem maður á engin orð yfir. Vandinn væri að finna merking- una í orðunum „ólýsanleg hugs- un“. Ég veit hvað það er að finna til spennu við leit að orðum, og síðan fylgir því léttir að orðin finnist. Er þetta hugsun? Ólýsan- leg hugsun? Mér virðist'það ekki skipta meginmáli hvort við látum orðið „hugsun" ná yfir slík dæmi eða ekki, eða hvort við segjum að maður hafi ekki hugsað fyrr en hann veit hvernig á að koma orðum að hugsun sinni. Á hinn bóginn hvarflar ekki að mér að öll hugsun sé bundin við orð. Hugsum okkur verkfræðing að smíða vél. Hann vantar nýjan vélarhluta til að leysa einhvern vanda. Kannski snýr hann fingr- unum og líkir með þeim eftir þessum vélarhluta, eða þá hann beitir vöðvum með þeim hætti sem atferðisfræðingurinn John B. Watson lýsti; það þurfa ekki að vera vöðvar í talfærunum. Og þetta er að hugsa. Svo að ekkert er algengara en hugsun án orða. En alla slíka hugsun er hægt að láta í ljósi í orðum, að minnsta kosti gæti maður gert það sem væri ef til vill betur máli farinn en verkfræðingurinn. En hvernig munduð þér þá vilja skilja þá reynslu, sem margir kannast við, að maður leiti að orði, finni það svo og segi:., bnrnn kom það!“ Þá er það ekki að honum falli orðið. eða þá að það sé orð sem hæfi vel sámhenginu — eins og gæti gerzt ef einhver annar hefði stungið upp á því; þá gæti það jafnvel gerzt að orðið sem stungið væri upp á væri betra en orðið sem maður var sjálfur að leita að — heldur er — þetta orðið sem leitað var að; það var einhvers staðar í fylgsnum hugans. Mér virðist það sem þér sögðuð um spennu og létti ekki hæfa þessu dæmi. En er dæmið ekki raun- hæft? Jú, þetta gerist auðvitað: maður man ekki orð. Oft gríp ég orðabók og finn þar orð sem ég var að leita að. Stundum rétta orðið, og stund- um orðið sem ég leitaði og sé þá að það er ekki rétta orðið. Mikil ósköp. En hvernig getið þér gert grein fyrir þessu með tilvísun til spennu og léttis? Er hér ekki hugsun sem gerist án þess við vitum af því? Ólýsanleg hugsun? Eins og ég sagði þá þarf hugsun ekki að vera bundin við orð. Hugsun verkfræðingsins um vél- arhlutann er það ekki, og þá þarf hugsun um orð ekki að vera það heldur. Nú vildi ég mega spyrja spurn- ingar sem margir fræðimenn, einkum í náttúruvísindum. hafa áhuga á — um rókfræði, sem hefur verið eitt helzta viðfangs- efni yðar. Teljið þér að til sé rókfræði visindalegrar aðferðar. aðleiðslurókfræði? „Aðleiðslurökfræði" er kannski ekki heppileg nafngift, því að slík rökfræði er svo frábrugðin eigin- legri rökfræði, umsagnarökfræði. En auðvitað eru tölfræði og lík- indareikningur virðulegar og nytsamlegar fræðigreinar, og þær eru hluti af því sem kalla mætti aðleiðslurökfræði. Þér nefnduð áðan að aðleiðsla væri fólgin í þvi að varpa fram tilgátum á grundvelli dæma; að- leiðslurökfræði væri þá rökfræði visindalegra uppgötvana. En nú virtust þér vilja skilja aðleiðslu svo að hún væri i þvi fólgin að meta hvaða máli einstakar stað- reyndir eða athuganir skiptu fyrir tilgátur sem við höfum þegar varpað fram; þá er að- leiðslurökfræði orðin rökfræði vis- indalegrar staðfestingar. Teljið þér aðleiðslu vera af þessu tvennu tæi? Já, reyndar. Aðleiðsla er bæði uppgötvunaraðferð og staðfest- ingaraðferð. Er þá uppgötvunarrökfræði til sem fræðigrein? Aftur hnýt ég um orðið „rök- fræði". Það bendir til nánari skyldleika við eiginlega rökfræði en rétt er. Er það vegna þess að í aðleiðslu- rökfræði eru engin sannindi af því tæi sem þér kallið „röksannindi“ / afleiðslurökfræði? Já einmitt. Sá er meginmunur- inn. En ef svo er, hvernig getið þér þá yfirhöfuð kennt aðleiðslu við rökfræði? Einungis vegna þess að það er viðtekin orðanotkun. Aðleiðslu- rökfræði er eins konar tækni, sambærileg við verkfræði. Dæmi- gerð aðleiðslurökfræði eru reglur Mills um vísindalega aðferð; Hume hafði áður sett margar sömu reglur fram. Svo að þér litið þá ekki á afleiðslurökfræði sem tækni? Það má nota eiginlega rökfræði sem tækni, rétt eins og hverja aðra reiknislist. En eins og þér nefnduð leiðir afleiðslurökfræðin sannindi í ljós, röksannindi, og það gerir hún án alls tillits til nytjagildis, eins og öll stærðfræði. En um þetta er ekki að ræða í aðleiðslurökfræði. Þér hittuð naglann á höfuðið. Mætti ég spyrja yður um yðar eigin stöðu innan heimspekinnar? Eru einhverjir heimspekingar sem þér getið litið á sem hetjur yðar? Hetjurnar eru kannski ekki margar. Rudolf Carnap var sá sem langmest áhrif hefur haft á mig, þó svo að ég hafi reynzt honum ósammála um flesta hluti. Hann hafði miklu meiri áhrif á mig en Russell og Whitehead. Og auðvit- að hef ég mesta dálæti á Hume. Hverjir aðrir? Jú, Aristóteles — hann fremur en Platón. En ég er nú ekki lærður maður í heimspeki fornaldar. Hvað um aðra sígilda heim- speki? Ég er ekki lærður maður í neinni sígildri heimspeki. Ég hef lesið Platón meira en Aristóteles, og af síðari alda heimspekingum þá Kant, Leibniz og Hume. Des- cartes minna, Spinoza miklu minna. Hvað um Berkeley? Jú, honum má ég ekki gleyma. Hafa einhverjir sigildir heim- spekingar haft bein áhrif á hug- myndir yðar? Ekki bein. En eftir á að hyggja Mike Marlies ræðir við bandaríska heimspekinginn W.V.O. Quine Mike Marlies W.V.O Quine virðist mér ég finna til skyldleika við Kant. Hvaða skyldleika helzt? Einkum þess að við leggjum báðir mikla áherzlu á hinn mann- lega þátt í allri þekkingu okkar á náttúrunni. Vísindalegar kenning- ar velta á skynjun okkar og hugsun, og hugsunin ræðst aftur af uppeldi og erfðum. Og lífverur af öðrum hnetti kynnu að skynja heiminn og hugsa um hann allt öðru vísi en við, þannig að vísindi þeirra yrðu öll önnur. En auðvitað er ég ósammála Kant um að hér sé um óbreytanlegt eðli mannsins að ræða. Breytilegt mannseðli kannski? Já, breytilegt. Hvað virðist yður um ameríska heimspeki? Er hún til sem slík, og hvað hefur hún haft mikilsvert fram að færa? Hefur kannski yðar eigin heimspeki einhver séramer- Isk einkenni? Ég held að það sé ekki til nein séramerísk heimspeki sem orð sé á gerandi. Svonefndur „pragmat- ismi“ — kenningar Peirce, James, Deweys og fleiri heimspekinga — er oft talin séramerískur; en ég get ekki séð að „pragmatismi" sé ýkja frábrugðinn annarri raun- hyggju. Mér virðist meiri munur á „pragmatistum" innbyrðis heldur en á mörgum þeirra og höfundum eins og Austurríkismanninum Ernst Mach sem ekki er talinn „pragmatisti" heldur einungis raunhyggjumaður. Hvað varðar einstaka ameríska heimspekinga þá hef ég aldrei haft mikla þolinmæði gagnvart William James. Og ég dái ekki Peirce eins og svo margir gera. Hann var að vísu merkilegur rökfræðingur. í heimspeki fékk hann nokkrar góðar hugmyndir; en svo skrifaði hann ókjör af frumspeki sem mér hefur aldrei lærzt að meta. Þessir tveir hafa látið mig alveg ósnortinn. Dewey •finnst mér þreytandi. Ég veit að vísu að ég stend honum nærri í mörgum greinum, einkum í efnis- hyggju minni sem hefur eflzt mjög með árunum. En hann hafði aldrei nein áhrif á mig. C.I. Lewis hafði áhrif á mig — hlýtur að hafa haft þau; hann kenndi mér á Harvard. En auðvit- að er ég öldungis ósammála hon- um vegna þess að hann reisti allar kenningar sínar á greinarmun rökhæfinga og raunhæfinga, og þeim greinarmun hafna ég eins og þér vitið. Við þetta bætist að ég er andsnúinn háttarökfræði hans, rökfræði möguleika og nauðsynj- ar. Carnap er sá heimspekingur sem mótaði mig mest; og í rök- fræði þeir Russell og Whitehead og allur pólski rökfræðiskólinn. Ég er Evrópumaður í heimspeki, meira að segja „ættaður" af meg- inlandi Evrópu. Hvað um skyldleika yðar við Ludwig Wittgenstein? Hann er sérkennilegur að því leyti að mér féll ekki fyrra höfuð- rit Wittgensteins, Tractatus Logico-Philosophicus. Mér þótti Wittgenstein hafa að mestu leyti rangt fyrir sér í þeirri bók. Svo komu Philosophische Untersuch- ungen út eftir dauða hans. Þá bók las ég ekki fyrr en seint og um síðir, þegar mér varð ljóst að ekki var um annað meira talað meðal starfsbræðra minna. Og ég varð seinn til að læra að meta bókina — vegna þess að ég var fyllilega sammála Wittgenstein um allt sem máli skipti, svo sammála að ekkert kom mér á óvart í bókinni og ég gat þar með ekkert af henni lært. En skoðanir okkar Witt- gensteins eru nauðalíkar, ekki þó alveg allar; en ég hafði komizt að mínum niðurstöðum sjálfur. Á íslandi er nokkur áhugi á Wittgenstein. Haldið þér að eftir eina öld eða tvær verði litið á verk hans sem sígilda heimspeki — ef mannkynið lifir þá enn og hugsar um heimspeki? Verða þau talin samhærileg við Ritgerð Humes eða siðfræði hants eða Aristóteles- ar? Eða kannski við hækur sem standa skör lægra. en eru þó sígild rit. eins og Nytjastefna Mills til dæmis? Eg held að verk Wittgensteins muni lifa, og menn muni kannast við að þau hafi verið miög áhrifa- mikil. En þau verða kannski ekki sett í flokk með ritum Humes, Kants og Berkeleys, vegna þess að Wittgenstein er ekki höfundur að heilu heimspekikerfi, auk þess sem margar af kenningum hans eru tilgátur. Hvað um þær hugmyndir sem valdið hafa mestu fjaðrafoki i heimspeki allrasíðustu árin. eink- um i Ameriku, en líka miklu víðar um lönd? Ég hef kenningar Sauls Kripke í huga öðrum fremur. Haldið þér að þær séu lífvæn- legar? Nei, það held ég ekki. Ég held að háttarökfræði Kripkes, og öll frumspeki hans um mögulega heima, séu öldungis ófrjóar sem frumspekilegt sjónarmið — sem er sjónarmið Kripkes sjálfs. Ég held sjálfur að möguleiki og nauðsyn — sem eru höfuðhugtök Kripkes — séu afstæð hugtök, afstæð við tilteknar gefnar að- stæður, og eigi þess vegna ekki rétt á sér meðal vísindalegra eða frumspekilegra hugtaka. Frum- speki Kripkes um algilda nauðsyn held ég að sé röng, og kenningar hans um mögulega heima aðeins villandi líkingamál. Ég get ekki séð að frumspekileg nauðsynjar- kenning hafi neitt vísindagildi eða varpi minnsta ljósi á eðli veruleik- ans. Hvaða samtímaheimspekingar haldið þér að muni lifa í sögunni — eða ættu að lifa — sem meiri háttar hugsuðir? Einn er nemandi minn og vinur Donald Davidson. Og ég hef líka, svo undarlegt sem það kann að virðast, mikið álit á Roderick Chisholm, þótt ég sé alveg ósam- mála honum í grundvallaratrið- um. Hann er gífurlega nákvæmur hugtakasmiður, og mér virðist allt verk hans ennþá tilkomumeira fyrir þá sök að kenningar hans eru allar reistar á sandi. Þeim mun meira afrek er byggingin. Hann er mikill handverksmaður, og honum hefur fleygt fram síðustu þrjátíu árin. En þurfa menn ekki að skrifa eitthvert stórvirki til að þeirra verði minnzt í hugmyndasögunni? Hefur Chisholm skrifað nokkurt slíkt stórvirki? Kannski ekki. Og Davidson hefur ekki einu sinni gefið út bók. Einn starfsbróðir yðar við Har- vard. John Rawls, hefur skrifað stóra bók um réttlæti, A Theory of Justice, sem vakið hefur mikla athygli. Skyldi hún vera heim- spekilegt stórvirki? Ég hef ekki lesið hana svo að ég veit það ekki. Hins vegar las ég bók Roberts Nozick, Anarchy, State and Utopia. og þótti gagn- rýni hans á Rawls hitta í mark. En ég get ekki dæmt um Rawls sjálfan. Heimspekin hefur átt sín blóma- skeið: eitt var fjórða öld fyrir Krist, annað upphaf nýaldar, 17. og 18. öld. Hvað um okkar tima? Eru þeir slíkt blómaskeið. eða erum við í heimspekilegri lægð? Nei, nei, ekki í lægð. I heimspeki eru horfurnar góðar, og einkum hafa þær verið það síðustu tuttugu árin eða svo. Það er nóg af efnilegum ungum mönnum. Sumir þeirra beztu hafa snúið sér að skammtafræði, og hafa náð tækni- legu vaidi á henni. Og það kann ég að meta: slíkir menn hafa réttu ástríðuna, ástríðu til að skilja alheiminn og veruleikann, ástríð- una til að gera heimsmyndina skýra og skiljanlega. Og svo eru ágætir ungir fræðimenn í öðrum greinum rökgreiningarheimspek- innar, til að mynda þeir IVler Burge og Richard Sharvy. Og ég gæti nefnt fleiri. Á síðustu tveim- ur áratugum hefur mér virzt að miklum hæfileikamönnum hafi farið mjög fjölgandi í heimspeki. Og það vegur í vaxandi mæli upp á móti öllum þeim hégóma sem setur til að mynda svip á mál- skrafsmót heimspekinga. Ég held að heimspeki laði nú að sér fjölda hæfileikamanna, eins og eðlis- fræði gerði öðrum greinum frem- ur til skamms tíma. Mér virðist heimspeki hafa fleygt fram. Og ein helzta fram- förin er sú að menn líta æ meir á heimspeki og vísindi sem eitt. Það má hafa til marks um þetta hversu mikil samvinna hefur kom- izt á með heimspekingum, mál- fræðingum, stærðfræðingum og náttúruvísindamönnum. Að siðustu: ef þér væruð í mínum sporum. hvers munduð þér spyrja að lokum? Einskis held ég. Mér sýnist þér hafa gert mér prýðileg skil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.