Morgunblaðið - 01.10.1980, Side 42

Morgunblaðið - 01.10.1980, Side 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 Öruggur sigur íslenska liosins ÍSLENSKA LANDSLIðlð í hand knattleik sinraði frekar slakt norskt landslið siðastliðinn laun ardaK með fimm marka mun. 24 — 19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 11—7 islenska liðinu í haK- Leikmenn íslenska liðsins léku oft á tíðum vel i leiknum ok virðist líkamleK þjálfun leik- manna vera nokkuð K«ð en það her þó að varast að dæma lands- liðið eftir þcssum leik þar sem mótspyrnan var frekar litil. ís- lenska liðið hóf leikinn af mikl- um krafti ok náði fljótt 4 marka forystu með heittum sóknarleik ok K»ðum varnarleik. Norska liðið náði þ<> að minnka muninn ok þeKar 25 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var aðeins eitt mark sem skildi liðin að. staðan 7—G. Síðustu fimm mínútur hálf- leiksins skoruðu íslensku leik- mennirnir svo fjóKur mörk kckö einu norsku. Allan síðari hálfleikinn hafði íslenska liðið nokkra yfirburði or hafði lenRst af fimm marka for- ystu. Hilmar landsliðsþjálfari notaði greinilega tækifærið vel og skipti ört inná og allir leikmenn fengu súín tækifæri. Leikur þessi gegn Norðmönnum var góður und- irbúningur undir þau miklu átök sem landsliösins bíða síðar í vetur. Markvarslan í leiknum var allgóð hjá Ólafi og Kristjáni, þá átti Ólafur H. Jónsson góðan leik í vörn og sókn. Sigurður Sveinsson og Þorbergur Aðalsteinsson voru báðir mjög ógnandi og léku vel. Bjarni Guðmundsson kom að venju vel frá leiknum. Mörk Is- lands í leiknum skoruðu Þorberg- ur 7/4víti, Sigurður Sveinsson og Steindór Gunnarsson 4 hvor. Bjarni Guðmundsson og Ólafur H. Jónsson 3 hvor, Páll Björgvinsson 2, og Þorbjörn Guðmundsson 1. Markahæstur Norðmanna varð Hagby með 6 mörk en hann var jafnframt besti maður liðsins. —þr. Stórbrotin markvarsla íslendingar gátu þakkað ólafi Benediktssyni einum, að jafntefli náðist í síðari landsleiknum i handknattleik gegn Noregi. Lokatölur urðu 18—18 og ef einhver meðalkarl heföi staðið i íslenska markinu, hefði liðið fengið ljótan skeli. ólafur varði 26 skot i leiknum og er það toppurinn. Einar borvarðarson gerði einnig sitt, kom inn á til að verja vitaköst og hirti tvö, óli Ben áður eitt. Gangur leiksins var í stuttu á sig mörg mörk úr hraðaupp- máli sá, að íslenska liðið var næstum alltaf yfir. Oft var þó jafnt og voru það þá Norðmenn sem jöfnuðu. íslendingar náðu mest þriggja marka forystu og miðað við hvernig liðið lék úti á vellinum, var það með ólíkindum. Óli Ben einn sá um það og lengi leit út fyrir að markvarsla hans ætlaði að færa íslenska liðinu sigur. Fjórum mínútum fyrir leikslok var ísland tveimur mörk- um yfir, 18—16, og þá fékk liðið vítakast, tækifæri til að gera enn frekar út um leikinn. En norski markvörðurinn varði glæsilega vítakast Þorbergs og Norðmenn brunuðu upp og skoruðu. íslend- ingar fengu knöttinn, en nýttu ekki aðstöðu sína, reyndu ótíma- bært skot á lokasekúndunum og Norðmenn brunuðu upp og jöfn- uðu. Þorbergur átti lokaskot ís- lands og honum til afsökunar verður að segjast eins og er, að hann var í góðu færi. En úr þeim á að skora og þar „klikkaði" Þor- bergur. Þá var kapítuli út af fyrir sig að sjá til íslensku varnar- mannanna, er Norðmaðurinn brunaði upp í lokin og jafnaði. Gerðu þeir hvað þeir gátu til að greiða för hans, færðu sig frá og allt hvað eina ... Varnarleikur íslenska liðsins var í molum lengst af og fékk liðið hlaupum. Leti leikmanna að drífa sig aftur í vörn eftir að hafa klúðrað sóknarlotu var með ólík- indum. Átti þeim að vera í lófa lagið a ð stöðva hraðupphlaup Norðmanna og engin afsökun að tímabilið sé rétt nýhafið á íslandi. Fór þetta meira en nokkuð annað óskaplega í taugarnar á áhorfend- um, enda gera þeir þá réttmætu kröfu að menn, sem valdir eru í landslið, nenni að hlaupa. Sókn íslenska liðsins var of oft einhæf og fálmandi, kannski eðlilegt þar sem nýr þjálfari er á ferðinni með nokkuð breyttan hóp. En það eru til fleiri hornamenn á íslandi en einn og vonandi verða ekki gerðar fleiri tilraunir með þá Sigga Sveins og Kristján Arason í hægra horninu. Þeir eiga báðir heima I landsliði, en ekki sem hornamenn. En það er enn góður tími til stefnu, hæfur þjálfari og góður mannskapur. Margir lands- leikir eru einnig á næstunni og þetta ætti að smella saman. Þá má einnig geta þess, að þó að margt hefði mátt betur fara hjá íslenska liðinu í síðari leiknum, var áhorf- endum a. m. k. boðið upp á hörkuspennandi baráttuleik. Og markvarsla eins og Óli Ben sýndi er fátíð. Leikurinn hafði því sína góðu punkta þrátt fyrir allt. -88- Islandsmótið að hefjast ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik hefst I fþróttahúsinu i Ilafn- arfirði í kvöld. Strax í fyrstu umferð má búast við miklum hörkuleikjum. Morgunblaðið mun að venju fjalla ítarlega um leiki mótsins f máli og myndum. Þá mun sá upptekni háttur hafð- ur á að gefa leikmonnum eink- unn fyrir hvern leik. Sú breyting verður á að gefið verður frá 0 og upp f 10. Sá er hæstu meðaleink- unn hlýtur verður siðan heiðr- aður af Morgunblaðinu f móts- lok. Þurfa leikmenn að hafa leikið minnst 12 ieiki i mótinu til þess að koma til greina sem verðlaunahafar. Þá mun marka- ha'sta leikmanni mótsins verða veitt viðurkenning. í kvöld kl. 20.00 hefst mótið með leik Hauka og Fylkis, en strax að þeim leik loknum leika FH og Fram. Báðir þessir leikir ættu að bjóða upp á hörku og spennu. Sér í lagi leikur FH og Fram, en bæði þessi lið hafa fengið til liðs við sig leik- menn sem léku f fyrravetur í V-Þýskalandi. Mótinu verður fram haldið i Laugardalshöllinni á fimmtudag kl. 20.00 en þá mætast KR og Þróttur og Valur ok VikinKur. Vfst er að öll félögin leggja mikið upp úr þvf að vel takist til f fyrstu leikjunum og er þvf ógerlegt að ætla að spá um úrslit. — þr. • Þorbergur Aðalsteinsson skorar eitt af sjö mörkum sinum í fyrri landsleiknum við Norðmenn sem fram fór Um SÍðustU helgi. Ljósm. Rax. „Meiri spenna og harka verður í leikjunum" — segir markakóngurinn frá í fyrra KRISTJÁN Arason ungur og efnilegur handknattleiksmaður úr FIl varð markakóngur sfðasta keppnistimabils i handknattleik og var heiðraður af þvi tilefni i fyrra af Morgunblaðinu. Þar sem íslandsmótið i handknattleik er að hefjast i kvöld og lið Kristjáns FH verður í eldlínunni, spjallaði Mbl. við Kristján um keppnis- tfmabilið sem er að hefjast. Fyrst var Kristján inntur eftir þvi hvernig lið hans FH og hann sjálfur væru undir mótið búin. „Ég hef aldrei æft meir og betur en nú, og tel mig vera mjög vel undirbúinn. Síðastliðinn mánuð hef ég æft í 24 skipti og leikið fjölda æfingaleikja. Það sama get ég sagt um FH-liðið. Það er vel undir mótið búið og ég hef fulla trú á að FH verði í toppbaráttunni eins og síðustu 25 ár. Liðið hefur aldrei hafnað neðar en í þriðja sæti og í fyrravetur kom liðið mjög á óvart með því að ná öðru sæti. Ég hef trú á að svo verði líka í vetur, við komum á óvart og verðum í efstu sætunum. Liðið hefur komið vel út úr þeim æfingaleikjum sem spilaðar hafa verið. — Mín skoðun er sú að ís- landsmótið í 1. deild verði jafnara og skemmtilegra en í fyrravetur. Deildin verður sterkari og það verður meiri spenna og harka í leikjum. Það hafa reyndir og harðskeyttir leikmenn bæst í hóp- inn frá í fyrra, og lið Víkings kemur ekki til með að hafa sömu yfirburði og síðasta keppnistíma- bili. Það verða fjögur lið sem koma til með að verða erfiðust við að eiga: Víkingur, Fram, Valur og KR. Þessi lið ásamt FH eiga eftir að reyta stig hvort af öðru. Við mætum Fram í kvöld og ég þori ekki að spá um úrslit í leiknum en við í FH gerum okkur grein fyrir því að fyrstu leikir okkar koma til með að ráða því hvort við verðum í toppbaráttunni eða ekki. Og þess vegna verða fyrstu leikirnir að vinnast. Við eigum að leika gegn Val í næsta leik okkar og vitum að þeir verða erfiðir.“ Að lokum spáði Kristján um endanlega röð lið- anna í 1. deild í íslandsmótinu sem nú er að hefjast. Spá Kristjáns: FH Víkingur Fram KR Haukar Þróttur Fylkir - þr. Handknattlelkur • Kristján Arason FH varð markakóngur íslandsmótsins í hand- knattleik i fyrra. skoraði 88 mörk eða um fimm mörk að meðaltali i leik. Hér skorar Kristján eitt af mörkum sinum eftir að hafa brotist i 8egn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.