Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 30

Morgunblaðið - 21.08.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 t Móöir mín, RANNVEIG KJARAN, Mávahlíð 44, Reykjavík, lést í Landsspítalanum 19. ágúst. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna, Anna Kjaran Ingvarsdóttir. t Utför móöur okkar og tengdamóöur, JÓHÖNNU S. JÓNSDÓTTUR, Vesturgötu 113, Akranesi, fer fram frá ísafjaröarkirkju föstudaginn 22. ágúst kl. 2. Halldóra Ingimundardóttir, Páll Einarsson, Magdalena Ingimundardóttir, Hermann G. Jónsson, Auöbjörg Ingimundardóttir, Guðmundur Þorbjörnsson. t Kveöjuathöfn MAGNUSAR Á. ÁRNASONAR, listamanns, fer fram í Kópavogskirkju í dag fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15. Þeim, sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóö Barböru Árnason, sem er til styrktar íslenzkum myndlistarmönnum. Vífill Magnússon. t Elskulegur eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUOMUNDUR BÖÐVARSSON, Uröarstíg 11, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 22. ágúst kl. Sigríóur Þ. Jónsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Sigurgeir Axelsson, Hólmfríöur Jóna Kramer, Reymond Kramer, og barnabörn. t Útför KONRÁÐS EINARSSONAR, fyrrum bónda á Efri-Grímslæk, Ölfusi, Egilsbraut 24, Þorlákshöfn, veröur gerö frá Hjallakirkju laugardaginn 23. ágúst kl. 14. Jarösett veröur í Þorlákshafnarkirkjugaröi. Soffía Ásbjörg Magnúsdóttir, Gunnar Konráösson, Gréta Jónsdóttír, Ingólfur Konráösson, Ragnheiöur Halldórsdóttir, Magnús Konráösson, Jóna Sigursteinsdóttir, Sigríður Konráðsdóttir, Guömundur Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faöir okkar tengdafaðir og afi,"^^" MAGNÚS PÁLSSON, Smyrlahrauni 1, Hafnarfirðí, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 22. ágúst kl. 14. Bryndís Magnúsdóttir, Snorri Magnússon, Elisabet Jónsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Sigurjón Eíðsson, og barnabörn. t Faöir minn, tengdafaöir og afi, ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON, Hátúni 10A, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 21. ágúst kl. 15. Guörún Nanna Þorsteinsdóttir, Héöinn Skúlason, Báröur Sigurðsson, og afabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, MARGRÉTAR OTTADÓTTUR, Bárugötu 31. Jón Otti Sigurðsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Helgi Sigurðsson, Erla Þórisdóttir, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, GUDNYJAR J. GÍSLADÓTTUR, Barónsstíg 39. Haraldur Sigurösson, Guörún Samúelsdóttir, Árni Haraldsson, Siguröur G. Haraldsson, Óskar Gislason, Ingileif Guömundsdóttir. Jón Jónsson — Minningarorð Fæddur 22. apríl 1890 Dáinn 11. ágúst 1980 í dag kveðjum við systkinin með sárum trega ástríkan afa, sem við höfum notið síðan við fyrst litum dagsins ljós. Hann hét Jón Jónsson og var fæddur á Keldunúpi á Síðu 22. apríl 1890. Systkinahópurinn á Keldunúpi var stór, 16 voru þau, og naut afi ekki foreldra sinna nema allra fyrstu árin. Sjö eða átta ára að aldri var hann sendur að heiman og átti hann þá að vinna fyrir sér. Lífsbarátta hans var hafin. Afi var á ýmsum bæjum í V.- Skaftafellssýslu, og þurfti að una misjöfnum kjörum og oft æði kröppum. Lífið á þessum árum einkennd- ist af vinnu og aftur vinnu. Afi var duglegur og ósérhlífinn og vel liðinn af húsbændum sínum fyrir dugnað og atorku. Hann setti allan sinn metnað 'í að vera húsbændum sínum góður starfs- maður. Árið 1913 fluttist hann til Reykjavíkur og var þá kvæntur ömmu okkar, Valgerði Sigurlínu Bjarnadóttur frá Mosum á Síðu. í Reykjavík beið hans lítið annað en vinna og strit. Hann hóf þá strax vinnu við hafnargerðina, en vann síðan lengst af hjá Reykjavíkurborg. Árið 1930 missti afi konu sína og var hún jarðsett á Þorláks- messu, og hefur hann því verið ekkjumaður í hálfa öld. Afi eignaðist alls sex börn og eru þrjú þeirra látin, Sigríður sem dó úr spönsku veikinni 1918, Bjarni og Þorvarður, en eftir lifa Valgerður, Sigurður og Guðfinna. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför GUÐMUNDAR SAMUELSSONAR, húsgagnasmiðs. Árndís Árnadóttir, Ingvi Samúelsson, Snæbjörn G. Samúelsson, Guðrún Samúelsdóttír, Þórunn Samúelsdóttir. t Viö þökkum innilega alla þá samúö og vináttu sem okkur hefur veriö sýnd viö andlát og útför GEORGS KRISTINS ARNÓRSSONAR. Ásgerður Runólfsdóttir, Guðfinna og Anthony Olbrys, Sigrún Ólafsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og úför fööur okkar, tengdafööur og afa, SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Snekkjuvogi 5. Fyrir hönd vandamanna, Gunnar Sigurösson, Guðrún isaksdóttir, Hafdís Moldoff, Ragnar Jóhannesson, og barnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEFANÍU GUOMUNDSDÓTTUR, Miðgaröi 9, Neskaupsstaö. Jóhann Jónsson. Sólveig Jóhannsdóttir, Sævar Th. Guömundsson, Lilja Jóhannsdóttir, Tryggvi Vilmundarson, Halldór Jóhannsson, Ingibjörg Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Það er sár söknuður í hugum okkar, þegar leiðir skilja en jafn- framt þakklæti fyrir það að hafa átt svona góðan og guðhræddan afa. Við nutum kærleika hans og hlýju allt frá fæðingu, því hann bjó á heimili foreldra okkar frá árinu 1950 til dauðadags og þar lést hann 11. ágúst sl. Margs er að minnast. Margt kvöldið leið hjá afa, í hlýju bólinu hans, sem alltaf var til reiðu fyrir okkur. Gott fannst litlum snáða og lítilli hnátu að hlaupa þangað að loknum starfs- degi barnsins og hvíla lúinn barnslíkamann eftir gáskafullan leik dagsins. Afi sat þá á rúm- stokknum og sagði sögur, fór með ljóð og vísur og kenndi okkur bænir. Sögurnar, sem streymdu úr minningasafni afa þessi kvöld, voru aðallega sögurnar úr sveit- inni, þar sem leikur barnsins var vinna, vinna fyrir lífsviðurværi. Þær mörkuðu djúp spor í hugar- heim okkar og fengum við þá betur skilið hversu lánsöm við vorum. Afi opnaði fyrir okkur heim sem við hefðum aldrei fengið að skyggnast inn í annars, heim barns sem ólst upp við hörð kjör á síðasta áratug 19. aldar. En afi kunni að þakka og líta á það sem vel gekk og góðu minn- ingarnar voru honum ætíð efstar í huga. Ógrynni af ljóðum kunni afi líka og einn þáttur í þessum kvöldvök- um okkar var að afi og litli gesturinn hans fóru að kveðast á. Áður en augnlokin þyngdust svo um of, var farið með bænirnar, margar og innihaldsríkar og voru þær dýrmætt veganesti fyrir unga barnssálina. Við minnumst þess líka að oft var farið í bæjarferð með afa og fyrir kom að hann lyfti sonar- barninu sínu upp á hjólhestinn sinn og þá var brunað um götur og stræti. Síðast en ekki síst ber svo að minnast á og þakka að bænir hans fylgdu okkur út í hvern nýjan dag og út í lífið sjálft. Aldrei litum við svo inn til hans að hann bæði ekki Frelsara sinn og Drottin að gæta okkar og blessa. Afi var trúaður maður, trúði á Jesúm Krist sem Frelsara sinn og Drottin og lofaði Guð hátt og í hljóði fyrir öll hans gæskuverk. Hann hafði mikinn áhuga á að allir öðluðust lífið í Guði og vitnaði um Drottin sinn og Frels- ara fyrir þeim sem hann hitti. Um 25 ára skeið ferðaðist hann með okkur um landið þvert og endi- langt á sumrin og dreifði kristi- legum ritum. Afi eyddi tímanum mikið við lestur nú síðustu árin. Jafnan var hann þá með Biblíuna sína fyrir framan sig, Passíusálmana, Sálmabókina og aðrar kristilegar bækur og las þær af miklum áhuga spjaldanna á milli. Þegar hann nú, síðustu vikurnar sem hann lifði, fann að dauðinn nálgaðist hvíldi hann öruggur í trausti til Frelsara síns og Drott- ins og hafði uppáhaldsversið sitt yfir aftur og aftur: Ék lifi i Jesú nafni. i Jesú nafni én dey. þó heilsa ok líf mér hafni. hræóist ók dauóann ei. Dauði, é« óttast eÍKÍ afl þitt né valdió Kilt. í Kristi krafti éK se^i: Kom þú sæll. þá þú vilt. Við þökkum afa af hjarta sam- fylgdina og vitum að hann gistir nú hina himnesku bústaði hjá Drottni sínum og Frelsara og við trúum að þar munum við hitta hann þegar við höfum runnið okkar lífsskeið á enda, ef við höldum okkur fast við Frelsarann, Jesúm Krist, sem afi trúði á. Sonarbörn Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að bcrast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.