Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
w
►...«
-v" «
"ii WMl
\ . l^utund’i
C
Jy'
L.J#4* *'*"<* nlg
' y wk-
?
' Js*a£y"
JsíS£ .1J ' • *• .' *»' y ♦’" ** ■•* ■n,>y^'vw..
v -,>v • -....' ,' '"■&;'■■'■■•■'( ■ " \C? 'tV V
Landssvæði þar sem ðskufallið úr Heklu olli skemmdum á gróðri. Á dekksta svæðinu er gróður alþakinn ösku, en á því ljósara að miklu en ekki
öllu leyti.
• • _________
Oskuíall í Heklugosi
eyðilagði eða skemmdi 170
ferkílómetra gróðurlendis
í annarri viku eftir að Heklugos hófst, lét Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins gera konnun á því, hve mikið
gróðurlendi hefði farið undir ösku eða eyðilagzt að
einhverju leyti af völdum öskufalls. Til þessa var notuð
þyrla Landhelgisgæzlunnar. Vegna þess að til eru
gróðurkort af svæðinu er næsta fljótlegt að gera slíka
úttekt með nákvæmni, og innan hálfs mánaðar eftir að
gos hófst lágu niðurstöður því fyrir.
Mbl. hafði samband við Ingva
Þorsteinsson hjá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins og spurði
hverjar þær væru.
um 170 ferkm. algróins lands. Af
því svæði fóru um 47 ferkm. alveg
í kaf, undir misjafnlega þykkt
öskulag, en um 123 ferkm. að auki
huldust ösku, eins og að framan
greinir.
— Hvar eru þessi svæði?
— Aska, sem olli gróður-
skemmdum, féll á fjóra afrétti:
Landmanna, Gnúpverja, Flóa- og
Skeiðamanna og Holtamanna,
eins og sýnt er á korti af svæðinu.
Askan þakti mest gróðurlendi á
Gnúpverjaafrétti eða um 91
ferkm. sem er tæplega 40% af
heildargróðurlendi afréttarins,
þar af fóru 9 ferkm. alveg í kaf. Á
Landmannaafrétti þakti askan
hins vegar mest flatarmál gróð-
urlendis eða um 38 ferkm. sem er
einnig nær 40% af gróðurlendi
afréttarins. Á hinum afréttunum
urðu skemmdirnar minni, en tölu-
legar niðurstöður könnunarinnar
eru sýndar í töflu hér á síðunni.
— Þetta er hið náttúrlega gróð-
urlendi, sem skemmdist í gosinu,
en að auki varð mikið tjón á
nýjum gróðri, sem hafði orðið til á
síðari árum með sáningaraðgerð-
um Landgræðslu ríkisins sem
Landsvirkjun átti nokkurn þátt í.
Þar er um að ræða nokkur hundr-
uð hektara graslendis á Land-
mannaafrétti og um 50—60 ha á
Gnúpverjaafrétti. Var ætlunin að
gera nákvæma úttekt á árangri
þessara ræktunaraðgerða að lokn-
um vaxtartíma í haust, en gamla
Hekla hefur nú stórlega breytt
þeim niðurstöðum til hins verra.
— Eru þetta varanlegar
skemmdir?
— Það er óhætt að fullyrða, að
mikill hluti þess gróðurlendis, sem
huldist að öllu af ösku, er ónýtur
til frambúðar og er þar, eins og
áður hefur komið fram, einkum
um að ræða gróður í Sölvahrauni
og Valafelli á Landmannaafrétti
og í nokkrum hluta Sandafells á
Gnúpverjaafrétti. Askan á eftir að
flytjast til og sjálfsagt sópast af
hæðum og þar getur gróður náð
sér að nýju, en það mun taka mörg
ár. Gróðurinn á svæðinu, sem
Landgræðslan hafði ræktað upp,
er sterkari og betur undir áföll
búinn en hinn náttúrlegi gróður
og það má gera sér vonir um að sá
hluti hans, sem uppúr stendur og
á ekki eftir að fara í kaf við
tilfærslu öskunnar, nái sér að nýju
við áburðardreifingu.
En erfiðara er að segja til um
örlög þess gróðurs sem huldist
ösku að mikiu en ekki öllu leyti en
þar var um að ræða gróður á 123
ferkm. eins og áður kom fram. Á
þessu svæði er víða margra senti-
metra þykk aska í rót og gróður-
inn orðinn mjög gisinn. Væntan-
lega og vonandi nær þetta land sér
að miklu leyti að nýju, en það
getur tekið mörg ár og verður háð
árferði og meðferð á landinu.
Þetta land er nú ákaflega við-
kvæmt og gróðurinn verður að fá
að þróast í friði fyrir beit til þess
að endurnýjast. Gróður á þeim
afréttum, sem hér um ræðir, var
ekki sterkur fyrir og það tefur.
Þrátt fyrir óvenju gott árferði í
sumar hafði gróður ekki náð sér
eftir hið kalda sumar 1979, en þá
fór saman lítil spretta og mikil
beit á afréttum. Enda þótt fé væri
þá tekið af fjalli nokkru fyrr en
venjulega hafði víða verið gengið
mjög nærri gróðrinum í lok beit-
artímans.
— Hvaða áhrif hafa þessar
gróðurskemmdir á beitarþol af-
réttanna?
— Rýrnunin á beitarþoli þeirra
er sýnd í aftasta dálki töflunnar
og er hún frá 15—61%. Hlutfalls-
lega er hún mest á Landmanna-
afrétti. Það gróðurlendi hafði
beitarþol fyrir um 8.400 kindur,
þ.e. fullorðið fé og lömb í 2lÆ
mánuð. Gróðurlendi á Land-
mannaafrétti hafði beitarþol fyrir
um 3.600 fjár, á Flóa og Skeiða-
manna um 1.900 fjár og Holta-
manna um 1.200. Þetta þýðir, að
aska hefur fallið á gróðurlendi,
sem hafði beitarþol fyrir um 15
þúsund kindur. Hluti þessa gróð-
urs er með öllu glataður, annar
mun ná sér, en víst er um, að það
land, sem hér er um að tefla, ætti
ekki að beita að ári og jafnvel ekki
um enn lengri tíma. Það er
ákaflega viðkvæmt og öskufallið
hefur stóraukið hættu á gróður-
eyðingu, sem gæti orðið geigvæn-
leg, ef landinu er ekki hlíft meðan
það er að jafna sig. Við verðum að
gefa landinu þetta tækifæri.
— Á það skyldi lögð áherzla, að
þessi úttekt á áhrifum Heklugoss-
ins á gróður var gerð skömmu
eftir að öskufallinu lauk. Ómögu-
legt er að segja til um, hvaða áhrif
tilfærsla öskunnar mun hafa á
nærliggjandi gróðurlendi, en það
fer ekki hjá því, að þau verði
nokkur, sagöi Ingvi Þorsteinsson
að iokum.
Ingvi sagði, að tjón á gróðri
væri meira en virtist mega dæma
eftir ummælum manna fyrst eftir
gos. „Menn einblíndu fyrst og
fremst á þau svæði og gróðurlendi,
sem algerlega huldust ösku, en
könnun okkar leiddi í ljós, að á
víðáttumikið gróðurlendi hafði að
auki fallið svo mikið af vikri og
ösku, að 5—30% aðeins af gróðri
þess stóð upp úr við lok öskufalls-
ins. Mælingar sýndu, að um 210
ferkílómetrar gróðurlendis höfðu
farið undir ösku og það svaraði til
Afréttir GRÓÐURLEN DI Hluti af^ gróðurlendi % Rýrnun á beitarþoli %
Alþakið ösku, km^ Hálfþakið ösku, km^ Samtals km^
Flóa- og Skeiðamanna 17.5 17.5 11 15
Gnúpverja 9. 3 81.6 90.9 39 42
Holtamanna 13.6 13.6 11 15
Landmanna 37.6 10.4 48.0 39 61
46.9 123. 1 170.0