Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 2

Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 Grunnskólinn, Grundarfirði: Atta kennarar af 9 treysta sér ekki til að hef ja störf Samningur BSRB og ríkisins: Atkvæðagreiðsla 4. og 5. september ÁTTA kennarar af níu við Grunnskóla Grundarf jarðar hafa lýst þvi yfir, að þeir treysti sér ekki til að hef ja störf við skólann i haust, ef fastráðinn skólastjóri. sem verið hefur í ársleyfi frá störfum. hefur þá störf að nýju. Ástæðan sem þeir gefa er, skv. heimildum Mbl., að þeir geti ekki unnið með skólastjóranum vegna „samstarfserfiðleika og áhugal- eysis hans“, eins og það hefur verið orðað. Fjórir af þessum átta kennurum hafa þó aldrei unnið undir stjórn skólastjórans, en þrír segjast aðspurðir þekkja til starfa hans af samstarfsvett- vangi skólamanna. Skólanefnd Grundarfjarðar hefur sagt af sér vcgna þess og hreppsnefnd fund- aði um málið s.l. föstudagskvöld og sendi ályktun sina til mennta- málaráðherra og bíður málið nú afgreiðslu hans. Kröfur hafa komið frá íbúum Grundarfjarðar um. að haldinn verði borgara- fundur um málið. Ekki tókst að ná sambandi við neina af kennurum skólans í gær og sveitarstjóri og skólastjórinn vildu þá ekki láta hafa neitt eftir sér á þessu stigi málsins. Skóla- stjórinn, sem er Örn Forberg, hefur starfað á annan tug ára við Grunnskólann og kom nú nýverið til starfa á ný, með áðurnefndum afleiðingum. Ungur maður, Ey- INNLENT Jafntefli hjá Jóni JÓN L. Árnason gerði jafntefli við Toro frá Chile í fjórðu umferð heimsmeistaramóts unglinga í skák í gærkvöldi. Jón er nú í 1. — 4. sæti ásamt Kasparov Sovétríkj- unum og Neguleschu Rúmeníu, sem tefldu saman í gær og gerðu jafntefli, og Akesson frá Svíþjóð, en þeir eru allir með 3,5 vinninga. í fimmtu umferð í dag hefur Jón hvítt á móti Kasparov. steinn Jónasson, hefur gegnt starfi hans í ársfjarverunni. Einn kennari við skólann, sem starfað hefur þar í sjö ár, tekur ekki þátt í þessum aðgerðum. Málið bíður nú afgreiðslu menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, en hann hefur ekki verið í bænum, en var vænt- anlegur í ráðuneytið á ný í morg- un. Um fátt er meira talað á Grundarfirði þessa dagana og hafa komið fram óskir frá íbúum um að borgarafundur verði hald- inn og málin þar rædd. Fjórum sleppt úr gæzlu í gær Fjórum mönnum sem setið hafa i gæzluvarðhaldi vegna rannsókna RLR á svika- og þjófnaðarmálum var sleppt úr haldi í gær. í þeim hópi var annar sölumannanna svonefndu. en hinum var sleppt á föstudaginn. Báðir þessir menn sátu inni í u.þ.b. einn og hálfan mánuð. Þá rann út í gær gæzluvarðhald þriggja manna, sem sátu inni vegna rannsóknar á innbrotum í nokkur íbúðarhús á höfuðborgar- svæðinu á undanförnum vikum. Þar var stolið ýmsum verðmætum, aðallega borðbúnaði. Voru menn- irnir viðriðnir sum innbrotin og komst megnið af þýfinu til skila. Svipað verð í Englandi og V-Þýzkalandi FJÖGUR íslenzk fiskiskip lönduðu afla sínum erlendis í gær og fékkst svipað meðalverð fyrir aflann hvort heldur landað var í Bret- landi eða Þýzkalandi. Freyja seldi 45.1 tonn í Bremerhaven fyrir 23.6 milljónir króna, meðalverð 523 krónur. Rán seldi 144.2 tonn í Hull fyrir 79.8 milljónir, meðalverð 554 krónur. Bylgja seldi 52 lestir í Fleetwood fyrir 26.4 milljónir, meðalverð 507 krónur. Huginn seldi 96.5 tonn í Grimsby fyrir 48.5 milljónir, meðalverð 502 krónur á kíló. STJÓRN BSRB ákvað á fundi í gær, að allsherjaratkvæða- greiðsla um nýju kjarasamn- ingana fari fram 4. og 5. sept- ember nk., sem eru fimmtudagur og föstudagur. Einnig ákvað stjórnin. að bandalagið sjálft myndi efna til kynningarfunda um samkomulagið úti á landi, en einstök aðildarfélög í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Stjórn BSRB kaus þriggja manna yfir- kjörstjórn. Formaður er Hörður Zophaníasson skólastjóri og með honum i yfirkjörstjórninni eru Ágúst Guðmundsson landmæl- ingamaður og Ólafur Guð- mundsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. Aðalsamninganefnd BSRB sam- þykkti samkomulagið með 49 at- kvæðum gegn 2 undir miðnætti í fyrrinótt, en fundur aðalsamn- inganefndarinnar dróst fram á kvöldið meðan 8-manna samn- inganefnd BSRB og samninga- nefnd ríkisins gengu endanlega frá samkomulaginu. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði í samtali við Mbl. í gær, að þar hefði aðallega verið um það að ræða að útfæra uppkast að bráða- birgðalögum varðandi samkomu- „ÞAÐ er alveg ljóst að samning- ar opinberra starfsmanna og rikisins hafa sin áhrif á okkar samningamál. Þeir gera til dæm- is ráð fyrir allverulegri hækkun hjá þeim hópum, sem við miðum við, eða allt að 7 til 8% hækkun og einnig eru ýms önnur atriði. lagsatriði um samningsrétt, at- vinnuleysistryggingar og lífeyr- issjóðsmál og einnig hefði verið gengið endanlega frá málum varð- andi flokkatilfærslur samkomu- lagsins. eins og til dæmis 0,15% framlag í fræðslusjóð og svo lífeyrissjóða- málin, þar sem augljós regin- munur er á og við hljótum að taka þau til gagngerrar endur- skoðunar,“ sagði Ásmundur Stef- ánsson framkvæmdastjóri ASÍ i samtali við Mbl. í gær. „Á fundin- um hjá sáttasemjara i dag fórum við yfir stöðuna eins og hún er orðin eftir þessa samningagerð og gerðum VSÍ grein fyrir því, hvernig við lítum á málin núna.“ „Við bentum á, að það eru mjög fáir starfsmenn sem njóta þessara mestu launahækkana í samkomu- lagi BSRB og ríkisins og mjög fáir starfsmenn akkúrat í þeim störf- um, sem Alþýðusambandið vill miða við, þannig að þetta er alls ekki sambærilegt," sagði Þor- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í samtali við Mbl. í gær. „Við teljum fráleitt að fara út í ein- hverja verðbólgukollsteypu með samanburði við örfáa einstakl- inga. Samningaráð okkar átti í morg- un fund með forsætisráðherra, fjármálaráðherra og samgöngu- ráðherra, þar sem rædd var stað- an eftir samkomulag ríkisins við BSRB. Það samkomulag hefur engu breytt varðandi samningana á almenna vinnumarkaðnum. Þessi fundur staðfesti það álit okkar, að ekki sé unnt að semja um meiri útgjaldahækkun hlut- fallslega, en ríkið samdi um, og okkar mat er, að sú útgjaldahækk- un sé innan við 5%. Það ríkti gagnkvæmur skilningur á þessum fundi," sagði Þorsteinn Pálsson. Næsti sáttafundur verður á föstudaginn klukkan 13:30. Siglfirðingar líta síldina hýru auga SÍLDAR hefur orðið vart í talsverðum mæli inni á fjörðum og flóum og fyrir Norðurlandi undanfarið og margir fengið ágætan afla i lagnet síðustu 2 vikurnar. Er þarna um Suður- landssíld eða sumargotssild að ræða og hefur fituinnihald síld- arinnar verið í kringum 20%. Veiðar á þessari síld mega hefjast í reknet 25. ágúst og þeir, sem leyfi hafa til rekneta- veiða ráða sjálfir hvort þeir veiða síldina fyrir Suðurlandi eða reyna fyrir sér nyrðra. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu einhvcrjir hafa hug á reknetaveiðum fyrir Norðurlandi og munu þá leggja upp á Siglufirði. í sjávarútvegsráðuneytinu fékk Morgunblaðið þær upplýs- ingar í gær, að reynt væri að fylgjast með síldveiðum nyrðra, en þar hefði eingöngu verið um veiðar í lagnet að ræða til þessa. Það væri þó ekkert, sem mælti á móti því, að reknetabátar færu á síld fyrir Norðurlandi eftir 25. ágúst. 62 bátar hafa fengið leyfi tii reknetaveiða og er það svip- aður fjöldi og í fyrra. Álls mega reknetabátarnir veiða 18 þúsund lestir af síld í haust. Meira virðist vera af síld nyrðra í ár heldur en var í fyrra og höfðu menn þó á orði þá, að slíkrar síldargöngu hefði ekki orðið vart fyrir Norðurlandi í mörg ár. Fyrir nokkru lagði Axel Thorsteinsson á Gjögri gamalt net í Reykjafirðinum og fékk hann 5 tunnur af fallegri síld. Svo slitið var netið orðið, að í Síldvciðar í reknet mega hefja.st næstkomandi mánudag og eru skipin þessa dagana að húa sig á veiðarnar. í gær voru netin tekin um borð í ófeig III í Vestmannaeyjum. (Ljósm. Sigurgeir). raun voru aðeins teinarnir eftir þegar aflinn hafði verið innbyrt- ur. I fyrrakvöld reyndi maður á Siglufirði að leggja netastubb inni í firðinum og kom hann að landi með 100 vænar síldar. Þá má geta þess, að undanfarið hafa verið saltaðar 40-80 tunnur af síld á Dalvík dag hvern. Fréttaritari Morgunblaðsins á Siglufirði sagði í gær, að margir litu síldina nú hýru auga. Þarna væri bæði um aukna atvinnu að ræða og mikinn sparnað, en lagmetisverksmiðjurnar þar hafa undanfarin ár fengið síld frá Hornafiíði, Vestmannaeyj- um og fleiri stöðum sunnan- lands. Hann sagði að vart hefði orðið við stórar torfur síðustu daga og síldin virtist vera allt frá Reykjafirði austur í Axar- fjörð. ASÍ gerði grein fyrir breyttum viðhorfum sínum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.