Morgunblaðið - 01.10.1980, Page 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Breiðablik á
30 ára afmæli
NÚ í ár heldur unKmennalélatíið
Breiðablik upp á 30 ára afmæli
sitt. Félajíið var stofnað árið
1950 af nokkrum áhugasömum
íþróttamönnum sem efla vildu
iþróttaiðkun í hinu unga hæjarfé-
lajtf sem Kópavogur var þá. A
þessum 30 árum hefur félagið
verið að eflast með ári hverju og
nú eru um 1500 virkir félaKar í
félaginu í 8 deildum þ.e. Knatt-
spyrnudeild, Handknattleiks-
deild, Frjálsíþróttadeild, Blak-
deild, Sunddeild, Körfuknatt-
leiksdeild. Skíðadeild og Styrkt-
armannafélaKÍ- Núverandi for-
maður unKmennafélaK-sins
Breiðabliks er Guttormur Sigur-
björnsson.
í tilefni af 30 ára afmælinu
heur félagið gengist fyrir
knattspyrnumóti í yngri aldurs-
flokkunum, einnig var hinn svo-
kallaði Breiðabliksdagur sem
haldinn var 20. september gerður
veglegri en áður hefur verið með
þátttöku svo að segja allra deilda
og meðal annars kepptu lið aðal-
stjórnar Breiðabliks við lið Bæjar-
stjórnar Kópavogs í knattspyrnu
og unnu Breiðabliksmenn mjög
verðskuldaðan sigur sioruðu 4
mörk gegn einu marki Bæjar-
stjórnarmanna.
Víkingar töpuðu 0-5
OFURHUGAR Víkings, sem þátt
tóku i Evrópukeppni félagsliða í
borðtennis, töpuðu 0—5 fyrir
Heros Sportkluhben í Noregi
fyrir skömmu. Víkingar léku án
Stefáns Konráðssonar. síns
sterkasta manns og var það að
sjálfsögðu skarð fyrir skildi.
Þorfinnur Guðmundsson tapaði
fyrir Jan Gierlof 9—21 og 14—21,
Kristján Jónasson tapaði fyrir
Karl Stordal 11—21 og 8—21.
Hilmar Konráðsson tapaði 16—21
og 9—21 fyrir Erik Rasmussen,
Þorfinnur tapaði síðan 11—21 og
12—21 fyrir Stordal og Hilmar
loks fyrir Gierlof 11—21 og 8—21.
Víkingarnir stóðu sig þrátt fyrir
allt nokkuð vel og sumir leikirnir
voru spennandi baráttuleikir, þó
svo að sigur ynnist hvergi.
Dómarar fá tímaklukkur
ÍSLENZKU knattspyrnudómar-
arnir, sem dæma leiki í Evrópu-
keppni meistara og bikarhafa.
vcrða nú allir með Seiko-tíma-
klukku á hendinni við dómgæzl-
una.
Seiko-umboðið, Þýzk-islenzka
hf. i Reykjavik, afhenti dómurun-
um þremur nýjasta og fullkomn-
asta dómaraúrið frá Seiko, og var
þessi mynd tekin við það tæki-
færi.
Úrin eru samskonar og dómar-
ar í Evrópu- og heimsmeistara-
keppninni nota. en þau hafa
innhyggðan hringjara er gefitr
frá sér són er hálfleik lýkur. Þá
er einnig afar einfalt fyrir dóm-
arana að fylgjast með og mæla
tímatafir í leikjunum. Úrin eru
með þeim nákvæmustu og er
tímaskckkja þeirra u.þ.b. 5 sek-
úndur á ári.
Það er fagnaðarcfni að enn eru
til islenzk fyrirtæki er sýna
íþróttunum vinsemd og velvilja.
Dómararnir, sem dæma í Evr-
ópukeppni að þessu sinni. eru:
Guðmundur Haraldsson er dæm-
ir leik St. Mirren og Elsborg í
Glasgow 1. október, Magnús Pét-
ursson er dæmir leik Liverpool
og finnsku meistaranna 1. októ-
ber og Eysteinn Guðmundsson er
dæmir leik i heimsmeistara-
keppninni, írland — Kýpur 19.
nóvember.
Cosmos bestir í Bandaríkjunum
Úrslitaleikurinn í Bandarísku
knattspyrnudeildinni (Soccer
Bowl 1980) var leikinn á R.F.
Kennedy leikvanginum i Wash-
ington D.C., sunnudaginn 21.
september. Áhorfendur voru
51,000 og var mikill hiti. allt upp
í næstum 40 stig niðri á vellinum
og 75% raki í lofti.
Liðin voru þannig skipuð:
Cosmos: H. Birkenmeier
(markvörður) A. DiBernardo, J.
Durgan, W. Rijsbergen, Eskand-
arian, J.C. Romero, F. Beckenbau-
er, V. Bogiecevic, F. Van Der Elst,
G. Chinaglia, R. Cabanas
Ft. Lauderdale: J. Van Beveren,
(markvörður), J. Pot, A. Auguste,
K. Fogarty, T. Gemeri, C. Fowles,
R. Hudson, L. Schonmaker, T.
Chubillas, G. Mueller, J. Caccia-
tore.
Þjálfari Cosmos var hinn kunni
þýski þjálfari Hennes Weisweiler,
en þjálfari Ft. Lauderdale var Cor
Van der Hart. Dómari var Paul
Avis. Cosmos og Ft. Lauderdale
höfðu mæst í deildarkeppninni
fyrr á árinu, og höfðu skiptst á
sigrum, 4:1 fyrir Ft. Lauderdale,
en 2:1 fyrir Cosmos í seinni
umferðinni, svo búist var við
jöfnum leik.
í fyrri hálfleik léku bæði liðin
fremur rólegt og yfirvegað spil og
þreifuðu fyrir veikum punktum í
vörnunum. Cosmos áttu framan af
meira í leiknum, en það vantaði
ávallt endahnútinn á sóknirnar
hjá þeim. Cosmos „áttu“ miðjuna,
með Beckenbauer og Bogiecevic í
fararbroddi en framlínan náði
aldrei að reka endahnútinn á
spilið. K. Fogarty gætti marka-
kóngsins Chinaglia mjög vel og
fylgdi honum eins og skuggi. J.C.
Romero virtist vera sá eini sem
lék eftir getu, og á 7. mínútu átti
hann hörkuskot á Van Beveren,
sem náði að bjarga í horn. Á 40.
mínútu áttu Strikers sitt bezta
tækifæri þegar Cacciatore lék
laglega á vörnina hjá Cosmos og
gaf fallegan bolta frá vinstri kanti
beint á vörnina hjá Cosmos og gaf
fallegan bolta frá vinstri kanti
beint á fætur Ray Hudson, en
Hudson naði ekki að pota inn', þó
var hann í metra færi frá mark-
línu. Annað markvert skeði ekki í
fyrri hálfleik.
Hennes Weisweiler breytti leik-
aðferðinni hjá Cosmos í síðari
hálfleik og færði Beckenbauer
framar og skipti á Eskandarian
fyrir Ricky Davies. Fogarty sem
gætti Chinaglia var bersýnilega
farinn að þreytast, því það var
eins og Chinaglia hefði fengið
sprautu í hálfleik, og lék hann nú
laus um allan völl. Strax á 4.
mínútu seinni hálfleiks fengu
Cosmos aukaspyrnu rétt utan
vítateigs hjá Strikers. Chinaglia
New York Cosmos sigra
Ft. Lauderdale
Strikers 3:0
tf/t *
tók spyrnuna, sem lentií varnar-
vegg Strikers, en boltinn hrökk til
Romero, sem var ekki seinn á sér
og skoraði á svipstundu með
leifturskoti fram hjá Van Bever-
en. 1:0 Cosmos.
Næstu 10 mínúturnar var ein-
stefna á markið hjá Strikers, og
stórskotahríð á Van Beveren sem
bjargaði oft snilldarlega, en á 20.
mínútu bar sóknin ávöxt, þegar
Chinaglia slapp frá Fogarty og
fékk sendingu frá Davies upp
miðjuna, og snéri sér laglega við,
og lék illilega á Fogarty, og
skoraði óverjandi í bláhornið
vinstra megin. 2:0 Cosmos. Chin-
aglia lék áfram laus um allan
völlinn, og átti hörku stangarskot
á 35. mínútu, og Roberto Cabanas
átti auðveldlega að setja mark á
38. mínútu, en Van Beveren bjarg-
aði naumlega í horn. Ft. Lauder-
dale Strikers misstu Gerd Mueller
út af í hálfleik, og var eins og liðið
missti allan mátt í sókninni, enda
þótt Waslander, sem kom inn á
fyrir Mueller, reyndi sitt bezta til
að hvetja sína menn og spilaði
mjög vel.
Cosmos héldu áfram að sækja
og Franz „keisari" Beckenbauer
fékk knöttinn á sínum vallarhelm-
ingi á 42. mínútu og lék upp
endilangan völlinn og sendi síðan
eina af sínum alkunnu lúmsku
sendingum til Chinaglia, sem
skoraði með snöggum jarðarbolta
(sjá mynd). 3:0 Cosmos.
Giorgio Chinaglia var valinn
„maður leiksins “ og þess má loks
geta að Chinaglia skoraði alls 50
mörk í deildarkeppninni á árinu
og einnig skoraði hann 7 mörk í
einum og sama undanúrslitaleikn-
um fyrr á árinu. Þessi leikur var
einnig síðasti opinberlegi leikur
Franz Beckenbauer sem fer til
Hamborgar á næsta ári.
Baldvin Berndsen
New York.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
25
Nýr áfangi fyrir stafni.næstur í nýrri sókn:
Haf skip hf .tekur upp
Amerikusiglingar
Áranqur sem skilar sér til allra_________
Hafskip hf. hefur nú haldiö uppi siglingum til
meginlandsins í yfir 20 ár, til hafna á Norður-
löndum, við Norðursjó og við Eystrasalt. Félagið
heldur nú uppi áætlunarferðum til flestra hafna
Evrópu. Pótt stundum hafi blásið á móti hefur
félagið staðið af sér alla sjóa og tekist að tryggja
heilbrigða samkeppni í vöruflutningum á þessum
leiðum. Einnig hefur félaginu tekist að innleiða
nýja tækni sem einfaldar störfin, eykur öryggi og
dregur úr kostnaði. Sá árangur kemur inn- og út-
flytjendum til góða með ýmsum hætti og hefur já-
kvæð áhrif á vöruverð og hag alls almennings.
Nú valkostur í siglingum til
Vesturheims______________________________
Nýtt átak er nú framundan í starfi Haf skips hf., fastar
Ameríkusiglingar. Á bak við þá ákvörðun eru óskir
margra viðskiptavina félagsins og hluthafa. öðrum
skipafélögum hefur mistekist að halda uppi sam-
keppni á þessari leið. Hafskip hf. ætlar sér að breyta
þeirri stöðu. Ekki með óraunsæju farmgjaldastríði
— heldur heiðarlegri samkeppni sem felur í sér
aukna þjónustu og tryggir að
allir farmflytjendur sitja við
^ sama borð. Takist vel til,
verður hægt að
koma í veg fyrir tíðar hækkanir farmgjaldataxta og
tryggja aukið viðskiptaöryggi allra inn- og útflytj-
enda. í Bandaríkjunum gilda ströng lög um skrán-
ingu slíkra taxta og þeim veröur ekki breytt nema
með fyrirvara. í meginatriðum býður félagið því
taxta þá, sem gildandi eru á þessari flutningaleið.
Hafskip býður því stórum sem smáum flutnings-
aðilum þjónustu sína — hvort sem um er er aö ræða
búslóð einstaklings eða stóra gáma inn- og út-
flytjenda. Fái Hafskip hf. byr á hinni nýju sigl-
ingleið getur það gefið fjölda flutningsaðila vind í
seglin og haft jákvæð áhrif á þjóöarhag.
Tilboð um þátttöku þína
Hlutaijárútboð_________
Hafskip er nú vel í stakk búið til að takast á við ný
verkefni og byggja upp skipaflota sem fullnægir
kröfum nútímans um hraöa og fullkomna tækni. Á
liðlega einu ári hafa hátt í þriðja hundrað nýjir
hluthafa gengið til liðs við félagið og nemur hlutafé
þess nú um 700 milljónum króna. Áformað er að
bjóða viðbótarhlutafé 200 milljónir króna á tíma-
bilinu fram til aðalfundar félagsins í marz 1981. Þeir
sem vilja eiga hlut að nýrri sókn og taka þátt í upp-
byggingu þróttmikils skipafélags, sem hefur hlut-
verki að gegna, eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við skrifstofu okkar.