Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 23 Verkföllum lokið í Suður-Póllandi Varsjá, 5, sept. — AP. SAMNINGAR milli kolamámumanna í Suður-Póllandi og stjórnvalda voru í dag undirritaðir og gengu yfirvöld að kröfum verkamanna umleyfi til þess að stofna frjáls verkalýðsfélög, og fá helgarfri, efnahagslegar kjarabæt- ur og takmarkanir á ritskoðun. Flestir námuverka- manna í Póllandi gengu til vinnu á ný á fimmtudag, en verkfallsmenn í Bytom kröfðust einnig breytinga á stjórn námanna og hefur nú verið gengið að þeim kröfum. Yfirvöld í Póllandi tilkynntu í dag að Sovétríkin og önnur Austur-Evrópuríki hefðu ákveðið að veita Póllandi efnahagslega aðstoð til þess að hjálpa þeim að komast fram úr erfiðleikum í efnahagsmálum. Sovétmenn munu veita þeim lán til þess að gera þeim kleift að kaupa nauðsynlegar vörur frá Vesturlöndum. Pólska fréttastofan sagði, að nú væri verið að flytja ýmsar neyslu- vörur inn frá Tékkóslóvakíu, til bess að koma til móts við kröfur verkfallsmanna og aðgerðir til þess að halda verðhækkunum í skefjum væru þegar hafnar. Dagblaðið Tribuna Ludu sagði að ýmsar munaðarvörur, sem hingað til hafa aðeins verið á boðstólum í verzlunum, þar sem borgað er með erlendum gjaldeyri, hefðu verið teknar úr hillunum þar. Útvarpið í Wroclaw sagði að skammt suð-vestur af Varsjá hefði verið haldinn undirbúnings- fundur vegna stofnunar nýs óháðs E-vítamín við góðkynja æxlum Chicago. Illinois. 5. sept. — AP. MILLJONIR kvenna sem hrjáð- ar eru af óþægilegum en ekki illkynja brjóstaæxlum kunna að fá bót meina sinna með því að taka hæfilegan skammt E- vítamíns, að því er bandarisk visindamannanefnd sagði i dag. Dr. Robert London sem leiddi rannsóknina sagði að E-vítamin kynni að reynast mjög árang- ursríkt ef um væri að ræða óeðlilega æxlismyndun eða kýli i brjóstum. Þessi æxli yllu konum sem fengu þau, miklum sársauka þótt þau væru góð- kynja en nú bentu tilraunir til að E-vítamín gætu þarna orðið að miklu gagni. Londin hvatti þó til hóflegrar bjartsýni og sagði að konur yrðu að gæta sín á þvi að hefja ekki alltof stórar inntökur af E-vitamin, enda myndi það eins og óhófleg notkun annarra vita- mina þá ekki koma að nokkru gagni. Réttarhöld í Rússlandi Moskvu, 4. sept. •— AP. ALEXANDER Ogorodnikov, sem staðið hefur fyrir umræðuhópum um trúmál i Rússlandi, var dreg- inn fyrir rétt í Kalinin í gær, sakaður um andsovéskan áróður, að því er haft var eftir heimildum úr röðum rússneskra andófs- manna. I janúar á síðasta ári var Ogorodnikov, sem er 29 ára, dæmdur til ársvistar í vinnubúð- um fyrir „sníkjulifnað" og fyrir að geta ekki gegnt þjóðnýtu starfi. Nú á hann yfir höfði sér sjö ára fangelsisdóm og fimm ára útlegð innan Sovétríkjanna. Á árinu 1974 kom Ogorodnikov á fót „krostnum umræðuhópum" í Moskvu þar sem rædd var kristin kenning og það, sem hann taldi til merkis um kristna trúarvakningu í Sovétríkjunum. Einnig gáfu hann og félagar hans út neðan- jarðarrit um trúmál. í síðustu viku var Gleb Yakunin, prestur í rússnesku rétttrúnað- arkirkjunni, dæmdur í fimm ára þrælabúðavinnu og fimm ára út- Frakkar fram- selja öfgamann Aix, Frakklandi 5. sept. — AP. ÁFRÝJUNARDÓMSTÖLL í Aix í S-Frakklandi úrskurðaði i dag að orðið skyldi við beiðni italskra stjórnvalda um að framselja hægriöfgasinnan Marco Affatig- ato, sem talinn er viðriðinn sprengjuárásina á jarðbrautar- stöðina i Bologna. Ilann var hand- tekinn i Nizza að beiðni italskra stjórnvalda og hefur setið i gæzlu- varðhaldi meðan málið var kann- að og framsalsbeiðnin var til meðhöndlunar. Það er innanrikis- ráðherrann sem hefur siðasta orð- ið i málinu og hefur hann ekki tjáð sig að svo komnu máli. legð fyrir andsovéskan áróður og fyrir sömu sakir var Tatyana Yelikanova dæmd til fjögurra ára vinnuþrælkunar og fimm ára út- legðar. verkalýðsfélags og hefði verið boð- að til hans af Jerzy Poirkowsky, sem var einn forystumanna sam- einaðra verkfallsmanna í Varsjá. Forystumenn verkalýðsfélaga í Bretlandi hættu í dag við að fara í fimm daga heimsókn til Póllands, sem áætluð hafði verið, eftir að pólsk yfirvöld styttu leyfilegan dvalartíma þeirra niður í einn dag og gáfu aðeins leyfi til þess að þrír menn yrðu sendir í stað sex. David Basnett, formaður sex-manna nefndarinnar, sagði að takmark- anir pólskra yfirvalda væru óvið- unandi og heimsókn undir þessum skilmálum væri tilgangslaus. Franskir fiskimenn gera atlögu að lögreglumönnum, sem leita skjóls í brynvörðum bílum. Átökin urðu sl. þriðjudag þegar fiskimennirnir efndu til mótmæla fyrir framan samgöngumálaráðuneytið í París. Veður víða um heim Akureyri 9 alskýjað Amsterdam 23 skýjaö Aþena 26 skýjaö Barcelona 26 skýjaö Berlín 25 heiöskirt BrUsael 25 heiöakírt Chicago 29 skýjaö Feneyjar 24 þokumóöa Franklurt 26 heiöskírt Færeyjar 13 skýjað Genf 23 skýjaö Heleinki 19 heiðskirt Jerúsalem 24 heiöskírt Jóhannesarborg 25 heiöskírt Kaupmannahöfn 21 heiöskirt Las Palmas 25 léttskýjaö Lissabon 26 heiöskirt London 19 heiðskirt Los Angeles 27 heiöskirt Madrid 31 skýjaö Malaga 27 heiöskírt Mallorca 28 léttskýjaö Míami 29 skýjaö Moskva 15 skýjað New York 28 skýjað Oslo 20 skýjaö París 19 skýjað Reykjavík 11 rigning Rio de Janeiro 32 skýjað Rómaborg 30 heiöskírt San Fransisco 17 skýjaö Stokkhólmur 18 heiðskírt Tel Aviv 29 heiöskírt Tökýó 31 heiöskírt Vancouver 21 skýjaö Vínarborg 21 heiöskirt Veistu AÐ í LAUGARDALSHÖLLINNI geturþú ORÐIÐ UNNIÐ TOPE MAÐUR DAGSINS SAMKEPPNINNI LEYST «4100 ÞRAUTINA SMAKKAÐA TROPICANA 1 GRAPESAFA APPELSÍNUSAFA OG EPLASAFA BRAGÐAÐ i4lii ~ AKEXI AUK ÞESS SÉÐ TROPICANA JÁRNBRAUTARLESTINA O.M.FL. smjörlíki hf. SÓLHF I ei I I 14 M t V 9 *.»*»•! 33'FUITj'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.