Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 _ ■_ Flugbjörgunarsveitarmenn á faraldsfæti: ■■■ ■ QTGIII Snerum við í Kverk- fjöllum vegna snió- flóðahættu og veours Sigurðarskáli er við rætur Kverkfjalla í norðanverðum Vatnajökli og þaðan ætluðum við félagarnir sex úr Flugbjörgun- arsveitinni i Reykjavík að ieggja á brattann. Ferðinni var sem sagt heitið yfir Vatnajökul, ann- að hvort í Lónsöræfi. eða yfir i Esjufjöll ög þaðan til byggða. Eins og getið var um i fyrri greininni lögðum við upp frá Svartárkoti i Bárðardal áleiðis yfir ódáðahraun, stærsta hraun landsins og áleiðis i Kverkfjöll. Ferðin í Sigurðarskála tók okkur fjóra daga, enda færið hið versta. Það var aðeins endrum og eins að við gátum verið á skíðun- um vegna snjóleysis og nú vorum við sem sagt komnir í Sigurðar- skála og erfiðasti hluti ferðarinn- ar eftir. Það hafði verið ákveðið í upphafi ferðarinnar, að halda ær- lega matarveizlu í Sigurðarskála áður en púlið yfir jökulinn tók við. Við vorum því ekkert að flýta okkur á lappir miðvikudaginn 19. marz sl. og fórum okkur hægt framan af degi. Þessi dagur var mjög frábrugðin öðrum dögum ferðarinnar, að nú var kominn mikill hiti úti, eða um 5 gráður á Celsíus, en frost hafði verið alla fyrri daga ferðarinnar, frá 9—16 stiga frost á Celsíus. Það endaði þó með því, að Arngrímur drattaðist á fætur og mallaði hafragraut ofan í mannskapinn. Við notuðum síðan daginn til þess að undirbúa áframhald ferðarinnar, s.s. að vigta matarskammta fyrir hvern dag og þess háttar. Við ætluðum aldeilis ekki að brenna okkur á því að bera of miklar birgðir með okkur, ferðin yrði örugglega nógu strembin samt. Áður en lengra er haldið, væri ekki úr vegi að rifja upp, að áður hafa tveir hópar úr Flugbjörgun- arsveitinni staðið í þessum sömu sporum. Þeir urðu þó báðir frá að hverfa eftir mikið puð vegna fannfergis og snjóflóðahættu. Við trúðum því statt og stöðugt á gamla spakmælið, „allt er þegar þegar þrennt er“, þ.e. að við myndum loksins hafa það af yfir jökulinn. Matarveizlan góða hófst stund- víslega klukkan 19.00. —Á mat- seðlinum var uppbökuð rjóma- aspassúpa, steikt lambalæri með grænmeti og muldum jarðeplum. I desert var svo ávaxtakokteill með klaka og kaffi fyrir þá sem það viidu. Maturinn bragðaðist mjög vel, en það einkennilega skeði, að hann kláraðist ekki. Skýringin á því er reyndar su, að við venju- legar aðstæður hefði þetta verið nægur matur fyrir tíu manns. Dagurinn var runninn upp, í dag skyldi haldið á jökulinn, eða í fyrsta áfanga upp í skála Jökla- rannsóknafélagsins í Hveradölum í Kverkfjöllum. Þokkalegasta veð- ur var þegar við lögðum upp frá Sigurðarskála, reyndar var greini- lega mikill skafrenningur uppi á jöklinum. Eftir um fimm tíma plamp komum við upp í Hveradali, en þá var komið leiðindaveður, þannig að ekki sást út úr augum. Kuldinn var gífurlega þarna uppi eða nærri 20 gráður og töluverður vindur. Við vöfruðum nokkuð um í leit að skálanum, en ekkert gekk. Menn var farið að kala í andliti og á fingrum og því ákváðum við að snúa aftur og halda í Sigurðar- skála, við yrðum einfaldlega að reyna aftur daginn eftir. Niður- ferðin gekk að óskum og eftir smáleit fundum við skálann aftur, en ennþá sá ekkert út úr augum. Við vorum nokkuð þreyttir eftir erfiði dagsins og því stungu menn sér í koju strax að loknum máls- verði. Um morguninn var ennþá sama leiðindaveðrið, miklum snjó hafði kyngt niður og var komin töluverð snjóflóðahætta á jöklinum, auk þess sem veðurspáin var ekki til að hrópa húrra yfir. Það var því ljóst að við yrðum að gera það upp við okkur, hvort reynt skyldi til hlítar þrátt fyrir slæmar aðstæð- ur og vonda veðurspá. Menn skipt- ust nokkuð á skoðunum, en að endingu voru menn sammála um, að ekki væri ráðlegt við þessar aðstæður að reyna við jökulinn, heldur væri ráðlegra að halda vestur með Vatnajökli áleiðis í Sigöldu, en þangað töldum við vera í kringum fimm dagleiðir. Dagurinn var notaður til að þemba sig út af kaffi og undirbúa áframhaldandi ferð vestur eftir, auk þess sem gripið var í spil og leikið Yatzy. Síðasta hálmstráið voru svo veðurfréttir klukkan 22.00. Sú von brást, ekki var von á betra veðri og því ljóst að við myndum halda áleiðis vestur eftir daginn eftir. Næsti dagur fór hins vegar í letilíf, við vöknuðum frekar seint, veðrið var ekkert sérstaklega skemmtilegt og því ákváðum við að fórna einum degi og slappa ærlega af. Eftir að hafa spilað þrotlaust allan daginn, höfðu menn það á orði, að hópurinn gæti teflt fram spilasveit á næsta íslandsmóti, svo mikil var æfing okkar orðin. Eftir að hafa borið á skíðin í bítið um morguninn, var haldið frá Sigurðarskála í átt að Jökulsá á Fjöllum. Þegar að henni kom var ljóst að við yrðum að vaða hana. Við leituðum góða stund að heppi- legum stað til þess að vaða yfir á og eftir nokkra leit fundum við þokkalegt vað. Það varð úr að Gylfi og Gulli tækju okkur hina á bakið og bæru yfir ána, nema hvað Arngrímur vildi ekki viðurkenna tap sitt fyrir vatnsfallinu og fann loksins stað þar sem hann gat hlaupið þurrum fótum yfir. Frá Jökulsá á Fjöllum var haldið í leiðindaveðri, miklu roki og snjókomu, þannig að við urðum að treysta alfarið á gamla áttavit- ann. Úm kvöldmatarleytið töldum við vera komið nóg og ákváðum að slá þar upp tjöldum. Þegar var hafist handa við að byggja varn- argarða til að koma í veg fyrir að tjöldin fykju, ef vindinn herti. Síðan var tjöldunum tveimur og eldhústjaldinu slegið upp. Það er ekki hægt að neita því, að við vorum orðnir fremur framlágir margir hverjir eftir erfiði dagsins, en þennan dag höfðum við lagt um 25 kílómetra að baki og það ekki í góðu skíðafæri. Þrátt fyrir erfiði gærdagsins voru menn furðu hressir að vakna daginn eftir og hesthúsa í sig matnum. Þá var smurt fyrir daginn og haldið af stað í þokka- legu veðri, það var þó töluverður vindur. Við héldum mjög vel áfram framundir hádegi og þá tók að birta þokkalega til. Við gerðum þá tilraun til að setja upp segl og sigla áfram á skíðunum. Þetta gekk mjög þokkalega og um kaffi- leytið vorum við komnir nokkru lengra heldur en við bjuggumst við, eða alveg að rótum Tungna- fellsjökuls. Þar fæddist sú hug- mynd hvort við myndum ekki ná alla leið í skálann í Nýjadal. Við héldum því áfram léttir í bragði og ekki skemmdi fyrir að vindur snerist nokkuð og var mjög hag- stæður í bakið og því siglt fyrir þöndum seglum og komið í Nýja- dal um hálfníuleytið. Þetta var algjör metdagur, við höfðum lagt um 50 kílómetra að baki á tæplega ellefu klukkutímum. Skálinn var mokaður í snarhasti, því menn voru orðnir mjög matar- og hvíld- arþurfi. Við höfðum varla tíma til þess að bíða eftir því að maturinn væri eldaður, svo hungraðir voru menn. Það voru því mjög ánægðir en þreyttir menn, sem lögðust til hvíldu þetta kvöld, meðan vindur- inn næddi úti, kominn var mikill skafrenningur og hávaðarok. Daginn eftir ákváðum við að skoða umhverfið og löbbuðum því í öndvegisveðri inn í Nýjadal. Þetta var án efa bezti dagur ferðarinnar hvað viðkemur veðri og við vorum að dóla fram eftir degi. Seinni part dagsins heyrðum við í flugvél og reyndum að ná sambandi við hana með VHF-tal- stöðinni okkar. Við höfðum reynt það nokkrum sinnum áður, en ekki gengið. Eftir nokkurt fum og fuður heyrði bandaríski flugmað- urinn í okkur og við báðum hann að koma þeim skilaboðum í bæinn, að allt væri í lagi, við hefðum aðeins breytt ferðaáætlun okkar og myndum koma niður í Sigöldu. Við vöknuðum mjög snemma daginn eftir, en þá var úti veður hið versta með miklum skafrenn- ingi, en það var ekki látið hafa nein áhrif, heldur tóku menn sig saman í rólegheitunum og héldu af stað út í sortann. Veðrið fór þó sem betur fer fljótlega batnandi og reyndum við þá að setja upp seglin, en það gekk ekki að þessu sinni. Dagurinn gekk síðan á með alls kyns veðrum, fyrst fínasta veður, en maður hafði varla snúið sér við þegar á var skollinn blindbylur, og þannig var það þegar við ákváðum að slá upp tjöldum undir kvöld- matarleytið. Við hlóðum varnar- garða í kringum tjöldin og fórum snemma í háttinn, því daginn eftir var hugmyndin að skíða loka- sprettinn í Sigöldu. Síðasti spölurinn tók okkur um níu tíma, en það var ágætis veður og menn í léttu skapi við tilhugs- unina um að vera komnir heim í gamla bólið innan skamms tíma. — „Til hvers er maður nú annars að leggja þetta puð á sig?“ Þetta er spurning sem oft vaknar í lok svona ferða, en það er alltaf haldið af stað á nýjan leik í leit að nýjum ævintýrum, og svo verður eflaust eftir þessa ferð. Þeir sem tóku þátt í þessari ferð voru: Arngrím- ur Hermannsson, Björn Her- mannsson, Guðjón Halldórsson, Guðlaugur Þórðarson, Gylfi Gunnarsson og Rúnar Nordquist, og eru þeir allir félagar í Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík. upp rjM 'V£> fuúvfi Ai PfíPC, £ S5 pp£ •á tkr pfi. p mol oí/at -JPPD & r M£0 /P.&f-firf ^ A Frá matarveizlu ferðarinnar, f.v. Arngrímur, Guðjón, Gylfi, Guðlaugur, Rúnar og Björn. Lengsta dagleiðin var um 50 kílómetrar. ÍWmJTíji irnm KtTTiiril MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 tjgjPéárÍ t í skafrenningi og frosti norðan Vatnajökuls. Öslar áin köld og grá, vedur Gulli, og þykistfær. Sækist samt mest í aöfá aö láta þurrka sér um tær. — ÖskuhauKaNkáldið Gylfi frá Kvork. Skálinn í Nýja dal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.