Morgunblaðið - 20.08.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
Pólskt efnahags-
líf í miklum vanda
Yinarbonc. 19. áKÚst. AP.
VERKFALLAALDAN sem nú jtcnKur yfir Pólland hefur enn sett
yfirvoldum stólinn fyrir dyrnar þegar þau hafa viljað hækka verð á
landbúnaðarafurðum. Það fé, sem yfirvöld vonuðust til að afla með
hækkunum á landbúnaðarafurðum hefur þevcar brunnið upp í verkfalla-
öldunni. Pólland á nú við KÍfurleK efnahagsleg vandamál að stríða og
skuldabagginn við útlönd er gifurleftur — mciri en i nokkru öðru riki
austan járntjalds. eða 17 milljarðar dollara. Yfirvöld höfðu vonast til að
afla 40 milljóna dollara með hækkunum á landbúnaðarafurðum en sú
ætlan er að engu orðin vegna KÍfurleKs framleiðslutaps af völdum
verkfallanna.
Tvívegis áður hafa pólsk yfirvöld
freistað að hækka verð á landbúnað-
arafurðum. Árið 1970 freistaði
Gomulka að hækka verð. Sú tilraun
endaði með falli hans og Gierek tók
við stjórnartaumunum. Gierek-
stjórnin freistaði að hækka verð á
landbúnaðarafurðum árið 1976. All-
ur almenningur brást hart við og
stjórnin varð að draga áform sín til
baka eftir óeirðir og verkföll.
Skuldabagginn við útlönd hefur
orðið til þess, að stjórnvöld flytja
allt út sem seljanlegt er. Þetta hefur
komið hart niður á almenningi. Um
árabil hefur kjötskortur verið ríkj-
andi í landinu. Þó hægt sé að fá
pólskt svínakjöt í flestum banda-
rískum verzlunum á pólskur al-
menningur í miklum erfiðleikum
með að komast yfir slíkt lostæti —
það er nánast allt flutt út. Síðastlið-
ið ár fluttu Pólverjar út um 100
þúsund tonn af kjöti, þar af um 45
þúsund af hinu þekkta pólska svína-
kjöti.
Risarotturnar hafa drepið börn — og allt upp í stærri dýr eins og
fé og kálfa.
Egyptaland:
Risarottur verða
börnum að bana
MILLJÓNIR af risarottum valda nú miklum usla í Egyptalandi.
Risarottur hafa étið kornabörn og öllum almenningi stendur mikill
stuggur af þessum ófögnuði. Risarotturnar vega allt að eitt og hálft
kfló og eru 35 sentimetra langar. Þær hafa streymt um ósa Nílar og
færast sífellt nær Kairó.
Qífurleg eyðilegging hefur orðið
af völdum þessa rottufaraldurs.
Þær éta allt sem að kjafti kemur
og mikið magn af landbúnaðar-
afurðum hefur farið í kjafta
þeirra. Þá hafa rottur ráðist á
sauðfé, geitur og kálfa.
Fréttir hafa borist um, að rottur
hafi étið kornabörn í bænum
Zigazig, um 60 kílómetrum frá
Kairó. Orsakir þessa faraldurs nú
ná aftur til sex daga stríðsins.
Þegar ísraelsmenn gerðu sína
leifturárás, þá yfirgáfu íbúar Port
Said, Ismalia og Suez heimili sín
— rotturnar urðu eftir og fjölguðu
sér ört. Þær urðu herrar drauga-
bæja. Nú, hins vegar, virðist hafa
þrengt svo að þeim í þessum
bæjum að þær hafa leitað út fyrir
þá. Þeirra varð fyrst vart í des-
ember síðastliðnum. Dag nokkurn
vaknaði fólk, í bænum El-Shobek,
upp við vondan draum. Einkenni-
legur niður barst að eyrum þeirra
— og í ljós kom að þúsundir rottna
bókstaflega streymdu að. Yfirvöld
hafa lítið ráðið við þennan ófögn-
uð og almenningi í landinu stend-
ur nú mikill stuggur af risarottun-
um.
Pólsk yfirvöld fóru í kring um
hækkanirnar árið 1976 með því að
hafa kjöt á boðstólum í sérstökum
verzlunum. Það var selt á dýrara
verði en í almennum verzlunum.
Þannig tókst að fá fram hækkun, þó
ekki væri hún opinber. Þetta varð til
þess að erfiðleikar voru að fá kjöt í
almennum verzlunum. Samkvæmt
fyrirætlunum þá átti aðeins að vera
hægt að fá kjöt í dýrari verzlunum,
og verðið hefði hækkað verulega.
Almenningur vildi ekki sætta sig
við þetta og afleiðingin eru víðtæk
verkföll sem lama margar greinar
atvinnulífsins. Þó höfðu stjórnvöld
verið vöruð við að hækka verðið.
Embættismenn sögðu að pólskur
almenningur yrði að búast við
lakari lífskjörum vegna efnahags-
erfiðleika. En almenningur er
greinilega búinn að fá sig fullsadd-
an — og hækkanir nú á landbúnað-
arafurðum hafa orðið til þess, að
kröfur hafa komið fram um aukin
mannréttindi i landinu og að flokk-
urinn láti af alræði sínu. Sem
stendur er stál í stál og ekki er séð
fyrir endann á deilum stjórnvalda
við almenning. Stjórnvöld hafa hót-
að að beita valdi, — undir rós þó.
Hvað gerist á næstu vikum er
nánast ómögulegt að spá um. Hvort
verkfallsmenn ná að knýja fram
breytingar á stjórn landsins eða
hvort stjórnvöld beita her landsins
fyrir sig til að bæla niður verkföll —
það er ómögulegt að spá um.
Brezkir ferðamenn
lausir úr prisund
Chcrbourtt. 19. ájrúst. AP.
FRANSKIR fiskimenn, sem und-
anfarið hafa haldið uppi hafn-
banni á nokkrar stórar hafnir i
Frakklandi, hleyptu þremur
brezkum ferjum úr höfn i dag.
Samkomulag náðist um að lofa
6000 brezkum ferðamönnum að
fara yfir Ermarsundið til síns
heima af „mannúðarástæðuin“
eins og fiskimenn orðuðu það.
Fiskimennirnir settu það að
skilyrði að frönsk yfirvöld gerðu
ekkert til að brjóta aðgerð þeirra á
bak aftur. Sex þúsund brezkir
ferðamenn hafa verið strandaglóp-
ar í Cherbourg í Frakklandi, — þar
af margar konur og börn. Yfirvöld
gáfu fólkinu mat og veittu því
húsaskjól.
Hins vegar stendur hafnbann
fiskimanna enn. Samningaviðræð-
ur standa nú yfir í borginni Caen á
Normandý, milli fiskimanna og
togaraeigenda. Hafnbannið hefur
þegar valdið miklu tjóni og Frakk-
ar tapa milljónum dollara daglega.
Hafnaryfirvöld í Le Harve sögðu í
dag, að höfnin þar tapi daglega 1.4
milljónum dollara. í Le Harve eru
nú 30 skip lokuð inni, 42 er bannað
að fara í höfnina og 48 hafa snúið
annað. Hafnbannið nær einnig til
hafna við Miðjarðarhaf.
Þetta gerðist
1975 — Bandarísku geimfari skot-
ið áleiðis til Mars frá Canaveral-
höfða.
1972 — Um 400 farast í mestu
flóðum í Suður-Kóreu í hálfa öld.
1971 — Leiðtogar Líbýu, Egypta-
lands og Sýrlands undirrita
stofnskrá sambandsríkis.
1968 — Sovétríkin og önnur
Varsjárbandalagsríki gera innrás
í Tékkóslóvakíu.
1960 — Senegal fær sjálfstæði.
1955 — Óeirðir gegn Frökkum
hefjast i Marokkó.
1953 — Mossadeq, forsætisráð-
herra Persíu, handtekinn —
Frakkar steypa soldáninum í Mar-
okkó af stóli.
1932 — Efnahagsmálaráðstefnu
brezka heimsveldisins lýkur í
Ottawa.
1918 — Bretar hefja sókn á vest-
urvígstöðvunum.
1914 — Innreið Þjóðverja í Bröss-
el.
1908 — Leopold II af Belgíu lætur
Kongó af hendi við stjórn Belgiu.
1791 — Danski sæfarinn Bering
finnur Alaska.
1641 — Bretar undirrita friðunar-
samninginn við Skota.
1526 — Her ítalska kardinálans
Pompeo Colonna rænir Róm og
Clement páfi VII leitar hælis í St.
Angelo kastala.
Afmæli. Raymond Poincaré,
franskur stjórnmálaleiðtogi
(1860—1934) — Emily Bronté,
enskur rithöfundur (1818—1848).
Andiát. 1854 Friedrich von Schell-
ing, heimspekingur — 1912 Willi-
15
Veður
víða um heim
Akureyri 10 rigning
Amsterdam 22 heíóskírt
Aþena 30 skýjaó
Barcelona 26 skýjaó
Berlin 20 skýjaö
BrUssel 21 heióskírt
Chicago 31 skýjaó
Frankfurt 26 rigning
Genf 24 mistur
Helsinki 22 heióskírt
Jóhannesarborg 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 rígnirtg
Lissabon 27 heiðskírt
London 24 heióskirt
Los Angeles 24 skýjaó
Madrid 32 rigning
Malaga 26 skýjað
Mallorca 30 skýjaó
Miami 31 skýjaó
Moskva 18 skýjaó
New York 29 heióskírt
París 21 skýjað
Reykjavík 11 úrkoma
Río de Janeiro 35 skýjaó
Rómaborg 28 heióskirt
Stokkhólmur 20 heiðskirt
Tókýó 29 heióskírt
Vancouver 20 heióskírt
■■■ ’
w/
ERLENT ,
20. ágúst
am Booth, leiðtogi Hjálpræðis-
hersins.
Initient. 1809 Jones skipherra
setur Jörundi úrslitakosti — 1879
Matthías Jochumson heiðraður —
1898 Vígsia Valhallar á Þingvöll-
um og hvítblái fáninn dreginn að
húni — 1920 Stjórnarskrárbreyt-
ingin samþykkt — 1929 Jökul-
stífla brestur við Hagavatn og flóð
hleypur í Tungufljót og Hvítá —
1938 Guðrún Lárusdóttir og tvær
dætur hennar drukkna í Tungna-
fljóti — 1875 f. Ágúst H. Bjarna-
son — 1885 f. Þorsteinn M.
Jónsson — 1888 f. Helgi Hjörvar.
Orð dagsins: Draumur lífs míns
hefur verið eilíf martröð — Vol-
taire, franskur heimspekingur
(1694-1778).
Loksins hefur okkur tekist að finna fullkomió, nýtískulegt og
vandað litsjónvarpstæki á lægra verði en aðrir geta boðið.
STÆRÐ VERD STADGR.VERD STRAUMTAKA
20 t. 670.000- 636.500- 85 wött
22 t. 730.000,- 693.500,- 85 wött
26 t. 850.000.- 807.500.- 95 wött
model 1980