Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 32
32
Myndlist:
Una Dóra Copley sýn-
ir í Norræna húsinu
í DAG kl. 16 verður opnuð í anddyri Norræna hússins sýning á málverkum, grafík
o.fl. eftir Unu Dóru Copley, dóttur listamannanna Ninu Tryggvadóttur og
Alcopley. í bréfi til Norræna hússins skrifar Una Dóra m.a. eftirfarandi um sjálfa
sig og sýninguna:
„Ég er fædd í Reykjavík 26. maí 1951 og hef allt frá bernsku búið í París, London
og New York j>ar sem ég kynntist myndlist, bæði samtímalist og list fyrri tíma. Ég
lagði stund á hstasógu við háskólann í New York og lauk þaðan námi 1972. Mér
fannst að sú menntun, að viðbættum þeim áhrifum, sem ég hafði orðið fyrir af
heimsóknum í söfn óg sýningarsali á ferðum minum um Evrópu og víðar, vera góð
undirstaða undir frekara listnám. Ég vildi leggja mig fram um að læra af ððrum
listmálurum og reynslu þeirra og lagði stund á málun undir handleiðslu nokkurra
listamanna í New York.
Ég sótti kennslustundir hjá þeim, heimsótti þá í vinnustofur þeirra og vann
undir leiðsögn þeirra í minni eigin vinnustofu. 1978 fluttist ég til Kaliforníu og þá
fyrst komu verk mín fyrir almenningssjónir. Ég tók þátt í samsýningum í Paule
Anglim-sýningarsalnum í San Francisco. Sýningin í NH er fyrsta einkasýning mín
og nú get ég sýnt opinberlega þau verk sem ég hef unnið á sl. 5 árum.“
Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma hússins kl. 9—19 til 28.
september.
Una Dóra í vinnustofu sinni.
Chuck Berry fer hamförum frammi fyrir rokkaðdáendum i kvikmyndinni
American Ilot Wax, sem Laugarásbió frumsýndi á mánudag.
Kvikmyndir:
American Hot Wax
í Laugarásbíói
A MÁNUDAG frumsýndi Laugarásbíó nýja rokkmynd í litum og fjallar hún
um upphaf rokkfaraldursins í Bandaríkjunum fyrir 20 árum. Leikstjóri er
Floyd Mutrux. Framleiðandi Art Linson. Handrit John Kaye. Myndataka
Willian A. Fraker. Aðalleikendur eru Tim Mclntire, Chuck Berry og Jerry
Lee Lewis.
I myndinni er horfið aftur til ársins 1959 er rokktónlistin hefur skotið
rótum. Alan Freed (Tim Mclntire) er einn þeirra sem mestan þátt hefur átt
í því að kynna bandarískri æsku þessa nýju tónlist.
En þótt Freed sé vinsæll meðal æskunnar, eru þeir margir sem telja hann
beinlínis hættulegan, svo og rokktónlistina. Sumir þingmanna vilja láta
banna þessa tónlist vegna siðspillandi áhrifa sem hún hafi á æskuna, og
húsbændur Freeds við WROL-útvarpsstöðina, þar sem hann starfar sem
plötusnúður, biðja hann að draga heldur úr hávaðanum við útsendingar, en
hann hefur slík tilmæli að engu.
Freed er að undirbúa mikla hátíð, sem halda á í Paramount-kvikmynda-
húsinu í Brooklynhverfi New York-borgar, og er ætlunin að halda upp á
ársafmæli rokktónlistarinnar. Hátíðin gengur í garð og það virðist ætla að
verða mikil aðsókn að skemmtuninni. Tónleikarnir hefjast og það er gifurleg
stemming í salnum. En þá gerast óvæntir atburðir.
Tónlist:
Prófessor Hans Gebhard.
Tónleikar í
Lómkirkjunni
Annað kvöld, sunnudag, kl.
20.30, heldur prófessor Hans
Gebhard orgeltónleika í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Prófessor Gebhard starfar
sem orgelleikari við Nikolai-
kirkjuna í Kiel í Þýskalandi
og er prófessor við tónlistar-
háskólann í Liibeck. Hann
hefur haldið fjölda tónleika
víðs vegar um Evrópu og
N-Ameríku, leikið í útvarpi
og sjónvarpi og á hljómplöt-
ur. Aðgangseyrir er kr. 2000.
Gallerí Suðurgata 7:
Paul Zukofsky stjórnar Sinfónfuhljómsveit íslands og hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík á
æfingu í Háskólabíói.
Tónleikar tveggja hljómsveita und■
ir stjóm Zukofskys í Háskólabíói
I dag kl 14.00 hefjast
tónleikar í Háskólabíói, sem
Sinfóníuhljómsveit íslands
og hljómsveit Tónlistarskól-
ans í Reykjavík halda sam-
eiginlega. Stjórnandi á þess-
um tónleikum verður banda-
ríski fiðluleikarinn og
hljómsveitarstjórinn Paul
Zukofsky, en hann hefur ver-
ið hér undanfarnar vikur og
stjórnað námskeiði sem
Tónlistarskólinn í Reykjavík
gekkst fyrir.
Efnisskrá tónleikanna er
eftirfarandi:
Greeting Prelude eftir
Stravinsky; Appalachian
Spring eftir Copland; Sin-
fónía nr. 4 eftir Tshaikofsky.
Hljóðfæraleikarar beggja
hljómsveitanna eru um 90
talsins.
Paul Zukofsky, sem stjórn-
ar þessum tónleikum, er
fæddur í Brooklyn Heights í
New York árið 1943. Hann
hóf nám í fiðluleik fjögurra
ára gamall og kom fyrst
fram opinberlega með Sin-
fóníuhljómsveitinni í New
Haven átta ára að aldri.
Hann var við framhaldsnám
í Juillard-tónlistarháskólan-
um og hlaut þaðan meistara-
gráðu um tvítugsaldur. Hann
hefur þrívegis haldið nám-
skeið á vegum Tónlistarskól-
ans í Reykjavík.
Aðgöngumiðar að tónleik-
unum í Háskólabíói verða
seldir við innganginn.
Tónlist:
Form mannslíkamans
í DAG kl. 16.00 verður
opnuð sýning á verkum
finnska myndlistarmanns-
ins Ilkka Juhani Takalo-
Eskola. Listamaðurinn
sýndi í Norræna húsinu
1976 ásamt finnskum sýn-
ingarhópi er nefndist
— sýning finnsks
myndl istarmanns
„Uppskerumennirnir". í
fréttatilkynningu frá Gall-
eríi Suðurgötu 7 segir m.a.
um listamanninn: „Athygli
vekur hversu fjölbreytilega
listamaðurinn teflir fram
formum mannslíkamans
við ólíklegustu skilyrði og í
fjörlegu samspili við mis-
munandi aðstæður."
Sýningin verður opin frá
kl. 16—18 virka daga og
16—20 um helgar.
Eitt af verkum finnska myndlistarmannsins Ilkkja Juhani Takalo-Eskola á sýningunni í Galleríi
Sudurgötu 7.