Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 t Systir mín BRYNHILDUR MAGNUSDOTTIR Teigaseli 3, R. er látin. Jaröartörin hefur fariö fram. Fyrir hönd sonar hennar, systkina og annarra vandamanna. Ásdís Magnúsdóttir. t Útför systur minnar og fóstursystur SIGURBORGAR ÁRNADÓTTUR Brávallagötu 22, veröur gerö frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 1. júlí kl. 13.30. Guórún Árnadóttir, Lilja Sigurðardóttir. t Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR KRISTJÁNSSON, skipstjóri, Grænuhlíö 22, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 1. júlí kl. 3. e.h. Jarösett veröur í Fossvogskirkjugaröi. Marinella Ragnheióur Haraldsdóttir, Jón Guómundsson, Gunnar Valdimarsson, Anný Hermannsdóttir, Krístján Haraldsson, Erla Hjartardóttír, Guðmundur Haraldsson, Guófinna Siguróardóttir, Þórður Haraldsson, Halla Þorvaldsdóttir, Fanney Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐRUN JÓNSDÓTTIR húsfreyja Hala, Djúpárhreppi, veröur jarösungin þriöjudaginn 1. júlí n.k. Athöfnin hefst með húskveöju frá heimili hinnar látnu kl. 12.30. Jarösett veröur frá Kálfholtskirkju kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Karl Ólafsson og börn. t Faöir okkar, JAKOB NARFASON, Merkjateigi 5, Mosfellssveit, veröur jarösettur frá Lágafellskirkju, þriöjudaginn 1. júlí kl. 14. Börnin. t Útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, SKÚLA ÓLAFSSONAR, deildarstjóra, Stekkjarflöt 20, Garóabæ, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 1. júlí kl. 13.30. Aöalbjörg Jónsdóttir, Rafn H. Skúlason, Hallfríöur Ingimundardóttir, Steinunn Skúladóttir, Guöni Erlendsson, Jón H. Skúlason, Margrát Óöinsdóttir, Valgeróur M. Skúladóttir, Ingi Þ. Jóhannesson, Sigríöur R. Skúladóttir, og barnabörn. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, BERGLJOT GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 56, áöur Torfabæ í Selvogí, sem lést 19. júní veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Eyþór Þóröarsson, Guömundur Pétursson, Asdís Steingrímsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Gaukur Jörundsson, Sigríóur Eyþórsdóttir, Jón L. Arnalds, Þóróur Eyþórsson, Aöalbjörg Stefánsdóttir, Eydís Eyþórsdóttir. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Minning: Bergljót Guðmunds- dóttir Torfabœ Fædd 18. febrúar 1906 Dáin 19. júní 1980 Selvogur er ein afskekktasta sveit Árnessýslu. Fram yfir síðari heimsstyrjöld voru nær engar bílferðir þangað. Venjulega var þá farið með bílum að Hrauni í Ölfusi og þaðan svo á hestum eða gang- andi út í Vog. Var það talinn um 5 klst. gangur. Það var sólarlaust og suðaustan hraglandi 4. maí 1941 er ég reið í hlað í Nesinu í Selvogi með ársgamla dóttur mína í fang- inu. Ofan við túnið mættum við tveim litlum telpum ljóshærðum, sem héldust í hendur. En heima á hlaðinu stóð há og grönn kona sem heilsaði af látlausri alúð og kynnti sig með nafninu Bergljót Guð- mundsdóttir. En hún var einnig að taka á móti Guðmundi syni sínum, sem var að koma heim eftir nokkurra vikna dvöl í Reykjavík. Var innilegur fögnuður með syni, móður og systrum. Næstu mánuði dvöldum við mæðgur í Nesi hjá foreldrum og systkinum Bergljótar. En fljótlega fórum við að koma að Torfabæ til Bergljótar og Eyþórs manns henn- ar. Við nutum þar bæði frændsemi og vináttu sem haldist hefur æ síðan. Um haustið fluttum við svo að Torfabæ og dvöldum þar ýmist báðar eða önnur næstú árin. Lilly (Guðríður) dóttir mín samlagaðist fljótt börnum þeirra hjóna, enda létu þau eitt yfir alla ganga. Þau Bergljót og Eyþór voru einstakir húsbændur. Aldrei var mér sagt fyrir verkum, í hæsta máta var rætt um hvað gera þyrfti og svo gekk hver að sínu og þau væru engar liðleskjur. Bergljót var fædd að Hvammi í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu 18. febrúar 1906. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson frá Borgarhöfn í Suðursveit og Ingi- björg Jónsdóttir frá Þórisdal í Lóni. Voru þær Ingibjörg og Þór- unnborg móðir mín systkinabörn og bar mamma að hálfu nafn Þórunnar móður Ingibjargar. Bergljót var elst af 8 börnum þeirra hjóna og hverfur fyrst af sjónarsviðinu. Að Hvammi fór einnig dóttir Ingibjargar, Magnea þá stálpuð. Reyndist Guðmundur henni sem besti faðir og systkina- böndin voru sterk. Fyrstu búskaparárin bjuggu Ingibjörg og Guðmundur í Hvammi en þar voru fleiri ábú- endur og því erfitt að stækka búið. Jörðin Borgir í Nesjum losnaði úr ábúð 1907 og keyptu þau hana. Þar blómgaðist bú þeirra og 7 börn fæddust. Heimilið í Borgum var mannmargt, því auk hjónanna og barna þeirra fylgdu þeim Málfríð- ur móðir Guðmundar og þórdís föðursystir Ingibjargar. Svo voru vinnuhjú og stundum kaupafólk yfir sumarið. Vorið 1919 flytja þau Ingibjörg og Guðmundur að Reykjanesi í Grímsnesi með öll börn sín og gömlu konurnar. Magnea var þá gift Sigurjóni Einarssyni frá Með- alfelli og farin að búa þar. Síðar fluttu þau að Hraunkoti í Gríms- nesi. Þessir flutningar og miklu breytingar höfðu margvíslega örð- ugleika í för með sér. Efnahagur varð þröngur og búskaparhættir öðruvísi. En með ýtrustu sparsemi og mikilli vinnu raknaði úr. Elstu börnin gengu að hverju verki sem fullþroska væru og þau yngri hjálpuðu til. Árið 1928 kaupa þau Reykjanes- hjón stórbýlið Nes í Selvogi og flytja þangað með börn sín og Málfríði. Bergljót var þá uppkomin og glæsileg stúlka. Hún fer í alþýðu- skólann á Hvítárbakka 1924— 1925. Haustið 1927 sest hún í 1. bekk Kennaraskólans en veikist síðla vetrar og verður að hætta námi. Mun það ekki hafa verið sársaukalaust. Haustið 1928 ræðst hún kennari í Selvog og er þar í starfi til 1931 og svo aftur vetur- inn 1934—35. Vorið 1935 flyst hún að Torfabæ til Eyþórs Þórðarson- ar bónda þar. En Eyþór var fæddur í Torfabæ 20. marz 1898 og hafði búið þar með foreldrum sínum Eydísi Þorsteinsdóttur og Þórði Erlendssyni. Þau voru bæði látin. Á þeim árum festi Eyþór kaup á jörðinni. Að Torfabæ fór einnig með Bergljótu sonur henn- ar og ólst þar upp. Er það Guðmundur Pétursson læknir og yfirmaður Tilraunastöðvar Há- skólans að Keldum, f. 8. febrúar 1933. Bergljót og Eyþór gengu í hjónaband 24. okt. 1936. í Torfabæ biðu hjónanna marg- vísleg störf. Var byrjað á að byggja nýtt íbúðarhús. Var það bæði stórt og vandað á þeirrar tíðar mælikvarða hitað með mið- stöð. Vatninu dælt í húsið með handdælu, sem var alger nýlunda í þeirri uppsprettulausu byggð. Síð- ar var raflýst með vindmyllu og þó það væri aðeins til ljósa var breytingin mikil. Túnið var sléttað og bætt að mun og nýrækt lögð við. Um það leyti sem Eyþór festir kaup á Torfabæ hleður hann mikinn garð á sjávarkambinum S'*o sjó flæði ekki inn á túnið í stórviðrum og stórstreymi. Eru þar margir og stórir steinar sam- an lagðir á haglegan og listrænan hátt. Garðurinn er tvöfaldur fyllt- ur með smágrýti nær 2 m. á hæð þar sem hann er hæstur. Garður- inn vekur enn í dag athygli ferðalanga. Þau Bergljót og Eyþór eignuð- ust þrjár dætur og einn son. Voru þau óskipt við uppeldið og að mennta börnin. Bergljót var mikil móðir, hún var brá sem verndaði augað. Allar dæturnar gengu í Kvennaskólann í Reykjavík og bættu svo við sig námi síðar. Sonurinn fór í Stýrimannaskólann t Innilegar þakklr færum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröaför ÞOROAR SIGURÐSSONAR fró Blómaturvöllum. Sérstakar þakkir viljum viö færa starfsfólki Hrafnistu fyrir góövild og vinarhug sem hann varö aönjótandi. Börn, tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö fráfall og útför, FANNEYJAR GUDMUNDSDÓTTUR, Irabakka 22, Raykjavík, Sérstakar þakkir tll lækna og starfsfólks deildar 7 og gjörgæzlu- deildar Borgarspítalans. Þórarinn Kr. Guömundsson, Þórhallur E. Þórarinsson, Kristín Sigurlósdóttir, Þóra H. Þórarinsdóttir, Kristjón Ottósson, Ríkhard Ó. Þórarinsson, Kristín B. Kristmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og er nú skipstjóri á einu hval- veiðiskipinu. En börnin áttu einn- ig athvarf hjá systkinum Bergljót- ar því samheldni Nessystkina var og er mikil. Þá var og mikill samgangur við föðurfólk Guð- mundar. Það voru mörg sumarbörnin í Torfabæ sem komu aftur og aftur auk dóttur minnar, sem dvaldi þar meiri hlutann af sínum 10 fyrstu æviárum — já og þar voru vetrar- börn líka. Elsta dóttirin er Ingi- björg f. 14. maí 1936, kona dr. Gauks Jörundssonar, þá Eydís f. 2. október 1937 gjaldkeri Ríkisút- varpsins, yngst af systrunum er Sigríður f. 21. ágúst 1940 kona Jóns Arnalds ráðuneytisstjóra, og svo Þórður f. 24. ágúst 1942. Kona hans er Aðalbjörg Stefánsdóttir Þorsteinssonar kennara í Ólafs- vík. Kona Guðmundar Pétursson- ar er Ásdís Steingrímsdóttir læknis á Akureyri. Barnabörnin eru 10 og einn langömmudrengur. Öll voru barnabörnin henni kær og hún naut líka ástríkis þeirra og hlýju. Árið 1951 fór Bergljót aflur að kenna börnum í Selvogi. Þá var sveitin orðin svo fámenn að hún gat tekið börnin heim til sín og kennt þeim þar. Voru þau sam- skipti henni mikils virði, þegar hennar eigin börn voru að mestu farin að heiman. Hélst svo fram undir 1960. Bergljót var mikil og notaleg húsmóðir og veitti af rausn hverj- um sem að garði bar, einkum var oft mannmargt í Torfabæ. Ná- grannarnir litu daglega inn og ræddu við hana. A árunum 1936—39 var Þórður Jóhannsson kennari í Selvogi. Bjó hann á heimili Bergljótar og Eyþórs eins og fleiri kennarar. Komu þau á fót lestrarfélagi í sveitinni. Bergljót varð fljótlega bókavörður og sá um bókakaup og bókaútlán. Var safnið á heimili hennar frá byrjun og hún safnvörður í 12 ár. Bergljót var bókkær og las mikið — einkum ljóð. Hún gaf oft bækur og valdi þær af kostgæfni, bækur voru henni einnig kærkomnar vinargjafir. Eftir 1960 fluttu þau hjónin frá Torfabæ til Reykjavík- ur og bjuggu þar — lengst að Hraunbæ 56 með Eydísi dóttur sinni. Þá var heilsan mjög farin að bila. Síðustu samfundir okkar voru 22. maí er Ingibjörg dóttir hennar lauk prófi úr Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Þó hún fylgdi varla fötum vildi hún samfagna dóttur sinni. En and- lega þrekið var óbúgað og „brotn- aði ekki fyrr en í bylnum stóra seinast". Eg votta börnum hennar, tengdabömum, barnabörnum, litla langömmudrengnum Þórði, systkinum hennar og mágkonu innilega samúð. Ég bið góðan Guð að styðja Eyþór hinn aldurhnigna öðling. Um krossmessuleytið heilsuðumst við. Um Jónsmessuleytið er kveðjustundin runnin upp. Ég höfði drýp í hljóðri bæn að hinsta beði. Vilborg Björnsdóttir. Hún Begga frænka er dáin. Hún lést í Borgarspítalanum 19. þ.m. eftir u.þ.b. þriggja vikna legu. Allur líkaminn var heltekinn af þeim sjúkdómi sem hafði búið um sig í henni. Aðeins augun voru hin sömu og áður. Frá þeim skein ástúð og hlýja og hvenær sem hlé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.