Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 21

Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 21 Bandarikjamennirnir sem stóðu að skíðaleiöanKrinum yfir Grænlandsjökul. beir voru sextán alls, en þrjá þeirra vantar á myndina. þar af einn leiðanKursmann. Lengst til hægri er foringi leiðangursins, Paul Grickson, og heldur hann á syni sínum. «ð)*C OBC M Á skíðum yíir Grænlandsjökul Viðtal við Paul Erickson, foringja bandaríska skíðaleiðangursins TÍMI LANDKÖNNUNAR- og heimskautaleiðangra er liðinn. Um seinan er að gera naín sitt ódauðlegt á þeim vettvangi — jarðkringlan er fullkönnuð og varla um þá leið að ræða, sem ekki hefur einhvern- tíma verið farin — sé þess yfirleitt nokkur kostur. En jafnvel þó að fetað sé í fótspor annarra, útheimta erfið ferðalög manndóm og áræði sem áður — og afrekið er það sama. Leiðin sem Bandarikjamennirnir fóru, alls um 000 km. í sumar var farinn bandarísk- ur skíðaleiðangur yfir Græn- landsjökul. Leiðangursmenn lögðu af stað frá Johan Peter- senfirði, sem er á austurströnd Grænlands í grennd við Ang- magssalik, fóru þaðan yfir jökul- inn og enduðu ferðina í Sönder Strömfirði á vesturströnd Græn- lands. Alls er vegalengdin, sem þeir fóru, um 600 km og tók ferðin rúmlega 35 daga. I leið- angrinum voru átta manns, fjór- ar konur og fjórir karlar, ásamt kvikmyndatökukonu frá Banda- rísku sjónvarpsstöðinni ABC sem fylgdi þeim alla leið. Banda- ríkjamennirnir komu við hér á Islandi á leið sinni til Grænlands og urðu sér þá meðal annars úti um fallhlíf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þeir komu svo aftur hingað að leiðangrin- um loknum og dvöldust þá nokkra daga á hóteli í Reykja- vík. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hafði veður af ferðum þeirra og óskaði eftir viðtali við for- ingja leiðangursins, Paul Erick- son, sem fúslega var veitt. „Framanaf gekk ferðin eins og við höfðum gert ráð fyrir en síðustu 35 km voru miklu erfið- ari en okkur hefði getað órað fyrir,“ sagði Erickson. „Við lögð- um af stað frá Johan Petersen- firði á austurströnd Grænlands þann 20. júní. Fyrstu 10 dagana komumst við lítið áfram vegna storma og þurftum að halda kyrru fyrir í tjöldunum í fimm sólarhringa. Eftir það fór að ganga betur og urðu dagleiðirn- ar 45 km þegar best lét — sem kallast má dágott. Mestri hæð, 2133 m, náðum við í byrjun júlí. Færðin þarna var svo góð að við gátum um skeið notað fall- hlífina til að draga okkur áfram. Við vorum allan tímann með segl á sleðunum til að létta undir við dráttinn og munaði það miklu. Fallhlífina notuðum við þannig að við tengdum saman alla fimm sleðana og gengu fjórir menn fyrir en fallhlífin dró svo allt saman. Annars var hún fremur erfið viðfangs — ef það komu snarpar vindhviður lá við að allt tækist á loft en svo vildi fallhlífin verða óklár og falla saman þegar eitthvað dró úr vindi. Við gáfumst fljótlega upp á að nota hana. En erfiðleikar okkar hófust ekki að ráði fyrr en við leiðarlok — einmitt þegar við héldum að ferðin væri senn á enda. Þegar um 35 km voru eftir, höfðum við samband við félaga okkar í Sönder Strömfirði og sögðum þeim að við yrðum þar innan þriggja daga — það virtist skynsamlega áætlað en við viss- um ekki hvað beið okkar. Síðustu 35 km tóku ellefu daga, — hvorki meira né minna. Færðin fór sífellt versnandi, jökulár og jökulvötn tálmuðu för okkar og við þurftum að klöngr- ast yfir jökulsprungur eða krækja fyrir þær. Sumar jökul- árnar voru svo straumharðar að við þurftum að nota mann- brodda til að renna ekki á botninum og það var rétt með naumindum að við komumst yfir sumar. Samt voru það jökul- hryggirnir sem ollu okkur mest- um erfiðleikum. í fyrstu voru þeir ósköp lágir og sakleysislegir — en fóru sífellt hækkandi og urðu loks hrein martröð. Þegar maður var loksins búinn að þræla sleðanum upp á hrygginn rann hann jafnharðan niður brattann hins vegar svo maður átti fullt í fangi að halda við hann. Þessir jökulhryggir voru um fimm metra háir og snar- brattir. Það var þarna sem sleðarnir byrjuðu að brotna. Þeir voru úr trefjaplasti og höfðu staðið sig vel en þoldu ekki álagið þarna í ófærðinni. Skíðin komu ekki að gagni lengur þegar hér var komið og við boltuðum þau undir sleðana til að styrkja þá. Þannig komumst við á leiðarenda, þann 25. júlí, og fengum hlýjar viðtök- ur hjá félögum okkar sem biðu í Sönder Strömftrði." Ykkur hefur aldrei komið í hug að gefast upp? „Nei — en við örvæntum stundum um að við kæmumst iengra — að við gengjum fram á ófæra jökulá eða stöðvuðumst alveg í jökulhryggjunum. — Það var drepandi erfitt að jaskast svona áfram dag eftir dag, renn- andi blautur í fæturna, en kom- ast þó ekki spönn frá rassi þrátt fyrir allt púlið. Verst var að vakna upp á morgnana — eða réttara sagt á kvöldin því við ferðuðumst alltaf á nóttinni, og eiga eftir að juða áfram í tólf tíma til að komast nokkur hænu- fet. Því er ekki að neita að nokkurrar óþolinmæði var farið að gæta hjá sumum — það getur ekki hjá því farið við svona erfiðar aðstæður. Félagsandinn var orðinn dálítið bágborinn á tímabili en það horfði þó aldrei til vandræða." Hvernig stóð kvenfólkið sig í leiðangrinum? „Vel — mér fannst stundum að konurnar hefðu jákvæðara viðhorf — karlmennirnir hugs- uðu fyrst og fremst um að komast áfram en þær gáfu meiri gaum að líðandi stund. Annars held ég að konur og karlar séu alveg jafn fær í svona ferðum — og það hefur áreiðanlega mjög góð áhrif á félagsandann að konur og karlar séu saman í svona hópi — ég held að það komi betur út en ef hópurinn er eingöngu aFöðru kyninu." Alítur þú að það hafi verið auðveldara fyrir ykkur að fara yfir Grænlandsjökul en Friðþjóf Nansen og félaga hans árið 1888? „Það er ábyggilega auðveldara nú á tímum. Reyndar fórum við norðar en Nansen og er sú leið töluvert lengri. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þessi leið er farin. Finnskur hundasleðaleið- angur, fjórir karlmenn og ein kona, fóru þessa sömu leið 1966. — Nansen vissi hins vegar ekki hvernig háttaði til á jöklinum eða hversu löng leiðin yrði — hann tók miklu meiri áhættu. Við höfðum líka miklu betri útbúnað, betri matvæli, sem voru í lofttæmdum umbúðum, og svo var mikið öryggi af talstöð- inni. — Nansen var með trésleða eh við höfðum létta sleða úr trefjaplasti — þeir reyndust að vísu ekki vel og hefðu trésleðar e.t.v. ekki verið síðri. — Annars fannst mér undirbúningurinn að leiðangrinum erfiðari en leið- angurinn sjálfur og þannig er það sjálfsagt með flesta leið- angra. Bandaríska sjónvarps- stöðin ABC greiddi 10% af kostnaði við leiðangurinn en afganginn urðum við sjálf að leggja fram — það voru um 3000 dollarar (um 1.500.000 kr.) á mann en við erum sextán sem að leiðangrinum stóðum.“ Hver var tilgangurinn með þessum leiðangri? „Tilgangurinn var sá að verða fyrstu Ameríkumennirnir til að fara þessa leið og einnig að kanna lífeðlisleg viðbrögð við svona álagi. Flest okkar sextán, sem að leiðangrinum stóðu, eru af norrænu bergi brotin. Skíða- mennska er hluti af norrænni hefð sem við viljum halda í heiðri. — í Moorhead, heimabæ okkar mun á næsta ári fara af stað áætlun um að bæta kjör og aðstæður fatlaðra. Við, sem að þessum leiðangri stöndum, störfum öll á einn eða annan hátt í sambandi við fatlaða — og við vildum með þessum leiðangri vekja athygli fólks á 'þessari áætlun.“ Að lokum sagði Erickson: „Við komum hingað til Islands á leiðinni til Grænlands og ætluð- um upphaflega að fara beint heim þaðan að leiðangrinum loknum. En við urðum svo heill- uð af íslandi að við ákváðum að koma hingað aftur í bakaleið- inni. ísland er í okkar huga hreint ævintýraland — loftið er hér svo tært og náttúran ósnort- in. — Við eigum áreiðanlega eftir að heimsækja landið ykkar aftur.“ Bragi óskarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.