Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 28

Morgunblaðið - 20.08.1980, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 Benni minn, flýttu þér, þú man.st hvað það fer i taugarnar á henni mömmu að þurfa að biða! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Að loknu spili fylxja oft um- ræður «k skoðanaskipti um hvort Kera mátti betur. Sitt sýnist hverjum o>f það er oft alls ekki sama hvoru meiíin setið er við borðið. Norður gaf, allir á hættu. Norður S. 10962 H. ÁKD T. 763 Vestur L. ÁD5 Austur S. K8 S. 754 H. 98 H. 105432 T. ÁD4 T. 10982 L. K109873 „ A L. 4 Suður S. ÁDG3 H. G76 T. KG5 L. G62 COSPER — Hvað, er ég rekinn? Ég er heppinn að þrælar skuli ekki lengur seldir. Þar er þykkt smurt Það er nú rúmlega ár síðan að ég sendi Vegamálastjóra Reykja- víkurborgar nokkrar línur ásamt tilmælum um að hann hlutaðist til um að göngubrautir með hvítum þverstrikum væru settar á nokkr- um stöðum við Kleppsveg neðan- verðan, þ.e.a.s. beint á móti Kleppsvegi númer 20, en þar er biðskýli fyrir strætisvagnafarþega og ennfremur göngubraut á gatna- mótum Kleppsvegar og Héðins- götu. Það er óhemju hraður akstur á Kleppsvegi enda hafa þarna orðið slys fyrir utan smærri óhöpp. Ef lítið er um hvíta málningu, mætti spara dálítið á göngubraut- unum við Alþingishúsið, en þar er þykkt smurt. Það er að vísu fleira í vegamálum okkar í Laugarnes- inu sem athuga þyrfti. Eftir á að hyggja, hver er hámarkshraðinn fyrir bifreiðir í þéttbýli Reykjavíkurborgar og nágrenni? Ásgeir Þ. Ólafsson 0674-4826 • Fyrirspurn til gatnamálastjóra Mig langar að koma á fram- færi þeirri spurningu til gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar hvort það sé staðreynd að húsið við Skólavörðustíg eigi sem sam- svarar tveimur hellum af gang- stéttunum frá Baldursgötu og upp úr hægra megin. Ef þetta er rétt megum við þá, sem þarna búum, ekki gróðursetja þar? Og hér með er fyrirspurninni. komið á fram- færi. I.H. Norður opnaði á 1 laufi og suður sagði 1 spaða. Vestur vildi vera með, sagði 2 lauf og norður 2 spaða, sem suður hækkaði beint í 4 spaða. Útspil hjartanía. Sennilega ekki besti samningur- inn, hugsaði suður. En ekki mátti gefast upp þó 3 grönd hefðu verið sigurstranglegri. Eftir fyrsta slaginn reyndi sagnhafi trompsvíninguna. Vestur fékk á kónginn og spilaði aftur hjarta. Sagnhafi hirti þá trompin af andstæðingunum og svínaði laufdrottningu. Næst tók hann hjartaslaginn og spilaði síðan laufás og aftur laufi. Vestur fékk á kóng og hann gætti þess að spila lágum tígli. Þar með fékk suður á gosann en varð seinna að spila tíglunum sjálfur og gaf þá tvo slagi til viðbótar. Árangur 9 slag- ir, 1 niður. Norður var ekki ánægður og benti á, að eftir sögn vesturs var eðlilegt að staðsetja hjá honum öll háspilin, sem vantaði. Þess vegna væri betra að sleppa svíningunni í trompinu, taka fremur á ásinn og spila næst hjörtunum. Ef vestur trompar þá ekki, verður honum næst spilað inn á tromp. Gera má ráð fyrir, að hann spili lágum tígli, suður fær á gosa, tekur trompið af austri, svínar laufi og endaspilar vestur aftur í laufinu. Og hann verður þá að rétta sagnhafa tíunda slaginn. Rétt er það, sagði suður, en benti einnig á, að lauf út í upphafi hefði örugglega hnekkt spilinu. Kom með 24 þúsund tonn að landi SKUTTOGARINN Ilólmatindur kom með 24 þúsund tonn að landi á þeim tiu árum. sem hann var í eigu Hraðfrystihúss Eskifjarðar. Skipið kom til lands um áramótin 1970—71 og fór i sína fyrstu veiðiferð í febrúarmánuði. Erfitt er að reikna út verðmæti afla skipsins, en ekki er fjarri lagi að áætla það yfir 3 milljarða króna á núgildandi verðlagi. í gær fékk Hraðfrystihús Eski- fjarðar afhent nýtt skip í Frakk- landi og tók Aðalsteinn Jónsson á móti hinu nýja skipi. í gær átti sömuleiðis að opna tilboð í breyt- ingar á nýja skipinu, en einkum er þar um að ræða breytingar á lestum skipsins. ÁRBJÖRN Magnússon fékk það verkefni að taka á móti endanum er Ilólmatindur kom inn til Eskifjarðar úr síðustu veiðiferðinni. Árbjörn hefur lengst af verið skip- stjóri á skipinu og sigldi þvi út til Frakklands. en skipið var tekið upp í kaup á nýrra skipi, sem kemur til Eski- fjarðar í næsta mánuði. (Ljósm. Ævar).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.