Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 17 Birgir ísl. Gunnarsson: Enn um reikning borgarsjóðs Fyrir viku síðan gerði ég nokkra grein fyrir því hér í Mbl., að reikningar borgarsjóðs fyrir árið 1979 sýndu alls ekki eins góða fjárhagsstöðu borgarinnar, eins og áróðursvél vinstri flokk- anna hefur viljað vera láta. Skuldir borgarsjóðs hafa aukist og miðað við þann mælikvarða, sem venjulega er lagður á greiðslustöðu, hefur hún frekar versnað en hitt. Þetta hefur gerst þrátt fyrir auknar skatta- álögur á borgarbúa og miklar aukatekjur umfram áætlun. Til viðbótar við þau almennu ein- kenni, er rétt að drepa hér á nokkur sérstök atriði, sem fram komu í reikningunum. Vanræksla í byggingu barnaheimila Misjafnlega hefur gengið að halda áætlun um einstakar framkvæmdir. Það sem mesta athygli vekur í því efni er frammistaða vinstri meirihlut- ans í byggingu barnaheimila. Áætlað hafði verið að fram- kvæma fyrir 196 millj. kr., en reyndin varð sú, að einungis var byggt fyrir 104 millj. kr. Tæp- lega helmingur þess fjármagns, sem ætlað var til byggingar barnaheimila var látinn ónotað- ur. í fáum málaflokkum hafa vinstri flokkarnir haft eins hátt og í barnaheimilismálum. Þeir hafa gagnrýnt það, sem þeir hafa kallað aðgerðarleysi fyrri meirihluta í þeim efnum. Þeir hafa reynt að telja borgarbúum trú um, að mikil breyting yrði á í þessum efnum, ef þeir fengju völdin. Reynslan er allt önnur. Þeir hafa engu öðru komið í verk en því, sem við sjálfstæðismenn höfðum þegar byrjað fram- kvæmdir á eða undirbúið. Þetta er vanræksla í mikilvægum málaflokki og ekkert annað. * Ymsar aðrar framkvæmdir fram úr áætlun Nú kann einhver að segja að þetta sýni aðhald í fjármálum og að dregið hafi verið úr fram- kvæmdum, þar sem fjármagn hafi ekki verið fyrir hendi. Aðrir liðir reikningsins sýna að því fer fjarri. Ýmsir framkvæmdaliðir fara verulega fram úr áætlun. Þannig fór bygging íþrótta- mannvirkja um 50 millj. kr. fram úr áætlun og framkvæmdir í gatna- og holræsagerð 264 Birgir ísl. Gunnarsson millj. kr. fram úr áætlun. Það er því ljóst, að fjármagn hefur verið fyrir hendi í ýmsar þær framkvæmdir, sem meirihlutinn hefur dálæti á — aðeins ekki til byggingar barnaheimila. Kostnaður við borgar- skrifstofur Á sínum tíma áttu vinstri flokkarnir sér ákveðin uppá- halds gagnrýnisefni, þegar rætt var um reikninga borgarsjóðs. Þar má m.a. nefna kostnað við skrifstofu borgarstjóra og við- hald skóla. Því skyldi maður ætla, að nú yrði tekið til hendi í þessum málaflokkum og reynt að láta áætlanir standast. Reikningurinn fyrir 1979 sýnir annað. Kostnaður við borgar- skrifstofur fór 255 millj. kr. fram úr áætlun eða um 48%. Kostnaður vegna viðhalds skóla fór einnig verulega fram úr áætlun. Þannig fór viðhalds- kostnaður 5 skóla 37,7 millj. kr. fram úr áætlun. Af þessu má sjá, að betra er að gefa heilræðin en halda þau. Vaxandi halli Borgar- spítala Tvö atriði má nefna varðandi reikninga borgarinnar, sem valda vaxandi áhyggjum. Annað er vaxandi halli Borgarspítal- ans, sem ekki fæst bættur með daggjöldum, eins og lög kveða þó á um. Borgarsjóður sat í árslok uppi með 445 millj. kr. halla, sem að sjálfsögðu hefur alvarleg áhrif á fjármál borgarinnar. Enginn pólitískur ágreiningur er um að þetta mál þarf að leysa. Eitt sveitarfélag getur ekki til lengdar staðið undir svo gífur- legum fjárhagsbyrðum. Halli S.V.R. Hitt atriðið er vaxandi halli Strætisvagna Reykjavíkur. Borgarsjóður lagði vögnunum til 750 m. kr. á árinu, en þó varð halli um 27,5 millj. kr. Fram- kvæmdir voru í algjöru lág- marki. Enn mun fjárhags- ástandið versna á þessu ári. Þetta á rætur að rekja til þess, að fargjöldum er haldið óeðlilega niðri af ríkisstjórninni. Mismun- inn greiða Reykvíkingar í skött- um sínum. Þetta atriði þarf að taka til endurskoðunar. fyrradag. Þorsteinn skýrði frá því, að auk kröfu um hækkun grunn- kaups um 5%, hefði ASÍ krafist 2,4% hækkunar til viðbótar fyrir fólk í fiskvinnslu, 2,16% hækkun- ar fyrir verkamenn, sem vinna að ryðhreinsun og í jarðvinnu með handverkfærum, 5,5% fyrir járn- iðnaðarmenn á verkstæðum, 9,73% fyrir trésmiði við óþriflega vinnu og 11,33% fyrir trésmiði við óþriflega vinnu á verkstæðum. Þessar upplýsingar Þorsteins Pálssonar sýna, að ASÍ hefur farið fram á meiri kauphækkun fyrir þá félagsmenn sína, sem við betri kjör búa en hina, sem eru á lægstu launum. Meðan slík kröfugerð kemur fram hjá ASÍ er ekki við því að búast, að vinnuveitendur taki mikið mark á tali ASÍ-foryst- unnar um, að hún vilji bæta hag hinna lægst launuðu með vísitölu- kerfinu. Og meðan kröfur af þessu tagi koma fram, er ekki hægt að taka mikið mark á yfirlýsingum ASÍ um, að samtökin „neyðist til aðgerða" vegna þess að vinnuveit- endur vilja ekki fallast á hug- myndir þeirra um breytt vísi- tölukerfi. Hlutverk ríkisstjórnarinnar hefur þannig fyrst og fremst verið það að klúðra samningamálunum og gera þau enn erfiðari viður- eignar en ella. Annars hlýtur að koma að því, hvað úr hverju, að verkalýðsforingjarnir fari að hafa áhyggjur af atvinnuástandinu í landinu og raunar furðulegt, hvað lítið hefur heyrzt í þeim til þessa. Fréttir um uppsagnir í fiskvinnslu berast hvaðanæva að. Fyrst í stað eru þessar uppsagnir auðvitað faldar með sumarleyfum og koma því ekki að fullu fram fyrr en eftir nokkrar vikur. Skólaunglingum er sagt upp vinnu vegna erfiðleik- anna í frystiiðnaðinum. Flugleiðir eru að segja upp starfsfólki og vitað er, að svo herðir að mörgum fyrirtækjum í einkarekstri að þau íhuga uppsagnir og fækkun. Þess- ar alvarlegu atvinnuhorfur hljóta auðvitað að koma inn í samninga- málin og sýnist raunar, að ASÍ og VSÍ ættu að geta haft samstöðu um það að krefja ríkisstjórnina um aðgerðir til þess að forða þeirri upplausn, sem ella blasir við í atvinnulífinu. Greinilegt er, að ríkisstjórnin hefur ekki frum- kvæði í sér til þess að gera það án þess að hún verði beitt einhverjum þrýstingi. Hingað til hafa þeir Alþýðu- bandalagsmenn látið svo sem þeim væri annt um atvinnuöryggi fólks. Nú vill svo til, að Svavar Gestsson, einn af forystumönnum Alþýðubandalagsins, er ráðherra atvinnuleysismála. Ætlar hann að sitja aðgerðarlaus hjá meðan upp- sagnir dynja á verkafólki um allt land? Það er sama hvert litið er: alls staðar blasir við forystuieysi og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn- ar, sem er svo magnað, að jafnvel yfirvofandi atvinnuleysi verður ekki til þess að ráðherrarnir sýni á sér eitthvert lífsmark í ráð- herrastólunum. Ad byggja upp fyrir framtídina Forystuleysi ríkisstjórnarinnar kemur ekki bara fram í því, að hún sýnist standa lömuð frammi fyrir alvarlegum vandamálum í atvinnulífi okkar nú. Það birtist líka í, að því er virðist, algeru áhugaleysi hennar um að búa í haginn fyrir framtíðina. Það er auðvitað alveg ljóst, að ekki má lengur draga að taka nýjar ákvarðanir um virkjunarfram- kvæmdir og stóriðjuframkvæmd- ir. Hvort sem kommúnistum í ríkisstjórninni líkar betur eða verr, hljótum við að halda áfram á þeirri braut stórvirkjana og stór- iðju, sem mörkuð var á Viðreisn- arárunum. Við höfum nýtt til fulls, að því er virðist, auðlindir sjávarins og við hljótum nú að snúa okkur að því verkefni að nýta auðlindir fallvatnanna þjóðinni til hagsældar. Um þetta eru allir sammála í raun og því ekkert eftir annað en að hefjast handa. En iðnaðarráðherra Alþýðubanda- lagsins hreyfir sig ekki. Hann hefur enga tilburði uppi til þess að hefjast handa og marka stefnu í virkjunarmálum og stóriðjumál- um. Hann situr bara í ráðuneyt- inu, talar, lætur semja skýrslur og raðar þeim í möppur. Annað gerir hann ekki. Og ráðherrar Fram- sóknarflokks og sjálfstæðismenn- irnir í ríkisstjórninni virðast ekki hafa þrek og frumkvæði til að ýta við honum. Hver mánuður er dýrmætur. Hvert ár er mikils virði. Því lengur, sem dregst að marka ákveðna stefnu í þessum efnum, þeim mun meiri líkur eru á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum. Það er vissulega slæmt, þegar ríkisstjórn situr í landinu, sem hefur ekki kraft í sér til þess að takast á við þann dægurvanda, sem við er að etja. En það er enn verra, þegar ríkisstjórn situr, sem hefur enga þá framtíðarsýn, sem gerir henni kleyft að taka ákvarð- anir, sem miklu skipta fyrir fram- tiðina. Því miður er núverandi ríkisstjórn með því marki brennd, að hún sýnist hvorki hafa dug í sér til þess að takast á við dægurmál- in eða framtíðarverkefnin. Verri ríkisstjórn er nú eiginlega ekki hægt að hugsa sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.