Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 55. þáttur Sá sem illa kemur fyrir sig orði, er nefndur bögubósi og tal hans bögumæli. Orðið baga merkir m.a. ómynd eða afkáralegt tal. Vafalítið er þetta skylt orðum eins og bagi =óhagræði eða eitthvað þvíumlíkt, svo og lýsingar- orðinu bágur =erfiður, ves- all, lélegur. Enn er að nefna bágindi sem stundum mætti nota í tilbreytingarskyni í staðinn fyrir hina endalausu erfiðleika sem hrjá okkur. Þetta bágindatal mitt er til komið vegna bréfs frá Baldri Kristjánssyni á Ytri- Tjörnum í Eyjafirði, en hann hefur ýmislegt að segja um orðið rassbaga. sem einmitt er haft í sömu merkingu og bögumæli. Baldur segir: „Mér var sagt, þegar ég var strákur, að rétt mál væri að segja rasbaga, óskylt öll- um rössum, þ.e. menn rasa og falla á orðinu eða setning- unni, koma ekki rétt út úr sér því sem þeir ætluðu að segja. En nú vandast málið, því að orðabækur Menning- arsjóðs og Blöndals eru báð- ar með rass-bögur, og má þetta e.t.v. til sanns vegar færa, því að ekki þótti líklegt til góðs árangurs að gera hlutina aftan við rassinn á sér. En hvað um það, ég hef minnst á þetta við þó nokkra, aðallega eldra fólk, og það er einróma með ras-bögum.“ Þetta kemur mér ekki á óvart, og má mikið vera, ef ekki er upprunalegra að hafa þessa samsetningu með einu s-i. Rasbaga væri þá fljót- færnislegt eða klaufalegt tal. Þessu til stuðnings mætti nefna orðið rasgjöf, sem nú er að vísu lítt eða ekki notað. Rasgjöf merkir gjöf sem gef- in er í fljótræði, og lifir orðið í málshættinum: Aftur tekur ragur maður rasgjöf sína. Hvað ragur merkir í því sambandi er ekki alveg víst, því merking þess er ofurlítið breytileg: huglaus, smásálar- legur og blauður í rýmsta skilningi. Baldur á Tjörnum hefur fleira merkilegt að segja: „Það eru nú yfir 50 ár síðan ég hlýddi einu sinni á tal þeirra bræðra, föður míns og Jóns í Hól, sem svo var jafnan nefndur. Ekki man ég hvað þeir ræddu, en aðeins þessa setningu hjá Jóni: „Við ætluðum nú svona að láta dolviðrast yfir það!“ Áratugum síðar minntist ég á þetta við Kristján frænda minn, son Jóns, og kannaðist hann við orðið, en taldi þó ekki rétt með farið hjá mér. Það mundi hafa verið sagt dof-viðrast, og er það raunar skiljanlegra og getur vel verið að þetta hafi ruglast í mér í tímans rás eða ég tekið skakkt eftir. En þó finnst Ingu systur minni, sem man þetta orð, að sagt hafi verið dolviðrast. Ég geri þetta að umræðuefni, vegna þess að á seinni árum og áratugum hef ég ekki heyrt þetta orð notað, og ekki fyrirfinnst það í orðabókum. En Kristján segir, að þeir bræður muni hafa notað það dálítið og merkingin er að sjálfsögðu sú sama og að humma fram af sér eða láta gleymast og hverfa." Orðabók háskólans hefur engin dæmi um þessar orð- myndir, sem Baldur greinir hér frá. Að síðustu ræðir Baldur um notkun málsháttarins: Á skammri stundu skipast veð- ur í lofti. Faðir nokkur hafði kennt syni sínum að þetta segðu menn ekki nema þegar veður batnaði. Á þetta leggur Baldur engan dóm en telur hæpið að rétt sé. Ekki veit ég betur en hann og vísa málinu til lesenda. Er rétt að segja að refirnir hafi verið fláðir, eins og lesa mátti í blaði? var ég spurður fyrir skemmstu. Nei, mér finnst það ekki rétt og því síður fallegt. Það er ná- kvæmlega eins og sagt væri: Mennirnir voru sláðir, ekki slegnir. Hinu er því miður ekki að leyna, að sögnin að flá er óðum að missa sína gömlu sterku beygingu: flá, fló, flógum, fleginn. En helst lifir þó sterka beygingin í lýs- ingarhætti þátíðar, fleginn. Ég hlýt að mæla með því tali, að sleði sé dreginn, varnagli sleginn, greiði þeginn og skepna flegin. Ósköp held ég okkur þætti öllum kauðalegt að beygja: slá, sláði, sláð, eða liggja, láði, láð. Tryggvi Helgason á Akur- eyri hefur orðið við áskorun um nýyrði fyrir ro - ro -skip. Þessi skip flytja varning á hjólum, og ro-ro er stytting fyrir ensku: roll on, roll off. Tryggvi hefur látið sér detta í hug orðið ekja, sbr. ferja, og hljómar það vel, enda flytja skipin æki á hjólum, sem fyrr sagði. ekki líst mér miður á nýyrði hans þeysa í staðinn fyrir rall eða rally, og væri þá rally cross landsþeysa á íslensku. Má ég nota tækifærið og minna á nýyrðið skyrja í staðinn fyrir jógúrt. Að lokum er vísa sem Þóroddur Jónsson á Akur- eyri kenndi mér í sambandi við tvímyndirnar mökkur — mokkur. Páll Ólafsson kvað: Hver sem vettlinjf valdid *at, vatt sér út í mokkinn. KvenfólkiA i kyrrðum sat, kembdi ok spann á rokkinn. Lokaútsala allt á að seljast Fatnaður og vefnaðarvara á stórlækkuðu verði Dömu og herrabuxur frá kr. 8.900.- Barnabuxur frá kr. 4.900,- Sumarjakkar á dömur, herra og börn frá kr. 6.900.- Efni: Flauel, denim, poplín, flannel, fóöur o.fl., o.fl. Komið snemma og náið því besta. Verksmiðjusala Skipholti 7. anœstunm Úrvalsferdir 1980 4. júlí Ibiza, Mallorka ein vika 4. júlí Ibiza 3 vikur, laus sæti 11. júlí Mallorka 3 vikur, örfá sæti laus 25. júlí Ibiza 3 vikur, laus sæti 1. ágúst Maltorka 2 og 3 vikur, örfá sæti laus 15. ágúst 22. ágúst Mallorka, Ibiza biðlisti Mallorka 3 vikur, örfá sæti laus FERDASKR/FSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI ______ _ * _ _ RÍKISSJOÐS: Innlautnarverö l.iúlí 1980 Kaupgengi Seðlabankans m.v. 1 érs Yfir- pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 5.786,89 25/1 80 4.711.25 22.8% 1968 2. flokkur 5.224,03 25/2 '80 4.455,83 17,2% 1969 1. flokkur 4.178,46 20/2 '80 3.303,02 26,5% 1970 1. flokkur 3.826,27 25/9 ’79 2.284,80 67,5% 1970 2. flokkur 2.760,62 5/2 ’80 2.163,32 27.6% 1971 1. flokkur 2.540,28 15/9 '79 1.539,05 65,1% 1972 1. flokkur 2.214,75 25/1 ’80 1.758,15 26,0% 1972 2. flokkur 1.895,21 15/9 '79 1.148,11 65,1% 1973 1. flokkur A 1.419,74 15/9 79 866,82 63,8% 1973 2. flokkur 1.307,96 25/1 ’80 1.042,73 25.4% 1974 1. flokkur 902,72 15/9 79 550,84 63,9% 1975 1. flokkur 736,58 10/1 ’80 585,35 25,8% 1975 2. flokkur 558,77 1976 1. flokkur 530,02 1976 2. flokkur 430,44 1977 1. flokkur 399,76 1977 2. flokkur 334,85 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miöaö er viö auöseljanlega faeteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: 1978 1. flokkur 272,90 1978 2. flokkur 215,38 1979 1. flokkur 182,13 1979 2. flokkur 141,31 1980 1. flokkur 109,84 eiénpcfTmcARp^uMi iiumoi hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.