Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 Uppskerubrestur varð í Póllandi Varsjá, 30. september. — AF. PÓLSKA stjornin tilkynnti í dau að uppskera á korni, kart- öflum og sykurrófum væri mun léleKri en búist hafði verið við. Opinbera fréttastofan í Pól- landi, PAP, sagði að kornupp- skeran væri um það bil 19 Karpov efstur TilburK. 30. september. — AP. KARPOV vann Spassky, Port- isch vann Larsen, Iliibner vann Kavaiek, og jafntefii gerðu Timman og Andersson, Hort og Sosonko, og Tal og Rihli í niundu umferð Interpolis skákmótsins í gær. Karpov er efstur á mótinu með 6,5 vinninga, Portisch er í öðru sæti með sex vinninga og Timman í þriðja með 5,5 vinninga. I fjórða til sjöunda sæti eru Spassky, Tal, Hort og Sosonko með 4,5 vinninga. milljónum tonna meiri en á sl. ári en samt sem áður um 8 milljónum tonna minni en þjóð- in þarfnaðist. Fréttastofan sagði einnig að kartöfluuppskeran væri um 15 milljónum tonna minni en á sl. ári og sykurrófu- uppskeran um 4 milljónum tonna minni en í meðalári. Fréttastofan sagði einnig að vegna skorts á fóðri væru sumir bændur neyddir til að slátra nautgripum sínum fyrr en venjulega og því yrði minna af kjöti á almennum markaði en áður. Skortur á kjöti og öðrum nauðsynjavörum átti m.a. sinn þátt í því að verkföllin hófust í Póllandi. Pólska stjórnin hefur lofað þjóðinni bót í því máli. PAP sagði að ástæðan fyrir uppskerubrestinum væri senni- lega mikil flóð í vor og skortur á áburði. Símamynd AP. betta nýja, stóra sovézka njósnaskip, SSV 516, hefur sézt á Atlantshafi, búið fullkomnum rafeindabúnaði til að hlera fjarskipti og ratsjármerki NATO. Leyniþjónusta Atlantshafsbandalagsins kallar skipið „Belsam“. Brezka landvarnaráðuneytið, sem dreifði myndinni, segir að skipið sé af sömu stærð og brezk herskip af Sheffield-gerð. Veður víða um heim Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 17 hóifskýjaö Chicago 25 heiöskírt Feneyjar 21 þokumóóa Frankfurt 15 þoka Faareyjar 10 skýjaó Ganf 15 þoka Haisinki 13 skýjaó Jerúaalem 26 skýjaó Jóhanneaarborg 16 skýjað Kaupmannahöfn 16 heiöakirt Liasabon 29 heiöskírt London 19 haiðskirt Loa Angelea 31 haióskírt Madrid 28 heióskirt Malaga 27 skýjaó Mallorca 29 léttskýjaó Miami 34 heiðskírt Moskva 7 skýjað Naw York 16 heióskírt Oalo 12 heióskírt Parfs 24 skýjað Reykjavík 7 skúrir Ríó da Janeiro 30 skýjaó Rómaborg 29 heióskirt Stokkhólmur 13 skýjaó Tal Aviv 27 skýjaó Tókýó 24 heióskírt Vancouver 15 rigning Vínarborg 17 heióskírt Stórt skref stigið í átt að sameiginlegri f iskveiðistef nu BriiNKel. 30. september. — AP. Efnahagsbandalagsríkin stigu í gær meiriháttar skref í átt að sameiginlegri fiskveiðistefnu með því að ná samkomulagi um ýmsar fiskverndunaraðgerðir. Peter Walker landbúnaðarráð- herra Breta varaði við of mikilli bjartsýni á að samkomulag næð- ist fljótlega um sameiginlega „Þeir eru að reyna á þolinmæði okkar44 Segir forseti Pakistans um landamæraárásir Sovétmanna fiskveiðistefnu, þótt meiri háttar árangur hefði náðst um helgina og að ríkin væru nær samkomu- lagi en nokkru sinni áður. Hann sagði að Bretar gætu verið ánægðir með það skref sem stigið hefði verið, þvi samkomulagið um helgina byggði á ýmsum aðgerðum sem Bretar sjálfir hefðu gripið til. Samkomulagið um helgina kveður á um sérstök fiskverndun- arsvæði, möskvastærð, hámark ýmissa fiskitegunda í aðalafla, lágmarksstærðir fiska, bönn við veiði ýmissa fisktegunda á ákveðnum árstímum og takmark- anir í sambandi við notkun ýmissa veiðarfæra og hámarksstærðir fiskiskipa. Enn eiga aðildarlönd EBE eftir að ná samkomulagi um hámarks- afla í lögsögu bandalagsríkjanna og hvernig eigi að skipta honum milli aðildarríkjanna. Einnig hvernig háttað skuli tæknivæð- ingu í fiskiðnaði og lágmarksverð fisktegunda. Islamahad. Pakistan. 30. srptember. AP. MARGIR Pakistanar telja að landamæraárásir Sovétmanna sl. sunnudag séu viðvörun til þeirra vegna væntanlegs fundar Mo- hamman Zia Ul-Hag forseta Pak- istans og Jimmy Carters forseta Bandaríkjanna. Framundan eru einnig viðræður Andrei Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Agha Shahi utanríkisráðherra Pakistans hjá Sameinuðu þjóðun- um. „Hugsandi Pakistanar líta á árásirnar sem skýr boð frá Sovét- Noregur: mönnum til ríkisstjórnar Zia — „ekkert leynimakk við Carter“,“ segir einn pakistanskur frétta- skýrandi. Áður en Zia fór frá Pakistan sl. sunnudag sagði hann að árásirnar væru augljóslega gerðar til að „reyna á þolinmæði okkar eða til að reyna á vöðva okkar". Vestræn- ar heimildir herma að líklegt sé að Zia biðji Carter um vopn frá Bandaríkjunum sem geri Pakist- önum kleift að vernda landamæri sín fyrir árásum Sovétmanna. Sovétmenn hafa í tvígang gert árásir á landamæri Pakistana. Þær fyrri áttu sér stað sl. föstu- dag. Einn maður lést og um 320 særðust. Ekki er vitað um neitt Þúog Bratteli hættir þátt- töku í stjórnmálum Prá Jan Erik I.auró. (réttamanni Mbl. I Ósló. 30. scptember. TRYGVE Bratteli, fyrrum forsæt- isráðherra Noregs hefur ákveðið að hætta þátttöku f norskum stjórnmálum. Tryggve hefur setið á norska þinginu í 32 ár en hefur nú tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram í næstu kosningum. Sveitastjórnar- og atvinnumála- ráðherrann, Inger Luise Valle, hefur einnig ákveðið að draga sig i hlé. Samkvæmt eigin ósk mun hún láta af störfum sem ráðherra eftir tvær vikur. Trygve Bratteli hefur verið einn af mest áberandi stjórnmála- mönnum Noregs síðastiiðin 10 ár. Hann var forsætisráðherra frá 1971-1972 og 1973-1976. Eftir að Oddvar Nordli tók við sem forsæt- isráðherra hefur Bratteli verið formaður þingflokks Verkamanna- flokksins. Bratteli er orðinn 71 árs og finnst hann vera of gamall til að sitja áfram á þingi. Inger Luise Valle hefur setið í tveimur ríkisstjórnum og verið dómsmála-, fjölskyldu- og neyt- endaráðherra og nú síðast sveita- stjórnar- og atvinnumálaráðherra. Valle segist hafa tekið þátt í stjórnmálum svo lengi að hún þarfnist nú hvíldar. Nordli hefur enn ekki ákveðið hver skuli taka við ráðherraembætti Valle. manntjón í árásinni sl. sunnudag. Afganskar MI-24 þotur voru not- aðar til árásanna en bæði pakist- anskar og vestrænar heimildir segja að áhafnirnar hafi verið sovéskar. Hótar Kuwait Abu Dhabi og Jórdaníu stríði Nikosíu. 30. neptember. — AP. Mohammed Ali Rajai forsætis- ráðherra írans hótaði i dag að lýsa striði á hendur Kuwait, Abu Dhabi og Jórdaniu ef löndin hættu ekki stúðningi sinum við íraka i núverandi átökum írana og íraka. Aðeins Jórdanir hafa boðið írökum hvers kyns stuðning, en íranir segja að herskip íraka hafi leitað skjóls í ýmsum höfnum Arabaríkja á vesturströnd Persa- flóa. „Þessi lönd verða að taka afleiðingum gjörða sinna," sagði Rajai, sem bætti við, að stuðning- ur við íraka jafngilti stríðsyfirlýs- ingu á hendur írönum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.