Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 Vilhjálmur Gíslason, Keflavík: Hugleiðingar um bjór og fleira Sumt virðist fólk ekki geta rætt á málefnalegum grundvelli. Eitt af því er bjórinn, þ.e hyort eigi að selja áfengan bjór á Islandi eða ekki. Öll skrif sem ég hef séð um þetta á undanförnum mánuðum hafa einkennst af óraunsæi í málefninu, með eða móti. Málið komst í brennidepil um tíma eftir að „Davíð keypti ölið“ og Sighvatur Björgvinsson f.v. ráðherra ákvað að láta eitt yfir alla ganga varðandi kaup á bjór við komu frá útlöndum. Það sýnir kannski best fordómana gagnvart þessu máli að Sighvatur skyldi vera álasað fyrir að breyta reglu- gerð sem ákvað forréttindi í þess- um efnum til fólks í sumum starfsgreinum. Aðalatriði þessa svokallaða bjórmáls er auðvitað það, að nú þegar drekka allir bjór á Islandi, sem á því hafa áhuga. Þessi staðreynd virðist vera feimnismál sem enginn vill ræða í alvöru, heldur er talað um að banna eða leyfa bjórsölu eins og landið sé enn bjórlaust. Sannleik- urinn er auðvitað sá, að um leið og gefið var leyfi til takmarkaðs innflutnings á bjór og sala brugg- efna gefin frjáls þá var þar með opnuð leið fyrir þá, eins og áður sagði, sem áhuga hafa, til að verða sér úti um bjór að vild. Hitt er svo annað að ég hef enga trú á því að okkur íslendingum hefði tekist til lengdar að hafa bjórlaust land með þennan drykk allt í kringum okkur og einmitt í þeim löndum sem við höfum mest samskipti við. Mér sýnist líka á viðbrögðum almennings undanfarið að ekki sé grundvöllur fyrir bjórbanni hér á landi öllu lengur, enda heimurinn alltaf að verða meira sem ein heild. Má í þessu sambandi minna á hversu utanlandsferðir almenn- ings hafa aukist gífurlega á und- anförnum árum. Er svo að sjá að flestir sem utan fara kunni vel að meta kaldan bjór á góðum veit- ingastöðum. Er ég þá kominn að öðrum þætti þessa máls þ.e. hvernig og hvar eigi að selja bjórinn þegar hann verður viðurkenndur opinberlega. Oft heyrast þau rök, gegn bjór að drykkja á vinnustöðum muni aukast og jafnvel verða stórt vandamál. Ég álít að þarna sé enn verið að tala um og miða við rangar forsendur. Gjarnan er bent á ýmis nágrannalönd og þá yfir- leitt aldrei sagt frá því sölufyrir- komulagi á bjór . sem gildir í viðkomandi landi. Ég held að allir ættu að geta verið sammála um að ekki eigi að selja bjór í stökum ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐENU \l GLVSINí, \- SIMINN KR: 22480 flöskum í almennum verslunum. Bjór á aðeins að selja í útsölum Á.T.V.R. og þá í heilum kössum t.d. 12 flöskur i kassa. Veitingahús fengju sérstök bjórsöluleyfi sem bundin væru vissum skilyrðum, svo sem um húsnæði viðkomandi veitingastaðar og eins mætti setja reglur um hvenær dags mætti hefja sölu bjórs. Ýmsar reglur áþekkar þessum eru t.d. í gildi á veitigastöðum í London. Mér finnst þó ekki að skilyrði til að öðlast bjórsöluleyfi eigi að vera jafnströng og vínveit- ingaleyfi eru nú. Með því móti mundu aðeins sömu staðirnir bjóða bæði vín og bjór, en í mörgum ágætum blaðagreinum undanfarin ár hefur verið bent á þörfina til að auka fjölbreytni í veitingahúsarekstri og þá sér- staklega í sambandi við veitinga- staði í lægri verðflokki en vínveit- ingastaðir eru nú. Mun ég því ekki fara frekar út í þá umræðu. Mikið er talað um að áfengis- neysla unglinga mundi aukast og verða enn meira vandamál með sölu bjórs. Ég held að þarna sé enn og aftur verið að forðast að tala um hið raunverulega vanda- mál, en það er þáttur heimilanna í uppeldi barnanna. Of margir benda á skóla, tómstundaheimili og aðra opinbera forsjá í þessum málum. Nú er það fjarri mér að gera lítið úr hlutverki þessara aðila, en ég er sannfærður um að engar slíkar stofnanir geta komið í stað heimilanna og því aðhaldi sem þau verða að veita í skemmt- anamálum unglinganna. Það er hlutverk foreldranna að sjá um að börn og unglingar komi inn á hæfilegum tíma á kvöldin, það er hlutverk foreldranna að sjá til þess að unglingar sæki aðeins þær skemmtanir sem hæfa þeim, og það er hlutverk foreldranna að sjá til þess að börn og unglingar noti ekki áfengi löngu fyrir aldur fram. Því fyrr sem foreldrar fara að líta á sig sem ábyrga uppalendur og hætta að treysta opinberri forsjá með afkvæmi sín því fyrr náum við tökum á áfengisvanda- málinu og öðrum vandamálum barna okkar. I þessu sambandi má benda á þær furðulegu skoðanir sem sjást öðru hvoru í blöðum, um hvernig dagskrá sjónvarpsins skuli vera. Þar er þvi stundum beinlínis haldið fram að dagskráin öll eigi að vera við hæfi barna, svo foreldrar þurfi engin afskipti að hafa af því hvað börn þeirra horfa á. Eins og stundum er sagt að sjónvarpið eigi að hætta það snemma að kvöldinu að börn komist nógu snemma í háttinn. Þetta finnst mér lýsandi dæmi um þær kröfur um opinbera 1 forsjá sem eru að drepa niður alla sjálfstæða hugsun hjá fólki og deyfilyf á heilbrigða sjálfsbjarg- arviðleitni. Það er ekki furða þó þeir menn sem veljast til forsvars í þjóðfélaginu hverju sinni finnist þeir þurfa að hafa afskipti af ólíklegustu málum sem ættu ein- dregið að heyra undir ákvörðun hvers einstaklings. Ég læt þessum hugleiðingum hér með lokið. Það er mín bjarg- föst skoðun að þjóðfélagið þurfi fyrst og fremst að byggjast upp á framtaki og skynsemi hvers ein- staklings. Opinber afskipti þurfa svo að koma til í stærri þjóðfé- lagsmálum sem varða heildina og þegnarnir ráða ekki við á annan hátt. Kröfugerðin á hendur þess opinbera er í dag komin út í algerar öfgar. Og svo kvartar fólk um skattheimtu. Vilhj. Gíslason. HrinfíbrrVkíi KixxJtlno réur 'Oshofét SkiiuxKÁJ'iiKii Sijðstosújr Vmmi BurffU»KóLs A leið yfir Leggjabrjót „Blindi glæpamaðurinn sem setið hafði þegjandi utan við hópinn, gaf nú orð í einsog fyrrum: Okkar glæpur er sá að vera ekki menn, þó við heitum svo. Eða hvað segir Jón Hregg- viðsson? Ekki annað en ég ætla að ganga yfir Leggjabrjót í dag, heim, segir hann ... " Þessi tilvitnun er úr loka- kafla íslandsklukkunnar, eftir Halldór Laxness. Jón Hregg- viðsson er staddur á Þingvöll- um og ætlar heim að Reyn á Akranesi. En hvar er Leggja- brjótur? Honum skulum við kynnast í dag. En ferðin tekur allan daginn. Þvi verðum við að hafa ríflegt nesti meðferðis, góða skó og regnfatnað, því skjótt skipast veður í lofti. Við hefjum gönguferðina fyrir neðan túnið að Stórabotni í Botnsdal í Hvalfirði. Botnsá rennur meðfram túnjaðrinum að sunnanverðu, og verðum við því að fara yfir ána. Þar við túnið er göngubrú yfir hana og að sjálf- sögðu notfærum við okkur brúna. Handan við ána komum við á jeppafæran götuslóða, sem liggur skáhallt austur brekkurn- ar og upp á Hríshálsinn. Þetta léttir gönguna og við röltum eftir götunni í rólegheitum. Neðst eru brekkurnar vaxnar skógarkjarri, en eftir því sem hærra dregur minnkar kjarrið og hverfur svo að lokum. En þá fríkkar og víkkar útsýnið. Gljúfrið mikla, sem fossinn Glymur fellur í, er í norðurátt og við getum greint efsta hluta fossins, þar sem hann steypist fram af bergbrúninni nærri 200 m lóðrétt niður „gljúfrin himin- háu“. En í austurátt opnast Hvalskarðið milli Hvalfellsins og Botnssúlna, en þær gnæfa við loft framundan á vinstri hönd og verða okkar aðalleiðarvísir til gönguloka. Þegar upp á Hríshálsinn er komið liggur Brynjudalurinn fyrir fótum okkar og Hvalfjörð- urinn allt til Akrafjalls blasir við til hægri, en nú hefur Búrfell risið upp við sjóndeildarhring og við tökum stefnu á skarðið milli þess og Botnssúlna. Brátt endar jeppaslóðin, en það kemur ekki að sök, því gatan sem hestahófar hafa troðið í þúsund ár er ekki afmáð enn, þótt náttúruöflin hafi gert sitt til þess, og vörður, sem hlaðnar voru til leiðbein- ingar áður fyrr, koma enn að gagni, þótt tímans tönn hafi unnið á mörgum þeirra. Nú fer gangan að léttast. Við höfum náð um 400 m hæð, og framundan er greiðfær leið með- fram Sandvatnshlíðunum. Götu- slóðarnir liggja eftir bökkum Sandvatnsins. Þar er tilvalið að hvílast um stund og jafnvel að skreppa niður að Brynjudals- ánni, en hún fellur úr vatninu og skoða Skorhagafossinn sem þar er. Austur af vatninu er Súlna- dalurinn. Þar á Súlá upptök sín og sameinast Öxará fyrir sunn- an Leggjabrjót. Við komum að henni síðar. Lágar hæðir eru fyrir sunnan Sandvatnið. Leiðin liggur þar upp, það sést á vörðunum. Þetta er Leggjabrjóturinn. Þegar við komum þangað, sjáum við, að hann ber nafn með rentu, því þetta er samfelld grjóturð og vekur furðu, að hestum skuli hafa verið ætlað að fara þar um. En íslenska hestinum er ekki fisjað saman. Hér er leiðin hæst yfir sjó, 467 m. í kvos sem liggur um hálsinn er mýrarfen. Um það rennur kelda, er heitir Biskups- kelda. Ekki er vitað um ástæð- una fyrir þessari nafngift, en keldan reyndist mörgum hestin- um erfið yfirferðar eins og eftirfarandi sögn ber með sér: Eitt sinn var sr. Jón Þorláksson frá Bægisá (f. 1744 d. 1819) á leið til Alþingis. Hryssa ein er Tunna hét, var þar með undir reiðingi. Hryssan lá í Biskupskeldu. í átökunum við að losna, sleit hún öll bönd, nema brjóstgjörð og afturgjörð. Þá kvað Jón þessa alkunnu vísu: Tunna valt «k úr henni allt ofan í djúpa keldu. Skulfu lönd. en brustu bönd, botnKjaröirnar héldu. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var unnið nokkuð að vega- bótum á fjallvegum landsins. Var Bjarni Thorarensen skáld einn aðalhvatamaðurinn að þeim málum. Hestagatan yfir Leggja- brjót hefur verið rudd og eins gerð grjótbrú yfir Biskupskeldu, líklega fyrir tilverknað þessara manna. Sú framkvæmd hefur verið mikil og þörf samgöngubót. Af Leggjabrjót hallar undan fæti og okkur ber brátt að Súlá. Rennur hún fram í fallegu gljúfri og fellur skömmu seinna í Öxará. Öxará kemur úr Myrka- vatni en það er vestan undir Leggjabrjóti. Rétt fyrir ofan ármótin er fallegur foss í ánni, sem sjálfsagt er að skoða. Súlá verðum við að vaða, en það ætti ekki að valda miklum töfum. Jeppaslóð liggur þangað upp með Öxará, og þeirri slóð fylgj- um við á leiðarenda, en við Svartagil í Þingvallasveit endar gönguferðin. Þar bíður bíllinn eftir okkur. Að sjálfsögðu er erfiðara að ganga frá Botnsdal að Svartagili vegna meiri hæðarmunar, held- ur en feta í fótspor Jóns Hregg- viðssonar, en mér finnst leiðin fallegri þegar hún er gengin í þessa átt, einkum þegar komið er suður fyrir Leggjabrjót og þjóðgarðurinn, Þingvallavatn og hinn fallegi fjallahringur blasir við. Hvað tekur þessi ganga lang- an tíma? Því er erfitt að svara, vegna þess að þar ræður göngu- hraði hvers og eins. Samkvæmt mælingu á korti er leiðin um 15 km, en verður auðvitað allmiklu lengri í raun. En trúlega má ætla 5—7 klst. til göngunnar. Sá hraði er engum fullfrískum göngumanni ofraun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.