Morgunblaðið - 21.08.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 Þetta gerðist 1975 — Bandaríkin aflétta útt flutningsbanni til Kúbu, sem stað- ið hafði í tólf ár. 1973 — Stuðningsmenn og and- stæðingar ríkisstjórnar Chile í götubardögum í höfuðborginni Santiago. 1969 — Eldsvoði í A1 Aqsamosk- unni í Jerúsalem veldur verulegu tjóni. 1959 — Hawaii verður 50. ríki Bandaríkjanna. 1956 — Átján þjóðir samþykkja tillögu John Foster Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna varðandi Súezskurðardeilu, en Sovétríkin, Indónesía og Ceylon fylgja áætlun Nehrus frá Indlandi. 1940 — Leon Trotsky, frægur rússneskur byltingarmaður, deyr af sárum sínum, sem tilræðismað- ur veitti honum í Mexíkóborg. 1917 — Þýzkar hersveitir ráðast á Riga í fyrri heimsstyrjöldinni. 1689 — Lúðvík af Baden sigrar Tyrki. Afmæli dagsins: Jean Baptiste Greuze, franskur listamaður (1725-1805), William Murdock, skozkur hugvitsmaður (1754— 1839), Jules Michelet, franskur sagnfræðingur (1798—1874), Margrét Bretaprinsessa, (1930 —). Innlent: 1011 Njálsbrenna — 1238 Örlygsstaðabardagi (d. Sighvatur og Sturla) — 1517 Fundurinn mikli í Ögri — 1897 Stjórnar- skrárfrumvarp Valtýs Guð- mundssonar fellt — 1905 Ritsím- asamningurinn samþykktur á Al- þingi — 1913 d. Steingrímur Thorsteinsson — 1916 Alþingis- kosningar — 1932 Þverárbrú vígð — 1942 „Skaftfellingur“ bjargar þýzkum skipbrotsmönnum — 1954 „Jón Þorláksson" fer á karfa við Grænland og finnur Jónsmið — 1958 Friðrik Ólafsson verður stórmeistari í skák. Orð dagsins: Sólin skín einnig á hina ranglátu — Seneca, róm- verskur spekingur (54 f.Kr. — 39 e.Kr.). Biskupakirkju- menn handteknir Lundunum. 20. áKÚst. AP. TVEIR leiðtogar biskupakirkjunn- ar í íran hafa verið teknir fastir. Ekki er vitað um ákærur á hendur þeim. Hinir handteknu eru Irja Mottahedeh og Dimitri Bellos. Lítið látið yfir heim- sókn Bush PekinK. WashinKton. 20. áKÚst. AP. TÍU klukkustundum eftir að George Bush varaforsetaefni repúblikana kom i heimsókn til Kína hafði hin opinbera frétta- stofa Kinverja Xinhua. ekki minnst einu orði á heimsókn- ina. Bush kom til Kína í morgun, og mun hann þar m.a. eiga viðræður við ráðamenn. Ráða- menn í Kína hafa þungar áhyggjur af því að kólna kunni í samskiptum Kínverja og Banda- ríkjamanna ef Ronald Reagan forsetaefni repúblikana kemst i Hvíta húsið eftir bandarísku forsetakosningarnar í haust, vegna stefnu hans í málefnum Formósu. Háttsettir embættismenn i Bandaríkjunum hafa tekið und- ir áhyggjur Kínverja um að kólna kunni í samskiptum Kín- verja og Bandaríkjamanna ef Reagan kemst í Hvíta húsið, einknum ef Reagan opnar skrifstofu sérlegs sendifulltrúa á Formósu, eins og tilkynnt var um helgina að hann muni gera ef hann kemst til valda. Biskup kirkjunnar, Hasan Deh- qani-Tafti, sem nú er í útlegð í Bretlandi hvatti til bænagjörðar. Hann sagði, að handtaka mannanna tveggja vekti ugg um enn frekari ofsóknir á hendur minnihlutatrúar- söfnuðum í íran. Tafti flýði íran eftir að tilraun hafði verið gerð til að myrða hann. Sonur hans, 24 ára gamall sem kaus að vera áfram í Iran þrátt fyrir ofsóknir var myrtur í maí síðastliðnum. Skólum biskupa- kirkjunnar í landinu hefur verið lokað og yfirvöld hafa tekið aðrar byggingar safnaðarins traustataki. Ritari biskupsins, Bretinn Jean Waddel hefur verið handtekin og er enn í haldi ásamt tveimur læknatrú- boðum, dr. John Coleman og konu hans. Þá var brezkur blaðamaður Lundúnablaðsins The London Times handtekinn í síðustu viku. Brezkum sendiráðsmönnum hefur ekki enn verið heimilað að hitta hina hand- teknu að máli. æ- Israelar falast eft- ir aðstoð W ashinntnn. 20. ágúst. AP. ÍSRAELAR fóru þess formlega á leit í dag við stjórn Carters forseta að þeim yrði veittur 2,9 milljarða dollara efnahagsaðstoð á árinu 1982. Ef fallist verður á ósk þeirra verður um að ræða 50% hækkun frá núverandi efnahagsaðstoð sem Isra- elar hljóta hjá Bandaríkjamönnum. Það hefur verið venja Israela að biðja um meiri aðstoð, en þeir gerðu sér vonir um að hljóta. NÝTT! Kynnum geimferða- áætlunina frá LEGO LEGO er nýtt leikfang á hverjum degi Verkamenn í Lenin-skipasmíðastöðinni i Gdansk i Póllandi sitja hér flötum beinum meðan beðið er eftir viðbrögðum stjórnvalda við kröfum þeirra um betri laun. félagafrelsi og að ritskoðun verði aflétt. Jóhannes Páll II páfi í Róm um verkföllin: AP-simamynd. „Við í Róm stöndum með löndum okkar“ Danska alþýðusambandið og eitt stærsta verkalýðssamband Bandaríkjanna lýsa yfir stuðning við verkfallsmenn i ræðu sinni. Hann hvatti píla- gríma í Róm um 20 þúsund talsins. til að biðja fyrir „þjóð sinni“. Fyrr i dag birti útvarp Vatikansins hluta ræða Stefans Wyszynskis. kardinála í Varsjá. Danska Alþýðusambandið, (LO) lýsti í dag yfir fullum stuðningi við verkfallsmenn í Póllandi og hvatti stjórnvöld í Póllandi til að semja við verkfallsmenn um „réttlátar kröfur þeirra". Thomas Nielsen, formaður LO skrifaði undir yfirlýs- ingu þar sem baráttu verkamanna var lýst sem „hetjulegri". Stærsta verkalýðssamband Bandaríkjanna, AFL-CIO lýsti í dag yfir stuðningi við verkfalls- menn. Sambandið hvatti stjórnvöld til að gera yfirvöldum í Póllandi það ljóst, að hervald gegn verkfalls- mönnum myndi hafa illar afleið- ingar í för með sér. Þá sagði í yfirlýsingu sambandsins, að bar- átta verkamanna í Póllandi undir- strikaði enn einu sinni, að réttindi verkamanna í einræðisþjóðfélögum séu fótum troðin. Kaupmannahúfn. Washington, Vatikaninu. 20. á^úst AP. JÓHANNES PÁLL II páfi rauf í dag þögn sína um verkfallsölduna í Póllandi. Hann hélt i dag ræðu yfir pílagrímum á Péturstorgi i Rómaborg. þeirra á meðal mörg- um Pólverjum. „Við í Róm stönd- um með löndum okkar,“ sagði páfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.