Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 51 Aðalfundur Sjóvá: Um 55% hækkun á rekstrarkostn- aði f rá því í f yrra AÐALFUNDUR Sjóvátrygginga- félags íslands hf. hinn 61. frá stofnun félagsins, var haldinn föstudaginn 13. júni sl. Fundar- stjóri var Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmaður og fundar- ritari Hannes Þ. Sigurðsson deildarstjóri. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir reikningum og afkomu fé- lagsins árið 1979. Afkoman var góð í öllum vátryggingagreinum öðrum en ökutækjatryggingu og endurtryggingu. Hagnaður af heildarstarfsemi félagsins árið 1979 varð 62,4 millj. Þá hefur aðstöðugjald, tekjuskatt- ur o.fl„ að fjárhæð 95,4 millj. verið fært til gjalda. Iðgjaldatekjur ársins námu alls 4.545,3 millj. og höfðu hækkað um 38% frá árinu áður. Heildartjón ársins námu 4.268.8 millj, eða 47% meira en árið áður. í árslok 1979 voru í eigin tryggingasjóði og áhættu- sjóði félagsins 4.147,6 millj. kr. Eigið fé nam 632 millj. kr. þar með talið hlutafé 310 millj. kr. Hækk- un á eigin fé frá 1978 nemur 279,9 millj. kr. Hjá félaginu vinna nú um 60 manns auk umboðsmanna um land allt. Stjórn félagsins skipa Benedikt Hallgrímsson, forstjóri, Ingvar Vilhjálmsson, forstjóri og Teitur Finnbogason, fulltrúi. Þá var einnig haldinn aðalfund- ur líftryggingafélags Sjóvá hf„ sem er dótturfyrirtæki Sjóvá- tryggingafélags Islands hf. Þing norrænna næringarfræð- inga i Finnlandi ANNAÐ þing norrænna nær- ingarfræðinga var haldið í Hels- inki, Finnlandi. dagana 16.—18. júní sl. Voru þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Á þing- inu voru erindi og umræður um manneldishætti, undir stjórn dr. Jóns óttars Ragnarssonar. Mikil áhersla var lögð á, að heilbrigðisyfirvöld mörkuðu ákveðna stefnu í manneldismál- um, í því skyni að bæta mataræði, draga úr sjúkdómum, sem eiga rætur að rekja til rangs mataræð- is og stuðla að betri heilsu. Þriðja þing norrænna næringarfræðinga verður haldið árið 1984 í Noregi. ÞU AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU SIMIW KU: 2248« Iðgjaldatekjur líftryggingafé- lagsins námu 88,2 millj. og tjón ársins 25,5 millj. kr. Hækkun iðgjalda var 60% frá árinu áður, en hækkun tjóna 25%. Framlag í bónussjóð nam 38,7 millj. kr. Eigin líftryggingarsjóður fé- lagsins var í árslok 1979 163,4 millj. kr. Hagnaður af starfsemi félagsins nam 5,3 millj. og gjald- fært aðstöðugjald tekjuskattar o.fl. 5,9 millj. kr. Eigið fé líftryggingafélagsins var í árslok 1979 30,2 millj. Hækkun á eigin fé frá árinu áður var 16,3 millj. kr. (Fréttatilkynning.) Aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis 29. júní veröur í Lækjarskóla í Hafnarfiröi. Talning atkvæöa hefst þar kl. 23.00 sama dag. Símar yfirkjörstjórnar verða 51285 og 50585. Yfirkjörttjórn Reykjaneskjördæmis, Guójón Steingrímsson formaður, Björn Ingvarsson, Þormóöur Pólsson, Péll Ólafsson, Vilhjálmur Þórhallsson. Erum fluttir að Grensásvegi 8, Reykjavík. Símanúmer óbreytt. G ó|af8Son „, Grensásvegi 8. matar-og kaffistell frá Rosenthal 1 M % JL R.M 1 L1 M Lotus: Frábært matar- og kafti Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal á sér fáa líka, enda er lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosen- thal telja einna fullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu. Vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valínn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum listamönnum. Komið og skoðið Suomi í Ros- enthalverzluninni. Lotus: Frábært matar- og kaftistell hannaö af Bjórn Wiinblad. Glasasett og hnifapör í sama stíl. Lítið á gjafavöruúrvalið í Rosenthal verzl- uninni, — skoðið jólaplatta, mánaðardiska og postulín. Rosenthal vörur. Gullfallegar — gulltryggðar. Romanze Romanze — dýrindisstell frá Ros- enthal. Fágað form. Því sem næst gegnsætt postulín. Romanze er. árangur margra ára þróunar í efn- isblöndun og framleiðsluaðferð- uni. Þess vegna hefur Wiinblad og Wohlrab tekist að hanna svokallað meistaraverk: Romanze — dýr- indisstell frá Rosenthal. 5 ,oúerv/Ss studio-line Á. EINARSSON & FUNK Laugavegi85 SÍMI:18400

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.