Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
7
Þaö er hug-
myndaflug,
a tarna!
Þjóðviljinn er undar-
legt blaö. Skrif þess
ganga einatt ó skjön viö
hiö daglega líf, sem
blaóamenn þess hrærast
í, svo aó enginn skilur
upp né niöur, þegar þeir
lesa þau orö, sem þar eru
sett á þrykk. Þannig var
þaö t.a.m. nýlega, þegar
Þjööviljinn fjallaöi um
úkraínska flóttamanninn
Kovalenko, sem hér hafói
leitað hælis, og komst að
þeirri niöurstööu, aö þaó
„var engu líkara en aó
dómi hins herlausa ís-
lenzka kerfis væru þaö
sórstök meömæli með
Kovalenko aó hann hefói
verið dáti í sovézka hern-
um“l Það er hugmynda-
flug, a tarnalll Eða er
veriö aö reyna að bera
blak af stóra bróöur í
austri, þótt meö undar-
legum hætti sé? Þaó er
nefnilega svo, að um-
hyggja Þjóðviljans getur
tekió á sig ýmsar myndir
og sennilega nokkuö til í
því, aö enginn er meö
öllu óhultur, sem fyrir
henni veröurl
Er þeim svo
leitt sem
þeir láta?
Upp á síökastió hefur
nokkuð boriö á því, aö
Þjóöviljinn hefur veriö
barmafullur af umhyggju
fyrir Sjálfstæöisflokkn-
um. Einkanlega er þaö
áberandi, aö í þessum
skrifum hefur veriö lögó
á þaö rík áherzle, hversu
illt þaó sé fyrir stjórn-
málaflokk, ef klofnings-
öfl, hafa hreióraö um sig í
honum. Ekki leynir sér,
aö í þessum pistlum er
skrifaö af biturri reynslu,
ekki sízt þegar Kjartan
Olafsson ritstjóri heldur á
pennanum.
Fylgisbræöur hans
fyrir vestan kunna t.d. vel
aö segja sögur frá því,
þegar þeir Hanníbal
Valdimarsson og Karvel
klufu flokkinn eftir endi-
löngu, svo aö hann hefur
aldrei náö sér síöan, en
andstæöingarnir hlakkað
yfir óförunum. Þannig er
þessi saga um klofnings-
öflin, aö þau eiga einatt
miklum stuóningi aö
fagna í herbúöum and-
stæðinganna meðan
þeim þykir það henta.
Umhyggja Þjóövilja-
manna fyrir Sjálfstæðis-
flokknum nú er því
beiskju blandin og kemur
ekki frá hjartanu. Þeim er
ekki eins leitt og þeir
láta. Svo einfalt er þaö.
En þeir reyna aö blása í
glæöurnar eins og þeir
geta.
Er sama
hvaöan
hrósiö kemur?
Vitaskuld er þaö rétt,
aö Sjálfstæöisflokkurinn
á í erfíóleikum meö sín
innrí mál. Þá sögu þekkja
menn og skal hún ekki
rakin hér og allra sízt í
samhengi við skrifin í
Þjóöviljanum. Menn
ganga ekki í grafgötur
meö tilgang þeirra, enda
hefur þaö jafnan verið
svo um sjálfstæöismenn,
að þeim hefur þótt vegur
sinn mestur, þegar verst
hefur verið um þá skrifað
í þaö biaö. Á hinn bóginn
hafa menn veriö varir um
sig, þegar Þjóöviljinn hef-
ur tekiö upp hanzkann
fyrir þá og sýnt þeim
umhyggju. Þá er vísast að
eitthvaó hafi fariö úr-
skeiöis. Þaö er nefnilega
ekki sama hvaðan hrósiö
kemur. Þurfi maóur aö
þoia slíkt í Þjóðviljanum
er vísast aö þeim hinum
sama hefur oröiö á pólit-
ísk skyssa. Þetta hefur
verió góö þumalfingurs-
regla um áratugi og
menn rekur ekki minni til
aö hún hafi brugðizt.
Eins og áöur sagöi Itef-
ur Þjóðviljinn gert sína
afsökun vegna úkraínska
flóttamannsins Kovai-
enko þótt enginn hafi
kennt honum um hvernig
ástandíö er i Sovétríkjun-
um. En sumum í þeim
herbúóum er ekki sjálf-
rátt eins og þeim finnist á
sig hallaö í hvert sinn
sem uppskátt veröur um
mannréttindabrot og
ósæmileg lífskjör í aust-
urvegi, þar sem þeir líta
ennþá fyrirheitna iandiö í
huganum. í samræmi vió
þessa „hagsmuni" er
þeim mikið í mun aö ala á
sundrung og óeiningu
innan Sjálfstæðisflokks-
ins. Þaö eru annarlegar
hvatir, sem stýra pennan-
um og í algjörri andstööu
viö þær hugsjónir, sem
Sjálfstæöisflokkurinn var
stofnaður um. Þessar
hvatir eru jafnfjarri frjáls-
hyggjumanninum og sú
hersýning, sem setti svip
sinn á olympíuleíkana nú
og 1936, er þeim hug-
sjónum, sem vió þá eru
bundnar. Ástæðan til aö
kommúnistar og fram-
sóknarmenn höfóu áhuga
á því aö mynda núver-
andi stjórn er sú, aó meö
því töldu þeir, aö unnt
yrói aö kjúfa Sjálfstæðis-
flokkinn. Aö öörum kosti
hefói stjórnin ekki verið
mynduó. Á því hafa ýmsir
sjálfstæöismenn ekki átt-
aö sig, jafnvel ekki enn —
en þeim fer þó óöum
fækkandi sem sjá þetta
ekki eins og þaö er.
Kommúnistar hafa getaö
sleikt út um í bili. En það
eitt er víst: aö framtíð
Sjálfstæöisflokksins
verður ekki ráöin á síöum
Þjóðviljans — og ekki
hetdur á sellufundum Al-
þýóubandalagsins, Sjálf-
stœðismenn munu sjálfir
leysa sín mál.
Útsala
Kjólar frá kr. 12.000 — Trimmgallar frá kr. 12.000 —
Dömupeysur frá kr. 2.000 — Úrval af ódýrum
skólapeysum — Mussur frá kr. 8.000 —
Nýtt og fjölbreytt úrval af jakkapeysum og vestum.
Verksmiðjusalan Brautarholti 22,
inngangur frá Nóatúni.
^a^m^^^^^^mm^mmmmmmmmmm*
1970 Bílgreinasambandið 1980
^Aðalfundur
vSr' Bílgreinasambandsins 1980
Aöalfundur Bílgreinasambandsins veröur haldinn á
Eddu hótelinu í Menntaskólanum á Laugarvatni
dagana 22.—24. ágúst.
Dagskrá:
Föstudagur 22. ágúst.
Þátttakendur koma til Laugarvatns kl. 19.00, afhend
ráöstefnugögn.
Kl. 20 Kvöldveröur.
Kl. 21 Kynning á iönþróunarverkefni SMS
Kl. 21.30 Kvikmyndasýning frá Folksamverkstæöinu
í Váxjö.
Laugardagur 23. ágúst.
Kl. 9—10.30 Sérgreinafundir
a) Bílamálarar og bílasmiöir b) almenn bílaverkstæði
c) bílainnflytjendur d) hjólbaröaverkstæöi e) smur-
stöövar.
Kl. 10.30—12.30 Sameiginlegir fundir, niöurstööur
sérgreinafunda. Tölulegt yfirlit um bílgreinina.
Umræður.
Kl. 12.30—13.30 Hádegisveröur
Kl. 13.30—15 Umræður um bifreiöaskoöun o.fl.
Kl. 15—17 Aöalfundur Bílgreinasambandsins
Kl. 19.30 Kvöldveröur og dans.
Sunnudagur 24. ágúst
Kl. 10.30 Brottför til Reykjavíkur.
Kvennadagskrá verður á laugardeginum, fariö veröur
aö Gullfossi og Geysi. Félagar eru hvattir til aö
fjölmenna til Laugarvatns og tilkynna þátttöku sína í
síðasta lagi í dag 20. ágúst til skrifstofu BGS í síma
10650.
Stjórn Bílgreinasambandsins.