Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 43

Morgunblaðið - 01.10.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980 23 • Hart barist um boltann. Jón Pétursson átti Koðan leik i liði Fram. hér (fnæfir hann uppúr á miðri mynd um leið ok hann hreinsar frá. Gunnar Guðmundsson len^st til vinstri var einn besti maðurinn í liði Fram. vann gifurlega vel allan leikinn. Ljósm. Ragnar A. Skyndisóknir Hvidovre dugóu EVRÓPUDRAUMUR Fram að komast áfram i aðra umferð varð að engu siðastliðinn sunnudag á Laugardalsvellinum er liðið tap- aði 2—0 fyrir danska liðinu Ilvidovre. Fyrri leik liðanna sem fram fór i Danmörku lauk með sigri Ilvidovre 1—0, þannig að samanlagt sigraði Hvidovre verðskuldað 3—0. Það má segja að með smá heppni hefði leikur Fram og Hvid- ovre á sunnudag getað þróast á annan veg en hann gerði. Það var vitað fyrir leikinn að leikmenn Fram urðu að taka áhættu og sækja. Það gerðu þeir mjög kröft- uglega fyrstu 10. mínútur leiksins og voru þá mjög óheppnir að skora ekki og taka forystuna í leiknum. Strax á áttundu mínútu leiksins náði Gústaf Björnsson að skalla boltann laglega inn fyrir vörn danska liðsins á ungan og efni- legan nýliða, Lárus Grétarsson, þar sem hann var i algjöru dauðafæri á markteigslínu, með aðeins markvörðinn fyrir framan sig. Lárusi brást hinsvegar boga- listin tókst ekki að leggja boltann nægilega vel fyrir sig og skot hans fór framhjá markinu. Þar fór besta marktækifæri Fram for- görðum. Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði svo Leroy Ambrose fyrir Hvidovre og gerði þar með út um að Fram tækist að komast áfram. Hefði Fram þurft að sigra 3—1 í leiknum til þess. Vörn Fram Fram — Hvidovre var illa á verði á 10. mínútu er stungubolti var gefinn inn á Am- brose sem brunaði upp að marki Fram og skoraði örugglega í bláhorn marksins framhjá Guð- mundi markverði. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig mark svo snemma í leiknum sýndu leikmenn Fram enga uppgjöf. Þeir sóttu stíft og áttu mun meira í öllum fyrri hálfleiknum. Á 27. mínútu skall hurð nærri hælum við danska markið er Marteinn átti þrumuskot utan af hægri kanti. Danski markvörðurinn hálfvarði skot Marteins og á síðustu stundu tókst leikmönnum Hvidovre að bægja hættunni frá. Hafþór Sveinjónsson átti svo gott tækifæri á 40. mínútu fyrri hálf- Ieiks er hann braust í gegn um vörn Hvidovre en frekar laust skot hans hafnaði í fangi danska markvarðarins. Lið Hvidovre átti svo til enginn marktækifæri í fyrri hálfleiknum en reyndi að beita skyndisóknum sem vörn Fram tókst að öllu leyti að ráða við, fyrir utan er þeir gleymdu að gæta Ambrose er hann skoraði. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks- ins léku leikmenn Fram af krafti og virtust staðráðnir í að jafna metin í leiknum en gekk illa að skapa sér verulega hættuleg tæki- færi. Á 55. mínútu fengu Framar- ar svo rothöggið. Trausti Haralds- son brá illa inn í vítateig einum danska leikmanninum sem var kominn í gegn um vörn Fram og réttilega dæmdi dómarinn víta- spyrnu. Steen Hansen skoraði svo naumlega úr vítaspyrnunni. Laust skot hans fór í mitt markið og hefði Guðmundur Baldursson sem fór fullfljótt af stað átt að ráða við skotið. Við þetta mark fór mesti krafturinn úr liði Fram, og ekki tókst liðinu að koma boltanum í netið þær mínútur sem eftir voru í leiknum. Eins og venjulega voru það varnarmenn Fram sem áttu bestan leik. Þá átti Gunnar Guð- mundsson góðan leik á miðjunni og hafði hann mikla yfirferð í leiknum. Framlína Fram var mjög bitlaus í leiknum og einna helst skapaðist hætta þegar Trausti og Marteinn gerðu sér ferð inn í vítateig Hvidovre. Lið Hvidovre sýndi að þar var ekkert sérstakt lið á ferðinni og því hálfgerð synd að Fram skyldi ekki takast betur upp en raun varð á. Áhorfendur á leiknum voru 2777. -þr. • Danski markvörðurinn ver naumlega hörkuskot frá Marteini Geirssyni, lengst til hægri. Þetta var eitt besta marktækifæri Fram i leiknum gegn Hvidovre. Ljósm. Ragnar Axelsson. Kunn andlit vantar gegn Kínverjum Landsliðsnefndin í körfuknatt- leik hefur valið landsliðshóp sem mæta á kinverska körfulandslið- inu dagana 9—12 október. Kín- verska liðið er væntanlegt til landsins innan tiðar og mun liðið mæta ísienska landsliðinu þriveg- is. auk þess sem að liðið mun mæta úrvalsliði skipuðu íslend- ingum og erlendum ieikmönnum. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir i landsliðshópinn. Gunnar Þorvarðarson, Jónas Jó- hannesson, Guðsteinn Ingimars- son, Júlíus Valgeirsson og Valur Ingimundarson frá Njarðvík, Axel Nikulásson frá ÍBK, Símon Ólafsson, Þorvaldur Geirsson og Viðar Þorkelsson frá Fram, Jón Sigurðsson og Ágúst Líndal frá KR, Torfi Magnússon, Ríkharður Hrafnkelsson og Kristján Ágústs- son frá Val, Jón Jörundsson og Kolbeinn Kristinsson frá ÍR og loks Valdemar Guðlaugsson frá Ármanni. Menn sakna náttúrulega Péturs Guðmundssonar sem ekki fær sig lausan frá River Plate í Argent- ínu. Einnig er fyrirliðinn Kristinn Jörundsson illa fjarri góðu gamni, en hann er erlendis sem stendur. Fyrirliði í hans stað er nánast sjálfkjörinn, Jón Sigurðsson. Þá eru fimm nýliðar í hópnum, þeir Valur, Axel, Viðar, Ágúst og Valdemar. Þess má geta, að Viðar er fyrsti körfuknattleiksmaður sem valinn er í landslið úr þriðja aldursflokki hér á landi og örugg- lega þótt víðar væri leitað. Fyrsti landsleikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á fimmtudag 9. október og hefst hann klukkan 20.00. Á laugardaginn 11 þessa mánaðar mætast liðin síðan í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 14.00. Klukkan 15.00 á sunnudeginum leika liðin síðan í Njarðvík. Mánudaginn 13. október leikur kínverska liðið síðan síð- asta leik sinn hér á landi, mætir þá úrvalsliði eins og áður er sagt. Næstu verkefni körfuknattleiks- landsliðsins verða síðan 27.-28. desember, er franska landsliðið sækir Frónbúa heim. Frakkar eru sterkir, A—riðils þjóð. gg. Misstu niður 3 marka forskot ATLI Eðvaldsson og félagar hans hjá Borussia Dortmund fóru illa að ráði sínu á heimavelli gegn VFB Stuttgart í vestur-þýsku knattspyrnunni um helgina. Lið- in skildu jöfn, 3—3, eftir að Dortmund hafði komist í 3—0. Staðan í hálfleik var 1—0 og var einum leikmanna Stuttgart vísað af leikvelli. Einum fleiri léku heimamenn gestina lengst af grátt og komust í 3—0, en síðan fór allt í vitleysu og Stuttgart jafnaði áður en yfir lauk. með kolólöglegu marki. Atli skoraði ekki i leiknum. Urslit leikja urðu annars sem hér segir. Frankfurt — DuishurK 2—1 Bayern — Hamburxer 2—1 Dortmund — StuttKart 3 — 3 Dusseldorf — Leverkusen 1—3 • l erdiriKen — 1860 Munchen 0—3 FC Kðln — NurnberK 2—2 Kaiserslautern — Karlsruhe 1 —0 Schalke 04 - Bielefeldt 2-2 Mönch.Kladb. — Bochum 2—1 Bayern hefur forystuna í þýsku deildarkeppninni með 14 stig að lokum 8 umferðum. Hamburger SV og Kaiserslautern hafa 12 stig hvort félag. Atli og félagar eru í 4 sæti með 10 stig. Frankfurt og Mönchengladbach hafa einnig 10 stig, en markatala Dortmund er best liðanna þriggja. Half milljon fyrir 11 rétta I 6. leikviku Getrauna komu fram 7 raðir með 11 réttum leikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 452.500.- en með 10 rétta voru 128 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 10.600.- Það er víðar en hér, að erfiðleikum er bundið að koma getraunaseðlum til réttra aðila i tíma áður en leikirnir fara fram. Það er vaxandi vandamál hjá dönsku getraununum að fá uppgjör í tima frá smærri stöðum á Sjálandi, i næsta nágrenni við Kaupmannahöfn. en mun betur gengur að fá uppgjörin frá Jótlandi. Með sífellt hækkandi burðargjöldum og styttri þjónustutima póstsins hefur þeim tilfellum fjölgað, er getraunaseðlar berast of seint og eru ekki teknir gildir. Þetta hafa Norðmenn nú leyst á þann hátt. að „úreltir“ seðlar eru teknir með í þeirri vikunni. sem þeir berast án tillits til þess hvort leikirnir, sem skráðir eru á seðlinum. hafa farið fram eða eiga eftir að fara fram. Getrauna- spá MBL. 12 •-5 J2 ■c c 9 u tm s Sundav Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Arsenal — Leicester 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Aston Viila — Sunderland X 1 1 1 X 1 1 2 0 Coventry — Brighton X 1 1 1 1 1 5 i 0 Cr. Palace — WBA i X X 2 2 2 1 2 3 Everton — Southampt. i X 1 X 1 i 4 2 0 Ipswich — Leeds X 1 1 1 1 i 5 1 0 Man. City — Liverpool 2 2 2 2 2 2 0 0 6 Middlesbr. — Norwich 1 1 1 1 1 i 6 0 0 Nott. Forest — Man. Utd. X 1 X 1 1 i 4 2 0 Stoke — Tottenham 1 X X X X X 1 0 5 Wolves — Birmingham X X 1 X 1 2 2 3 1 Luton — Notts County X 1 X 1 X 2 2 3 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.