Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 14 HLAÐVARPINN bað er KreinileKa eitthvað skemmtileKt að Kerast og ungir sem Kamlir fyliíjast með af innlifun. (Ljósm. Kristján.) Árviss sumargleði íbúa í Engjaseli SÍÐASTLIÐIN þrjú ár hafa íbú- arnir í Lnujaseli 52—68 haldið sína eijfin sumanjleði og svo vel hefur tekizt til. að þessar hátiðir þykja með öllu ómissandi ok yngsta kynslóðin vildi öruKKlega að slík sumarjfleði væri haldin á dejíi hverjum. bessi hátíð er þó ckki aðeins fyrir þau ynjfstu, heldur einnÍK fyrir aðra ibúa í þessum húsum í EnKjaseli. Síðastliðinn laugardag var blás- ið til sumargleði í Engjaselinu og til að byrja með var farið í ýmiss konar leiki innan húss og utan, en enginn fór soltinn úr veizlunni, því pylsur og popp voru á boðstólum. Um kvöldið var síðan grillað úti og loks skemmti eldri kynslóðin sér við dans og gleði fram undir morgun í kjallara hússins númer 58, en þar er í raun um ágætan samkomusal að ræða. Annars er e.t.v. ekki rétt að tala um eldri Hlaupið i skarðið. kynslóðina í þessu tilviki, því meðalaldur „foreldranna" í Engja- selinu er um 30 ár. í Engjaseli 58 eru 2 fjölbýlishús og 5 raðhús og sóttu um eða yfir 100 manns sumargleðina að þessu sinni. Auk þess að vera grannar þá eiga íbúarnir þarna ýmislegt sam- eiginlegt og eru m.a. með sameig- inleg bílskýli og verið er að koma upp leiksvæði fyrir börnin. Verk- efnum var skipt niður á íbúðir og stigaganga og sá hver um sitt. bað eru ékki margir íbúar í fjölbýlis- húsum, sem hafa þennan skemmti- lega siö, en þvi ekki að fara að fordæmi þeirra í Engjaselinu? íláóinni.. Kveðið á Kaldármelum Á fjórðungsmótinu á Kaldármelum fór fram ágæt kvöldvaka undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar skólastjóra Heiðarskóla. Þar kom m.a. fram þessi vísa eftir Skjöld Stefánsson í Búðardal: Tvísýnt málið tímar líða tómir pelarnir. Næstu keppni kappa bíða Kaldármelarnir. „Gens una sumus“ bAGALL skrifar í Alþýðublaðið á fimmtudaK og fjallar um deilur skákmanna um hver skuli vera forscti Skáksambands Norðurlanda: Segir m.a.: Nú kom upp sú kátbroslega staða fyrir nokkru, að fyrrverandi formaður Skáksambands íslands, og núverandi formaður (eða forseti) Skáksambands Norðurlanda, varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu, að eins og Jesú á undan honum, var honum afneitað af sínum félögum. Sá, sem fyrir afneituninni stóð, var núverandi formaður Skáksambandsins (og formaður Friðarnefndarinnar íslensku), Ingimar nokkur Jónsson, doktor að nafnbót. Það er reyndar kostulegt og saga útaf fyrir sig, að formaður íslensku Friðarnefndarinnar hefur ekki fyrr sest í stól formanns Skáksambandsins en í sambandinu logar allt í ófriði og erjum. En af einhverjum ástæðum ágirnist formaðurinn tvöfaldi for- mennskuembættið hið þriðja.“ „Lífgar sál ef konu kyssi“ flr Víkurblaðinu: „begar Guðmundur á Kvistarhóli fletti Morgunblaðinu einn daginn rakst hann á grein með fyrirsögn- inni: „Sæði bót við brjóstkrabba“. Greinina las síðan Guðmundur með athygli en þar segir bandariskur iæknir, að samfarir séu besta lausnin á brjóstkrabba. Varð honum þá að orði: I.íÍKar »ál t'f kunu kyssi kítlar laicIeK snnt. En hitt < r eins uk ík alltaf vissi allra mrina bót. Og einnig úr Víkurblaöinu, þættinum Heyrt og hlerað: „I tilefni af því að rætt er um hundahald í blaðinu í dag má geta þess, að Víkurblaðið hefur fregnað af hundi hér í bæ, sem virðist einn harðsvíraðasti útsendari bindindishreyfingarinnar á staðnum. Hundur þessi ku umhverfast í hinn illirmislegasta Baskerville- hund ef nasavængir hans komast í námunda við eitthvað sterkara en mjólk og eiga þá viðkomandi hóf- eða ofdrykkjumenn fótum sínum fjör aö launa. Mun það m.a. hafa hent í sumar, að tveir einstaklingar sem staddir voru með vín í grennd við þessa skarpskyggnu skepnu lentu óþægilega á milli tanna hins hneykslaða hunds. Heyrst hefur að bindindishreyfingin hafi falast eftir skepnunni til undaneldis og hyggist síðan dreifa afkvæmunum víðs vegar um landið, þannig að menn verði annaðhvort að hætta að drekka eða vera bitnir ella.“ „Skrapmálaráðherrann“ STEINGRÍMUR Hermannsson hefur mikið vcrið í fréttum að undanförnu og þá bæði í sambandi við fisk og flug. Eftirfarandi klausa birtist í blaðinu Vesturland á dögunum: Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra mæðist í mörgu þessa dagana. Hann hefur verið iðinn við að auka þorskveiðibönnin og á þessu ári munu þorskveiðar verða bannaðar í alls 142 daga, sem er nær 40 prósent úr árinu. Ráðherann hefur líka liðkað duglega fyrir innflutningi skuttogara og jafnvel ekki skeytt um almennar reglur i þeim efnum. Mun sú lipurð hans enn auka á þorskveiðbönnin sem flestum þykja þó ærin. Eins og flestir vita kalla sjómenn það „skrap" þegar ekki má veiða þorsk og þorskveiðibönnin skrapdaga. Fyrir skömmu var því hvíslað að tíðindamanni Vesturlands að Steingrímur hefði hlotið nýja nafngift meðal sjómanna og gengi hann jafnan undir nafninu „skrapmálaráðherrann“. I nógu aö snúast EFTIRFARANDI frásögn er að finna í vikublaðinu „Fólk“ 2. september sl: „Karl prins snæddi hádegisverð með Vigdísi áður en hann hélt í laxinn. Vigdís var spurð um matarboðið. „Þegar ég undirbjó komu hans, leitaði ég í öllum bókum eftir einhverri laxasögu til að segja honum og fann loks eina um konuna, sem skipti á þorskhaus og sporði af laxi. Sagan vakti mikla lukku við borðið," sagði Vigdís og hló. „Ég gaf honum soðinn skötu- sel, sem hann hafði aldrei smakk- að, og graflax. Karl er mjög skemmtilegur og þægilegur í við- ræðu. Strax og hann var farinn komu fjörutíu norrænir stúdentar og síðar um kvöldið komu hundrað manns, sem sitja hér ráðstefnu. Þetta voru alls hundrað og sextíu manns. Og hvað það er erfitt að vera kvenmaður í þessu starfi, þó ekki sé nema hvað klæðnað snert- ir. Við móttöku Karls varð ég að vera mjög virðulega klædd, en síðan gat ég ekki verið eins fín við komu stúdentanna og hljóp til að skipta. Svo varð ég aftur að klæðast virðulega við komu síð- asta hópsins." I sama blaði er einnig sagt frá upphafi Ljómarallsins á dögunum, þar segir m.a: „í mörgu og ólíku er að snúast í forsetaembættinu þessa dagana. Vigdís kom öllum bílunum í Ljómarallinu úr höfn á miðvikudagsmorgun með miklum skemmtilegheitum og sóma. Mjög létt var yfir kynningu hennar á köppunum og talaði hún norsku, sænsku, frönsku og íslenzku, allt eftir þjóðerni keppenda. í kaffi- sopanum á eftir ásamt rallnefnd- inni, sagðist Vigdís ekki hafa verið ánægð með frammistöðu sína. „Eg kunni ekkert á þessa ný- tízkuskeiðklukku, hún ruglaði mig alveg og nokkrir bílar fóru tveim eða þrem mínútum of seint af stað. Ætli það hafi nokkuð slæmar afleiðingar? Ég hafði ekki nógu mikinn tíma til að undirbúa mig, því í gær tók ég á móti 160 manns á Bessastöðum og ég var satt að - segja búin að gleyma rallinu í öllum látunum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.