Morgunblaðið - 22.06.1980, Side 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
GlannalrK hindrunarsögn
nafst vcl í spilinu í dax. Fullur
sjálfsorvKKÍs tók sagnhafi of
mikið mark á sögninni ok varö
það honum að falli.
Vestur gaf, norður og suður á
hættu.
Norður
S. D98
H. 743
T. ÁKD6
L. ÁD7
Vestur
S. KG3
H. 82
T. 2
L. G1096542
Austur
S. Á10652
H. K102
T. G1075
L. K
Suður
S. 74
H. ÁDG95
T. 9843
L. 83
COSPER
Þú varar þig á þessum beinu vinstrihandar?
Gott samband
á Alþingi
Björg Stefánsdóttir. Baldurs-
götu 28, skrifar:
„í síðustu viku varð íslenska
þjóðin vitni að vinnubrögðum lít-
illar stéttar sem nefnist alþing-
ismenn; þeir hækkuðu launin sín
um litlar 100—200 þús. ál-krónur
á mán. frá áramótum. (Gott það.)
• Þingmenn vissu
þá ekki neitt
Þegar þetta var lýðnum ljóst
þóttust þingmenn ekki vita neitt
um þessa launahækkun (það er vel
að málum staðið og sambandið
gott á Alþingi). Forsætisráðherra
sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar
á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar,
að þessar hækkanir gætu ekki
komið til framkvæmda, og nefndi
einnig að þingmönnum myndi
greiði gjör ef þessi kaleikur yrði
tekinn frá þeim, þ.e. að fá að
ákveða laun sín sjálfir.
• Þurfa mark til
að keppa að
Ég kjósandi vil leyfa mér að
gera það að tillögu minni að þessi
ágæta stétt, þingmennirnir, taki
upp bónuskerfi og taki laun sín
eftir afköstum hverju sinni. Bón-
uskerfi hefur á allflestum stöðum
gefið góða raun fyrir launþega og
atvinnurekendur.
Þingmenn myndu þá hafa eitt-
hvað að keppa að milli kosninga,
einnig gæti ómæld aukavinna
þeirra fyrir jólaleyfi, páskaleyfi
og sumarleyfi gefið aukin laun.“
• Hvers eigum við
að gjalda?
F.ö. skrifar:
„Ég er ein þeirra, sem geta
ekkert gert ef ég hef ekki gler-
augu. Þar sem ég þarf sérsmíðuð
gleraugu, tekur það u.þ.b. 3 vikur
til mánuð að fá ný. Ef gleraugun
brotna er ég að heita má blind, þar
til þau nýju koma.
Vegna kostnaðar hef ég ekki
efni á því að eiga tvenn. Því spyr
ég tryggingaráðherra: Hvers
vegna tekur Tryggingastofnun
ríkisins ekki þátt í kostnaði við
gleraugu, eins og svo mörg önnur
hjálpartæki fyrir þá sem þeirra
þurfa með? Eða er blinda ekki
talin bæklun?"
• Bein lína til
Billy Graham?
Forvitinn skrifar:
„I kunningjahópi mínum ræð-
um við oft um dálkinn „Svar mitt“
eftir Billy Graham. Þá kemur
gjarnan fram spurningin, hvort
Vestur opnaði á þrem laufum og
þá taldi norður rétt, að reyna þrjú
grönd. Austur sagði pass en suður
þóttist viss um, að fjögur hjörtu
yrði betri samningur, sagði þau,
og varð það lokasögnin.
Vestur spilaði út tígultvisti og
suður fann strax lyktina af ein-
spilinu. En útlitið var ekki sem
verst. Að vísu virtust 3 tapslagir
vera öruggir en sennilegt var, að
svíningarnar í trompi og laufi
myndu báðar takast.
Fyrsti slagurinn var tekinn í
blindum og hjartadrottningu svín-
að. En þegar það tókst varð
sagnhafi heldur öruggur með spil-
ið. Hann spilaði laufi á drottning-
una en austur fékk þá á kónginn.
Og áður en suður hafði náð sér
eftir þetta áfall hafði vörnin tekið
4 slagi að auki. Vestur trompaði
tígul, austur trompaði lauf og
ás-kóngur í spaða. Tveir niður.
Auðvitað hefur þú séð, að við
þetta mátti ráða. Spilið vinnst
með því að taka á laufásinn í stað
þess að svína drottningunni. Og
það er rétt að farið, jafnvel þó
vestur eigi kónginn. Seinna, þegar
trompin hafa verið tekin, má spila
að drottningunni og verður hún þá
tilbúinn slagur fyrir tígulaflast
heima. Hugmyndin er, að slagur
sé gefinn á lauf en ekki á tígul.
BMWgœöamerkið
Af sérstökum ástæðum getum við boðið þennan
gæðabíl BMW 518 á mjög hagstæðu verði.
KRISTINN GUÐNASON HF.
BMW er óskabíll allra sem vilja eignast bíl með góða
aksturseiginleika, vandaðan frágang, velhönnuð sæti,
þægilega fjöðrun og góða hljóðeinangrun.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633
AKUREYRARUMBOÐ: BÍLAVERKSTÆÐI BJARNHÉÐINS GÍSLASONAR SÍMI96-22499