Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 Þau hjónin Sverrir og Iniribjörg Káfu alls 95 málverk til Háskóla íslands. Sýning í listasaf ni HÍ EINS og áður hefur verið getið í fréttum gáfu hjónin Sverrir Sig- urðsson og Ingibjörg Guðmunds- dóttir Háskóla Islands mikið málverkasafn. Málverkin eru 90 talsins, þar af 70 eftir Þorvald Skúlason. Þá eru hin 25 mál- verkin eftir 20 kunna listamenn, þá Gunnlaug Scheving, Guð- mundu Andrésdóttur, Gunnlaug Blöndal, Hjörleif Sigurðsson, Jó- hann Briem, Jóhannes Jóhann- esson, Jón Stefánsson, Jón Þor- leifsson, Júlíönu Sveinsdóttur, Karl Kvaran, Kjartan Guðjóns- son, Kristínu Jónsdóttur, Krist- ján Davíðsson, Nínu Tryggva- dóttur, Sigurð Sigurðsson, Snorra Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Svein Þórarinsson, Valtý Pétursson, Vilhjálm Bergsson og Örlyg Sigurðsson. Sýning á verkum þessum var opnuð í gær og mun hún standa til 3. ágúst. Forsetakosningarnar 1980: Fjölbreytt dagskrá sjónvarps og útvarps í kvöld og nótt Múrarafélag Reykjavíkur: Verkfallsheimild með 27% lágmarks- hækkunarkröfu „VIÐ erum að láta kanna leiðir til að ná aftur þessari skerðingu. en við teljum að sig á einingarverði ákvæðisvinnu hafi numið 27% á síðustu árum og það er lág- markskrafa okkar að það verði leiðrétt. Einnig liggur fyrir að 9% kaupmáttarrýrnun hefur orðið frá 1979,“ sagði Helgi Steinar Karlsson formaður Múrarafélags Reykjavikur og Múrarasambands íslands í samtali við Mbl., en í allsherjaratkvæðagreiðslu i múr- arafélaginu 22. og 23. mai sl. var verkfallsheimild samþykkt með 83 atkvæðum gegn 27, fjórir seðlar voru auðir. Helgi sagði að nú væri í undirbúningi að fleiri múrarafélög greiddu atkvæði um verkfallsheimildir. Helgi sagði að ekkert hefði gerzt í samningamálum múrara síðan á fundi með sáttasemjara 5. maí sl. „Við erum að bíða eftir hentugu tækifæri til að herða á málunum," sagði Helgi og hann gat þess að auk framangreindrar leiðréttingar væri meginkrafa að fá vaxta- greiðslur á laun, þegar greiðslur dragast. Svæðið hefur aldrei tilheyrt Laugabóli - segir Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri ÞETTA svæði. sem starfsmenn borgarinnar eru að vinna á þarna í Laugardalnum hefur aldrei til- heyrt Gunnari Júlíussyni á Laugabóli, sagði Ilafliði Jónsson, garðyrkjustjóri borgarinnar í samtali við Morgunblaðið í gær- morgun en i laugardagsblaðinu er spjallað við Gunnar. — Þetta svæði er hluti af gamla Múlatún- inu, en er alls ekki í landi Laugabóls. — Starfsmenn borgarinnar eru að ræsa fram þetta svæði austan Laugardalshallarinnar og þarna á að vera útivistarsvæði tengt íþróttamannvirkjunum í Laugar- dalnum. Þarna voru í eina tíð mörg grasbýli og Gunnar hefur notað túnin þarna til að beita skepnum sínum á og verið þarna á þessu svæði með bolakálf í tjóðri. Gunn- ar lítur á þetta land sem sína eign, en staðreyndin er sú að Lauga- bólslandið er erfðafestuland og samningi um það var sagt upp fyrir um 15 árum, en síðan hefur staðið í stappi við manninn, sagði Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri. Ekki semst með Flug leiðum og Anderson BÁÐIR ríkisfjölmiðlarnir verða með fjölbreytta dagskrá í kvöld vegna forsetakosn- inganna eins og venja er. Sjónvarpið hefur kosningaút- sendingu sina kl. 22.45 og er áætlað að hún standi þar til úrslit liggja fyrir í flestum kjördæmum. Sjónvarpið verð- ur með beina útsendingu frá Austurbæjarskólanum í Reykjavík, en auk þess verður beint símasamhand við alla Seltjarnarnes: Tvennar kosningar ATHYGLI kjósenda á Seltjarn- arnesi er vakin á því. að samhliða forsetakosningunum fer fram kosning um opnun áfcngisútsölu á Seltjarnarnesi. nánar tiltekió í nýja miðbænum við Eiðstorg. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru 1852 á kjörskrá, og kosið verður í nýja Mýrarhúsaskólanum milli ki. 9 og 23. í REYKJAVÍK verður utankjör- staðakosningu eins háttað og síðustu vikur, kosið er i Miðbæj- arskólanum og er opið frá kl. 14 — 18 í dag. í flestum öðrum kjördæmum er hægt að kjósa utankjörstaða svo lengi sem sýnt er að atkvæðið komist á leiðar- enda áður en kosningu lýkur. Sem dæmi má nefna, að Reykvík- ingur sem staddur er á Akureyri, og á eftir að kjósa, getur kosið á Akureyri allt þar til síðasta flugvél til Reykjavikur er lögð af talningarstaði á landinu. í fyrsta sinn verður nú sama simakerfi notað fyrir sjónvarp og útvarp. þannig að tolur berast samtímis í báðum miðl- unum. Meðal annars efnis í sjón- varpinu verður viðtal við for- setaframbjóðendur, þegar fyrstu tölur liggja fyrir, talað verður við forsetaframbjóðend- urnar 1968, þá dr. Kristján Eldjárn forseta og dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Þá verður rætt við kjósendur, talað við kosningastjóra fram- bjóðenda og spáð í stöðuna með hjálp tölvu. Einnig verður á dagskrá létt- meti af margvíslegu tagi. Kosn- ingasjónvarp er í umsjá Ómars Ragnarsson og Guðjóns Ein- arsson, fréttamanna. Kosninga- útvarp hefst kl. 23.00 og er áætlað að sendingin standi allt þar til úrslit liggja fyrir í öllum kjördæmum. Dagskrá útvarps- stað. Þeir sem ekki eru á kjörskrá einhverra hluta vegna og vilja nýta atkvæðisrétt sinn, geta ekki treyst því að það sé mögulegt. í Reykjavík rann út á föstudag frestur til að láta dæma sig inn á kjörskrá, en úti á landi er oft meiri sveigjanleiki í þessum efn- um. Segja má að það sé komið undir lipurð viðkomandi yfirvalds á hverjum stað hvort menn geti látið dæma sig inn á kjörskrá í dag eða ekki. ins byggist upp á kosningatöl- um, viðtölum við frambjóðend- ur og tónlist, auk ýmiskonar spádóma um stöðuna. Útvarpið verður með beina útsendingu frá Austurbæjarskólanum og beint samband við alla taln- ingarstaði á landinu. Viðtali við forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn, verður út- varpað beint úr bókhlöðunni á Bessastöðum. Ólafur Sigurðs- son, fréttamaður og Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri, ræða við forsetann um minnisverð tíðindi úr forsetatíð. Áætlað er að viðtalið hefjist um kl. 23.30, en á milli verður sagt frá kosningatölum. Útvarpað verð- ur á stuttbylgju á fjórum bylgjulengdum, og sú regla verður höfð á, að síðustu kosningatölur verða lesnar upp á heila tímanum, en nýjustu tölur birtast síðan jafnóðum. Aðalskrif- stofur fram- bjóðendanna AÐALSKRIFSTOFUR for- setaframbjóðendanna verða opnar í dag og fram eftir kvöldi, en þær eru staðsettar sem hér segir: Albert Guðmundsson er með aðalskrifstofu í nýja húsinu við Lækjartorg, og eru símar þar 27833 og 27850. Guðlaugur borvaldsson er með aðalskrifstofu í Brautar- holti 2, og eru símar þar 39830, 39831, 22900, 29963 og 29964. Pétur Thorsteinsson er með aðalskrifstofur á Vesturgötu 17, og eru símar þar 28170 og 28518. Vigdís Finnbogadóttir er með aðalsknfstofur á Laugavegi 17 og eru símar þar 26114 og 26590. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir samninKaviðræður milii Flugleiða og Johns Andersons, sem boðið hefur sík fram i forsetakosningun- um í Bandarikjunum, ok vildi hann taka BoeinK 727-þotur FluKleiða á JeÍKU frá 6,—18. júli. HuKðist hann nota þotuna á ferðalaKÍ sínu til nokkurra borKa Evrópu ok viðar. Samningaviðræður voru komnar á lokastig þegar lögfræðingur Ander- sons greip í taumana og benti forsetaframbjóðandanum á að ekki væri heppilegt að hann leigði er- lenda þotu til þessarar ferðar. Varð því ekkert af samningum, en svo langt var undirbúningur Flugleiða- manna kominn að þeir voru jafnvel búnir að ákveða hvaða víntegundir yrðu á boðstólum í flugvélinni. Rannveig Jónsdóttir Leiðrétting: Áslaug Brynjólfsdóttir Greinar víxluðust ÞAU leiðinlegu mistök urðu í Morgunblaðinu í gær, að grein- ar um forsetakjör eftir þær Rannveigu Jónsdóttur og Ás- laugu Brynjólfsdóttur víxluð- ust. Greinar þessar birtust á bls. 32 í hlaðinu i gær. Grein Áslaugar Brynjólfsdóttur birt- ist undir nafni og mynd Rann- veigar Jónsdóttur og grein Rannveigar birtist undir nafni og mynd Áslaugar Brynjólfs- dóttur. Þegar slík mistök verða, eru greinar að jafnaði birtar á ný. En þar sem ákveðið hafði ver að í Morgunblaðinu í dag, kji dag, birtust engar greinar framdráttar einstökum fra bjóðendum, er ekki unnt leiðrétta þessi mistök með þe hætti heidur er það gert m þessari leiðréttingu nú. Morgi blaðið biður þær Rannvei Jónsdóttur og Áslaugu Bryi ólfsdóttur afsökunar á þessi mistökum og beinir því til li enda að hafa þessi mistök í hu við lestur greinanna. Forsetakosningarnar 1980: Utankjörstaða- kosning í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.