Morgunblaðið - 20.08.1980, Page 13

Morgunblaðið - 20.08.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 13 Fjórðungsþing Vestfjarða: Fiskveiðar voru aðalmál þingsins að síður brugðust forsvars- menn BSRB og ASÍ við með þeim hætti, sem lengi verður í minnum hafður (ólögleg verk- föll og útflutningsbann). En það eru „hljóðir og hógværir menn“, sem nú fara fyrir „stéttabaráttunni", ef litnir eru í ljósi atburðanna frá 1978. Ólögleg verkföll og útflutningsbann Um mánaðamótin febrúar/marz 1978 vóru í gildi samningar milli fjármálaráðuneytis og BSRB. sem giltu fram á sumarið 1979 — og til þess tíma höfðu samtökin ekki verkfallsrétt. Verkfallsheimild ASÍ var einnig umdeild. Ef aðildarfélög ASÍ hefðu sagt upp samningum fyrir febrúar- lok 1978 gátu þau boðað til verkfalls frá og með 1. apríl. Engu að síður boðuðu bæði BSRB og ASÍ til ólöglegra verkfalla fyrstu dagana í marz. Hér var gengið á grundvallar- atriði í okkar þjóðfélagsbygg- ingu: ólöglegum verkföllum beitt gegn rétti Alþingis til lagasetningar. Mikil andstaða var innan launþegahreyfingar- innar gegn þessum verkfölium. En það er fróðlegt að hugleiða, það nú að sú forysta, sem þá réð slíkum ráðum, er sú sama og nú á „biðleik" eina í taflinu. Útflutningsbannið er kapituli út af fyrir sig. Áhrif þess á markaðsstöðu og samkeppn- isstöðu freðfisks vóru mjög neikvæð. Högg að rótum út- flutnings, eins og allt er í pottinn búið í íslenzkum þjóð- arbúskap, er ekki verjanlegt. Það er gott að afstaða „foryst- Siilurit 1: Kaupmáttur kauptaxta júll‘77 júli *80 (jan. 1977 100) Súlurit 2: ~ Kaupmáttur kauptaxta eftir „Kjararánslögin” og nú (jan, '77- 100) Súlurit 3: Kaupmáttur Kauptaxta 1. árs- fjórðung 1978 og 1 ársfj. 1980 (jan 1977 100) (tfr Alþýðublaðinu 16. ágúst 1980). unnar" er ekki jafn „hraðfryst" 1980 og 1978. Allur þessi gauragangur var gerður undir kjörorðinu: „Samningana í gildi". I verk- fallshvatningu stjórnar BSRB segir: „Það er sjálf tilvera stéttarsamtaka okkar sem er í húfi. Stöndum órofa vörð um samtök okkar ... sameinumst um kröfuna: Samningana i gildi"! Samningar í gildi 1980? Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB, sagði í viðtali við Mbl. fyrir fáum dögum: „Það vant- ar mjög mikið á, að við náum með þessum samningum þeim kaupmætti. sem var eftir sól- stöðusamningana 1977. Við launin. sem eru i dag, þurfum við 24—25% hækkun til að ná þeim kaupmætti. sem var eftir samningana 1977. Allir eru sammála um að þessi mismun- ur er mikill...“ Og hvern veg eru „samningar settir í gildi“ 1980? Mbl. hefur eftir formanni BSRB 14. þ.m.: „Kristján sagði, að beinar launahækkanir væru á bilinu 1 til 5%, en með reglulegum tilfærslum eftir 4 ár, sérstak- lega frá 6. til 10. flokks, og viðbótarreglu um tilfærslur í 5 neðstu flokkum, þá væri hægt að meta heildarhækkanir þess- ara flokka á 7 til 8%.“ Síðan kemur einn „félagsmálapakk- inn“ enn, sem efalítið felur sitthvað jákvætt í sér fyrir ríkisstarfsmenn a.m.k. í orði, þó erfitt sé að meta slíkt, enda framkvæmdin eftir — og hún skiptir jú mestu. Það sem stingur þó fyrst og fremst í augu er hin gerbreytta afstaða BSRB 1978 og 1980. Fullyrða má að ef hliðstæða afstaða hefði ríkt hjá ASÍ og BSRB hið fyrra árið og nú væri öðru vísu um að litast, bæði í efnahagslífi og stjórn- málalífi þjóðarinnar. „Samn- ingar eru ekki settir í gildi“ nú með ólöglegum verkföllum og útflutningsbanni. Það er þvert á móti samið um 1 til 5%, þó 24 til 25% skorti upp á „samninga í gildi“, að dómi hagfræðings BSRB. Kaupmáttur 1978 og 1980 í júlímánuði sl. hafði kaupmátt- ur kauptaxta lækkað um 8% frá sama tíma liðins árs. Líkur benda til að kaupmáttur kaup- taxta miðað við árið í 'heild (1980) verði a.m.k. 6% lægri en hann var á sl. ári. Kaupmáttur miðast við „sólstöðusamninga" 1977 hefur rýrnað um 16%; sbr. leiðara Vísis sl. föstudag. I því sambandi má minna á, að Alþýðubandalagið sagðist axla stjórnarábyrgð í byrjun þessa árs til þess „að'vernda kaup- máttinn", enda eru „kosningar kjarabarátta“ og allt það. Sig- hvatur Björgvinsson, alþm., staðhæfðir í Álþýðublaðinu 16. ágúst sl. að „kaupmáttur kaup- taxta í júlímánuði 1980 sé 13 stigum lægri en hann var á sama tíma 1977, 11 stigum lægri en 1978 og 8 stigum lægri en 1979. Er kaupmáttur því verulega lægri en hann hefur verið á sama tíma sl. 3 ár — og langtum lægri en hann var á síðustu tveimur stjórnarárum Geirs Hallgrímssonar, „kaup- ránsstjórnarinnar" svokölluðu. Það er fróðlegt að hafa þetta í huga samhliða aðgerðum ASÍ og BSRB á árinu 1978 sem lítillega var að vikið hér að framan. Og bera saraan við koppalognið nú. Annað tveggja er, að „afstaðan" nú er viður- kenning á því, að ranglega hafi verið staðið að málum 1978, — eða, að eitthvað annað ræður ferð en kjaralegir hagsmunir viðkomandi launþega. BolunKarvík 18. ágúst 1980. FJÓRÐUNGSþlNG Vestfirð- inga 1980, var haldið i Bolung- arvik dagana 16. og 17. ágúst sl. Þingið hófst með setningar- ávarpi stjórnarform. Fjórðungs- sambandsins ólafs Kristjáns- sonar, skýrslu hans, og framkv.stj. Jóhanns T. Bjarna- sonar. Forsetar þingsins voru kjörnir Kristín Magnúsdóttir, Bolung- arvík, og Jón Ólafur Þórðarson, ísafirði. Ritarar Hilmar Jónsson, Patreksfirði og Sturla Halldórs- son, ísafirði. Aðalmál þingsins var umræða um Fiskveiðar, fiskiðnað og markaðsmál. Framsögumenn voru Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, og Guð- finnur Einarsson, forstjóri, Bol- ungarvík. Framsaga ráðherra var byggð á 5 grundvallaratriðum þ.e. Verndun fiskistofna. — Mark- aðsmál. — Gæði hráefnis og vinnsla þess. — Samræming fiskveiða. — Fjárhagsgrundvöll- ur fiskvinnslu-fyrirtækja og Út- gerðar. í framsögu Guðfinns Einars- sonar, sem var mjög ítarlega rakti hann sögu fiskveiða, kom inn á rekstur fiskvinnslunnar og útgerðar, sérstaklega ræddi Guð- finnur hugmynd að breytingu á fiskveiðiárinu og taldi að það gæti ekki farið saman við alman- aksárið. Þá vakti Guðfinnur at- hygli á minnkandi hlutdeild Vestfirðinga í veiðum þorsks, og nefndi sem dæmi að á sl. ári hafi hlutdeild Vestf. verið 5.8% minni en árið áður á sama tíma og hlutdeild Faxaflóasvæðisins hafi aukist allt að 50%. Á milli 60—70 manns sóttu Þingið sem fulltrúar og gestir. Ályktað var um fjármál fræðsluskrifstofu Vestfjarða. Fiskveiðimál, Skipulagsstofnun fyrir Vestfirði, og var kosin 3ja manna starfshópur til að skila áliti til næsta þings. Fjallað var um álit Verkaskiptanefndar ríkis og sveitarfélaga og Hrafnseyrar- nefnd og öllum þeim er unnið hafa að uppbyggingu á Hrafns- eyri þökkuð giftudrjúg störf. Þá lýsti þingið ánægju sinni yfir vel heppnaðri Hrafnseyrarhátíð hinn 3. ágúst sl. I stjórn til næstu tveggja ára voru kosnir: Guðmundur H. Ing- ólfsson, Isafirði, Ólafur Krist- jánsson, Bolungarvík, Edvard Sturluson, Suðureyri, Karl M. Loftsson, Hólmavík og Gunnar R. Pétursson, Patreksfirði. Frá- farandi formaður Ólafur Krist- jánsson baðst undan endurkjöri og var Guðmundur H. Ingólfsson, Isafirði kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Gunnar. Leiðrétting I blaðinu í gær segir að litirnir í gosmekkinum og hreyfingin minni á Kristsmynd Gerðar í Skál- holtskirkju. Hér hafa orðið penna- glöp, því að sjálfsögðu átti að standa „Kristsmynd Ninu í Skál- holtskirkju“. STALHF SINDRA Fyrirliggjandi i birgðastöð ÁLPLÖTUR Hálfhert efni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustæröir 1200 mm * 2500 mm Borgartúni 31 sími27222 STALHF SINDRA Fyrirliggjandi í STANGAAL Fjölbreyttar stæröir og þykktir VINKILÁL FLATÁL LlLLL SÍVALT ÁL ALPRÓFÍLAR □0 □ LZ] Borgartúni31 sími27222 - sí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.