Morgunblaðið - 20.08.1980, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
17
flfoqpiiifrlafrft
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
Uppskeran fer
eftir útsæðinu
Hvern veg ganga njörðir núverandi ríkisstjórnar þvert á
stefnumið Sjálfstæðisflokksins? Þetta var spurnintj sem
dagblaðið Vísir beindi til Geirs Halljírímssonar, formanns
Sjálfstæðisflokksins, í viðtali sl. laujíardajj.
Geir Halljirímsson svaraði efnislejía á þessa leið: Ég held að
það sé rétt að kalla núverandi forsætisráðherra til vitnis í þessu
efni. Hann reit grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember sl., rétt
fyrir kosningar, þar sem hann gerði kjósendum grein fyrir
viðhorfum flokksins.
I fyrsta lagi sagði forsætisráðherrann í þessari grein, að ekki
væri lengur hægt að auka á skattheimtu hérlendis; hún væri
þegar orðin of há. Þetta var í samræmi við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins, sem hét því í kosningabaráttunni að afnema alla nýja
skatta og skattauka vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar, sem
vóru að fjárhæð rúmir 25 milljarðar króna. Núverandi stjórn
framlengdi hinsvegar alla þessa skatta, — og tvöfaldaði raunar
þessa skattþyngingu, — þann veg að skattheimtan hefur aukizt
um 50 til 60 milljarða króna 1980 miðað við skattareglur 1978.
í öðru lagi benti forsætisráðherra á í þessari grein, að lækka
yrði ríkisútgjöldin til samræmis við boðaða skattalækkun. Það
væri unnt að gera með því að ákveða að fjárlög yfirstandandi
árs yrðu 10% lægri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi því,
sem vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar lagði fram í. október-
mánuði sl. Núverandi ríkisstjórn hefur síður en svo lækkað
fjárlög. Auk þess hefur hún fært ýmis útgjöld ríkissjóðs af
fjárlögum inn á lánsfjáráætlun, sem í raun er aðeins að fresta
vandanum.
I þriðja lagi fjallaði forsætisráðherra um það í tilvitnaðri
grein, að niðurgreiðslur, sem nú kosta milli 20 og 30 miiljarða á
ári, væru komnar úr hófi. Taldi hann að hægt væri að spara
milljarða króna á þessum útgjaldalið. Sú staðhæfing hefur hins
vegar ekki staðið í vegi fyrir því að núverandi ríkisstjórn gæti
enn hækkað niðurgreiðslurnar, eins og dæmin sanna.
Undir það skal tekið að núverandi ríkisstjórn ber um flest
svipmót fyrri vinstri stjórnar. Alþýðubandalag og Framsóknar-
flokkur, sem mestu réðu um stefnu ríkisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar, eiga sjö af ellefu ráðherrum núverandi
ríkisstjórnar — og fara auk þess með ýmsa veigamestu
málaflokka þjóðajbúsins. Það segir sig því sjálft að uppskeran
fer eftir útsæðinu. Gleggsta vinstri stjórnareinkennið er þó
tvímælalaust það, að beinir skattar 1980 hafa hækkað úr 74
milljörðum samtals, og 19,9%. af tekjum þess árs sem þeir vóru
lagðir á, í 120 miiljarða samtals — og 21,1% af heildartekjum.
Rödd mjólk-
urbóndans
Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum, sagði í viðtali við Mbl.
að mjólkurbú yrðu fyrir allt að 50% kjaraskerðingu. Auk
venjulegrar skattheimtu, þyrfti kúabóndinn að sæta: 1)
Samdrætti vegna kvótakerfis, sem hefði í för með sér 18 m.kr.
tekjurýrnun á búi viðmælandans, en hann þurfti að minnka
mjólkurframleiðslu um 60 þúsund lítra á liðnu ári; 2)
innvigtunargjaldi á mjólk, 28 krónum á lítra, sem kostar
viðmælanda 6 m.kr. á ári: 3) 200^ fóðurbætisskatti, sem eykur
útgjöld þessa bónda um 10—12 m.kr. „Þetta verður samtals um
36 m.kr. brúttótekjurýrnun," sagði bóndinn á Sílastöðum í
samtalinu við Mbl.
Ofan á þetta bætist, sagði bóndinn, að við fáum ekki nema
65% af andvirði mjólkurinnar greidd. Eftirstöðvum er haldið í
eitt ár — meðan verðbólgan étur þær upp.
Orðrétt sagði Eiríkur Sigfússon, bóndi á Sílastöðum: „Ég get
ekki betur séð en þessi hrikalega tekjurýrnun geri okkur nær
launalausa. Við eigum lögbundin laun miðað við ákveðnar
viðmiðunarstéttir. Ég er anzi hræddur um að eftir þessar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu þau orðin lítill hluti af því sem
okkur ber. Það væri gaman ef landbúnaðarráðherra reiknaði út
tekjur mjólkurbænda 1979 miðað við að þessi skattur hefði þá
verið í gildi."
Ekki skal hér dregið úr vanda búvöruframleiðslunnar, né
vegið að viðleitni til að sníða framleiðsluna að markaðsstað-
reyndum, en hitt má aldrei gleymast, að tryggja rétt
einstaklings gagnvart valdi og viðbrögðum „kerfisins“.
Aukin samkeppni í verslun á Akureyri:
Nú eru rúmir tveir mánuðir liðnir frá því að Hagkaup opnaði stórverslun sína á Akureyri. Þegar í upphafi tók
almenningur versluninni ákaflega vel og salan hefur verið vaxandi frá byrjun. Það sem Akureyringar virðast kunna
best að meta, er aukið vöruúrval frá því sem áður þekktist, auk lægra vöruverðs í mörgum tilfellum. Ef marka má
ummæli fólks á Akureyri hafa Hagkaupsmenn hleypt nýju blóði í viðskiptahætti Norðanlands sem þóttu bera mörg
einkenni einokunaraðstöðu. Það er fullljóst að þeir hlutir sem gerst hafa á Akureyri á sviði verslunar síðustu tvo
mánuði eru ekki daglegir viðburðir og ef til vill eru landsmenn að verða vitni að kennslubókardæmi um gildi frjálsrar
samkeppni.
Gestur Hjaltason í Hagkaup á Akureyrí:
Yið höfum lækkað
almennt vöruverð
Blaöamaóur Morgunblaðsins var á ferð um Akurcyri nýverið og
ra“ddi þá við Gest Hjaltason framkvæmdastjóra sölusviðs hjá
ilagkaup. en þess má geta að Gestur var að ieysa Ómar Jóhannsson
verslunarstjóra af. en hann var í fríi þegar hlaðamaður átti þarna
leið um.
Flutningskostnaður hluti
af rekstrarkostnaði
Hvernig er hljóðið í ykkur eftir
fyrstu tvo mánuðina?
Það verður að segjast að salan
hefur farið fram úr okkar björt-
ustu vonum og t.d. var júlísalan
mun meiri en söluspár gerðu ráð
fyrir. Það er gjarnan svo, að þegar
ný búð opnar, þá flykkjast menn
til að skoða, þannig að það er alls
ekki óeðlilegt að salan minnki
strax á öðrum mánuði, en það
hefur hún ekki gert hjá okkur.
Hvað veldur því að þínu mati?
Það eru sjálfsagt margar skýr-
ingar á því, en ég held að almenn-
ingur hafi komist að raun um að
hér var eitthvað sérstakt á ferð-
inni, við kynntum nýjungar í
viðskiptaháttum, meira vöruval og
lægra verð í mörgum tilfellum.
Það kom einnig berlega í ljós, að
mjög margar vörutegundir sem
við buðum upp á höfðu ekki sést
hér mjög lengi og fólk var orðið
glorsoltið ef svo má segja. Ég get
nefnt dæmi að jógúrt hefur verið
ófáanleg hér þar til að við byrjuð-
um að selja hana og salan hefur
orðið gífurleg. Hvernig tekst ykk-
ur að halda flutningskostnaði
fyrir utan vöruverðið?
Við högum okkar innkaupum
þannig, að t.d. matvara og fatnað-
ur er keypt inn á lager í Reykjavík
og síðan flutt hingað, mest í
gámum sjóleiðina. Með því móti
Gestur Hjaltason framkvæmda-
stjóri sölusviðs, við sams konar
náum við að lækka flutnings-
kostnað mjög verulega og getum
boðið mun lægra verð. Við lítum á
flutningskostnað sem hluta af
rekstrarkostnaði, hann legst ekki
á vöruverðið, heldur dregst frá
hagnaði eins og aðrir kostnaðar-
liðir. Við bjóðum því sama verð á
vörunum hér og fyrir sunnan og
t.d. er einfalt dæmi, að einn líter
af Coke lækkaði hér um 300 kr.
eftir að við byrjuðum.
En er ekki erfitt, að láta álagn-
inguna duga miðað við verulegan
flutningskostnað?
Ég held ekki, Hagkaup hefur
oftast boðið 10% afslátt frá
leyfðri álagningu og með ýtrustu
hagkvæmni í flutningum held ég
að það muni skila sér á viðunandi
hátt fyrir alla aðila.
Kaupfélagið fylgir
í kjölfarið
Hvernig hafa viðbrögð annarra
verslana orðið?
Kaupfélagið hefur í langan tíma
verið langstærsti verslunaraðilinn
hér á Akureyri, þannig að búast
mátti við að við yrðum í mestri
samkeppni við þann aðila.
Viðbrögð þeirra hafa orðið
hvort tveggja í senn, brosleg og
ánægjuleg.
Fyrst eftir að nýja verslunin
opnaði gerðist lítið, en þegar ljóst
varð að salan hjá okkur yrði svo
mikil sem raun ber vitni byrjaði
Kaupfélagið að taka við sér.
Verð var lækkað á mörgum
vörum, svo stórlega að engum gat
dulist að tilkoma okkar var ástæð-
an. Það er vitaskuld ekki nema
gott eitt um það að segja, en
mörgum þótti broslegt að sjá
viðbrögðin og spurðu: Hvers vegna
var verðið ekki lækkað fyrr?
Við fögnuðum þessari breytni,
enda höfum við lengi staðið í
samkeppni sem öllum er til góðs,
og nýtur hinn almenni viðskipta-
vinur mests hagnaðar, sem kemur
fram í almennri lækkun vöru-
verðs.
Hvað versla hér margir á dag,
að jafnaði?
Ég hef ekki haldbæra tölu um
það, en í fljótu bragði má telja
víst, að á góðum föstudegi komi
hingað um 3000 kaupendur og
eitthvað minna á öðrum dögum.
Hafið þið marga starfsmenn
hérna?
Þeir eru um 40, en með vaxandi
sölu gætum við orðið að bæta við.
Hefur verið almenn ánægja með
þessa verzlun?
Ég held að ég geti fullyrt það.
Fólk er bæði undrandi og ánægt
með vöruúrvalið og ég hef heyrt,
að fólk komi víða að úr sveitum til
að versla hér. Það sem fyrir okkur
vakir, er að bjóða fólki eins lágt
vöruverð og við ráðum við og sem
mest vöruúrval þdnnig að almenn-
ingur geti fengið sem mest fyrir
peningana. Ég álýt að okkur hafi
tekist að lækka almennt vöruverð
hér á Akureyri og vilji aðrir fara
neðar þá fögnum við því.
Feðgarnir Reynir Smith og Róbert Smith frá Reykjavík.
Hjónin Sigmar Pétursson og Þrúður Kristjánsdóttir.
Sævar Hallgrimsson á Svalbarðseyri:
Álit nokkurra viðskiptavina:
Vöruúrval er
stórkostlegt...
Veltan hjá okkur
hefur tvöfaldast
dæmi um nauðsyn samkeppni til
lækkunar á vöruverði.
Næstar á vegi Blaðamanns Mbl.
urðu tvær konur frá Siglufirði sem
voru að bjástra við að fylla farang-
ursgeymslu á bíj af matvælum. Þær
sögðust heita Árný Jóhannsdóttir
og Svanhildur Eggertsdóttir og
kæmu þær oft alla leið frá Siglu-
firði til að versla í Hagkaup vegna
þess að búðin bæri af öðrum. Bæði
væri úrvalið af matvælum stór-
kostlegt, en auk þess væri allt svo
snyrtilegt, gott loft og lipurt starfs-
fólk, sem legði sig fram við að sinna
viðskiptavininum.
Þær stöllur sögðu að lokum, að
þær vissu um margt fólk sem gerði
sér sérstaka ferð um langan veg til
að komast í þessa verslun og væru
Siglfirðingar þar engin undantekn-
ing.
Að síðustu hitti blaðamaður ung
hjón þau Þrúði Kristjánsdóttur og
Sigmar Pétursson, en þau hjónin
bjuggu áður í Reykjavík. Þau sögðu
að K.E.A. hefði aldrei getað veitt
slíkt vöruval, enda verzluðu þau oft
í kaupfélagsbúðunum frá degi til
dags, en stórinnkaup færu fram í
verslun Hagkaups. Áð mati þeirra
hjóna hefur þessi verslun haft mikil
áhrif á K.E.A. þar sem þeirra
verslanir hefðu lagast mikið upp á
síðkastiö. — F.F.
skammri stundu, svo að við megum
hafa okkur alla við að framleiða.
Viðskiptunum við Hagkaup er
þannig háttað, að við seljuni þeim
annars vegar frysta vöru sem þeir
geyma og hins vegar ferskan niat,
sem seldur er úr kjötborðinu á
hverjum degi.
Hverskonar kjöt vill fólkið helst
fá?
Það er stöðug sala i þessu sígilda
sem við þekkjum, en |>ó hefur það
komið mér á óvart hversu viðskipta-
vinirnir kaupa mikið af vöru sem
telja má til nýjunga.
Við höfum spáð því að Hagkaup
myndi verða með um 20'ií af kjöt-
markaðnum á Akureyri, en það er
alveg Ijóst af sölunni að sú spá er til
muna of lág.
Margir töldu, að þegar nýjabrumið
væri farið af Hagkaupsversluninni
myndi salan fara minnkandi, en ef
marka má af kjótsólunni þá sýnist
mér raunin verða önnur.
Er Hagkaup ykkar stærsti við-
skiptavinur?
Já, þeir eru langstærstir og þessi
nýja búð hefur virkað eins og
vítamínssprauta fyrir okkur, en í
þessari kjötvinnslu vinna um 25
manns. Við ætlum að bregðast við
þessari aukningu á þann hátt að
auka enn fjölbreytnina og er bygg-
ing nýs eldhúss eitt skref í þá átt.
Mér sýnist það augljóst að al-
menningur á Akureyri og í nágrenn-
inu telur Hagkaupsbúðina eins og
himnasendingu, enda hefur vöruúr-
val stóraukist á Akureyri og vöru-
verð lækkað að því að sagt er.
BLAÐAMAÐUR Morgunhlaðsins
hitti nokkra viðskiptavini í hinni
nýju verslun Hagkaups á Akur-
eyri og spurði þá hvernig þeim
litist á verzlunina.
Fyrsta hitti blaðamaður feðgana
Reyni Smith og Róbert Smith en
þeir eru báðir Reykvíkingar en voru
í sumarleyfi í sumarbústað i Vagla-
skógi.
Þeir feðgar sögðust hafa orðið
undrandi með það mikla vöruúrval
sem í búðinni væri og gæfi það
ekkert eftir búðum í Reykjavík. Að
sögn þeirra feðga er verð mjög
hagstætt, enda sýndi fólksstraum-
urinn að fólk kynni að meta þessa
búð, þar sem hún væri alltaf full.
Að lokum sögðu þeir Reynir og
Róbert að þessi verslun væri glöggt
Árný Jóhannsdóttir ojf Svanhildur ÉKKertsdóttir írá Siglufirði.
Hin nýja verslun Hagkaups á Akureyri fær stærstan hluta af
kjötvöru frá kjötiðnaðardeild Kaupfélags Svalbarðseyrar í S-Þingeyjar-
sýslu. sem er í um 20 km. fjarlægð frá Akureyri. Á Svalbarðseyri hefur
um fjogurra ára skeið verið rekin umfangsmikil kjötvinnsla. en með
tilkomu nýju verslunarinnar á Akureyri hefur framleiðslan stóraukist.
Blaðamaður Morgunblaðsins skoðaði kjötvinnsluna og ræddi við Sævar
Hallgrímsson framkvæmdastjóra kjötiðnaðardeildarinnar um umfang
viðskiptanna við Hagkaup.
Við framleiðum
um 200 vöruheiti
Hvað framleiðið þið helst hérna?
Við byrjuðum fyrir rúmum fjórum
árum og reyndum þá strax að feta
ótroðnar slóðir í kjötframleiðslunni.
Við höfum alla tíð verið með allt það
algengasta af kjötvöru, en auk þess
er margt um nýjungar. Þar má geta
ýmis konar tilrauna með sölu á
fersku kjöti, þar sem við seljum t.d.
kjöt með sósum og öðru viðbiti,
þannig að fólk þarf minna að hafa
fyrir matseldinni. Þar fyrir utan
framleiðum við salöt, samlokur og
smárétti, við erum t.d. nýbyrjaðir að
selja graflax með sinnepssósu við
mjög góðar undirtektir.
Þetta sem ég hef nefnt er þó
aðeins smásýnishorn til að gefa
nokkra hugm.vnd um úrvalið, en
samanlagt framleiðum við yfir 200
vöruheiti.
Hvernig er viðskiptunum við Hag-
kaup háttað?
Áður en að Hagkaup opnaði stór-
verslun sína á Akureyri höfðum við
framleitt fyrir verslanir víðs vegar
um landið, en segja má að okkur hafi
þó vantað stóran markað hér í
nágrenninu.
Með tilkomu þessarar verslunar
gjörbreyttist dæmið, sökum þess að
veltan hjá okkur tvöfaldaðist á
Sævar Hallgrímsson fram-
kvæmdastjóri með nýjan vinsæl-
an rétt, graflax og sinnepssósu.